Þjóðviljinn - 05.08.1981, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 05.08.1981, Blaðsíða 7
Miövikudagur 5. ágúst 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Það sem koma skal? — Það eru nú raunverulega þrjú ár siðan ég byrjaöi að leiöa hugann að þessum rafgiröingum. En eiginlega byrjaði ég ekki að flytja þær inn að neinu ráði fyrr en í fyrra sumar. Það er Ragnar Eiriksson. bóndi i Gröf á Höfðaströnd, sem mælti svo. Þegar blaðamaður Þjóðvilj- ans hafði tal af honum ekki alls fyrir löngu. Ragnar var áður ráðunautur hjá Búnaðarsam- bandi Skagfirðinga en lét af þvi starfi og hóf búskap i Gröf. Og þá var það einn góðan veðurdag aö honum datt i hug að reyna að drýgja tekjurnar með þvi að hefja innflutning á rafgirðingum. — Og hvaðan flyturðu þetta inn, spurði blaðamaður? — Ég flyt nú þetta dót inn frá Danmörku, sagði Ragnar. — Danir eru talsvert útsjónarsamir og þeir hafa náð að tryggja sér umboð fyrir þessar girðingar I allri Skandinaviu. — Ertu meö fleiri en eina gerð af þessum girðingum? — Já, ég er með þrjár geröir, 2 fyrir rafmagn og eina fyrir 12 volta rafgeymi. — Þarf ekki að taka rafgirðing- arnar niður þar sem snjóþynglsi eru aö vetrinum? — Nei, það þarf alls ekki. Gald- urinn er ekki annar en sá, að sett- ur er gormur á virana, og þá er raunar hægt að nota á allar girð- ingar, þó að það sé yfirleitt ekki gert. Það er auövelt að ganga frá þessum girðingum á þann veg, að þær þoli snjóþyngsli mun betur en aðrar gerðir girðinga. — Nú duga þessar girðingar bæði fyrir stórgripi og sauðfé. Hver er munurinn á strengja- fjölda? — 1 stórgripagirðingar þarf einn til tvö strengi, einn strengur augar t.d. alveg á skurðbökkum. En fyrir sauðfé þarf svona þrjá til fimm, eftir aðstæðum. Viða duga þrir. Þetta byggist ákaflega mik- ið á þvi að skepnur nálgist girð- inguna i rólegheitum en ekki þannig, að þær verði fyrir styggð. En um leið, og þær reka snoppuna i girðinguna bregður þeim heldur betur i brún. — Má ekki slá þvi föstu að þetta séu mun ódýrari girðingar en þær, sem algengastar hafa verið til þessa? — Jú, ég held að óhætt sé að segja það. Ég var t.d. núna rétt i þessu að girða fyrir vegagerð- ina. Það var hér i minni landar- eign. Og eftir þvi, sem ég veit best hefur allur kostnaður orðiö svona 8 þús. kr. á km. en þetta er 5 strengja girðing. Þarna er um aö ræða efni, vinnu og jöfnun á landi undir girðinguna. Þess ber og að gæta, að þarna var notað allt það dýrasta efni, sem fáanlegt er. — Svo við vöðum nú úr einu i annað, Ragnar, hvað er talið hæfilega langt bil á milli staura? — Það eru svona 40 m. og svo eru 3 renglur á milli staura. Þetta hefur sýnt sig að vera nægjanlegt. — Eru girðingarnar frekar á rafmagn? — Ónei, ekki held ég að það veröi nú sagt. Þær eyða eins og ein 30 kerta pera. Og ég held, að það verði að teljast mikil spar- semi. — Jæja, Ragnar, i svona skyndiviðtali er auðvitað ekki hægt að stikla nema á hæstu hnjótunum, menn hafa hvort sem er ekki lengur tima til að lesa nema fyrirsagnir, siðan kemur að þvi að enginn