Þjóðviljinn - 05.08.1981, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 05.08.1981, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 5. ágúst 1981 MINNING Gísli Magnússon EyhUdarholti F. 25. mars 1893 Nýlega er fallinn frá einn merkasti forystumaöurinn i hópi bænda á þessari öld, Gisli Magnússon i Eyhildarholti i Skagafiröi. Hann var forystu- maöur i félags- og stjórnmálum um margra áratuga skeiö, og átti aö baki sér merka sögu, þegar hann andaöist 17. júli s.l., 88 ára aö aldri. Gisli Magnússon var fæddur á Frostastööum i Skagafiröi 25. mars 1893. Hann var kominn af skagfirskum bændaættum og voru þeir frændur margir lands- kunnir ýmist sem gæfurikir og farsælir búmenn eða merkir fræðimenn. Voru þar margir Gislar, Konráöar og Magnúsar sem komu viö sögu. Faöir hans, Magnús Gislason, var búhöldur mikill og bjó stórbúi á Frostastöðum meö konu sinni Kristinu Guömundsdóttur, sem ættuö var úr Dölum vestur. Gisli hlaut góða undirstööu- menntun i æsku meöal annars hjá afabróður sinum, Guömundi Þorlákssyni, málfræöingi, og lauk gagnfræöaprófi frá mennta- skólanum i Reykjavik voriö 1910. Gisli heföi vissulega getaö valiö sér embættisframa, þvi aö hvorki skorti hann góöar gáfur né fjár- hlut úr föðurgaröi. En hann kaus að fylgja i fótspor feöranna og yrkja jöröina. Hann stundaöi búnaöarnám i Noregi og Skotlandi i tvö ár, en hóf búskap meö konu sinni Guörúnu Sveinsdóttur frá Skata- stööum áriö 1916, fyrst á Frosta- stööum en siöan i Eyhildarholti. Guörún andaöist áriö 1977. Eyhildarholt hefur lengi veriö talin ein kostamesta jöröin i Skagafirði. Hún liggur þar sem Héraösvötnin kvislast sunnanvert um Hegranes, aö visu erfiö til bú- skapar, þar sem yfir stórvötn var að sækja á engjar og úthaga, en D. 17. júlí 1981 mikil jörö og góö. Þar hóf Gisli stórrekstur á mælikvarða þeirra tima. Bætti fjárstofn sinn meö stööugum kynbótum og hélt uppi miklu sauöfjárbúi sem mörgum varö til fyrirmyndar. Auk meiri menntunar en al- mennt geröist i hópi bænda naut hann margvislegra gáfna. Hann var afbragðsgóður islensku- maöur; til marks um þaö má nefna aö ekki eru nema tvö til þrjú ár siðan ég heyröi lesiö bréf frá Gisla i islenskuþáttum út- varpsins með merkilegum ábend- ingum, studdum skýrum rökum. Bréfiö entist umsjónarmanni þáttarins i marga daga, og er það ekki algengt að hálfniræðir menn taki svo lifandi þátt i umræöu liö- andi stundar. Tónlistin var önnur gáfa Gisla og var hann orgelleikari og for- söngvari um áratuga skeið og fyrsti söngstjóri karlakórsins Heimis i Skagafiröi. En mælskulistin var sá hæfi- leikinn sem lyfti Gisla hæst og þótti hann löngum meö orðsnjöll- ustu mönnum. Hann var mikill áhugamaöur um hvers konar félagsleg málefni og hlaut þvi að veljast til forystustarfa á mörg- um sviöum. Hann var fyrsti formaður Framsóknarfélags Skagfiröinga þegar þaö var stofnað á upp- gangstimum flokksins 1927 og hann gegndi þeirri stööu i 34 ár eða til ársins 1961. Hann var einn helsti forystumaöur Kaupfélags Skagafjaröar um margra ára- tuga skeiö, fyrst varaformaöur og siöan mjög lengi formaöur. Þaö má merkilegt heita, aö svo ótviræöur forystumaöur i hópi skagfirskra bænda skyldi ekki veröa kjörinn fulltrúi þeirra á Al- þingi meðan hann var á besta aldri. En flest bendir til þess aö þar hafi hógværö Gisla ráöiö mestu. Hann var maöur heima- kær, enda barnahópurinn mikill og glæsilegur, og ærin þau störf, er sinna þurfti heimafyrir. Ollum sem þekktu Gisla Magnússon ber saman um að hann hafi verið óvenjulega frjáls- lyndur og viösýnn maður. Hann var löngum i hópi róttækari bænda og mikill vinstrimaður. Gisli var helsta stoö og stytta Pálma Hannessonar og Stein- grims Steinþórssonar, meöan þeir gegndu þingmennsku fyrir Skagfiröinga. Steingrimur Stein- þórsson komst svo að orði um Gisla áriö 1943: „Gisli skilur viöhorf og erfið- leika