Þjóðviljinn - 30.07.1981, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 30.07.1981, Blaðsíða 16
DJOÐVILIINN Fimmtudagur 30. jiíll 1981 Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess tima er hægt aö ná i blaöamenn og aðra starfsmenn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími blaðsins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot afgreiðslu 81663 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 og 17-19 er hægt að ná i áfgreiðslu blaðsins i sima 81663. Blaðaprent hefur sima 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 Gunnar Bergsteinsson iékk Gæsluna Gunnar Bergsteinsson, for- stööumaöur Sjómælinga nkisins hefur verið skipaður forstjóri Landhelgisgæslunnar. Hann tek- ur við af Pétri Sigurðssyni. Frið- jón Þórðarson, dómsmálaráð- herra tilkynnti þessa ákvörðun á rikisstjórnarfundi i gær. Gunnar er menntaður sjóliðsforingi og var um skeið i norska sjóhernum. Hann var stýrimaður á varðskip- um og strandferðaskipum, þá var hann mælingamaður hjá sjómæl- ingum og fulltrúi hjá Landhelgis- gæslunni. Aðrir umsækjendur voru Guð- jón Armann Eyjólfsson, kennari við Stýrimannaskólann, Hannes Þ. Hafstein, framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins, Guðjón Pet- ersen forstjóri Almannavarna, Haraldur Henryson, sakadómari, Jón Magnússon, lögmaður Land- helgisgæslunnar, Þorsteinn Þor- steinsson, flugvélaverkfræðingur og Sigurður Gizurarson, sýslu- maður á Húsavík. Japaninn okkar er nú byrjaöur aö mála fisk á vegginn á húsinu Síöumúla 30, einsog sjá má á þessari mynd sem — gel tók i rigningarsuddanum i gær. Niðurstöður mjólkurnefndarínnar: Hreinlætf áhótavant, reglugerðum ekki fylgt Ytarlegar tillögur Hreinlæti er ábótavant, reglu- gerðum er ckki fylgt og eftirlit er ekki sem skyldi. Þessar eru niö- urstööur nefndar þeirrar sem heilbrigðisróðherra skipaði til rannsóknar á ástandi mjólkur- mála. Nefndin skilaði skýrslu sinni til ráöherra I fyrradag og er hún bæöi löng og ýtarleg. t skýrslunni kemur fram aó víða er pottur brotinn, en hlut- vcrk nefndarinnar vap að grafast fyrirum orsakir þess að skemmd mjólk hefur komið á markað und- anfarin sumur, en hún viröist fara versnandi. Nefndin kallaði á sinn fund full- trúa framleiðenda og neytenda, fór i skoðunar- og könnunarferðir i fjós og mjólkurbú, austanfjalls, auk þess sem mjólkurbú Samsöl- unnar i Reykjavik var skoðað. Niðurstaðan varð stí, að orsök gæöarýrnunar mjólkurinnar á svæði Mjólkursamsölunnar sé að verulegu leyti að kenna „slæmu ástandi og búnaði fjósa, skorti á þrifum og aðhaldsleysi hjá litlum hluta framleiöenda, sem þó hafa til úrbóta lagðar fy veruleg áhrif vegna blöndunar mjólkur i mjólkurflutningum” segir i skýrslunni. Þá segir i framhaldi af þessu atriði að eftir- lit héraðsdýralækna þurfi að end- urskoða og að stórlega vanti á fræðslu um gildi og nauðsyn góðs hreinlætis við mjólkurfram- leiðslu. Mjólkurflutningarnir voru kannaðir og kemur fram, að mjólk er sótt til nokkurra fram- leiðenda tvisvar i viku (reglan er þrisvar). Við það verður mjólkin miklu eldri en reglur leyfa áður en gerilsneyðing fer fram. Fræðslu skortir fyrir mjólkurbil- stjóra varðandi þrifnað og ýmsu er ábótavant i'búnaði