Þjóðviljinn - 05.08.1981, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 05.08.1981, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 5. ágúst 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Opinberum starfsmanni neitað um vegabréfsáritun til Bandarikjanna Sagður vera félagi í hættulegum samtökum Eins og sést á þessu skjali braut umsókn Péturs Reimarssonar I bága við 28 inálsgrein 212 greinar laga um innflutningsleyfi og vegabréfs- áritanir til Bandarikjanna. i umræddri grein segir að óleyfilegt sé að veita nokkrum þeim vega- bréfsáritun sem er eða hefur verið félagi i hættulegum félagssamtök- uni, „proscribed organization”. Siðan segir orðrétt: Þar sein þú hefur verið félagi i Alþýðubandalaginu frá þvi 1980 er óheimilt að veita þér vegabréfsáritun.” Þar fyrir neðan hefur sendiráðsstarfsmaðurinn bætt inn þessari setn- ingu: „Mælt með undanþágu” en eins og kemur fram i viðtalinu við Pétur þurfti fyrst að hringja til Frankfurt I Þýskalandi og fá leyfi fyrir slikri „greiðasemi”. „Brennunjálssaga”: Frumsýning og íímamóta- tónleikar Fimmtudaginn 6. ágúst kl. 21. verður frumsýnd i Háskólabió kvikmyndin Brennunjálssaga eftir Friðrik Þór Friðriksson. Friðrik hefur verið einkar at- hafnasamur á sviði listmála hérlendis um nokkurt skeið, — nú siðast með_stofnun og starf- rækslu kvikmyndablaðs. Brennunjálssaga verður aðeins sýnd i þetta eina skipti, en af þvi tilefni hefur Friðrik valið nýja leið við tónflutning: Hljómsveitin Þeyr hefur verið fengin til þess að sjá um alla tónlist við kvikmyndina og verður hún flutt „lifandi” meðan á sýningu stendur. t þvi sambandi verður kynnt frumút- gáfa hins nýja hljóðíæris, sem Guðlaugur Ottarsson liðsmaður Þeys hefur hannað og kallar „Fourier”. Hljóðfærið er skirt i höfuðið á franska stærð- fræðingnum Jean Baptiste Fourier, en hann var einn af frumkvöðlum stærðfræðilegrar skilgreiningar hljómlistar. Eftir að sýningu myndarinnar lýkur, verða haldnir hljóm- leikar þar sem hljómsveitin Þeyr mætir þriefld til leiks eftir hlé vegna hljómplötuupptöku og æfinga. Hljómsveitin fylkir sér að þessu sinni saman undir hug- takinu „tónlist frá Trans-Plútó” og kemur vafalaust á óvart sem fyrr. tslensku Kamarorghestarnir, sem söfnuðust saman i hið merkasta stóð i Danmörku, koma ennfremur fram og frum- sýna nýjan rokk-kabarétt, ungum jafnt sem öldnum til ánægju og upplýsingar. Það má jafnvel búast við þriðju hljóm- sveitinni á þessum hljómleik- um, en nafni hennar og bak- grunni er haldið leyndu. Forsala aðgöngumiða verður i Bókaverlslun Sigfúsar Eymundssonar og i Fálkanum að Laugavegi 24. „Sendiráðsmaðurinn tjáði mér að þar sem ég væri félagi I Ai- þýðubandalaginu sem þeir felldu undir „proscribed organization” fengi ég ekki vegabréfsáritun til Bandarikjanna. Þegar heim kom fletti ég þessum orðum upp i orðabók og gat ekki fengið annan skilning i þau en að ég væri félagi i hættulegum samtökum, sam- kvæmt þeirra skilgreiningu,” sagði Pétur Keimarsson starfs- maður Vinnueftirlits rikisins i samtali við Þjóðviljann. í lok júnimánaðar sl. sótti Pét- ur um vegabréfsáritun til Banda- rikjanna hjá bandariska sendi- ráðinu hérlendis,' vegna ferðar sem hann þurfti að fara i opinber- um erindagjörðum á vegum Vinnueftirlitsins. „Fyrst af öllu þurfti ég að skrifa undir