hinna smærri bænda og tekur ávallt tillit til þeirra. bá hefur hann og ávallt sýnt fullan skilning á baráttu verkamanna fyrir réttlátum kjarabótum, og oft tekiö svari þeirra, þegar á þá eöa félagssamtök þeirra hefir veriö ráöist. Ég tel ekki ofmælt þótt sagt sé, aö Gisli i Eyhildar- holti sé einn frjálslyndasti og viö- sýnasti maöur, sem nú gefur sig að stjórnmálum”. Hér hefur verið greint frá ára- tuga forystu Gisla meöal fram- sóknarmanna i Skagafiröi. Svo fór þó, að leiðir skildu, og var Gisli i heiðurssæti á listá Sam- taka frjálslyndra og vinstri- manna i alþingiskosningunum 1974. bau Gisli og Guörún eignuðust 13 börn og komust 11 á legg, 9 synir og 2 dætur, og festu 10 þeirra rætur I Skagafirði. Börn þeirra Gisla og GuðrUnar sem upp komust eru: 1. Magnús, f. 1918, lengi bóndi á Frostastöðum, nú blaöamaöur viö bjóöviljann. Kona hans er Jó- hanna bórarinsdóttir, og eiga þau 4 börn. 2. Sveinn, f. 1921, bóndi á Frostastöðum. Kona hans er Lilja Sigurðardóttir og börn þeirra 3. 3. Konróö, f. 1923, bóndi á Frostastööum. Kona hans er Helga Bjarnadóttir frá Uppsölum og eiga þau 5 börn. 4. Rögnvaldur, f. 1923, sýslu- skrifari á Sauðárkróki. Kona hans er Sigriður Jónsdóttir frá Djúpadal og eiga þau 4 börn. 5. Gisli Siguröur, f. 1925, bóndi og brúasmiður á Mið-Grund i Blönduhliö. Kona hans er Ingi- björg Jóhannesdóttir og eiga þau 1 barn. 6. Frosti, f. 1926, bóndi á Frostastööum. Kona hans er Jór- unn Siguröardóttir. bau eiga 4 börn. 7. Kolbeinn, f. 1928. Bóndi á Eyhildarholti, ókvæntur. 8. Arni, f. 1930, Bóndi i Ey- hiidarholti. Kona hans er Ingi- björg Sveinsdóttir og börn þeirra. 4. 9. Maria Kristin Sigriður, f. 1932. Maöur hennar er Arni Blöndal, bóksali og flugaf- greiöslumaður á Sauöárkröki. 10. Bjarni, f. 1933, kennari og bóndi i Eyhildarholti. Kona hans er Salbjörg Márusdóttir og eiga þau 5 börn. 11. borbjörg Eyhildur, f. 1936. Húsfreyja á Syöstu-Grund i Biönduhlið. Maöur hennar er Sæ- mundur Sigurbjörnsson og eiga þau 6 börn. Gisli Magnússon hefur skilað þjóöinni löngu og árangursriku ævistarfi. Hann er einn af bestu og sönnustu fulltrúum Islenskrar bændamenningar á þessari öld, þjóðlegur og róttækur i hugsun, frjálslyndur og skilningsrikur á nauðsyn samstarfs verkalýðs- hreyfingar og bænda, hagsýnn í störfum og farsæll foringi i héraði. Slikum mönnum á is- lenska þjóöin mikið að þakka. Ragnar Arnalds Breiðholtslaugin: Gufuböðin bráðlega í gagnið Breytingar standa nú yfir á gufuböðunum við sundlaugina i Breiiyiolti og sagði Hallgrim- ur Jónsson sundlaugarstjóri i gær að þau myndu bráðlega komast i gagnið. Vegna sumarleyfa hafa þessar breytingar tekið lengri tima en ætlaö var, en þær fel- ast i þvi aö gera böðin að- gengileg fyrir fatlaö fólk. Hallgrimur sagði aö verkið væri langt komjö, búiö væri að taka þröskulda og breyta dyr- um, en eftir væri að reka smiðshöggið á þetta. Bööin eru tvö, eitt fyrir kon- ur og annaö fyrir karla, þann- ig aö ekki veröur um sérstaka karla- og kvennadaga aö ræöa eins og i hinum laugunum. Er þaö óneitanlega mikill kostur. Gufubööin hafa aldrei verið opin almenningi og reyndar sagði Hallgrimur aö aldrei hefði verið kveikt á þeim i sinni tiö en vonir standa sem sagt til þess, aö svo verði bráðlega. — AI Innrásin í Normandie Bókaklúbbur Almenna bókafélagsins hefur sent frá sér þann hluta styrjaldarsögu sinnar sem fjallar um innrás- ina i Normandi 1944. Er þetta 9. bindi styrjaldarsögunnar. Bókin heitir Innrásin mikla. bessi innrás var gifurlegum erfiöleikum bundin, svo að oft er að sjá eins og tilviljunin ein hafi ráðið að hún fór ekki út um þúfur. , Bandamönnum heppnaðist innrásin og ef svo hefði ekki verið hefði heimur- inn sennilega litiö ööruvisi út en hann gerir nú. Bókin er 208 bls. aö stærð og með fjöldamörgum myndum eins og aðrar bækur þessa bókaflokks. Hún er sett i Prentstofu G. Benediktssonar og prentuð á Spáni. býðandi er Björn Jónsson. Skagf irðingabók: Tittlingsríma og Drangey j arbréf „Við ljúkum viö slöasta rörið i vikunni”, sagöi Gunnar Bjarna- son hjá Stálsmiðjunni i samtali i gær viö bjóöviljann i gær. Um- rædd rör fara i aörennslispipurn- ar þrjár i Hrauneyjafossvirkjun, en alls þarf 93 rör i allar pipurnar. bau eru engin smásmiö þessi rör, hvert um sig vegur um 20 tonn og er tæpir 5 metrar aö þvermáli og 9 metrar á lengd. 