Þjóðviljinn - 05.08.1981, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 05.08.1981, Blaðsíða 16
MÖÐVIUINN MiOvikudagur 5. ágúst 1981 Aöalsimi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess tima er hægt að ná i blaðamenn og aöra starfsmenn blaðsins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 og 17-19 er hægt að ná i áfgreiðslu blaðsins i sima 81663. Blaðaprent hefur sima 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663 Emil Hjartarson i TM-húsgögnumog laxinngöði. Lax á vegg! veggmynd Takeo Yamashita lokið Japanski myndlistar- maðurinn Takeo Yamashita, sem kom hingað til landsins ný- lega til að mála mynd af fiski á vegg, hefur nú lok- ið þvi verki sinu. Hann leitaði á náðir Þjóðvili- ans með starfsaðstöðu og fyrir milligöngu blaðsins fékk hann vegg hjá Emil Hjartarsyni og versluninni TM hús- gögn, Siðumúla 30. Verkinu er nú lokið og brugðu Þjóðviljamenn sér bæjarleið til að lita á árangurinn og haf a tal af Emil Hjartarsyni. Hann sagði verkiðhafa gengiö mjög vel, þeir hefðu séð Takeo Yamashita fyrir efni og vinnupöllum og hann lokið myndinni á 4 dögum. Það kom fram hjá Emil að viðbrögð al- mennings við þessu framtaki væru mjög jákvæð og allir sem hann hefði rætt við hefðu lýst ánægju sinni með verkið. Upphaflega ætlaði japanski myndlistarmaðurinn að mála mynd afjapönskum fiski.en Emil þótti sá með afbrigðum ófriður og lagði i staðinn til að mótifið yrði hreinræktaður islenskur lax. Samþykkti japaninn það og þvi ætti ekki að vera neitt vafamál um ætterni þessa ágæta fisks. áþj Hlaut fullt hús stiga í opna flokknum „Átti alls ekki von á þessu” segir Arnór Björnsson 15 ára Reykvíkingur sem sigraði glæsilega á Norðurlandaskákmótinu „Þessi árangur kom mér alveg á óvart ég átti alls ekki von á þessu” sagði Arnór Björnsson 15 ára skákmaður sem sigraði með glæsibrag i opna flokknum á Norðuriandaskákmótinu sem lauk um heigina. Arnór hlaut fullt hús, stiga eða 9 vinninga af 9 mögulegum og um leið titilinn sveinameistari Norðurlanda. „Nei, þetta voru ekki allt auð- veldar skákir. Ég átti i vandræðum með Sviann, hann var kominn með betra tafl en lenti i timahraki. Hinar skákirnar voru sanngjarnar að minu mati. Hvenær byrjaðir þú að tefla? „Þegar ég var 10 ára. Ég fékk áhugann þegar Spassky og Fischer tefldu i heimsmeistaraeinviginu og pabbi kenndi mér þá mann- ganginn. Hefur þú teflt inikið? „Já, aðallega upp á siðkastið hef ég æft mikið, en ég hef teflt mikið með skólaskáksveitinni i Hvassaleitisskóla. Hvernig fannst þér að tefla á Norðurlandamótinu? „Mér fannst það gaman og það var lika skemmtilegt aö ná svona góðum árangri. A að halda áfram að tefla? Já auðvitað. Skáksambandið er búið að bjóða mér til Færeyja i lok þessa mánaðar þar sem ég fæ að tefla á móti sem haldið er i sambandi við Færeyska iands- mótið. Veistu hve stigahár þú ert orð- inn eftir sigurinn á Norðurlanda- mótinu? stig”, sagði þessi efnilegi skák maður aðlokum. __i« Ég var með 1790 stig og mér var sagt að ég yrði hækkaður i 2065 ■ . ' - ■ ’&&*&**. T * m ,vs. s vs 1 Arnór Björnsson. Mynd- Ari Dæmdur í Marokkó: Fékk 8 mánaða fangelsi Fréttir hafa borist til utanríkisráðuneytisins um afdrif íslendings- ins, sem tugthúsaður var i Marokkó. Hann mun hafa hafnað i dýflissu smábæjarins Chechauen, sem er eigi alllangt frá hafnarbæn- um Ceuta. í skeyti frá danska sendiráð- inu i Rabat, höfuðborg Marokkó, er einnig skýrt frá þvi, að Islendingurinn, liðlega tvitugur að aldri, hafi hlotið 8 mánaða fangelsisdóm og ein- hverjar fjársektir. Ennþá hafa engar skýrar fréttir borist um á hvern máta þessi ógæfusami feröalangur hafi gerst brotlegur við lög. Samtök herstöðvaandstæðinga hafa gefið út plakat i tilefni Friöargöngunnar Stokksnes — Höfn sem farin verður næstkomandi sunnudag. Plakatið fæst á skrifstofu Samtaka herstöðvaandstæöinga að Skólavöröustfg 1. Þar er opið frá 5-7 e.h. þessa viku, og m.a. skráð I ferö til HAFNAR, en lagt veröur á staö frá Reykjavlk kl. 8 á laugardagsmorgun. Á plakatinu má sjá Phatom þotur bandarlska hersins á flugi yfir Stokksnesstöðinni og fylgja þær Awacs vél. AWACS vélarnir eru stjórnstöð i styrjaldarátökum og geta stjórnað árásum 100 orrustuþota hver 300 km inn I Sovétrikin, þannig að hver þota nýtist sem tvær. AWACS þoturnar sem nú er verið að koma fyrir i hverju NATÓ-riki eru fyrst og fremst skoðaðar sem lykiltæki i árásarhernaöi, og er at- hyglisvert aö þær eru sendar á „heita staði”, til vitnis um árásargetu Bandarikjamanna. AWACS PMANTOM feTOKK«N6S 9. AGUST ‘81 STOKKSNES - HOFN STOKKSNES - TÆKNIVIGBUNAÐUR - KJARNORKUSTRIÐ SAMTOK HERSTÖÐVARANDSTÆOI|VJGA Friðargönguplakat: AWACS og Phan- tom yfir Stokksnesi A plakati herstöðvaandstæð- inga má glögglega sjá tvær teg- undir radarskerma á Stokks- nesi. önnur tengist Distant Early Warning System, sem Awacs vélarnar eru fyrst og fremst hannaöar til þess að koma i staðinn fyrir, hin SOSUS-kerfinu sem hefur land- stöð á Stokksnesi. SOSUS er kerfi samtengdra hlustunar- dufla sem liggur i GIUK-hliöinu milli Grænlands-lslands-Fær- eyja og Bretlands, og er notaö til þess að fylgjast með ferðum kafbáta. Friðargangan Stokksnes-Höfn er farin til þess að vekja athygli á tengslum herstöövarinnar á Stokksnesi við kjarnorkuvopna- kerfi Bandarikjamanna á Norð- ur-Atiantshafi. Gangan sjálf verður á sunnudaginn en á laugardagskvöld efna Her- stöðvaandstæðingar á Austur- landi, sem fyrir göngunni standa, til kvöldvöku i Mána- garði i Nesjum. _pti,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.