Þjóðviljinn - 09.09.1981, Síða 7

Þjóðviljinn - 09.09.1981, Síða 7
aðarhækkunum með öðrum hætti en áður. Þá hefur á árinu verið i gildi strangt verðlagsaðhald sér- staklega gagnvart opinberum fyrirtækjum. Allt hefur þetta hjálpað til i baráttunni gegn verð- bólgunni. Hitt er jafnljóst að áfram verður að halda, ekki má slaka á. Ýmsir þættir i samfélaginu hafa sloppið við að leggja fram sinn skerf til baráttunnar gegn verð- bólgu. Nú þarf að undirbúa heildaraðgerðir á ný. Fyrir liggur vilji verkalýðssamtakanna þar sem lögð er áhersla á aukinn kaupmátt, fulla atvinnu og minnkandi verðbólgu. Þannig fara markmið rikis- stjórnarinnar og verkalýðshreyf- ingarinnar saman i höfuðdráttum og nú verður að finna leiðir að þessum sameiginlegu mark- miðum. Ég er þess fullviss að til þess er vilji innan verkalýðssam- takanna, meðal stjórnaraðilanna og i rauninni yfirgnæfandi meiri- hluta landsmanna. Að þessu meginverkefni verður nú unnið á næstu mánuðum og þar þurfa allir að leggjast á eina sveif. Verðbólgunni þarf að ná niður enn frekar, kaupmátt launa þarf að tryggja betur en fyrr og áfram veröur aö halda að treysta i sessi það samfélag samhjálpar og jafnréttis sem við kjósum að hafa i landi okkar. Allar þær aðgerðir sem gripið hefur verið til og gripið veröur til þurfa að verða steinar i' þann varnarmúr um lifskjörin, sem minnst var á i upphafi. Við skulum þó gera okkur vel ljóstaðþað sem mestu skiptir um lifskjörin er ekki magn heldur gæði þeirrar þjónustu og þeirra kjara sem við búum við á hverjum tima. Það er til dæmis augljóstað nauðsynlegt er að láta fara fram endurmat á heil- brigðisþjónustunni i landinu til þessað tryggja að hún verði ekki fyrir áföllum á komandi árum þegar stjórnmálasviptingar geta orðið miskunnarlausari en þær eru nú. Lifskjör felast ekki ein- vörðugu i stærri húsum og auk- inni neyslu, i rauninni segir hvor- ugt neitt um innihald eða hollustu þess lifs sem við búum sjálfum okkur og niöjum okkar. Þess vegna er nauðsynlegt að krafan um gæði þjónustunnar og inni- haldsrikara mannlif, menningar- lif og sköpun menningarverð- mæta, verði hafin enn hærra á loft framvegis en verið hefur hér á landi. Hagvextinum eru takmörk sett eins og Magnús Kjartansson benti á og við verðum að laga okkur að þeirri staðreynd. Okkur ber þó vel að gæta þess að ganga ekki i kór með svarta- gallsrausinu sem hástöfum hefur i hótunum um versnandi lifskjör, niðurskurð og hverskonar sam- drátt i félagslegri þjónustu. Vissulega eru ár hins mikla hag- vaxtar eftirstriðsáranna liðin, en þau ár er ekki unnt að lita á sem reglu i sögu mannsins, miklu fremur sem undantekningu. Við þurfum að taka tillit til þessa en megum ekki gefast upp þó gefi á bátinn um sinn. Enn vantar mikið á að afurðum samfélags okkar hafi verið skipt með réttlátum og eðlilegum hætti, enn hirða einka- gróðaöflin myndarlegan skerf af framleiðslu þjóðarinnar, enn eru sóuninni ætlaðir miljarðar, enn vantarmikið á að landsmenn hafi náð þvi þjóðfélagi jafnréttis á öll- um sviðum sem við keppum að og sennilega komumst við aldrei á leiðarenda, þvi jafnan mun manneskjan við dagsbrún sjá ný lönd til þess aö rækta og græða komandi kynslóðum til lifsbóta. Þrjú