Þjóðviljinn - 05.08.1981, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 05.08.1981, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN MiOvikudagur 5. ágúst 1981 Miðvikudagur 5. ágúst 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Árbók nemenda vinnu- skólans Út er komið 7. bindi Árbókar Nemendasambands Samvinnu- skólans. í þessu bindi eru myndir og æviágrip þeirra nemenda er luku námi i Samvinnuskólanum árin 1926, 1936, 1946, 1966 og 1976, alls nær 200 manns. Árið 1956 útskrifaðist enginn úr skólanum þvi haustið 1955 hófst starf skólans að Bifröst sem tveggja vetra skóla eftir að hafa verið eins vetrar skóli siðustu árin i Reykjavik. Við komuna að Bifröst var ráðinn sérstakur félagsmálakennari að skólanum og hefur svo veriö siðan. Um þennan þátt i starfi skólans skrifa tveir fyrstu félagsmálakennar- arnir, þeir Hróar Björnsson og Vilhjálmur Einarsson og Niels Árni Lund en hann lét af störfum sem félagmálakennari siðastliðið vor. Einnig eru valdir kaflar úr fundargerðum Skólafélagsins sem gefa svipmynd af tiðaranda og umræðuefnum á hverjum tima. Jafnframt eru myndir úr skólalifinu og af eldri nemendum. Ritstjóri Árbókarinnar er Guðmundur R. Jóhannsson. Bókin fæst i Hamragörðum, Hávallagötu 24 i Reykjavik og þar fásteinnigfyrri bindi bókarinnar. Lystræningi eignast afkvæmi Átjánda hefti Lystræningjans er nýkomið út. Ctgáfan er að breyta nokkuðum svip — það sem eftir er al arinu koma út tvö hefti sem fjalla munu um leikhúsmál. Samskipa Lystræningjanum sjáifum var svipt á markaðinn nyjuiimariti sem heitirTT, Tón- listartimaritið. TT er gefið út i samvinnu við Jassvakningu, SATT og Visna- vinum. Þar er skrifaöum grósku i islensku rokki, um söngvakeppni sjónvarpsins, feril Jassvakningar og ýmislegt fleira. Lystræninginn sjálfur er aftur á móti fullur með ljóð og stuttar sögur eftir m.a. Bergþóru Ingólfsdóttur, Bjarna Bernharð, Jón frá Pálmholti, Matthias S. Magnússon, Ölaf Engilbertsson og Stefán Snævarr. Þá er von á nýju hefti af Losta- fulla ræningjanum, sem birtir „opinskáar” bókmenntir. Afmæli í Eyjum I fyrra var tekin i notkun nýbygging við Netagerðina Ingólf h.f. i Vestmannaeyjum. Er bygging þessi hin glæsilegasta og tæknivædd mjög. Sem dæmi þar um má nefna að rafknúnar blakkir draga næturnar inn og flytja þær um húsið þvert og endi- langt án þess að mannshöndin komi þar nálægt. I tilefni af þvi að ár var liðið frá þvi að nýbyggingin var tekin i notkun hélt Ingólfur Theodórsson, netagerðarmeistari og einn aðal- eigandl fyrirtækisins upp á af- mæliö meö veglegri veislu þangað sem boðið var starfsfólki, viðskiptamönnum og frétta- mönnum. Var veitt bæöi vel og mikiö. Nýbyggingin er tæpir 400 fer- metrar aö stærð á tveimur hæðum. Ólafur Jónsson Við getum leyst húsnæðis- vandanná fáum árum Fyrstu verkamannabústaðirnir voru byggðir við Hringbraut á kreppu árunum. Þar er styttan af Héðni Valdimarssyni, helsta tilstuðlunarmanni þeirra framkvæmda. 