Þjóðviljinn - 05.08.1981, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 05.08.1981, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 5. ágúst 1981 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 5 Franskir vinstrimenn gegn einokunarauðvaldi: Strax eða aldrei Mitterrand meft Khalid, konungi Sádl-Arablu. Þjóðnýti frakkar Pari- bas-bankasamsteypuna er samningur um sameiginiegt franskt-sádl- arabiskt fjárfestingarfyrirtæki i voða... Pelsklædd frönsk yfir- stéttarfrú kom mánudag- inn eftir forsetakosning- arnar í vor inní bankann Credit Lyonais i París eilít- ið fumandi og vildi taka allt útaf reikningnum sín- um. Það kom fát á banka- starfsmenn þegar þeir sáu að innistæða frúarinnar nam nokkrum milljónum franka, og þeir spurja hverju sæti. — Jú, ég hef heyrt að Mitterrand ætli að þjóð- nýta bankakerfið! Bankasalurinn lá afvelta af hlátri. Credit Lyonais hafði verið þjóðnýttur i rúma þrjá áratugi. Þessi saga er dæmigerð um fyrstu viðbrögð franskra hægri- manna eftir sigur franskra sósialista i vor. En þó að pólitisk völd séu nú i höndum vinstri- manna hafa hægrimenn enn tögl og hagldir um hin efnahagslegu völd, og búast nú til varnar gegn sóknaráformum rikisstjórnar Mauroy i þeim efnum. Vinstri áhorfendur að frönskum stjórnmálum telja það brýna nauðsyn að hefja strax viöamikl- ar aðgerðir, einkanlega að hefjast undireins handa um þær þjóðnýt- ingar stórfyrirtækja, sem mest- um deilum ollu i kosningabarátt- unni. Þeim mun lengri tima sem hægrimenn fá til varnar, þeim mun erfiðara muni stjórninni reynast að koma málum sinum i gegn. 11 iðnfyrirtæki, 5 bankar Enda hefur vinstri sjórnin brugðist hart við og þegar lagt fram á þingi frumvarp um þjóð- nýtingu ellefu stórfyrirtækja, og auk þess ætlar stjórnin sér að þjóðnýta innan skamms fimm banka og fjárfestingarsamsteyp- ur. Raunar er enn óljóst um ná- kvæm tildrög þessara aðgerða. Það hefur borið á deilum innan franska sósialistaflokksins um gildi þjóðnýtingar, og hefur helsti keppinautur Mitterrands innan flokksins, Michel Rocard, verið mestur úrdráttarmanna i þeim efnum. Sósialistar hafa lagt áherslu á, aö stefna þeirra sé þjóð-nýting, ekki rikis-nýting („nationalisation”, ekki „étatisation”), og velta fyrir sér ýmsum formum félagslegrar eignar og þátttöku starfsmanna i rekstri. Meðal hinna ellefu „þjóðnýtan- legu” fyrirtækja eru tvær vopna- verksmiðjur, Dassault og Mat- ras, en sósialistar hafa ákveðið að draga jafnt og þétt úr vopnaút- flutningi frakka sem nú eru þriðji stærsti útflytjandi vopna i heim- inum, næstir á eftir risaveldun- um. Aðaláherslan mun þó lögð á rafeindaiðnaðinn, vegna þróun- armöguleika hans og samkeppn- ishæfni á alþjóðlegum markaði. Þjóðnýtingar frakka felast þvi ekki i að taka við þrotabúum auð- valdsins, heldur er ætlunin að skapa rikisvaldinu lykilstöðu i þeim iðnaðargreinum sem arð- bærastar eru og liklegastar til vaxtar. Oft er bent á Renaultverk- smiðjurnar til samanburðar. Þær þjóðnýtti De Gaulle rétt eftir striðið ásamt mörgu ööru þar á meöal áðuráminnstum Credit Lyonais-banka, og urðu þær frönskum iðnaöi mikil lyftistöng og stóðu sig vel i alþjóðlegri sam- keppni allt fram á vora bila- kreppudaga. Það má geta þess að iðnaðarráðherra vinstristjórnar- innar, Pierre Dreyfus, er fyrrver- andi stjórnarformaöur i Renault. Ef þjóðnýtingaráform franskra vinstrimanna ná fram að ganga mun franska rikiö eiga úrslita- vald i tæpum þriðjungi banka- og fjárfestingarkerfisins, ráöa öllum simageiranum, hafa umráð yfir 40% af tölvuframleiðslu frakka, 35% af útvarps- og sjónvarps- framleiðslu, og eiga helming af framleiðslufyrirtækjum raf- eindatækja til sjúkrahúsnota. Ljón í vegi En hér stendur ýmis þrándur i götu. Það þarf aö ákveða um stjórnarform hinna þjóðnýttu fyr- irtækja og ganga þannig frá hnút- um að ekki sé hægt að afhenda auðvaldinu þau aftur með einu pennastriki mögulegrar hægri- stjórnar i framtiðinni. Það þarf að afla f jármagns til að kaupa út núverandi eigendur, en velta fyr- irtækjanna ellefu árið 1980 var 256 milljarðar franskra franka (1 FF= 1,28 nýkr), og þau hafa nú um 800 þús. starfsmenn. Stærsta ljón i vegi þjóönýting- armanna er talið munu verða hagsmunir fjölþjóðahringanna, ekki sist þar sem þeir standa nú sterkt að vigi með hægrimanninn Reagan við stjórnvöl bandarisku þjóðarskútunnar. Meöal þeirra fyrirtækja sem nú á að þjóðnýta eru dótturfyrirtæki ITT og