yfirlýsingu þess elnis að ég væri hvorki kommi, hommi né geðveikur, en þetta er allt sett undir einn og sama hattinn. Pétur Reimarsson: Veit ekki til þess að hér séu nokkur samtök starfandi sem eru hættuleg Bandarikjamönnum. Nokkrum dögum siðar var hringt i mig og ég boðaður til við- tals i sendiráðið. Varakonsúllinn tók á móti mér og spurði hvort ég væri sá sami Pétur Reimarsson og sá er ætti sæti i stjórn Alþýðu- bandalagsins i Reykjavik. Ég neitaði þvi ekki og þá tilkynnti hann mér að þar sem Abl. félli undir þá skilgreiningu þeirra að vera hættuleg félagssamtök fengi ég ekki vegabréfsáritunina. Hins vegar væru likur á þvi að ég lengi undanþágu, en fyrst yrði hann að hringja til Frankfurt og fá stað- festingu á að svo gæti orðiö. Ég fékk siðan undanþáguáritun þar sem allt var tiundaö um mitt ferðalag til Bandarikjanna. Mér finnst einkum þrjú atriði skipta mestu máli i þessu sam- bandi. I fyrsta lagi það sem snýr að einstaklingnum, að þurfa að sitja undir yfirheyrslum um sinar stjórnmálaskoðanir, og þá má taka fram að það er ekki einungis Alþýðubandaiagið sem talið er vera hættuleg samtök hérlendis, samkvæmt mati sendiráðsins. 1 öðru lagi snýr þetta mál að þeim samtökum sem eru sögð vera hættuleg aö áliti sendiráðs- ins og bandariskra stjórnvalda, þ.e. einhver lög sem segja til um hverjir eru gjaldgengir tii Banda- rikjanna og hverjir ekki. í þriðja lagi er siðan sú staðreynd að hér starfar erlendur aðili sem stund- ar skráningu á skoöunum og flokksþátttöku islenskra einstak- linga. Slikt er algjör timaskekkja og varðar við nýsamþykkt lög frá Alþingi um bann við upplýsinga- öflun um persónulega hagi ein- staklinga,” sagði Pétur. „Það hlýtur að vera krafa Is- lendinga að öll þau innlend sam- tök sem eru á þessum svarta lista Bandarikjastjórnar verði klippt þaðan út. Ég veit ekki til þess að hér séu nokkur samtök staríandi sem eru þjóðhagslega hættuleg Bandarikjamönnum.” Að sögn Péturs var mál hans tekiðfyrir á fundi i stjórn Alþýðu- bandalagsins i Reykjavik þaðan var málið siðan borið upp i rikis- stjórninni af Hjörleifi Guttorms- syni. Þar sem utanrikisráðherra var falið að kanna málið nánar. „Það er auðvitað algjörlega óvið- unandi að íélagar i Abl. séu undir einhverju eftirliti sendiráðs Bandarikjanna hérlendis, það virtist enginn munur vera gerður á þvi hvort ég væri venjulegur túristi eða á vegum opinberra aö- ila. Ég var hættulegur, þar sem éger félagi i Alþýðubandalaginu. Það má lika itreka þaö, að mér finnst ekki óeðlilegt að banda- riska sendiráðið safni islenskum dagblöðum og haldi þvi til haga sem birtist um bandarisk mál- efni. Hins vegar er það i fyllsta máta óeðlilegt að sendiráðs- starfsmenn vinni kerfisbundið að þvi að flokka niður og skrá ein- staklinga eitir þvi i hvaða sam- hengi þeir koma fram”. sagði Pétur aö lokum. —Ig. Að aflokinni Verslunarmannahelgi: Slysalítil helgi Rok hrakti Þjóðhátiðargesti úr Herjólfsdal Samkvæmt venju var öllu rusli I landi Miðdals við Laugarvatn brennt um verslunarmannahelgina. Var sungið og dansað langt fram á nótt enda veður með eindæmuin gott. Ljósm —gel. Verslunarmannahelgin er um garð gengin og fór i alla staði vel fram, þegar á heildina er litið. Fjöldi fólks sótti samkomur víðs vegar um landið i bliðskapar- veðri, en I Vestmannaeyjum gerði rok og rigningu á sunnu- degi, sem olli nokkurri upplausn á þjóðhátið þeirra Eyjamanna. A hátiðinni i Eyjum voru um fjögur þúsund manns þgar mest var. Töluverð ölvun var á svæðinu, en allt gekk þó slysa- laust fyrir sig. t óveðrinu á sunnudag lentu margir i vand- ræðum og flúði fólk dalinn, en dansleikur var haldinn i bæn- um um kvöldið. Samgöngur gengu erfiðlega fyrir sig á mánu- dag þvi ekki gaf til flugs allan daginn. 