1 forgrunni sést Hólaberg í Breiðholti. Þar er nú verið að úthluta 276 ibúðum, þaraf 60 i þessum raðhúsum. Ljósm. Keth Hið stöðuga áhyggjuefni tslendinga, þak yfir höfuðið, hef- ur að undanförnu oröið tiðræddara en oft áöur, bæði i fjölmiðlum og dcki siður manna á meöal. Þar veldur eftilvill mestu staðan á leigumarkaönum, en Leigjendasamtökin lýstu nýlega yfir neyðarástandi i þeim efnum á höfuöborgarsvæðinu, og stóöu af þvi tilefni fyrir aögeröum á MR-túninu, sem mönnum eru enn i fersku minni. íslenskum leigjendum hefur raunar aldrei veriö gert hátt undir höfði, en þvi eru þessi mál nú verri en fyrr, að með breyttri stefnu i efnahagsmálum, fyrst og fremst i vaxtamálum, hefur dreg- iöúr húsbyggingum og húsakaup- um, og þannig gerst tvennt i senn: framboð minnkaö á leigu- húsnæði og enn fjölgað þeim sem leigja vilja. Þetta hefur aftur valdið hækkun á leiguverði og auknum þrengingum leigjenda, þrátt fyrir nýaukinn skilning opinberra aðilja á málefnum leigjenda, sem kemur m.a. fram i nýgeröum húsaleigulögum. Hagir leigjenda verða þannig ekki aðgreindir frá stöðunni i húsnæöismálum i heild, og ráöast bæði af sveiflum á einkamarkaöi og ekki siður af opinberri stefnu- mörkun. Við fengum ólaf Jónsson til að spjalla viö okkur vitt og breitt um þetta efni, en hann er formaður Húsnæðismálastjómar, en svo nefnist stjórn Húsnæðis- stofnunar rikisins. Við spuröum ólaf fyrst um ástæður þessa ástands i húsnæðismáium. Já, það er alveg ljóst að ástand húsnæðismála er meira umtalað nú en verið hefur lengi, en satt að segja hefur maður ekki skýr- ingarnaralveg á reiðum höndum. Ég vil þá benda á það að hér i Reykjavik hafa verið fullgerðar um 7—800 nýjar ibúðir á ári undanfarin ár. Á sama tima hefur fólkinu i Reykjavik fjölgaö litið eða jafnvel fækkað sum árin. „Það er til sér- herbergi fyrir hvem Reyk- viking” 1 Reykjavlk eru nú um 84 þúsund i'búar og það eru milli 34 og 36 þúsund Ibúðir i borginni, að jafnaði þriggja herbergja. Þannig að það er enginn vafi á þvi, að hér I Reykjavik er til eifurlega mikiðaf húsnæði miöað við ibúatölu. Það fer ekki milli mála að það er til sérherbergi fyrir hvern einasta Reykviking. Það er ánægjulegt aö vita það, og sjáaðviöbúum rúmtog rikulega. Auk þessa er nú unniö að þvi i meira mæli en áöur, að gera við og endurbyggja gamalt húsnæði. Viö sjáum þetta til dæmis i gömlu borginni, þar er viöa verið aö útbúa ibúöarhúsnæöi, þar sem áður voru skrifstofur. Auk þess er mikið fjör i ibúðasölu. A undanförnum árum hafa verið lánuð um 1000 lán til kaupa á eldra húsnæði i Reykjavik og á fyrsta ársfjörðungi þessa árs voru þau fleiri en nokkru sinni áður. Það er lfka ljóst aö allar stéttir iðnaðarmanna vinna hér langan vinnudag að ibúöabygg- ingum og endurbótum á eldra húsnæöi, svo að það er kappsam- lega unnið að þvi að koma upp húsnæði fyrir Reykvikinga. Ég skal skýra aöeins frá þvi sem nú er verið að gera. Stjöm verkamannabústaöa er að af- henda 60 íbúðir i xaðhúsum i Hólahverfi, og á undanfömum mánuðum hafa verið afhentar þar margar ibúðir i fjölbýlishús- um, samtals 216. Það er verið aö hefja framkvæmdir við 176 verkamannabústaði á Eiös- granda. Aö auki hefur borgin gef- ið fyrirheit um lóðir fyrir 200 ibúðir i viðbót i Artúnsholti og Selási. Þærframkvæmdireiga að geta hafist næsta ár. Ennfremur er búið aö undirbúa lóðir og verið að byrja á 43 leiguibúðum á vegum B y g g i n ga rs j óð s Reykjavikurborgar. Siðan bætist við að 500 lóöum hefur verið út- hlutað til