aðalatriði Alþýðubanda- lagsins Eg er þeirrar skoðunar að það sé eitt megin verkefni samtimans á Islandi að treysta þau kjör sem alþýða manna hefur barist fyrir á umliönum áratugum. Þetta verk- efni hefur Alþýðubandalagiö lagt áherslu á f núverandi rikisstjóm og flokkurinn hefur beitt pólitisku afli sinu til þess að leysa þetta verkefni i nánu samstarfi við verkalýöshreyfinguna. I öllu okk- ar stjórnmálastarfi leggjum við áherslu á þrjú aðalatriði og grunntónn þeirra allra er barátt- an fyrir jafnrétti og fyrir sjálf- stæöi þjóöarinnar. 1. Eg net pegar gert noKKra gretn fyrir hinu fyrsta sem er baráttan fyrir bættum lifskjörum þjóðar- innar, innihaldsrikara lifi sem hefur gæðin til vegs en mælir ekki allt á vogir magnsins, gróðans og neyslukapphlaupsins. I þessum efnum ætla ég aðeins að bæta þvi við að jafnréttiskrafan er megin- mál á þessu sviði og jafnrétti verður ekki náð, heldur ekki i launamálum, nema þeir sem meira hafa gefi eitthvað eftir af sinum hlut. Það er útilokað að ná launajöfnuði með þvi að hækka laun allra jafnt hlutfallslega. Vissulega skyggir sérhyggjan á i þessu efni, en hér er komið að grundvallaratriði sem engin leið er að sniðganga og það er barna- skapur eða loddaraháttur af gróf- asta tagi ef menn ætla að færa öllum allt eins og takmarkalaust sé til skiptanna. 2. Annað meginverkefni Alþýðu- bandalagsins i stjórnmálabarátt- unni tel ég vera eflingu innlendra atvinnuvega. Það verkefni verður ekki leyst með sifelldum metingi milli atvinnugreina eða látlausu möðuharöindavæli einstakra at- vinnurekenda. Hér er um aö ræöa verkefni sem öll þjóðin hefur full- an skilning á. Þar ber okkur fremst að leggja áherslu á að nýta auðlindir okkar sjálfra skyn- samlega á félagslegum forsend- um þar sem við gætum þess að ganga ekki á lifrænar auðlindir okkar. Nú er i undirbúningi mikið átak i raforkumálum lands- manna sem byggist á þvi að orkan verði enn frekar en nú er þáttur i lifskjaragrundvelli lands- manna. Orkumálin eru einnig sjálfstæðismál og þess vegna hefur rikisstjórnin undir forystu núverandi iðnaðarráðherra sett sér það markmið að standa þannig að orkumálum að orku- reikningur okkar verði sléttur um aldamót gagnvart útlöndum. þannig að Islendingar verði sjálf- stæöir i orkumálum. 3. Þriðji þátturinn sem ég ætla að nefna hér eru utanrikismálin. Meginþungi þeirrar umræðu snýst nú um það með hvaða hætti er unnt að bægja þeirri vá frá dyrum sem birtist i stórfelldum vigbúnaði stórveldanna, nev- trónusprengjunni og aukinni áherslu Bandarikjamanna á það að tengja Islendinga inn i kjarn- orkuvigbúnaðarnet sitt, ekki að- eins til varnar heldur einnig til árása. Yfirgnæfandi meirihluti landsmanna ersammála nauðsyn þess að við leggjum lóð á vogar- skálar friðar en ekki striðsundir- búnings, aðeins örlitill ofstækis- fullur minnihlutahópur hefur tekið undir með striðsæsinga- mönnunum. Það er brýnt að meirihluti landsmanna láti i sér heyra áður en það verður of seint. I þessum efnum er það aðalat- riðið hvort við viljum búa þjóð- inni lifvænleg skilyrði með stefnu okkar i utanrikismálum, eða hvort við viljum fórna lifi hennar i þágu striðsæsingamannanna. Þeir sem kjósa lifið