hefur lengur tima til að lesa neitt heldur aðeins hlusta, svo kemur að þvi að einnig það verður of timafrekt og þá —mhg ræðir við Ragnar Eiríksson, bónda í Gröf á Höfðaströnd um rafgirðingar Ragnar Eiriksson, bóndi I Gröf á Höfðastörnd. hafa menn ekki lengur tima til að lifa, (og þá verður nú gaman að lifa, eöa hvað?). Samt langar mig til þess, þó að ekki væri nú nema bara til að svala eigin forvitni, að hnýsast ofurlitið meira i þessar rafgirðingar þinar. — Já, það er nú það. En hvað á ég þá eiginlega að segja þér? Ef við vikjum að efni i girðingarnar þá þurfa staurarnir að vera 5 feta langir og tréstaurar helst fúa- varöir. Járnstaura ætti alls ekki aö nota at þvi aö útleiösla frá straumstreng i járnstaur veldur straumleysi á girðingunum. Tré- staurar leiða rafmagn hinsvegar framur illa og henta þvi mun bet- ur en auðvitað þarf að einangra virinn frá þeim. Plaststaurar eru næmirfyrir áhrifum veðurfars og endingin eftir þvi. Insultimeber nefnast staurar og renglur úr sér- stökum harðviði. Sú viðartegund er gædd þeirri náttúru að leiða ekki rafmagn og þarf þvi ekki aö einangra virinn frá staurnum eða renglunum. Þessi viður er mjög harður og fúnar trúlega seint eöa ekki. Staurarnir eru ferkantaðir, mjög grannir, 3,8 sm. á kant en ótrúlega sterkir. Reaiglur þurfa aö vera um 100 sm. langar, grannar og léttar en sterkar. Rifnar rekaviðarrenglur eru full þungar. Til einangrara, sem margar gerðir eru til af, bæði úr plasti og pstulini, þarf aö gera kröfur um góða einangrunarhæfni, að þeir séu þægilegir i notkun, að virinn leiki laus i þeim og að þeir séu úr höröu efni. Heppilegast er aö nota high tension-vir vegna þess hve togþol hans er mikið. Vir sem er grennri en 2 mm. ætti helst ekki að nota. Hann sést illa og flytur litið rafmagn. Galvaniseringin skiptir öllu máli fyrir endingu virsins. Vanda þarf til allra sam- tenginga á virum og aldrei má snúa saman virenda, eins og gert er við gaddavir. Best er aö nota viratengi eða að hnýta virendana saman. Koparvir ætti ekki aö nota þvi þegar kopar og galvaniseraður vir eru tengdir saman vill verða mikil spansk- grænumyndun, sem myndar ein- angrandi lag. — Og hvernig gengur svo sal- an? — Það er nú stutt siðan ég byrj- aði með þetta og bændur eru var- færnir og ógjarnt til að rasa um ráð fram. En þó get ég ekki annaö sagt, en að eftirspurnin sé oröin fyllilega sú, sem ég átti von á til að byrja með. Það er ekki nema einn, sem hefur skilað aftur girð- ingu, sem hann fékk hjá mér og hann tók hana nú raunar aldrei upp! — Ég er svo sem ekkert að reka áróður fyrir þessum giröing- um. Það fer best á þvi aö þær kynni sig sjálfar. Þegar einn hef- ur riðiö á vaðið fara nágrannarnir að gefa þessu gaum. Og ég á von á þvi að þessar girðingar ryöji sér smátt og smátt til rúms eftir þvi, sem menn kynnast kostum þeirra betur þvi þær eru bæði, — held ég sé óhætt aö segja, ódýrari og öruggari en venjulegar girðingar. — Já, þaö sýnist ljóst að þær eru efnisminni, eyða litlu raf- magni en eru þær ekki einnig ein- faldar i