Þjóðviljinn - 05.08.1981, Blaðsíða 14
14SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Mibvikudagur 5. ágúst 1981
Heimsókn
Framhald af 1. siöu
kvæm skipti á upplýsingum um
tæknileg málefni auk rann-
sókna- og þróunarstarfsemi.
Það kom fram i máli norska
iðnaðarráðherrans að það er
verk ráðuneytisins að liðka til
fyrir stóru fyrirtækin i Noregi
um slika samvinnu sem hér er á
ferðinni. En sum þeirra eru að
hluta til eða alfarið i eign norska
rikisins. En Hjörleifur tók fram
að þegar um stór verkefni væri
að ræða af Islands hálfu væri
auðvitað enginn i stakk búinn tii
að sinna slikum verkum nema
rikisvaldið. Hjörleifur sagði að
það hefði komið til athugunar á
sinum tima að stækka járn-
blendiverksmiðjuna á Grundar-
tanga en hefði ekki orðið úr
vegna markaðs- og rekstrar-
annmarka.
Þá kom fram á fundinum aö i
^angi hafa verið viðræður við
Ardal og Sundal rikisrekið
norskt fyrirtæki um hráefni til
áliðnaðar, markaðsmál og úr-
vinnslu úr áli.
Enn fremur hefur verið rætt
um rannsóknir á sviði
magnesiumframleiðslu við
Norsk Hydro og önnur norsk
fyrirtæki. Það var gert vegna
áforma um metanolframleiðslu
til eldneytis á lslandi.
—óg
Skagfiröingamót
Framhald af 6. siðu.
frekari heyskapur i Drangey,
bregði ekki skjótlega til bata.
Um svar sýslumanns er ekki
vitað.
Skagfiröingabók er rúmar 200
bls., prentuði Odda. 1 bókinnieru
nokkrar gamlar myndir. Rit-
stjóri Skagfirðingabókar er
ögmundur Helgason en aðrir i
ritstjórn eru Sölvi Sveinsson,
Hjalti Pálsson og Gisli Magnús-
son.
—mhg
Skákin
Framhald af bls. 12
18. -Kc7
19. Df4 + -Kb6
20. Hd7!
Hótar 21. Dc7+
20. -Hc8
21. De3!
Hótar nú 22. Db3+ með máti.
Svar svarts er þvingað.
21. -Rc6
22. IJb3 + -Rb4
23. a3-Hc6
24. -Kc6 dugði ekki vegna 25.
Da?+-Kb6 26. Db5 mát.
24. Kbl-Bd6
25. Ddl!
Riddarinn á b4 er dauðans
matur, svo að hvitur hamrar
járnið enn meira meðan það er
heitt.
25. -Bf8
26. axb4-cxb4
27. Hd8-Hg8
28. c5+ !-Ka5
Ekki stoðaði 28. -Hxc5 29.
Hxf8!-Hxf8 30. Dd6+.
29. Dd5-Hg5
30. Da2 + -Kb5
31. Dxa7
Það er nú nánast smekksatriði
hvernig hvitur bindur enda á
skákina. Hann gat allt eins leikið
31. Hxf8-Hgxc5 32. Dxa7 þvi að 32.
-b3 er engin hótun vegna 33.
Dxb7+.
31. -Bxc5
32. Dxb7+-Bb6
33. Ilc8-Hd6
34. De4-Bc5
35. De8 + -Kc4
36. De2+-Kd4
37. Dd2+-Ke4
Ekkert hald var i 37. -Kc4 vegna
38. Dxd6.
38. f3 +
Hvitur gafst upp enda er stór-
fellt liöstap yfirvofandi.
Bragi Halldórsson.
ÞEGAR
SKYGGJA TEKUR
ERHÆPINN
SPARNAÐUR
... að kveikja
ekki ökuljósin.
ÞAU KOSTA LÍTIÐ.
Plpulagnir
Nýlagnir, breyting-
ar, hitaveituteng-
ingar.
Simi 36929 (milli kl. ,
, 12 og l og eftir kl. 7 á r
kvöldin). ,
ALÞÝDUBANDALAGIÐ
Alþýðubandalagið í Kópavogi.
fer sina árlegu sumarferð dagana 14.—16. ágúst. Lagt verður af stað
kl. 19 stundvislega föstudaginn 14. Ekið veröur að Heklu við Selsund,
farið hjá Næfurholti, Rangárbotnum og Tröllkonuhlaupi, austur með
Skjólkvium og gist i tjöldum við Landmannahelli. A laugardeginum kl.
9 verður lagt af stað i Hrafntinnusker, þar sem jarðhitinn bræðir jökuf
isinn. Þaðan verður svo haldið aftur 'á Dómadalsleið, hjá Frostastaða-
vatni i Landmannalaugar þar sem gerður verður stuttur stans. Siðan
verður ekið austur yfir Jökulgilskvisl, hjá Kýlingum um Jökuldali að
Herðubreið við Eidgjá. Hjá Ljónstindi verður öfærufoss i Eldgjá skoð-
aður.Tjaldað verður i efstu grösum austan Grænafjallgarðs. A sunnu-
deginum kl. 9 verður siðan lagt af stað á Sveinstind sem ris 1090 m hár
viö suðvesturenda Langasjávar og Fögrufjalla. Um hádegið verður
haldið heimleiðis um Landmannalaugar, Sigöldu og Þjórsárdal en þar
verður ekið hjá Gjánni og komið við i Stöng. Litið verður á Hjálp og
siðan farið niður Gnúpverjahrepp og Skeið og áætluð heimkoma um kl.