fremur en sprengjuna þurfa að láta i sér heyra. Þeir eru yfirgnæfandi að meirihluta meðal landsmanna hvernig svo sem þeir hafa skipað sér I fylkingu i utanrikismálum áður Góðir fundarmenn, Ég læt nú máli minu senn lokið. Eg minni að siðustu á aðalatriði máls mína: I okkar samfélagi og heimi takast á andstæður fjár- magns og félagslegra sjónar- miða. Stjórnmálastarf snýst um þessar andstæður. Á Islandi birt- ast þessar andstæður i leiftur- sóknarliði Sjálfstæðisflokksins annars vegar og Alþýðubanda- laginu hins vegar. Framundan eru sveitarstjórnarkosningar og Alþýðubandalagsmenn um land allt eru nú ótrauöir að undirbúa sig fyrir þær. Það er framundan erfið kosningabarátta, en einnig I þeim kosningum takast á þessi sömu grundvallarsjónarmið sem ég hef farið yfir. Viö höfum orðið þess vör að viðhorf okkar eiga vaxandi stuðningi að mæta enda er Alþýðubandalagið nú eina aflið sem af ábyrgö og raunsæi hefur þrek til þess að standast árásum afturhaldsaflanna snúning. Miðvikudagur 9. september 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 1 /; \ \ ■ -Jf im # | ■ J Kennarinn er greinilega merkileg persóna f augum barnanna, enda skin alvaran úr svip þeirra. Fyrsti skóladagurinn Það er stór stund í lífi lítillar manneskju þegar fyrsti skóladagurinn rennur upp. Eflaust minnast flestir þeirrar stundar alla ævi, hvort sem um er að ræða litla kennslustofu í gömlum skóla úti á landi, eða glæstar skólabyggingar höfuðborgarinnar. Skóla- gangan mótar okkur öll á einn eða annan hátt og leggur hornstein að þeirri framtíð sem býður hand- an við hornið. Á fyrsta skóladegi vetrarins slæddumst viö Gunnar ljós- myndari inn i Laugarnesskól- ann, sem reyndar er einn af þessum gömlu virðulegu á mörgum hæðum, fullur af lista- verkum, stigum og stórum gangi. Þar inni virtist fátt um manninn, en þegar betur var að gáð reyndust 7 ára börn vera inni i nokkrum skólastofum á fundi með kennara sinum og foreldrum. Við fengum góðfús- lega leyfi til að smella nokkrum myndum af eftirvæntingar fullum nemendum, sem höfðu eitt og annað að segja um það sem þau áttu i fórum sinum af nauðsynlegu skóladóti. Einn strákurinn flutti örstutta ræðu, um að hann ætti allt sem til þyrfti, frá skólatösku til lita og hampaði um leið myndarlegri skólatösku. Mæöurnar (engir pabbar voru með börnunum i þessum bekk) stóðu meðfram veggjunum og einstaka yngra systkini fylgdist forvitiö með barnaskaranum. En erindið var reyndar ekki aö fylgjast með þessari fyrstu stund, heldur bara að taka myndir. Frammi á ganginum hittum við nokkrar 11 ára stelpur sem stilltu sér upp. Gunnar smellti Elln Björg, Birgitta Kristfn og Guðrún stilltu sér upp i ganginum i Laugarnesskólanum. Fyrsti skóladagurinn var á enda og þær stöllur á heimleið. nokkrum myndum af ganginum stóra sem prýddur er mál- verkum, sem sæma mundu hvar i stofu sem væri. Náttúrufræðin er heldur ekki fjarri, þvi i gler- skápum getur að lita uppstopp- aða fugla og fleiri dýr, jafnvel litinn rebba sem horfir döprum augum eitthvert út i fjarskan. — ká Þau eru 7 ára og vita hvað þaðerað vera I skóla, þvi þeirra skólaganga byrjaði i fyrra. Ljósm. gel

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.