Þjóðviljinn - 05.08.1981, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 05.08.1981, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 5. ágúst 1981 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 Frakkar sigruðu i B-keppni i frjálsum iþróttum (karlalands- lið), sem fram fór i Grikklandi um helgina. Þar með eru þeir komnir i úrslitakeppnina, sem fram fer um miðjan mánuðinn i Júgóslóviu. Frakkarnir fengu 85 stig i keppninni i Grikklandi. I öðru sæti uröu Ungverjar með 78.5 stig og Tékkar höfnuðu i 3. sætinu meö 73.5 stig. Finnar uröu siðan i fjórða sæti með 70. stig. Nokkur mjög góð afrek unnust i keppninni og má þar nefna 76.48 m. kast Huhtala, Finnlandi, i sleggjukasti. Pólland í Pólverjar tryggðu sér sæti i úr- slitum Evrópukeppni kvenna- landsliða i frjálsum iþróttum um helgina þegar keppt var i undan- rásum á ttaliu. úrslitin Pólsku stúkurnar fengu 64.5 stig. Tékkar höfnuöu i ööru sæti með 60 stig og ttalir urðu i þriðja sæti meö 57 stig. Norðurlandamót unglingalandsliða Góður árangur Vestur-Þjóðverjinn Manfred Steves var um helgina síðustu rekinn frá KR, en starf hans hefur verið vægast sagt umdeilt allt frá því að hann kom til félagsins. Það voru leikmenn meistaraf lokks sem tóku af skarið í þessu máli. Síðan var haldinn f undur með Steves og honum af- hentur hinn margfrægi reisupassi. Karlaliðið fékk viður- kenningu Karlaiiðið i golfi, sem keppti á Evrópumóti landsliða I Skotlandi fékk afhent bronsmerki GSt fyrir góða frammistöðu á mótinu. t liðinu voru Ragnar Ólafsson, Hannes Eyvindsson, Sigurður Pétursson, óskar Sæmundsson, Geir Svansson, og Björgvin Þorsteinsson og fyrirliðinn Kjartan L. Pálsson. Ragnar í Evrópulið? Ragnar ólafsson hefur veriö valinn sem varamaður i Evrópu- lið karla i golfi sem mun keppa við úrvalslið frá Suður-Ameriku i haust. Þessi heiður til handa Ragnari er til kominn vcgna frá- bærrar frammistöðu hans á Evrópumótinu i Skotlandi fyrir skömmu. Talsverðar likur eru á því að Ragnar komist i keppnina i Suður-Ameriku vegna þess aö sennilegt er að einhverjir aðal- mannanna heltist úr lestinni. Frakkar komu á óvart Naumur sigur Fram gegnFylki Framarar tryggðu sér i gær- kvöldi rétt til að leika i úrslitum Bikarkeppni KSÍ. Þeir sigruðu 2. deildarlið Fylkis 1-0 og þurfti framlengingu til þess að Fram tækist að knýja fram sigur. Fylkismennimir komu veru- iega á óvart, börðust eins og ljón allan timann og áttu fleiri og hættulegri markfæri en Framararnir. Það var erfitt að sjá að þarna mættust mið- lungslið í 2. deild og eitt af topp- liðum 1. deildar. Nóg um það. framhjá markinu. 1 byrjun seinni hálfleiks smaug kollspyrna Guðmundar rétt yfir Fylkismarkiö. Anton geröi i tvigang harða hrið að Frammarkinu með langskot- um. Hiö fyrra var varið og hið siðara small i hliðarnetinu. A 12. min framlengingarinnar kom siðan markið sem úrslitum réði. Trausti braust upp að endamörkum af miklu harð- fylgi, renndi knettinum á Guð- mund Steinsson og það var létt verk fyrir hann að skora af markteig, 1-0. Guðmundur Baldursson vakti mikla athygli i liði Fylkis, var hreinlega yfirburðamaður á vellinum. Þá varði ögmundur oft vel. Annars eiga allir Fylkis- mennirnir hrós skilið fyrir hetjulega baráttu. Fram tíácstaö sigra þrátt fyr- ir slakan leik. Liðið var heppið að móterjarnir voru ekki af sterkari tegundinni aö þessu sinni. _ ingll Framararnir voru meirameð boltann framanaf leiknum, en gekk bölvanlega að skapa sér almennileg færi. Á 35. min brun- uðu Fylkismenn upp allan völl og sóknarhrinunni lauk með skoti Antons Jakobssonar. Guð- mundur réttnáðiaðslá knöttinn ihorn. A næstu min var Albert i ákjósanlegu færihinum meginá vellinum. Skot hans laust fór Marteinn Geirsson og félagar hans I Fram mörðu sigur gegn Fylkismönnum i gærkvöldi. Leikið í myrkri Leik Fylkis og Fram i gær- kvöldi lauk ekki fyrr en klukkan var orðin 10.30 og var þá orðið svo dimmt að við iþróttafrétta- menn sáum ekki, tilaö punkta hjá okkur helstu atvikin. Oti á vellin- um hlupu menn stefnulitið i myrkrinu. Að láta leik enda i slikri