almennra húsbygginga i borginni á þessu ári. Hvaðan stafa þá vandræöin? Ja, þegar maöur litur á þessar staðreyndir, þá er býsna erfitt að skýra það, að ástand i húsnæðis- málum skuli nú á sumarmán- uðum vera erfiöara en veriö hefur um langt skeið. En það er staöreynd að svo er. Og þá er þaö okkar aö leita skýringa á þvi. Frá minu sjónarmiði þá veldur kannske mestu að viö gerum miklu meiri kröfur til húsnæðis heldur en viö höfum gert. Menn eru að stækka viö sig, vilja búa rýmra, einstaklingar sætta sig ekki við að búa i einu herbergi einsog gjarna tfökaðist áður, þeir vilja búa i Ibúöum. Þaö er gott til þess að vita, en þetta kallar á meira húsnæði. Annaö sem veldur vandanum núna er mikiö kapphlaup um að selja i'búöir. Þar er um ýmsa aö ræöa, tildæmisembættismenn úti á landi sem hafa átt fbúöir i Reykjavfk og einstaklinga sem hafa verið að tryggja sitt sparifé með kaupum á húsnæöi hér i borginni. Þaö var til skamms Uma besta verðtryggingin sem fáanleg var, en er það nú ekki lengur. Nú vilja menn selja þessar ibúðirog leggja peningana inn á verötryggöa bankareikn- inga. Þannig ávaxta þeir betur sitt fé og þurfa ekki aö standa I leigumálum eöa viðhaldi húsa. Þess vegna er ákaflega mikið til sölu af húsnæði i borginni, og það er mikið selt, og margar fbúðir munu standa auðar af þessum ástæðum. „Það eru fjár- hagsástæður sem valda vand- anum, ekki íbúðaskortur” Þriðja dstæöan er svo sú að ibúðaverð hefur hækkaö og það verulega og umfram kaupgetu almennings. Þá á ég við mögu- leika manna til að standa undir þeim lánum sem kunna aö vera fáanleg til húsakaupa. Siðan öll lán urðu verðtryggð þurfa menn að hafa mikla gát á sér varðandi lántökur. Ein viðbótarástæða sem ég vil nefna er veruleg tregða hjá ibúöaeigendum að leigja, jafnvel þótt þeir eigi húsnæði i Reykjavik umfram eigin þarfir. Þar er ýmsu um að kenna, m.a. nýju húsaleigulögun- um. Þau hafa ótvirætt virkað þannigaö menn óttastað þeirgeti ekki losað um húsnæöi sitt aftur, hvorki til að selja eða til eigin nota og láta hús sfn standa auð. Réttur leigjandans er nokkuð tryggður f þessum lögum, en þó þaö sé leitt aö þurfa aö viður- kenna það, þá hafa þau hamlað þvi að menn leigðu i styttri tima, enda er það staðreynd sem við sjáum öll að það er mikið af auðu húsnæði i Reykjavik. Hvað er þá helst til úrbóta? Eins og ég hef sagt hér áður, þá er þaö einkennileg staöreynd að hér rfkir mikill vandi i húsnæðis- málum og þaö er staöreynd aö þar er fyrst og fremst um fjárhagsástæöur aö ræöa. Hér á Reykjavikursvæöinu er nægilega mikiö húsrými til, en það er annaðhvort ákaflega illanýtteða allsekki. Mérdettur fyrst ihug að viöbrögö stjórnvalda og þá sér- staklega borgaryfirvalda ættu að vera þau að fara að dæmi sveitar- stjórnarinnará Höfni Homafirði. Þaö kom erindi frá sveitarstjóm- Rætt við Ólaf lónsson inni þar til Húsnæöismála- stjómar fyrir nokkru. Þeir höfðu hug á aö kaupa stórt einbýlishús fyrir aldrað fólk sem var þar i serstökum vanda. Það em veru- leg húsnæðisvandræði þar i þorpinu. Þeir breyttu, húsinu i Jx*jár fbúðir, og Húsnæðismála- stjórn lánaði 50% af kaupverði hússins. Það þykir kannske ekki mikið að kaupa hús og gera þar þrjár íbúðir, en það jafngildir þvi að Reykjavikurborg keypti 180 ibúðir, og þá ihúsnæðisem er illa nýtt eða nýtt til annars en i'búðar. Það er nóg af sliku húsnæöi á markaðnum. 