bilanna. Þá virðist ástæða tiiað ætla að tæm- ing m jólkurtanka i f jósum sé ekki sem skyldi og að gamlar dreggjar blandist stundum nýrri mjólk. Bent er á að mjólkurbúin beita forhitun mjólkur, þótt það sé ekki heimilt, til þess að auka geymslu- þolið, en mjólkurfræðingar hafa beitt sér gegn forhitun. Einstök atriði i hverju mjólkur- ir ráðherra búi voru rannsökuð og er i' skýrsl- unni gerð grein fyrir göllum á hverjum stað, svo sem þvi, að tankar mjólkurbila hafi ekki ver- ið nógu vel þrifnir og að dag- stimplun var of langt fram i tim- ann, en þvi hefur nií verið kippt i liðinn. Gerlamagn i mjólk er al- mennt of mikið og aðferðir mjólk- urstöðvanna við kælingu, vinnslu og geymslu mjólkurinnar leyfa ekki þá dagstimplun sem stöðv- arnar hafa sóst eftir. Mjólkur- samsalan i Reykjavik hefur gengið lengra en jafnvel undan- þágur heimila, segir í skýrslunni. Nefndin leggur til að annars vegar verði gripið til ráðstafaia þegar i stað, hins vegar verði hugað að langtimaaðgerðum til að bæta ástandið við framleiðslu mjólkur. Tillögurnar eru einkum þær að allar undanþágur til dag- stimplunar verði f elldar niður, að einnig verði stimpluð dagsetning gerilsneyðingar og að fram- kvæmdar verði geymsluþolsprðf- amr sem siðar liggi ef til vi 11 ti) grundvallar ákvörðun um styttri sölufrest mjólkur. Lagt er til að kæling verði bætt, hitamælum verði komið fyrir i öllum tönkum framleiöenda á svæði Mjólkurbús Flóamanna og hitastig mjólkur- innar verði skráð þegar hún fer frá Selfossi og Borgarnesi til Reykjavikur. Mjólkurflutningar verði endurskipulagðir og ákvasð- um um framleiðslu mjólkur verði framfylgt, þar með talið bann við forhitun mjólkur. Hreinlæti verði bætt á öllum stigum framleiðsl- unnar. Rannsóknir verði auknar svo og eftirlit, til að koma i veg fyrir að 2 og 3 flokks mjólk verði seld sem neyslumjólk. Þá er hvatt til þess að samvinnu verði komið á milli þeirra sem fram- kvæma opinbert eftirlit og rann- sóknirannars vegar og framleið- enda hins vegar. Aðgerðir sem miðast við kom- andi tima verði endurskoðun á gildandi reglugerðum um eftirlit, sett veröi ákvæði um sérstakan heilbrigðisráðunaut við Heil- brigðiseftirlit rikisins. Þá verði sjónum beint að bættri kælingu, flokkunarreglum verði breytt Framhald á blaðsiðu 14. Alþýðublaðið kemur ekki út VUmundur stöðvaður Allt er á suðupunkti i Alþýðu- flokknum. Hrein styrjöld virðist skollin á milli Vilmundar Gylfa- sonar, ritstjóra Alþýðublaðsins og framkvæmdastjórnar flokks- ins. Alþýðublaðið kemur ekki Ut i dag og kom ekki út i gær. Prentun blaðsins var stöðvuð . — Ovi'st er um framtið Vilmundar á blað- inu og innan flokks, en háttsettur Alþýðuflokksmaður tjáði Þjóð- viljanum i gær að ekki yrði aftur snúið, og liklega yrði Vilmundur með öllu einangraður i flokknum. Eftir þvi sem Þjóðviljinn kemst næst styðja blaðamenn á Alþýðu- blaðinu Vilmund heils hugar i málinu. Eftir þvi sem framkvæmda- stjórnarmaður tjáði blaðinu i gærkvöldi hefur flokksforystan veriö mjög óánægð með skrif blaðsins um verkalýðsmál að undanförnu. Það munu hafa verið skrif blaðsins i fyrradag, sem endanlega gengu fram af foringj- um flokksins, en þar reynir Vil- mundur að særa andstæðinga sina iflokknum fram úr,,hornum og skúmaskotum” vegna skrif- anna um verkalýðsmál, en þar er hann á annarri skoðun en forysta flokksins og þá einkum verka- lýðsleiðtogar Alþýðuflokksins. 