Þjóðviljinn - 09.09.1981, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 09.09.1981, Qupperneq 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 9. september 1981 ÚTBOÐ HH ^ >V> A MM Tilboð óskast i stálþil og fylgihluti (ca 650 tonn af stáli) fyrir Reykjavikurhöfn. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri að Frikirkjuvegi 3. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðju- daginn 20. október kl. 11 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Sirni 25800 Fóstra óskast á dagheimilið Sunnuborg til afleysinga i nokkra mánuði frá 1. október n.k. Einnig óskast aðstoðarfólk i eldhús. Upplýsingar hjá forstöðumanni i sima 36385. Sendlll óskast Utanrikisráðuneytið óskar að ráða pilt eða stúlku til sendiferða hálfan daginn, fyrir hádegi, i vetur. Möguleikar á fullu starfi i skólaleyfum og næsta sumar. Nánari upplýsingar veittar i afgreiðslu ráðuneytisins. Utanrikisráðuneytið. Auglýslng Tilkynning til ibúa á Akranesi: Vegna gerlamengunar i vatnsbóli Akur- nesinga, er fólki ráðlagt að sjóða allt neysluvatn fyrst um sinn. Heilbrigðisnefnd Akraness. Heilbrigðiseftirlit ríkisins. Byggingarverkfræðingur eða tæknifræðingur óskast Rafmagnsveitur rikisins óska eftir að ráða byggingarverkfræðing eðabyggingar- tæknifræðing til starfa vegna linubygg- inga. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf berist fyrir 20. september n.k. Rafmagnsveitur rikisins Laugavegi 118, 105 Reykjavik. Blikkiðjan Asgarði 7. Garðabæ önnumst þakrennusmiði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmlði. Gerum föst verðtilboö SÍMI53468 I I í Norræna hiisinu. Ljosm. —gel. Stéttarsamband bænda: Stjómarkjör A nýafstöönum aöalfundi Stéttarsambands bænda fór fram kosning á mönnum i stjörn sam- bandsins til næstu tveggja ára. Fer kosning fram meö þeim hætti, aö hvert kjördæmi stillir upp fjórum mönnum, sem fund- urinn kýs siöan um, en hverju kjördæmi ber maöur f stjórnina. Aöalmenn til næstu tveggja ára voru kjörnir: Úr Reykjaneskjördæmi: Gisli Andrésson, bóndi á Hálsi meö 26 atkv.. Vesturlandskjördæmi: Magniis Sigurösson, bóndi, Gils- bakka.með 45 atkv.. Vestfjarða- kjördæmi: Guðmundur Ingi Kristjánsson, bóndi á Kirkjubóli, 37 atkv.. Norövesturlandskjör- dæmi: Þórarinn Þorvaldsson, bóndi á Þóroddsstöðum, 33 atkv.. Noröausturlandskjördæmi: Ingi Tryggvason, bóndi á Kárhóli, 33 atkv.. Austurlandskjördæmi, Þorsteinn Geirsson, bóndi á Reyðará, 36 atkv.. Suðurlands- kjördæmi: Böövar Pálsson, bóndi á BúrfelÚ, 41 atkv.. Magniís á Gilsbakka kom inn i stjórnina fyrri Gunnar Guðbjartsson og hlaut öllatkv. utan eitt. Hinir allir voru endurkjörnir. Varamenn i stjórnina voru kjörnir: Jdn M. Guðmundsson, bóndi á Reykjum 1 Mosfells- sveit, 42 atkv.. Sigurður Þórólfs- son, bóndi i Innri-Fagradal, með 25 atkv.. Jónas R. Jónsson, bóndi á Melum, 21 atkv.. Kristdfer Kristjánsson, bóndi i Köldukinn, 16 atkv.. Grimur Jónsson, bóndi i Ærlækjarseli, 31 atkv.. Sveinn, Guðmundsson, bóndi á Sellandi, 30 atkv.. Einar Þorsteinsson, bóndi og ráðunautur i Sólheima- hjáleigu, 19 atkv.. Kristófer i Köldukinn og Jón Guðmundsson, bóndi á Oslandi I Skagaíirði, urðu jafnir að atkv., 16 hvor. Var dreg- ið á milli þeirra og kom upp hlut- ur Kristófers. Endurskoðendur reikninga Stéttarsambandsins voru endur- kjörnir þeir Július Jónsson, bóndi Norðurhjáleigu, og Sigsteinn Pálsson, bóndi á Blikastöðum. Varamaður þeirra er Guðmundur Stefánsson, bóndi i Hraungerði. —mhg Skólastjórnendur þinga: Ræða um aðstöðu og búnað í gruimskólum Helgina 12. og 13. september nk. verður haldið þing Félags skólastjóra og yfirkennara á grunnsktílastigi. Þingið verður haldiö á Hótel Sögu. A þinginu verða tvö aðalmál tekin til meðferðar. 1 fyrsta lagi verður f jallað um notkun mynd- segulbanda í kennslu og um það efni mun Karl J. Jeppesen deildarstjóri halda erindi. Þá verður fjallað um niðurstöður könnunar á búnaði og aðstöðu i grunnskólum landsins, sem gerö var sl. vetur. 1 úrvinnslu er gerður samanburður á búnaði og aðstöðu i fræösluumdæmunum og i mismunandi skólagerðum. 1 könnuninni kemur fram að búnaöur og aðstaða er mjög breytileg og sýnir vel aðstöðumun nemenda og kennara til starfa milli skóla og landshluta. A þinginu verður tekin ákvörð- unum hvemig vinna megiskýrsl- una nánar og hvernig niöurstöður hennar verða notaðar. A sunnu- deginum 13. september verður siðan haldinn aðalfundur félags- ins. Breyting á leiðum Strætisvagna Kópavogs SU breyting var gerö 5. sept. sl. á leiðakerfi Strætisvagna Kópa- vogs aðeftirkl. 19eru leiðir 21 og 22 sameinaðar, þannig að vagn- inn ekur frá skiptistöð venjulega Vesturbæjarleið, en við Skelja- brekku ekur hann Nýbýlaveg I TUnbrekku og lýkur leið 22 á skiptistöð. Sérstaka timatöflu og kort yfir kvöld- og helgaráætlun er hægt aö fá bæði i vögnunum og skiptistöðinni. Nýj ar bækur Tvær nýjar bækur eru komnar Ut hjá Iðunni. Er önnur kennslu- bók f tölvufræðum og heitir For- ritunarmálið Basic. Halla Björg Baldursdóttir tók hana saman. Bókin skiptist i tiu aðalkafia þar sem fjallað er um almenn atriði tölvufræðinnar, forritunarmálið og skráarvinnslu o.fI.< Bókin er um 140 blaðsíður, fjölrituð. Hin bókin heitir Dómar Ur stjórnskipunarrétti og er eftir Gunnar G. Schram. 1 bókinni er ágrip flestra dóma Landsyfir- réttar og Hæstaréttar, er varða stjórnarskrána. Agripin eru 387 talsins en elsti dtímurinn er frá árinu 1877 en þeir yngstu frá 1980. Þá eru i lok bókarinnar skrár um dóma og lög sem vitnað er til. Bókin er 196 bls. að stærð.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.