1 þeim brýna vanda sem nú blasir viö teldi ég at- hugandi að borgin eða Byggingarsjóður borgarinnar færi þessa leiö. önnur viöbrögð sem ég vill brýna brýna fyrir mönnum i þessari stöðu, er aö þeir sem eiga húsnæði leigi það. Þegar svona vandamál koma upp meðal borgaranna ber öllum sem hafa aðstöðu til, skylda til að leggja sitt af mörkum til lausnar. Sér- staklega vil ég brýna það fyrir mönnum sem hafa undanfarin ár verið að verðtryggja fé sitt með ibúðakaupum á höfuöborgar- svæðinu, aö þeir láti nú borgar- búa njóta þess meö þvi að leigja. pessar íbúðir, en láti þær ekki standa auðar. Þaö er ýmislegt fleira sem þarf að gera og hægt er aö gera, en ég tel það ekki aökallandi fyrir stjórnvöld að stórauka ibúða- byggingar hér á höfuðborgar- svæöinu. Ég held að þaö sé ekki þörf á þvi, og ég held að það sé ekki þjóðhagslega hagkvæmt. Það þarf að halda áfram að byggja með jöfnum hraða eins og gert hefur verið undanfarin ár, og það þarf að auka lánveitingar hins opinbera til þeirrar starf- semi, ekki bara gegnum verka- mannabústaðakerfið til þeirra sem verst eru staddir, heldur einnig til þeirra sem standa i byggingum sjálfir til að nýta þeirra vinnu. „Ég vil fá fjár- magn lífeyris- sjóðanna inn í húsnæðiskerfið” Hafa lán til bygginga og íbúða- kaupa lækkað i hlutfalli við fast- eignaverð? Nei, lán Húsnæöismálastofn- unarinnar hafa haldiö fyllilega i við veröbólguna og þaö er nú kominn annar aðili sem er farinn að lána til húsnæöismála, þ.e.a.s. lifeyrissjóöimir. Þeir lána nú jafnmikið og húsnæðiskerfið ger- ir. Algeng lán til meðalibúðar eru 130 þús., frá hvorum aðila um sig. Ég hef oft lýst þvi yfir á opinber- um vettvangi að ég vildi steypa þessu i eitt kerfi. Ég vil fá f jár- magn lifeyrissjóðanna inn i húsnæðiskerfiöog efla það svo, aö það geti lánaö i miklu stærra mæli en möguleikar hafa verið á að undanförnu. Þeir sem ráða lif- eyrissjóðunum vilja hafa stjórn á þessu fjármagni og tryggja að þeirra lifeyrisþegar njóti þess. Við þvi er ekkert að segja, ef það er trvggt aö meginhlutinn fari til húsnæðismála. Þá skiptir ekki höfuðmáli hverfir stjórna þvi. „Við erum ná- lægt þvi að leysa vandann” Með þeim nýju lögum sem sett voru um húsnæðismál á siðasta ári var fjármagn til þeirra aukið verulega. Sérstaklega til verka- mannabústaða, og i þetta félags- lega kerfi, til aö leysa vanda þeirra sem enga möguleika hafa til að koma sér upp húsnæöi af eigin rammleik. En það er óhjá- kvæmilegt að auka enn fjármagn til húsnæðismála. Það þarf að beina meira lánsfjármagni inn i þá sjóði sem annast lánastarf- semina, og þaðþarf lika að auka bein framlög rikisins og sveitar- félaganna til þessara mála. Sannleikurinn er sá að við erum komnir ákaflega nærri þvi að leysa vandann i húsnæðismálum. Það vantar aðeins.herslumuninn. Það búa nú þegar um 80% tslend- inga i eigin húsnæði, og ég tel að við getum leyst þennan vanda á fáum árum. Er ekki óeölilegt miðaö við það ástand sem þú hefur lýst, að lán til kaupa á cldra húsnæði skuli vera mun lægri en til nýbygginga? Ég sagði áðan aö við værum mjög