Þjóðviljinn - 30.07.1981, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 30.07.1981, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 30. júlí 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Óeirðirnar í Bretlandi Enn blossa upp götu- bardagar milli lögreglu og ungmenna i borgum Bretlands. t fyrradag kom til átaka i Toxteth- hverfinu i Liverpool og voru sett upp götuvigi, bensinsprengjum kast- að og bæði lögreglu- menn og borgarar fluttir á sjúkrahús vegna meiðsla. Atburðir þessir hafa borið nokkuð á góma i islenskum fjöl- miðlum, einkanlega vegna skrifa Visisritstjóra, sem túlkað hefur atburðina sem kynþátta- Bflar eyftilagðir. Óeirftirnar standa enn yfir i Toxteth-hverfinu i Liver- pool. Ilandtaka i Moss Side i Manchester Ekki neitt „unglingavandamál” deilur og unglingavandamál. Við náðum tali af Arnþóri Jónssyni, sem i fjögur ár hefur stundað tónlistarnám (selló) i Manchester, og báðum hann að segja okkur fr'á sinni reynslu af atburðunum, i Manchester og almennt i Bretlandi. — Þetta er ekkert unglinga- vandamál og þótt þessar óeirðir tengist kynþáttaerfiðleikum, þá er fyrst og fremst um að kenna þessu mikla atvinnuleysi núna i Bretlandi. Það er rétt, að það er aðallega ungt fólk sem hefur staðið i þessum götubardögum, en hinsvegar ekki sérstaklega unglingar. — Það fjölgar alltaf atvinnu- leysingjunum, og þeir standa fleiri og fleiri útá götu, hafa ekkert að gera. Eg held að það séu um þrjár miljónir atvinnu- lausra, og sú tala hækkar þegar fjölskyldur þeirra eru taldar með. Þetta er allskonar fólk, ungt og gamalt, hvitt og svart og brúnt, allavega þar sem ég bý, i blönduðu hverfi, Longsight. Atvinnuleysið er þar auðsætt, þrátt fyrir að það hverfi sé ekki fátækrahverfi. Toxteth — Nú, það kemur sumar og hitiog þaðfjölgará götunum, og það er spenna i andrúmsloftinu, og óánægjan brýst svo út af minnsta tilefni. Þetta byrjaði i vor fyrir alvöru i Toxteth-hverf- inu i Liverpool, sem er byggt negrum og indverjum að meginhluta. Atvinnuleysi er næstum algjört þarna. Nasistarnir (National Front) eru mjög áberandi i Bretlandi núna, sérstaklega svokallaðir skallar (skinheads), hópar af ungu fólki gjarna atvinnulausu, sem National P’ront tekur uppá sina arma. Þeir krúnuraka sig og ganga i stórum klossum i fylkingu um göturnar. Eftir einhvern fund hjá nasistum voru tveir eða þrir rútubilar fullir af sköllum keyrðirinni.mitt Toxteth. Þarna var beinlinis verið að ögra ibú- unum og allt sauð uppúr. Þessar óeirðir i Toxteth eru einsog neisti i púðurtunnu, og götubardagarnir breiddust siðan útum allt Bretland. Óeirðaraldan nær hámarki i Brixtonhverfi i London, en þar búa aðallega Djamækamenn, þar á meðal margir svokaliaðir rastar, sem menn þekkja kannski frá Bob Marley og reggiinu. Lögreglan virðist hafa sérstakt horn i siðu þeirra og stunda meira eða minna ástæðulausar húsrannsóknir hjá þeim og áreita þá á allan hátt. Einn daginn eftir Toxteth-óeirð- irnar eru svo settar upp götu- segir Arnþór Jónsson, námsmaður í Manchester Arnþór Jónsson tálmanir, bobbiarnir koma og allt verður vitlaust. Bæði hvítir og svartir — Þetta hefur gerst á svip- aðan hátt allsstaðar. 1 Manchester voru óeirðirnar aðallega i hverfi sem heitir Moss Side. Þar eru innflytjend- urnir flestir, fátæktin og at- vinnuleysið mest. Lögreglan i Manchester er mjög fjölmenn og óvenju illvig, og átti þar tölu- verðan þátt i að spennan á göt- unum magnaðist upp i bardaga. Þeir eru ekki með skotvopn, en þegar óeirðir verða skjóta þeir gúmmikúlum og leysa út ein- hverskonar lömunargas. Óeirðirnar i Manchester stóðu i rúma viku, og þaö voru bæði hvitir og svartir sem tóku þátt, hvitir ekkert siður. Það var kastað grjóti og bensinsprengj- um, kveikt i bilum, verslanir rændar og brenndar. Það var raunar merkilegt, að ekki hvaða verslun sem er fékk þessa útreið, og ég heyrði af þeirri skýringu eins þátttakandans, að þeir brenndu hjá þessum af þvi hann væri okrari, en ekki i kin- versku búðinni við