Honeywell-Bull, þar sem móöur- fyrirtækin eiga alltað helmingi fjármagns, sjá um tækniráðgjöf, hlutaframleiöslu og dreifingu að töluverðu leyti. Bankasamsteyp- urnar eru flestar fjármagnaðar að hluta af svissneskum, bresk- um og itölskum peningastofnun um. Þessir aðilar eru ekki kunnir fyrir að láta sinn hlut sérlega léttilega, og harkaleg viðbrögð franskra stjórnvalda gætu leitt til ýmislegs vanda i samskiptum við rikisstjórnir þeirra landa sem hringirnir hafa i aðalaðseturj samband frakka við bandarikja- menn hefur uppá siðkastiö skort nokkuð fyrri hlýju. Strax eða aldrei! Vinstrimenn i Frakklandi eru þó hvergi smeykir. Andstaða franskra auðvaldsins -gegn þjóönýtingaráformunum er enn máttlitil, og 56% franskra kjósenda eru samkvæmt nýjustu könnunum fylgjandi áætlunum stjórnarinnar. Þessar aðstæður ber aö nota, og það strax, eöa með orðum Francois forseta Mitterrand: „Auðvitað bera að gæta að þvi sem morgundagurinn ber i skauti sér. En þaö sem ekki verður haf- ist handa um i byrjun, þaö verður aldrei- gert. Ég er byrjaður aö framkvæma mina stefnu, og hef allan hag af þvi að vera snögg- ur.” (Inf ofl.) —m Kanadiskir indijánar krefjast réttar síns: Buffalo Bill kemur til bjargar Ef menn halda að ofbeldisárás- ir á Indiánaþjóðir i þvi skyni að ræna þær eigum sinum og llfsvið- urværi séu nú einungis til I vestr- um skjátlast þeim illilega. 11. júni siðastliðinn gerði 500 manna lið úr öryggislögreglu Kvibek i Kanada, ásamt hjálpar- sveitum, árás á land Micmac— Indiana sem búa við Restgouche- á i Suðaustur-Kvibek, skammt frá landamærum Nýju-Brúnsvik, Lögreglumennirnir komu eldsnemma að morgni i bilum, bátum og jafnvel þyrlum, svo að þeir gætu örugglega umkringt Indiánana sem eru aðeins 1600 að tölu, og i þrjár klukkustundir voru öll mannréttindi afnumin á landi þeirra; ráðist var inn i hús, Indánarnir voru lúbarðir með kylfum hvar sem i þá náðist, veiðarfæri þeirra voru eyðilögð og 100 laxveiöinet — sem kosta 300 dollara hvert — voru gerð upptæk. A höfðingja Indiánanna, sem vildi ræða við lögregluna, var ekki hlustað, heldur var hann einnig laminn sundur og saman. Tólf Indiánar voru handteknir.og margir voru fluttir á sjúkrahús illa útleiknir. Veiöiréttindi Astæðan fyrir þessum hrotta- legu aðgerðum voru deilur um veiðiréttindi. Micmac-Indiánar, sem hafa búið á þessum slóðum frá örófi alda, hafa aldrei látið kúga sig til að láta af hendi þetta landssvæði og þvi eiga þeirþað og öllhlunnindi þess. Kjörþeirra eru bág. Þeir lifa svo til eingöngu á laxveiðum i Restigouche-á, og er laxinn bæði aðalfæða þeirra og söluvara. Ená siðustu árum hafa þessi veiðiréttindi orðiö æ eftir- sóttari: flnir veiðiklúbbar hafa sett upp bækistöðvar sinar neðar- lega i ánni, og einnig hafa al- «HBr r 46 fW ~ wj§ W' •" Frumbyggjar Ameriku. Allt þetta skal ég taka frá þér! þjóðahringar, sem flytja út lax, byggt þar verksmiðjur. Af þessum ástæðum hafa Indiánarnir orðið hvitum efna- hagsyfirvöldum mikill þyrnir i augum, og hafa þau lengi reynt að takmarka veiðiréttindi þeirra og setjaþeimreglur sem gerðu þeim veiðarnar sem allra torveldastar. Ifyrra bönnuðu þau Indiánum að selja veiðisina, og þegar þeir mót- mæltu þvi eftir að allar samn- ingaviðræður höfðu reynst árangurslausar gerðu hvitir lax- veiðimenn árás á þá. 1 vor reyndu Indiánamir enn að semja við stjórnvöldin, en skyndilega var öllum samningaviðræðum slitið og þeim voru umsvifalaust settir úrslitakostir: yrðu þeir að verða á brott með öll sin net fyrir 10. júni'. Þegar þvi var ekki hlýtt, gerði lögreglan árás i dögun morguninn eftir. Þessir atburðir vöktu talsverða athygliog var aðgerðum lögregl- unnar mótmælt viða. A það var lika bent að það væri heldur napurlegt að Kvibekkbúar, sem leitast viö að vernda sin eigin þjóðarréttindi fyrir ásælni ensku- mælandi Kanadamanna, skuli svo neita Indiánum um sin eigin þjóöarréttindi. En yfirvöldin skelltu skollaeyrum við þessu öllu, og til að sýna að þeim væri full alvara og þau óttuðust engan uppsteiti'Skrælingjum sendu þau enn voldugra lögreglulið á vett- vang 20. júni. Þá voru öll veiöi- tæki hirt, og bann lagt við þvf að Indiánum yrðu seld fleiri laxa- net. Það er eins og úrslitin geti aldrei orðiö nema á einn veg, þegar Indi'ánar eiga einhver þau hlunnindi sem hvltir menn ágirnast. e.m.f. (aðalheimildir: Le Monde og Libération) emj.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.