nálægt þvi að leysa vandann og við höfum margar leiðir til þess. I sambandi við þaö sem þið spyrjið um nú, þá vil ég benda á að nýju húsnæðismálalögin gera ekki aðeins ráö fyrir aö lánað sé til kaupa á húsnæði, heldur einnig til endurbyggingar þess. Lán til kaupa á húsnæði eru nú helm- ingur þess sem lánað er til ný- bygginga og það er mikið álita- mál hvort á aö hækka þau enn már. En nú geta menn fyrst fengiö lán til aö kaupa gamalt húsnæði og siðan til að endur- byggja það. Þetta er lika opið gagnvart sveitarfélögunum, þau geta líka faigiö ldn til aö endur- byggja gamalt húsnæöi meö sama hætti og einstaklingar. Þetta auðveldar sveitarfélögun- um til dæmis að hefja endur- byggingu á gömlum bæjarkjörn- um og breyta þeim I lífleg ibúðar- hverfi. Mér dettur i hug staðir eins og Stykkishólmur og tsafjörður, sem haía einmitt svona skemmtilega gamla bæjar- kjarna. Ég tel þetta jákvæðara heldur en að hækka verulega hlutfalliö milli þess sem lánað er til kaupa og nýbygginga. Það er alltaf hætta á að það hlaðist skuldir á gömul hús; nú eru skuld- irverðtryggðarog það sjá allir að þetta gæti haft 1 för meö sér óeðli- lega miklar skuldir hvilandi á gömlum húsum. Það er ekkert óeðlilegt við það að fjörtiu ára lán hvili á nýjum húsum, en það horf- ir öðruvisi við ef húsin eru orðin gömul. Nú kom fram hjá þér áðan að flestir búa i eigin húsnæði. Það væri gaman að fá þitt álit á þvi, hvort leiguíbúöir eigi fyrst og fremst að' vera bráðabirgða- úrræði eöa úrræði fyrir þá sem eiga á einhvern hátt undir högg að sækja. Á aö stefna að þvi eins og gert hefur verið að fólki eigi sitt húsnæði eða á það að vera valkostur að leigja? Það er min skoöun að á þessu sviði eins og öörum þurfi menn að eiga kost á þvi að velja um. Það eru margirsem veigra sér við þvi að ráðast i það stórræöi að byggja og er ekkert við þvi að segja. Nú er fólk lika i skólum fram undir miðjan aldur og stórverkefni eins og húsbyggingar verða þvi eðlilega að biða. En þrátt fyrir þetta þá held ég nú að við eigum að leggja áherslu á það áfram að flestireignist sina ibúð. Ég tel að ungum mönnum sem eru að byggja upp öryggi fyrir sina fjölskyldu, þeim beri að leggja áherslu á þá leið. En þeir sem ekki eiga kost á þvi, þeir eiga að hafa kost á leiguhúsnæöi cu frambúðar. Hið opinbera verður að stuöla aö þvi aö menn eigi val- kost i bessum efnum. En af þessu tilefni vil ég enn vekja athygliá nýju húsnæðislög- unum, og þeirri stefnu sem þar er mörkuð. Þar er vissulega i aðal- atriöum stuðstvið þaö sjónarmið að menn eigi sitthúsnæði. En það er nú ekki mikill munur á þeirri leið sem bar er valin eða þeirri leiö að leigja. Ég bendi á að þaö er ekki siður lausn á vanda leigjenda aö efla verkamanna- bústaöina. Það er litill munur á þvi aö fara I verkamannabústaö eða leigja. Við kaupin þurfa menn aö leggja fram stofnfé, en siðan greiöa menn lánin á 42 árum, eins og húsaleigu. Ef menn leigja þarf lika oft aö borga eitthvað fyr- irfram, en þá eru menn ekki öruggir þar. Það er ekkert kerfi hér sem tryggir mönnum leigu- húsnæði til lifstiðar. Sá sem vill tryggja fjölskyldu sinni öryggi þarf aö eignast sitt húsnæði og i gegnum verkamannabústaöa- kerfið er þaö ekkert erfiðara en að