Þjóðviljinn - 27.08.1981, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 27.08.1981, Qupperneq 11
Fimmtudagur 27. ágúst 1981 ÞJOÐVILJINN — SIÐA 11 iþróttir (3 íþróttir (3 íþróttir [ VERRA GAT ÞAÐ VERIÐ: 3:0 SIGUR DANA Marteinn Geirsson, fyrirliði islenska Iandsliðsins. Vörn islenska landsliðsins haföi i nógu að snúast gegn Dönum I gær, og þrátt fyrir mörkin þrjú, stóð hún sig vel undir stjórn Marteins. Marteinn fær litla hvild, þvi úrslitaleikur Bikarkeppninnar biður hans á sunnudag. 16 þúsund áhorfendur urðu vitni að 3-0 sigri Dana gegn islenska landsliöinu á Idrætsparken i Kaupmannahöfn i gærkvöldi. Má segja að við höfum haldiö andlit- inu og vel það. Leikurinn þótti heldur slakur, og virtust Danir heldur áhuga- lausir. Staðan i hálfieik var 3-0. Eins og viö var aö búast léku strákarnir okkar stifan varnar- leik, og varö ekki mikiö um marktækifæri, þó svo aö Danir hafi skoraö öll sin mörk i fyrri hálfleik. Allan Simonsen var potturinn og pannan i leik Dananna, og þó svo aö hann hafi verið i strangri gæslu tókst honum aö skora tvö mörk á siðustu minútum hálf- leiksins. Aður haföi Lyndkvist skoraö fyrir Danina. Islendingar áttu aöeins eitt marktækifæri i leiknum og kom þaö i siöari hálfleik. Magnús Bergs skaut þá yfir i nokkuð góöu færi. Þó útlitiö hafi veriö dökkt i hálf- leik, gáfust okkar menn ekki upp, og komu i veg fyrir aö Danir skor- uðu fleiri mörk. Danska liöiö var eins og venjulega léttleikandi, enda hafa liösmenn þess sérlega góða boltameðferö, en marktæki- færi þeirra voru ekki i samræmi viö yfirburöi þeirra á vellinum. Okkar menn hafa sennilega farið inn á meö þvi hugarfari aö reyna aö ná jafntefli, eöa a.m.k. aö fá sem allra fæst mörk á sig. Veröur þaö aö teljast á allan máta eölilegt, þvi allir vissu aö Danir eru meö talsvert sterkara liö en viö, auk þess sem þeir voru á heimavelli. Margir höföu taliö aö landsliöiö fengi á sig burst gegn Dönum, en telja verður aö viö höfum sloppið nokkuö vel, og getum viö haft i huga aö Danir unnu sjálfa Itali i vor meö 3:1. Vonandi angra þessi úrslit ekki „anti sportista’’ hér á landi mjög. Þeir heföu eflaust viljaö fleiri dönsk mörk. B Viðar Þorkelsson má ekki leika, þvi hann hefur leikið i bikar- keppni 2. flokks á sumrinu. Að- spurður kvaðst Hólmbert, ekki vera búinn að gefa 1. deildina upp á bátinn, en þar eiga Framarar veika von á sigri. Aö sjálfsögðu ætla Eyjamenn sér ekkert annað en sigur á sunnudaginn, en eftirtaldir 20 leikmenn hafa verið valdir i undirbúning fyrir leikinn: Guð- mundur S. Mariasson, Páll Pálmason, Sigurlás Þorleifsson, Þóröur Hallgrimsson, Helgi Einarsson, Hlynur Stefánsson, Þórhallur Þórhallsson, Guö- mundur Erlingsson, Kári Þor- leifsson, Gústaf Baldvinsson, Ömar Jóhannsson, Viðar Elias- son, Kári Vigfússon, Snorri Rúts- son, Valþór Sigþórsson, Jdhann Georgsson, Ingólfur Ingólfsson, Bergur Agústsson, Sigurjón Kristinsson og Agúst Einarsson. Kjartan Másson er þjálfari IBV. Eyjamenn ætla að koma timan- lega til Reykjavikur með Herjólfi, þannig að ekki ætti að koma til „klassiskrar” frestunar Guðmundur og Magnús dæma ytra Guðmundur Haraldsson mun dæma leik Liverpool og finnsku meistaranna OPS Oulu i Englandi 30. september. Honum til að- stoðar á linunni verða Óli P. Ólsen og Róbert Jónsson. Magnús Pétursson mun dæma leik Valeringen