1 Galtalækjarskógi voru milli fjögur og fimm þúsund manns, aðallega fjölskyldufólk og fór samkoman vel fram. í Atlavik var þráðurinn tekinn upp að nýju eftir niu ára hlé, og voru þar saman komnir um fimm þúsund samkomugestir, aðallega ungt fólk, og var ölvun almenn á svæðinu. Bliðskaparveður var i Vikinni og á Héraði og umferð mikil, en litið um umferðaróhöpp. Á Suðurlandi var mikil umferð um verslunarmannahelgina, en allt mun þó hafa gengið stórslysa- laust yfrir sig. Nokkur ölvun var á Þingvöllum, Laugarvatni og I Þjórsárdal, sem eins og fyrri ár voru vinsælustu tjaldstaðir sunnanlands þessa helgi. A föstu- dagskvöld var ekið á mann viö Arnes og slasaðist hann nokkuð. Harður árekstur varð i Þjórsár- dal á sunnudag, en engin slys urðu á fólki. Jeppabifreið valt við Skriðufell og slösuðust þrir far- þegar og voru fluttir á sjúkrahús. Ungur maöur var hætt kominn i Krossá aðfaranótt laugardags. Björgunarsveitarmenn er nær- staddir voru komu honum til hjálpar og varð honum ekki meint af volkinu. Allmörg önnur smærri óhöpp áttu sér stað og voru 46 bil- stjórar teknir fyrir meinta ölvun við akstur. Hestamannamót var á Vind- heimamelum um helgina og mikil ölvun eins og titt er á slikum sam- ko/num. Annasamt var hjá lög- reglunni i Skagafirði en ekki mun hafa komið til meiriháttar átaka. Verslunarmannahelgin var með rólegra móti i Reykjavik i ár. Mikil umferð var út úr bænum á föstudagskvöld og til baka á sunnudagskvöld. Nokkuð var um ölvun aðfaranótt mánudags og mun Reykjavikurlögreglan hafa tekið átta manns fyrir meinta ölvun við akstur. Annarstaöar á landinu fór verslunarmannahelgin friðsam- lega fram. Umferð var með minnsta móti á Vestfjörðum og svipaöa sögu er að segja af Noröurlandi eystra. Laugahátiðin i Reykjadal fór vel fram og var litið eða ekkert um óhöpp. A Akureyri urðu tvö minniháttar umferðaróhöpp en engin slys á fólki. Bifreið valt i Mývatnssveit á föstudagskvöld, en einungis var um minniáttar meiðsli á fólki að ræða. —áþj Dauða- slys við Kögunar- hól Dauðaslys varð i umferðinni um kl. 21.00 á mánudagskvöld vestan við Kögunarhól hjá Ingólfsfjalli, er tvær fólks- bifreiðir lentu i hörðum árekstri. Að sögn lögreglunnar á Sel- fossi bar slysið að með þeim hætti að litil fólksbifreið, sem var á leið til Reykjavikur, og Chervolet fólksbifreið á leið austur skullu harkalega saman. ökumaður litlu bifreiðarinnar var einn á ferð og mun hann hafa látist samstundis. Hjón með eitt barn voru i Chervolet bifreiðinni og voru þau öll flutt á slysadeild Borgarspitalans. Að sögn lögreglunnar mun konan hafa fengiðaðfara heim eftir að gert hafði verið að meiðslum hennar en maburinn og barnið eru enn á Borgarspitalanum. Maðurinn sem lést hét Sigurður Harðarson, fæddur 7. 1. 1958, til heimilis að Fjölnisvegi 18 i Reykjavik. —áþj

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.