Þjóðviljinn - 30.07.1981, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 30.07.1981, Blaðsíða 9
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 3«. júll 1981 Fimmtudagur 30. júli 1981 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9 Elisabet Þórisdóttir, forstööumaöur sumarstarfsins. Mynd —gel Krakkarnir vita að þelr geta treyst okkur Hvað geta börnin á þéttbýlinu gerta' sumrin þegar skólarnir eru lokaðir? Eru þau á götunni i reiöi- leysi.eru þau isveiteöa eru þau á einhverjum þeim námskeiöum sem yfirvöld bjóöa uppá fyrir börn og unglinga. Um daginn var i annarrar siöu viötali rætt viö Hjördísi Hjartardóttur, deildar- stjóra útibús Félagsmálastofnun- Þaö er stundum gott aö kela pinulltiö Ipúöaherberginu Heimsókn í Fellahelli Púöaherbergiö er ailtaf jafnvinsælt hjá öllum aldursflokkum. Mynd —gel ar Rvk. I Breiðholti um þaö sem I boði er i sumar fyrir börn I þessu barnflesta hverfi borgarinnar. Taldi Hjördis það starf gott I mörgum greinum en ekki full- nægjandi. Til að fá betra yfirlit yfir heildarstarfið með börnum og unglingum i hverfinu heim- sóttum við Elisabetu Þórisdóttur, forstöðumann með sumarstarfinu og starfsmann Fellahellis. „Þetta ersjöunda sumariðsem við erum með námskeið fyrir böm á aldrinum 6- 12 ára”, sagði Elisabet. „Fyrstu þrjú sumrin vorum við á Utivistarsvæðunum sem hérna eru og á starfsvöllun- um. Þessi námskeið voru opin. Krakkarnir gátu komið þegar þeirvildu. Si'ðan vildum við pröfa okkur áfram með eitthvað annað og fórum af stað með lokuð nám- skeið i þvi' formi sem þau eru nú. Þetta eru hálfs mánaðar nám- skeið frá kl. 10- 12 og 1- 4. Við könnuðum meðal foreldra hvort áhugi væri á að börnin væru her I hádeginu en svo reyndist ekki vera. Samt er ekkert þvi til fyrir- stöðu að þau sem vilja séu hér i hádeginu og borði. Ég held mér sé óhætt að segja að námskeið þessi séu afar vinsæl. Við lögðum á það áherslu strax i upphafiað þetta yrði ekki eins og hver annar geymslustaður og heldurekkisem framhald af skól- anum. Við erum bæði úti og inni og ræðst það mikið af veðri. Yfir- leitt finnst krökkunum spennandi að vera inni, sérstaklega i púða- og föndurherbergjunum. Svo er lika hægt að spila borðtennis inni o.fl. Þegar við erum Uti förum við i leiki og i stuttar ferðir í ná- grenninu. T.d. er afar vinsælt að fara i „Indianagilið”. Við borðum stundum úti i góðu veðri, og grill- um þápylsur.Svo förum við lika i lengri ferðir 1 - 2 á sumri.” Fellahellir er sem kunnugt er einaf þremur félagsmiðstöðvum i borginni. Hinar eru Þröttheimar og bústaðir. 1 Fellahelli er skipu- lagt starf með unglingum allan ársins hring. Bæði sumar og vet- ur er opið frá kl. 8 - 11 alla virka daga nema laugardaga og sjald- an eru þar færri en 100 manns á kvöldi. Aðallega koma unglingar á aldrinum 13 -15 ára og þeirspila áspil.dansa hlusta á tónlist,spila tennis o.fl. Þarna er kaffiteria þar sem má fá sér snarl eða bara sitja og rabba saman. Krakkarnir geta lika verið i tómstundaher- berginueða púðaherberginu (það er jafnvinsælt hjá öllum aldurs- flokkum) eða þá i „afslöppunar- eða ástarherberginu” eins og Elisabet kallaði notalegt li'tið her- bergi með lágum borðum og mjúkum stólum að ógleymdu sjónvarpi. Elisabet segir okkur ennfremur að vetrarstarfið sé ekki slður blómlegt og vinsælt. Sl. vetur var farið af stað með skipulagt fræðslustarf um ákveðin mál, kynfræðslumál, fikniefnamál og dómsmál og réttarfar. Að óreyndu mætti ætla að skólinn sæi um að miðla þeirri fræðslu til unglinga sem þeim er nauðsynleg og ekki er tryggt aðheimilin veiti. En það hefur sýnt sig, segir El- Isabet, að þaö er virkilega þörf fyrir fræðslu af þessu tagi. En er nú vlst að náist til þeirra unglinga sem eru kannski I hvaö mestri þörf fyrir fræöslu þá og umönnun sem unglingarnir í Fellahelli fá? „Jú, ég held að við náum til þeirra flestra”, segir Elísabet. „Starfið hér er eitthvað sem er! eftirsóknarvert. Unglingarnir finna aö þeir skipta máli, það er talað við þá og hlustað á þá og þeirfá virkilega svör við mörgum spurningum um lifið og tilveruna og annað sem brennur á þeim þá stundina. Krakkarnir vita að þeir geta treyst okkur.” Eru kannski félagsmið- stöövarnar þaö sem kemur helst til meö aö leysa „Unglingavanda-" máliö”? „Ég erekkii'vafa umaðfélags- miðstöðvar i hverju hverfi leysi margan vanda og komi ungling- unum mjög tilgóða. Þeir þurfa að hafa stað útaf fyrir sig. Það má ekki vera miklum erfiðleikum bundið að komast þangað, ekki lengra en i skólann. Þau vilja hitta kunningjana fyrir utan skól- ann og sé i hverfinu þannig félagsmiðstöö er öruggt að þar má alltaf hitta einhvern.” —hs . ■ ■ ■ ■ ■ Þetta er einn hópurinn sem er á sumarnámskeiöi I Fellahelli I sumar. Rrakkarnir eru á aldrinum 6-12 ára á náxnskeiðunum sem eru I háifan mánuö I senn. Mynd —gel Yfirleitter margmennil Fellahelli á kvöldin, oft um 100 manns. Þessi mynd er tekin I kaffiterlunni. Myndir —gel Dansað I Fellahelli

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.