21.
Upplýsingar og miðar fást hjá Lovisu Hannesdóttur i sima 41279 og
Gisla Ól. Péturssyni i sima 42462.
Ferðafólk! Þetta er sannkölluð draumaferð! Látið ekki happ úr
hendi sleppa.
Alþýóubandalagið á Suðurnesjum —
FJÖLSKYLDUFERÐ
verður farin á Krókavelliá Reykjanesi laugardaginn 8. ágúst ef veður
leyfir.
Lagt veröur af stað kl. 10 um morguninn, unað við náttúruskoöun og
leiki um daginn og endaö á þvi að grilla sameiginlega og syngja yfir
glóðunum svo lengi sem fjöriö endist. — Fólk á öllum aldri á að gefa
haft þarna nokkra skemmtan. Þátttakendur láti skrá sig hjá Sigriði i
sima 2349 eða Jóni i sima 7647.
Útför eiginmanns mins
Magnúsar Kjartanssonar,
fyrrv. ritstjóra
fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 6. ágúst kl. 3.
Kristrún Agústsdóttir
Útför
Helga Marísar Sigurðssonar
Stigahlið 34,
fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 6. ágúst kl. 3
eftir hádegi.
Sigþrúður Guðbjartsdóttir
Þóröur Helgason Hulda Þórðardóttir
Eiginmaður minn
Ólafur Þ. Kristjánsson,
fyrrverandi skólastjóri
Tjarnarbraut 11, Hafnarfirði,
andaðist á St. Jósefsspitalanum i Hafnarfirði hinn 3. ágúst
s.l.
Kagnhildur G. Gisladóttir.
Móðir okkar
Ragnheiður Kristin Kristjánsdóttir
frá Sveinseyri.
Norðurbyggö 23, Akureyri,
andaðist á Fjóröungssjúkrahúsinu á Akureyri 31. júli.
Jarðarförin fer fram íöstudaginn 7. ágúst n.k. Þeim sem
vildu minnast hennar er bent á Fjórðungssjúkrahúsið á
Akureyri.
Sigriöur K. Matthiasdóttir
Þórunn Matthiasdóttir
Guðinundur Matthiasson
Alúðarþakkir fyrir auösýnda samúð og vináttu við andlát
og útför
Ingþórs J. Guðlaugssonar,
lögregluþjóns á Selfossi.
Sérstakarþakkir flytjum við lögreglu Selfoss, nágrönnum
og vinum hins látna.
Kristjana Sigmundsdóttir og dætur
Maria Guðmundsdóttir og Guölaugur Jónsson
Margrét Tiuðmundsdóttir og Sigmundur Bergur
Magnússon
systkin og tengdafólk
Innkaupastjóri
Rafmagnsveitur rikisins óska að ráða i
starf innkaupastjóra. Áskilin er viðskipta-
fræði-, rafmagnsverkfræði- eða raf-
magnstæknif ræðimenntun.
Laun samkvæmt launakerfi rikisstarfs-
manna.
Umsóknir með upplýsingum um menntun,
aldur og fyrri störf sendist fyrir 7. ágúst
nk. til Rafmagnsveitna rikisins.
Rafmagnsveitur rikisins
Laugavegi 118
105 Reykjavik
fBorgarspítalinn
Lausar stöður
Læknaritarar.
Óskum eftir að ráða læknaritara til starfa
nú þegar hálfan eða allan daginn. Starfs-
reynsla eða góð vélritunarkunnátta áskil-
in.
Ritari.
Óskum eftir að ráða ritara til starfa á
Fæðingarheimili Reykjavikur hálfan dag-
inn.
Upplýsingar um störfin veitir Brynjólfur
Jónsson i sima 81200/368. Umsóknir send-
ist sama aðila fyrir 11. ágúst n.k.
Reykjavik, 4. ágúst 1981.
Borgarspitalinn
Frá Sjálfsbjörg,
félagi fatlaðra
í Reykjavík
Stangaveiðifélag Hafnarfjarðar býður
Sjálfsbjargarfélögum veiði i Djúpavatni
og afnot af veiðihúsi, frá kl. 22.00 10. ágúst
til kl. 22.00, 13. ágúst.
Nánari upplýsingar i sima 17868.
Frá Sjálfsbjörg,
félagi fatlaðra
í Reykjavík
Sumarmót Sjálfsbjargarfélaganna verður
að Laugabakkaskóla, Miðfirði, V.—Húna-
vatnssýslu, dagana 14—16. ágúst.
Lagt verður af stað frá Sjálfsbjargarhús-
inu, Hátúni 12, föstudaginn kl. 13.00. Far-
gjald er kr. 300.-
Ein sameiginleg máltið innifalin. Fólk
hafi annars með sér nesti og svefnpoka.
Nánari upplýsingar i sima 17868.
Blaðberar óskast strax
Eiriksgata — Barónsstigur
Bólstaðarhlið — Skipholt
DJODV/Um
Siðumúla 6 — Sími 81-333
Auglýsinga- og áskriftarsími
81333 MOÐVIUINN