10 menn hafa (unnið viö röra- smiöina I Stálsmiöjunni frá i sept- ember 1979, og annar jafnstór hópur hefur unniö viö aö skeyta rörunum saman á virkjunarstaö. — lg/mynd — gel. (Jt er komiö 10. hefti Skag- firðingabókar, rits Sögufélags Skagfiröinga. 1 Skagfiröingabók er margháttaðan fróöleik aö finna nú sem jafnan áöur og er ritstjórnin engan veginn viö eina fjölina feild i efnisöflun. Bókin hefst á þætti Guö- mundar Daviðssonar á Hraun- um um Éinar Baldvin Guð- mundsson. Einar Baldvin var fæddur á Hraunum 1841 og bjó þar langan aldur. Erþarna rak- inn i stórum dráttum æviferill Einars en hann var um margt merkilegur athafnamaður. Guömundur Daviösson lauk við að rita þennan þátt 25. mars 1939 og sendi hann þá Sögufélagi Skagfiröinga. I framhaldi af æviþættinum er svo rakiðniðja- tal Einars. Friörik Hallgrimsson, bóndi á Sunnuhvoli i Blönduhliö, segir frá vegalagningu þar i sveitinni sumariö 1903. Hannes skáld Pétursson á þarna grein er hann nefnir Skoprima gömul og höf- undur hennar. Fjallar Hannes þar um svonefnda Tittlingsrimu. I rimnatali sinu eignar Finnur Sigmundsson borsteini nokkrum Arasyni Rimuna en Hannes færir fyrir þvi sterk rök aö höfundur hennar sé Eyjólfur Pétursson, „búandi öreigi" i Rein i Hegra- nesi, f. 1744, d. 1836. Sigriður Sigurðardóttir kennari frá Stóru-ökrum rekur i itarlegri ritgerö sögu barna- fræðslu i Akrahreppi frá 1893- 1960. Björn Egilsson á Sveins- stöðum segir frá þvi er hann fdr ifyrsta skipti fgöngur meösvo- nefndum „Vestflokk” haustið 1919. Stefán Vagnsson bóndi á Hjaltastöðum og siöar bök- haldari á Sauöárkróki sendi á árunum 1933—1945 fréttabréf úr Skagafiröi vestur um haf og birtust þau i Heimskringlu. Er þar getið árferöis og hina helstu tiðinda er urðu i Skagafiröi á þessum árum. Birtist nú i Skag- firðingabók „annáll” Stefáns árin 1932-1935, en ætlunin er, að framhaldiö komi i tveimur næstu bókum . begar vistu stytta stund, nefnist þáttur eftir Hersiliu Sveinsdóttur frá Mæli- fellsd og birtir hún þar nokkrar stökur eftir Svein Friðriksson i borsteinsstaöakoti, (1859-1953) og Guðlaugu Guönadóttur frá Villinganesi, (1879-1969). Frey- steinn A. Jónsson frá Ytra- Mallandi segir frá þvi er batur frá Reykjavik, Tryggvi, slapp naumlega viö þaö aö stranda viö Skaga sumarið 1929. Loks eru svo i bókinni ,,Tvö bréf um Drangey” til sýslu- manns Skagfirðinga. Er annaö þeirra frá Eldeyjar-Hjalta, dags. 2/10 1894. „Mér hefur nefnilega dottiö i hug”, segir Hjalbi i bréfinu. ,,.að bjóða yöur að komaá næsta sumri með 1-2 góöa fjallamenn (hamra- menn),meðmér tilþess bæðiað veiöa fugl og kenna mönnum rétta veiðiaðferö og eins að fara i bergiö þar sem ekki hefur verið áður farið og bæta vegi þar sem þörf er á og eins kannski aö venja menn þar með okkur í að ganga i bjarg, ef menn vildu það”.begarþetta er ritað haföi Hjalti farið sina frægu Eldeyjarför. Ekki varö úr aö boöi Hjalta væri tekiö og varö þvíekkiaf Drangeyjarför hans. Hitt bréfiö er frá sr. Sigfúsi Jónssyni presti i Hvammi i Laxárdal, dags. 21/4 1899. Til- kynnir prestur þar að nokkrii bændur i Skefilsstaðahreppi hafi, vegna haröinda og hey- leysis, farið út i Drangey og slegiöþar i óleyfi nokkra bagga. Er beðist afsökunar á þessu „broti” en jafnframt mælst til þess, aö bændum veröi leyföur Framhald á blaðsiöu 14.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.