taka leiguibúð. „Sveitarfélögin geta fengið 80% lán til byggingar leigu- húsnæðis” En lögin gera lika ráðfyrirþvi að sveitarfélögin getibyggtleigu- ibúðir og þaö er opnað, að hvaöa sveitarfélag sem vill getur fengið 80% lán úr Byggingarsjóði verkamanna. Það er raunar ekki til eins langs tíma eins og þegar lánaö ertil einstaklinga, en þaðer með góðum kjörum. Ég tel þvi ekki afsakanlegt fyrir sveitar- félög sem standa frammi fyrir vandræöum i húsnæðismálum að ráðast ekki i byggingu leigu- húsnæðis eftir þessari leiö. Þau þurfa að leggja fram 20% á móti 80% úr Byggingarsjóði verka- manna. Þaö er ekki raunhæft eins og ástandiö er i fjármálum að gera ráö fyrir þvi að einstak- lingar sem ráða yfir einhverju fjármagni telji það sér hagkvæmt að setja það í ibúðabyggingar. Það er mun áhættuminna að leggja þaö fé einfaldlega í banka; þar er meiri hagnaðarvon. Þvi hvilirsú skylda á sveitarfélögun- um aö hafa frumkvæði að þvi að leysa þennan vanda. Væri ekki hugsanlegt eins og ástandið er I Reykjavik nú, að borgin keypti notað húsnæði, sem eigcndur kannskigeta ekkilosnað við, og leigði siðan út? Jú, það er staöreynd að i gamla bænum i’ Reykjavik er þó nokkuö af húsnæði þar sem er allt upp I 10—12 herbergi. Þetta eru ibúöir frá þeirri tið, þegar stóra fjöl- skyldan var við lýði. Nú henta þær engri fjöiskyldu. Ég tel það mjög skoöandi fyrir borgaryfir- völd að kaupa þessi hús og breyta þeim iminniibúðir. Þannig mætti nýta gamla bæinn og alt 'þaö ibúöarhúsnæði sem þar er. Nú hafa heyrst sögusagnir um að sumir kaupendur verka- mannabústaða selji þá aftur á svokölluðum frjálsum markaði? Já.þettahefur heyrst. Enég vil benda á, aö samkvæmt nýju lög- unum margnefndu, hviiir nú kaupskylda á sveitarfélögunum ef það losnar um ibúöir i verka- mannabústöðum, og þær geta þvi ekki lengur farið útá markaðinn. Stjórnir verkamannabústaða á hverjum stað sjá um ráðstöfun á þessu húsnæði. Þannig hefur lág- launafólk forgang að öllum ibúðum sem reistar hafa verið siöustu 50 árin i þessu félagslega kerf i. Að lokum? Það væru þá helst nokkur orð um þaö hverjum ber aö standa vörö um hagsmuni þeirra sem eru I húsnæðisvanda. Ég vil þá fyrst minna á að á siðustu árum hefurm jög boriö á leigjendasam- tökunum og þau hafa unnið mjög gott starf. „Verkalýðs- hreyfingin er úrsiitaaðilinn” Þar fyrir utan hafa samtök launafólks unnið gifurlega mikið starf aö lausn húsnæðismálanna. Þetta hefur verið eitt af höf- uöverkefnum verkalýðshreyf- ingarinnar siðastliðin 20 ár. A áratugnum milli 60 og 70 vann verkalýðshreyfingin stórvirki i þessum efnum. t öllum kjara- samningum var lögö höf- uðáhersla á húsnæðismálin. Þegar samið var i kjarasamn- ingum um að byggðar yrðu 1250 Ibúðir hér i Reykjavik var ástandið aldeilis öðruvisi en núna. Þá voru braggaibúöir um alla borg, og þaö voru heilsuspillandi kjallaraibúöirviðs vegar. Þaðtók langan tima að leysa þetta, en þaö var verkalýðshreyfingin sem meö sinum þunga knúði þessar úrbætur i gegn. Vandinn er enn ekki leystur, en ástandið er ekkert sambærilegt við þaö sem var fyrir 15 árum. En verkalýös- hreyfingin þarf lika að halda áfram að sinna þessum málum. Þau brenna lika heitast á launa- fóikinu, félögunum I