uppsetningu? — Jú, miðað viö venjulegar girðingar eru þær það. Þegar við settum upp þessa fimm strengja girðingu fyrir Vegagerðina, sem ég minnist á áðan, eyddum við 40—50 vinnustundum á km. i girð- ingunni og var þá allt talið með og reiknað upp ,,i topp”. Eftirlit með þessum girðingum er einfalt og auðvelt þvi hægt er aö mæla það heiman að frá sér hvort þær eru i lagi eða ekki, með hinum verður að ganga. — Já, það var helviti gott hjá þér að fara út i þetta. — Ja, það er náttúrulega ekki fyrir nokkurn mann að lifa af þessum ráðunautalaunum en svo þegar hallarekstur er nú einnig á búskapnum þá veitir ekki af að hafa úti einhver spjót og þá datt mér þetta nú i hug. — mhg Myndl. l/írabil o<j straumten^m^a^. -Somt. cm i 22,fcni i ó ■itr. t3«ivnir 7.0 tm( 1 9 Str.• /b'on J 6 fl/tutrcl n'cm l AÁ 1 :> A*. Vfrabil og straumtengingar. aðardeildar SIS og Búnaðar- fél. tslands, sem haldin var á Akureyri 14. — 15. nóv. 1980. „Sauðfjárræktin, ullog gærur, eldra voöhorf”, en þar rekur dr. Halldór Pálsson fyrrv. búnaðarmálastjóri, i stórum dráttum hvernig Islendingar hafa nýtt ull og gærur á um- liðnum öldum. „Hvaða strfnu eigum við að fylgja i ræktun fjármeð tilliti til ullar?”, spyr Sveinn Hallgrimsson, ráðu- nautur og bendir á, að auka þurfti tog islensku ullarinnar. „Gæruraf islensku fé”, en þar vekur Sveinn Hallgrimsson athygli á hvaða gallar geta komiö fram á gærum sem hrá- efni i iðnaði. „Crvinnsla úr Reykhólaull”, Ingi Garðar Sigurðsson, tilraunastj., segir frá tilraun, sem gerð var á Reykhólum með að framleiða ull, sem væri óskemmd af hús- vist, og vinnslu úr henni. ,,Um ullarvinnslu”, Kjartan B. Kristjánsosn, verksmiðju- stjóri Gefjunar, segir frá ull- arvinnslu hjá Gefjun. „Sala ullarfatnaðar á erlendum mörkuðum”, Þráinn Þor- valdsson, verksmiðjustjóri Hildu h.f. vekur athygli á, hve sölu á ullarfatnaði þarf að skipuleggja langt fram i tim- ann. „Hugleiðingar um sút- un”, Oddur Eiriksson, fram- leiöslustjóri Loðskinna h.f. á Sauðárkróki, segir frá sútun skinna fyrr og nú. —mhg Búnaðarblaðið Freyr Síðasta tbl.Freys ereinkum hclgað ullar- og skinnaiðnað- inum i landinu. í ritstjórnar- grein, sem nefnist „Stóriðja ullar- og skinnaiðnaðar”, er m.a. á það bent hve hljóðlega hin mikla uppbygging ullar- iðnaðarins hefur farið fram og aö nú standi gæruiðnaðurinn á sömu timamótum og ullariðn- aðurinn gerði fyrir u.þ.b. 10 árum. Af öðru efni ritsins má nefna fundargerð frá ráðstefnu Iðn- Karl Bretaprins og lafði Diana fengu þessa fallegu mynd i brúðkaupsgjöf frá forseta Islands, Vigdisi Finn- bogadóttur, fyrir hönd Islend- inga. Þetta er oliumálverk eftir Eirik Smith listmálara af Tunguselshyl i Hofsá i Vopna- firði, en þar hefur Karl prins mikið stundað laxveiðar. Rokkað 1 A morgun og næstu fimmtu- dagskvöld efnir Veitingahúsiö i Glæsibæ til dansleikjahalds með nýstárlegu sniði. Boðið er upp á rokktónlist sem Grétar Glæsibæ Laufdal stjórnar og kynnir i minni salnum og er rokkið ætlað 18 ára krökkum og eldri.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.