Þjóðviljinn - 30.07.1981, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 30.07.1981, Blaðsíða 1
UOÐVIUINN Fimmtudagur 30. júli 1981 —164. tbl. 46. árg. Norðurlandaskákmótið t sjöttu umferð I úrvalsflokki á Norðurlandaskákmótinu, sem fram fór i gærkvöldi, sigraði Helmers Hans'en og Margeir sigraöi Rantanen. Skák Guðmundar og Raaste fór i bið og hefur Guðmundur skiptamun yfir og góðan möguleika á sigri. Skák Helga og Schtlsslers lauk með jafntefli eftir aðeins 16 leiki, en skák Orn- stein og Kristiansen fór i bið og er jafnteflisleg. t kvennaflokki gerðu þær Áslaug og ölöf jafntefli. Sigurlaug sigr- aði Grahm en skák Stewart og Assmundsson fór i bið. Helmers er nú efstur i úrvalsflokki meö 4 1/2 vinning, en Guðmundur á einnig fyrsta sætið vinni hann biðskákina. Kæliskápar, þvottavélar, ryksugur og hrærivélar lækka í verði 1. ágúst . Ragnar Arnalds: Löngu liðin tfð að þessar vörur teljist til luxus- varnings. Vörugjald fellt mður Fyrsta skrefið í þá átt að jafna opinber gjöld á ýmsum nauðsynjavörum heimilanna, segir fjármálaráðherra Fjármálaráðherra undirritaði I gær reglugerð um niðurfellingu 24% vörugjalds af kæliskápum, þvottavélum ryksugum og hræri- vélum. Frá 1. ágúst lækka þessar vörur sem þvf nemur. Ragnar Arnalds fjármálaráö- herra sagði i gær að þessi ákvörö- un ásamt afnámi söluskatts af að- gangi að sundstöðum, sem greint er frá annarsstaöar á siðunni, hefði fyrst og fremst verið tekin til einföldunar og samræmis, en jafnframt væri þetta að sjálf- sögðu þáttur i viðleitni rikis- stjórnarinnar til aö draga úr verðbólgu i landinu og halda niðri verðlagi. ,,bessi heimilistæki eru meðal þeirra nauösynjavara heimilanna sem bera óhæfilega há opinber gjöld. bar má nefna 80% toll, 24% vörugjald, og siðan 23 1/2% sölu- skatt. Aðflutningsgjöldin ásamt söluskatti nema i heild um 175%. Einu sinni töldust þessar vörur til lúxusvarnings, en það er að sjálfsögðu löngu liðin tið. Við höf- um tekiö ákvörðun um að fella niður vörugjaldið af þessum há- tollavörum, kæliskápum, þvotta- vélum, ryksugum og hrærivélum, sem fyrsta skrefið I þá átt að jafna opinber gjöld á ýmsum nauðsynjavörum heimilanna. bessi niðurfelling mun kosta rik- issjóð um 4.2 milljónir króna á þessu ári,” sagði fjármálaráð- herra i samtali við blaðið i gær. — ekh Lelkhúsin Ferð frá Reykjavík Bandarisku herstöðinni á Stokks- nesi við er að jafnaöi litill gaumur gefinn. Hún er þó hlekkur i hernaðarkerfi Bandarikjanna og NATÓ á Norður-Atlantshafi. Her- stööin er hluti af svonefndu GIUK-hliði, sem er net SOSUS-hlustunarstööva milli Grænlands, tslands og Bretlands. Einnig er hún hlekkur i keðju sem nefnd er Distant Early Warning System. Um eitt hundrað banda- riskir hermenn hafast við i stöð- inni. Herstöðvaandstæðingar á Austurlandi hafa ákveðið að efna til friðargöngu frá Stokksnesi til Hafnar 9. ágúst næstkomandi. Er hún farin fyrst og fremst til þess að vekja athygli á tengslum her- stöðvarinnar á Stokksnesi viö kjarnorkuvopnakerfi Banda- rikjahers á Norður-Atlantshafi. Ákveðið hefur verið að efna til hópferðar frá Reykjavik 8. ágúst á vegum Samtaka herstöðvaand- stæðinga. Fariö verður frá Reykjavik kl. 8 á laugardags- morgni 8. ágúst, og haldið aftur frá Höfn kl. 15.30 á sunnudaginn 9. Herstöðvaandstæðingar sem ætla af Reykjavikursvæðinu og nágrenni