1 siðasta leiðara stendur þannig þetta: „Alþýðublaöið hefur fregnað að fjórir eða fimm jafnaðarmenn tuði um það i skúmaskotum að Alþýðublaðið fylgi „einkaskoö- unum” þeirra þriggja blaða- manna sem við Alþýöublaðið starfa en fylgi ekki sjálfri lýð- ræðisjafnaðarstefnunni. Við þessa jafnaðarmenn vill Alþýðu- blaðið segja ef tirfarandi: Tuðið ekki i hornum og skúmaskotum. Komið fram í dagsbirtuna”. Atburðirnir siðan benda til þess að Vilmundi hafi orðið að ósk sinni og kratar hafi stokkið fram úr „skúmaskotunum” og sett hann frá stjórn blaðsins. Svo sem fyrr segir er staða Vii- mundar óljós. En Utgáfa blaðsins fyrst um sinn (ef það kemur þá út) verður i höndum fram- kvæmdastjórnar Alþýðuflokksins og blaðstjórnar. Blaðið hafði samband við þing- mennina Sighvat Björgvinsson og Eið Guðnason til að spyrja þá um álitá aðförinni að Alþýðublaðinu. Þeir kváðust hvorugur hafa setið fundi þar sem stöðvun Utgáfu blaðsins hefði verið ákveðin. Það hlyti að hafa verið verk blað- stjómar og framkvæmdastjómar fldiksins. Það þarf varla að taka fram að ekki náðist i neinn i gær- kveldi úr blaðstjórn eða fram- kvæmdastjórn Alþýðuflokksins. óg/eng Oddur Bjarnason, t.v. formaður Geöverndarfélagsins veitir viðtöku gjöf Kiwanismanna úr hendi Guðmundar Óla Ólafssonar umdæmis- stjóra. Mynd-gel. Kiwanishreyfingin afhendir Geðverndarfélaginu 735 þús. kr. gjöf Endurhæfingarheimili fyrir geðveika reist í Fossvogi t gær afhenti Kiwanishreyf- ingin Geðverndarfélagi tslands að gjöf 735 krónur sem eiga að renna til fyrirhugaðear bygg- ingar Geðverndarfélagsins, svo- nefnds áfangaheimilis fyrir endurhæfingu geðsjúkra. Geðverndarfélaginu hefur verið úthlutuð lóö fyrir þessa byggingu i nýju byggðinni i Foss- vogi, skammt frá Borgarspital- anum. Búið er að teikna húsið sem er á tveimur hæðum. t þvi verða 6 einstaklingsherbergi og eitt tveggja manna herbergi auk aðstööu fyrir forstöðumann. Framkvæmdir við byggingu hússins munu hefjast á næstu dögum, en auk hinnar rausnar- legu gjafar frá Kiwanishreyfing- unni, mun Geöverndarfélagið og hiö opinbera standa straum af kostnaöi við bygginguna. Gjöf Kiwanishreyfingarinnar er afrakstur af sölu K-lykilsins, en auk gjafarinnar til húsbygg- ingar Geðverndar, var Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri ný- lega afhentar 75 þúsund krónur sem fara eiga til innréttingu á vinnustofu á geðdeild sjúkrahúss- ias. Að sögn Tómasar Helgasonar geðlæknis er mjög mikil þörf fyrir endurhæfingarheimili geð- sjúkra. Hérlendis þyrfti 4—5 vist- rými fyrir geðsjúka á hverja 1000 ibúa en einungis tæplega tvö vist- rými væru til staðar i dag. Af þeim sökum væru þeir áninga- staðir og endurþjálfunarstaðir geðsjúkra sem til eru, þegar upp- setnir af mjög sjúku fólki, sem ætti frekar heima á sjúkrahúsum. Hið nýja áfangaheimili Geð- verndarheimilisins verður að meginhluta byggt úr byggingar- einingum sem framleiddar eru i Bergiöjunni, vernduöum vinnu- stað sem Kleppsspitali rekur. -lg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.