vitleysu (og myrkri) er hrein móðgun við áhorfendur og leikmenn. Enda fór svo að leik- menn annars liðsins gerðu at- hugasemd við dómara, en hann brast kjark tilþess að flai'ta '^ Ur einu í annað iþrottír [tm íþróttír U umsión:INGóLFUR HANNESSONI ^ c J Undanúrslit Bikarkeppninnar I gærkvöldi: r íþrótti Egils í 400 m. Gengi KR i knattspyrnunni i sumar hefur veriö afleitt, liðið deilir nú botnsætinu með FH-ingumog erekkiannaö sjáanlegt'enað sú veröi einnig niöurstaöan i haust, haldi svo fram sem horfir. Ýmsar tiltektir Steves i liðsuppstillingum sinum i sumar hafa vakiö undrun og reiði margra stuðningsmanna KR-liðsins. Eins hefurskapast vaxandi ólga á milli hans og leikmannanna vegna geðþóttaákvarðana hans, nokkrir leikmenn beinlinis hrökklast á brott. Við starfi Steves hjá KR tekur Guðmundur Pétursson, margreyndur leikmaöur með KR og landsliðinu og einn helsti þjálfari unglingaliða félagsins um árabil. Hann fær erfitt verkefni þvi framundan eru hjá KR-ingunum leikir gegn sterkum mótherjum, Breiðabliki, Fram, Akranesi, Vikingi og Þór. Um Verslunarmannahelgina héldu leikmenn meistaraflokks upp i Borgarfjörö sem þeir efldu baráttuandann og lögöu á ráðin fyrir kom- andi átök. —IngH Heimsmet í stangar- stökki Sovðtmaðurinn Konstantin Volkov setti um helgina siðustu nýtt heimsmet i stangarstökki þegar hann lyfti sér yfir 5.84 m á móti i Sovét. Eldra metið var 5.81 m, en það var i eigu landa Vol- kovs, Poljakov að nafni. Konstantin Volkov, Sovétrikjun- um, setti nýtt heimsmet i stang- arstökki, 5.84 m. Egill Eiðsson, UIA, náði best- um árangri islensku keppend- anna á Norðurlandamóti ung- lingalandsliða, sem fram fór i Finnlandi um helgina siðustu. Hann hljóp 400 m á 48.7 sek og náði þar með lágmarki sem kraf- ist er til þátttöku á Evrópumcist- aramóti unglina. Gott afrek þessa unga og stórefnilega hlaupara. Island og Danmörk sendu sam- eiginlegt liö til keppninnar i Finn- landi, en þaö dugði skammt. Landinn og Danskurinn höfnuöu i neðsta sæti. Sviar uröu sigurveg- arar með 210 stig. Finnar komu skammt á eftir með 199,5 stig. Norðmenn fengu 152,5 stig og lestina rak tsland/Danmörk með aðeins 99 stig. Kristján Haröarson hafnaöi i 5. sæti i langstökki, stökk 7.12 m. Sigurvegarinn stökk 7.36 m. Egill náði einnig 5. sæti i 400 m hlaup- inu. Þar sigraöi Eric Jösjö á 46.66 Bandarikjamenn máttu bita i það súra epli að tapa fyrir Sovét- mönnum i landskeppni i tugþraut með umtalsverðum mun, 36,885 stig gegn 46,740 stiguin. Sovétmaðurinn Nevski náði sek, en hann er einn fremstu spretthlaupara Evrópu. 1 öllum öðrum greinum höfnuðu islensku strákarnir i áttunda og siðasta sætinu. Arangur þeirra varð eftirfarandi: Egiil hljóp 200 m á 22.57 sek. Stefán Þ. Stefáns- son hljóp 110 m grindahlaup á 15.80 sek og 400 m grindahlaup á 57.34 sek. Guðni Tómasson hljóp 100 m á 11.73 sek. Guðmundur Nikulásson stökk 14.15 i þristökki. Magnús Haraldsson hljóp 800 m á 1:57.34 min og 1500 m á 4:12.76 min. Unnar Vilhjálmsson stökk 1.90 m i hástökki. Pétur Guð- mundsson varpaði kúlu 13.82m . Siguröur Magnússon stökk 3.85 m i stangarstökki. Kastararnir Sigurður Einars- son og Guðmundur Karlsson gátu ekki farið á Norðurlandamótið, en þeir hefði vafalitið náð góðum árangri og hresst uppá stigatölu íslands/Danmerkur-liðsins. bestum árangri allra keppenda, hlaut 8170 stig. Landi hans, Akhapkin, varð næstur meö 8057 stig. Fremstur Bandarikjamanna var Jacobs með 7657 stig. Erlendur með á ný Kringlukastarinn Erlendur Valdimarsson, 1R verður meðal keppenda á Meistaramótinu I frjálsum iþróttum, sem hefst i kvöld. Erlendur hefur ekkert keppt i surnar, en hann hefur náð mjög góðum árangri á æfingum uppá siðkastið og verður fróðlegt að fylgjast með honum i keppni. Kringlukastið er á dagskrá á rnorgun. Óskar Jakobsson er hins vegar ekki á meöal keppenda i kringlu- kastinu þannig aö hinn efnilegi kastari úr HSK Vésteinn Hafsteinsson verður þvi heisti keppinautur Erlendar að þessu sinni. IngH — IngH Sovétmenn sigruðu Kana

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.