i friðargönguna Stokks- nes-Höfn eru hvattir til þess aö skrá sig hið fyrsta i sima Sam- taka herstöðvaandetæðinga 17966 frá kl. 5—7 e.h. alla virka daga. / Odýrara að fara í sund Frá og með 1. ágúst verður 23 1/2% söluskattur afnuminn af aðgöngu sundstaöa. Jafnframt hefur sundstöðum I Reykjavik verið hcimiluð 10% hækkun (báðu um 20%), þannig að það mun kosta um 11% minna að fara i sund eftir mánaðamótin. „betta er gert til samræmis og einföldunar, og ekki siður meö tilliti til þess að hér er um mjög mikilvæga almenningsiþrótt að ræða. 1 fyrra var felldur niður söluskattur af tónleikahaldi og leiksýningum og þvi er þetta áframhald af þeirri viðleitni rikisstjórnarinnar að styöja við bakið á menningarstarfsemi i landinu,” sagði Ragnar Arnalds fjármálaráðherra af þessu tilefni i gær. Söluskattur hefur ekki verið að Iþróttasýningum, kappreiöum, skiöalyftum, eða leigu á iþrótta- sölum, en greiddur hefur verið aðgangur aö sundstöðum. Er þvi sundið eina iþróttageinin sem borið hefur söluskatt. Eftir 1. ágúst er það einnig liöin tiö. • — ekh. Söluskattur afnumin af gjmenningsíþrótt undirbúa Laxnesshátíð Halldór Laxness veröur áttræður á næsta ári, nánar tiltekið 23. april. Heyrst hefur að leikhúsin þrjú hér l borginni, hafi öll i hyggju að heiðra Halldór með þvi að flytja verk ýmist samin eftir skáldsögum hans eða um hann sjálfan. . Leikfélag Reykjavikur ætlar að setja sjálfa Sölku Völku á sviö, bjóðleikhúsið að öllum likindum verk samið upp úr sögunni um Ólaf Ljósviking og Alþýðuleik- húsið á von á nýju leikriti úr penna ólafs Hauks Simonarsonar um Amerikuár Halldórs. Eins og lesendur Halldórs vita var hann i Ameriku á árunum fyrir kreppuna miklu og skrifaði marga skarpa pistla um veruna þar. Stokksnesganga Sjá síðu 6 og 14 Vegabréfaáritanir til Bandaríkjanna ræddar í ríkisstjórninni Viimubrögð sendiráðs óeðlileg og ósæmileg segir Svavar Gestsson form. Alþýðubandalagsins „Ég tel þessi vinnubrögö bandariska sendiráðsins bæði óeðlileg og ósæmileg og tel jafn- vel að hér sé um brot á Helsinki- sáttmálanum að ræða,” sagði Svavar Gestsson formaður Alþýðubandalagsins i samtali við bjóðviljann i gær, um þá starfs- hætti bandariska sendiráðsins á tslandi að veita félögum i Alþýðu- bandalaginu ekkí vegabréfsárit- un til Bandarikjanna. ,,Ég hef lent i þessu sjálfur fyr- ir nokkrum árum og veit þvi vel i gegnum hvað menn þurfa að ganga i þessum efnum. t fram- haldi af þvi máli sem kom upp nú i vikunni, varðandi forseta Skák- sambandsins, þá tók ég þetta mál á dagskrá á rikisstjórnarfundi i morgun. Aður hafði Hjörleifur Guttormsson tekið upp hliðstætt mál I rikisstjórninni I siöasta mánuði, þegar opinberum starfs- manni rikisins var neitað um vegabréfsáritun til Bandarikj- anna iopinberum erindagjörðum, þar sem hann var félagi i Alþýðu- bandalaginu”. Svavar sagði að Ólafur Jó- hannesson, utanrikisráðherra hefði gefið skýrslu á rikis- stjórnarfundinum um þær starfs- reglur sem bandariska utanrikis- ráðuneytið vinnur eftir i þessum efnum. „1 tilefni af þeim málum, sem nú hafa komið upp, var utanrikis- ráðherra falið aö taka þessar starfsaðferðir sendiráðsins til sérstakrar athugunar og i fram- haldi af þvi mun rikisstjórnin ákveða frekar um framhald þessa máls”, sagði Svavar. — lg.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.