og Legia Varsjá i Osló þann 16. sept. Honum til aö- stoðar verða þeir Þorvarður Björnsson og Sævar Sigurösson. Bikarúrslitaleikur KSÍ á sunnudaginn: Fram og ÍBV leika x / annao anð 1 roð Úrslitaleikurinn f Bikarkeppni KSl fer fram á sunnudaginn kemur á Laugardalsvellinum, og hefst kl. 15.30. Til úrslita ieika Fram og tBV. Er þetta í annað skiptið i'röð scm þessiiiö leika til lírslitaí Bikarnum. í fyrra sigraöi Fram 2-1. Þessi Bikarúrslitaieikur er sá 22. í röðinni. KR hcf ur oftast orðiö Bikarm eistari eða 7 sinnum, Fram og Valur hafa unnið fjórum sinnum hvort félag, Vestmanna- eyingar hafa unnið tvivegis, og ÍBA, ÍA, ÍBK og Vikingur hafa öll unnið Bikarinn einu sinni. Skagamenn hafa oftast leikiö til úrslita, eða 9 sinnum. ,,Þetta verður harður leikur, og hart barist um miðjuna”, sagöi Hólmbert Friðjónsson, þjálfari Fram á blaðamannafundi. „Ég á von á því að Eyjamenn veröi erfiöari en i fyrra, og eins er ég smeykur um aö landsliðsmenn Framara veröi etv. þreyttir eftir leikinn gegn Dönum svo ekki sé minnst á hugsanleg meiðsli”. Hólmbert taldi, að amk. 3 mörk yrðu skoruö i leiknum, og ekki yröi lögö meiri áhersla á varnar- leikinn en gengur og gerist. Trausti Haraldsson einn albesti leikmaöurinn i liöi Fram hefur átt viö smávægileg meiðsli aö striöa, en liklegt er taliö, að hann veröi búinn aö ná sér aö fullu fyrir leik- inn. Heyra mátti á Hólmberti aö hann teldi Ómar Jóhannsson „heilann” i IBV liöinu, en ekki fékkst Hólmbert til að segja hvort Ómar yröi i sérstakri gæslu. Framararmunu tefla fram sömu mönnum i' leikinn og aö undan- förnu. Þó ber þess aö geta, að eins og svo oft þegar Vestmanna- eyingareiga ihlut. Eyjabúarætla aö fjölmenna á leikinn, og verða sérstakar ferðir á sjó og i lofti i tilefni leiksins. Eins og áöur segir, er þetta annaö árið i' röö sem þessi lið leika til úrslita um Bikarinn, og i bæöi skiptin hafa liðin verið meö innlendan þjálfara, og verður slikt að teljast einkar ánægjulegt. Ætti þaö aö vera umhugsunarefni fyrir önnur félög, sem sum hafa alltof oft kastað peningum á glæ meö þvi að ráöa erlenda þjálfara, sem litlum eöa engum árangri hafa skilað. Má i þessu sambandi nefna, að siöan Hólmbert tók við þjálfun Fram 1979, hefur árangur liðsins verið einstaklega góöur. Undirhans stjórn hefur Fram tvi- vegis orðið Bikarmeistari (1979 og 1980) og i fyrra varð Fram i 2. sæti 1. deildar. Hreiðar Jónsson dæmir leikinn, ogóli P. ólsen og Sævar Sigurðs- son verða li'nuverðir. Vestmannaeyingar veröa aö hafa góöar gætur á þessum pilti á sunnudaginn ef ekki á illa aö fara fyrir þeim, þvi fái hann aöleika lausum hala, láta Frammörkin ekki biöa eftir sér. Myndin sýnir Pétur Orm- slev senda knöttinn i netib. Guömundur Haraldsson, dómari. Fjórir í bann A fundi sinum i fyrradag dæmdi Aganefnd KSl fjóra leik- menn i eins leiks bann. Eru það KR-ingarnir Sigurður Péturs- son og Börkur Ingvarsson, Jón Alfreðsson IA, og Sævar Sverrisson Selfossi. Sigurður og Börkur voru komnir með 10 refsistig, en Jón var rekinn af leikvelli gegn Viking. Þessiþrir verða þvi ekki meö ileik KRog 1A þann 3. sept., og veröur skaöi KR-inga að teljast meiri þó svo Jón sé afar traust stoð i liöi Skagamanna. Jón Aifreössyni var vikiö af leikvelli gegn Vlking og fær cins leiks bann.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.