hliðina þvi að konan þar væri almennileg, þannig að þetta er ekki bara taumlaus reiði. — En það hefur ekkert borið á myndun hópa með pólitiskar kröfur, engir einstaklingar gerst leiðtogar annarra svo að séð verði. Það er enginn Lech Walesa. ' Thatcher — Thatcherstjórnin ætlar að taka þetta föstum tökum, það þýðir að hún ætlar að kveða þetta niður, með hervaldi ef annað bregst. Ihaldsmenn tala um unglingavandamál og af- brotahneigð. — Það er ekki gott að segja hvað gerist. Thatcher hefur ságt, að úr þessu lari ástandið að skána i bresku efnahagslifi. Eg veit ekkert um það, en mér sýnist þetta verða verra og verra. — Eg held að þetta sé ekkert stundarfyrirbrigði sem þarna er á ferðinni. Það er griðarlegt at- vinnuleysi, og þar að auki búið að kreppa mjög að almenna skólakerfinu. Margir unglingar ginnast af atvinnuauglýsingum frá hernum sem hanga uppum alla skólaveggi. Svo eru nasist- arnir á höttunum eftir liðsafla. — En þessir atburðir i Bret- landi eru ekkert yfirborðslegt unglingavandamál. Þetta er fyrst og fremst fátækt fólk, sem hefur engu að tapa. — m Jens Evensen; förum af staft, svo geta fleiri bæst vift. Nýtt frumkvæði Jens Evensens í afvopnunarmálum: Býðst til að skrifa drög að samningi um Norður- iönd án kjarnorkuvopna Jens Evensen sendiherra, reyndasti samningamaftur Norft- manna um alþjóðamái, hefur boftist til aft gera drög aft samn- ingi um Norfturiönd sem kjarn- orkuvopnalaust svæfti. Tilboft þetta gerfti Evensen á friftarhátift norræns æskufólks, sem lauk i Þrándheimi um helgina. Það var að frumkvæði Jens Evensens, að barátta fyrir kjarn- orkuvopnalausu svæði komast á stefnuskrá Verkamannaflokksins norska. Evensen telur aft kjarnorku- veldin fimm verði aft vera aðili aft samningi um þetta mál. Þaft ætti einnig að halda þeim möguleikum opnum aft önnur ríki i Evrópu gerist aöilar aö samkomulaginu. Riki án kjarnorkuvopna veröa, aö áliti Evensens, aft skuldbinda sig til þess aö hafa aldrei kjarnorku- vopn né heldur taka vift kjarn- orkuvopnum á sinu landi. A hinn bóginn verfti kjarnorkuveldin aft skuldbinda sig hátiftlega til aft virfta stranglega stöftu rikja án kjarnorkuvopna og hvorki beita né hóta aft beita kjarnorku- vopnum gegn þeim. Alþjóftleg stofnun veröur aö hafa eftirlit meft þvi aft samningurinn sé virtur og bendir Jens Evensen til fyrirmyndar á eftirlit þaft sem nú er haft meft samkomulaginu um kjarnorkuvopnalaust svæfti I Suöur-Ameriku. Framhaldiö Jens Evensen getur hugsaft sér eftirfarandi riki — fyrir utan Norfturlönd — sem riki án kjarnorkuvopna: Austur-Þýska- land, Pólland, Tékkóslóvakiu, Vestur-Þýskaland (efta hluta landsins td. austan Rinar), Hol- land og Belgiu, Sviss, Austurriki, Júgóslaviu, Grikkland, Ung- verjaland, Rúmeniu og Tyrk- land — efta hluta Tyrklands. Þegar fram i sækir mætti og semja um kjarnorkuafvopnun hafsvæfta, algjöra efta aft hluta til, á 100-200 milna belti meftfram ströndum Noröur-Evrópu og/eöa i Eystrasalti. Jens Evensen, sem hefur mikla reynslu af þvi aö semja vift Sovét- rikin, telur aft ýmislegt sem þaðan hefur heyrst bendi til sam- komulagsvilja og fúsleika til aft koma til móts vift Norfturlönd, t.d. meft þvi aft fækka efta fjarlægja kjarnorkuvopn á Kolaskaga, rétt viö landamæri Noregs i noröri. Norræn stefna Flokksbróftir Evensens i Verkamannaflokknum, Helge Sivertsen, sem er formaftur af- vopnunarnefndar þeirrar sem stjórnin hefur skipaö meft full- trúum hinna ýmsu flokka hvatti i Arbeiderbladet á mánudag til þess að utanrikisráftherra Norfturlanda leggi á fundi sinum i Kaupmannahöfn I september- byrjun grundvöllinn aft norrænni baráttulist á sviöi afvopnunar- mála. Hann lagöi áherslu á aft þaö væri efst á dagskrá aft utanrikis- ráðherrarnir kæmu sér saman um hiklausa stefnu aft því er varftar kjarnorkuvopn. Noröur- lönd verfta aft lyfta hátt friftar- fána i alþjóftlegum stjórnmálum, sagöi Helge Sivertsen ennfremur. (byggt á Information)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.