verkalýös- hreyfingunni. — j / m. formamt húsnæðismálastjómar Náttúru verndarráð: Samræmt eftírlit * med náttúru- mínjum Undanfarið hafa orðið miklar umræður á opinberum vettvangi um það, hvernig skipuleggja megi hópferöir og þá ekki sist hópferðir erlendra ferðamanna um landið, þannig að ekki hljótist af náttúruspjöli. I þessu sam- bandi hefur töluvert verið fjaliað um útflutning náttúrugripa úr landi. Þessi mál komu mjög til umræðu á Náttúruverndarþingi siðastliðiö vor. Voru þá gerðar ýmsar ályktanir um þau, sem komið hefur verið á framfæri við hlutaöeigandi aðila aö þvi leyti, sem ráðið vinnur ekki sjálft að lausn þeirra eftir föngum. Meðal slikra tiilagna var ein, sem ekki sist hefur oröið tilefni til mikilia skoðanaskipta i fjöl- miðlum, en hún fjallar um hert eftirlit með flutningi náttúrugripa úr landi. Náttúruverndarráð hefur á fundum sinum rætt nokkuö, hvernig standa beri að sliku eftirliti og hefur i framhaldi af þvi ritað Menntamálaráðu- neytinu eftirfarandi bréf: „Eins og háttvirtu ráðuneyti er kunnugt var á siöasta Náttúru- verndarþingi rætt töluvert um hert eftirlit með flutningi nátt- úrugripa úr landi, og var gerð ályktun um það efni, sem ráðu- neytinu hefur verið send ásamt skýrslu um steinatöku á Austur- iandi eftir Einar Þórarinsson, og virðist ekki vafi á, að tiltekinna aðgerða sé þörf. I framhaldi af þessum umræðum og eins vegna þess, að upplýst hefur veriö um brot gegn fuglafriöunarlögum nú nýlega, hafa komiö fram i fjöl- miðlum ákveönar kröfur um að áðurgreint eftirlit veröi aukiö. A kjörtimabili siöasta Náttúru- verndarráðs voru þessi mál könnuð töluvert, en ljóst er, aö Náttúruverndarráð eitt sér hefur ekki aðstöðu til að koma þessum málum i viðunandi horf, þar sem þau koma inn á valdsvið annarra stjórnvalda, og þar sem þau snerta töluverða hagsmuni fjölda manna, verður að hafa þarna mikla gát á. Sú er skoöun ráðsins, að sumt það sem fram hefur komið I orða- kasti um þessi mál undanfariö, stuðli engan veginn aö þvi að fengin verði viðunanleg lausn. I stað þess sé vænlegra til árangurs að koma á samvinnu þeirra stjórnvalda, sem hér koma helst við sögu, um framkvæmanleg úrræði. Þá er átt við, að komið verði á samræmdu eftirliti, þannig að náttúruverndarhags- muna verði vandlega gætt, án þess þó, aö almennum ferða- mönnum verði valdiö óþarfa óþægindum né heldur sett upp óþarflega viöamikið og kostnaðarsamt eftiriitskerfi. Ráðið mælist þvi til þess, aö Menntamálaráðuneytiö sem æðsta stjórn náttúruverndar mála beiti sér fyrir þvi að hið allra fyrsta verði komið á fót samvinnu hlutaðeigandi aðila með þeim hætti, er það telur best henta. Er þá átt við aö stofnað verði til formlegs samstarfs við Samgönguráðuneytið vegna ferðamáia, Fjármálaráðuneytiö vegna tollgæslu og önnur ráðu- neyti, sem þaö telur ástæöu til, um setning reglna, og ef til vill samning lagafrumvarps til að tryggja það, aö virkt eftirlit verði með þvi, aö ekki verði fluttir úr landi náttúrugripir, sem friðaðir eru, ellegar teknir ófrjálsri hendi úr eignarlöndum manna. Jafn- framt verði spornað viö þvi, aö flutt verði til landsins dýr eða munir, er stofnaö geta lifriki landsins i hættu.”

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.