Þjóðviljinn - 18.09.1981, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 18.09.1981, Blaðsíða 2
r' 2 SÍÐA — l>JÓÐVILJINN Föstudagur 18. september 1981 KÆRLEIKSHEIMILIÐ viðtalið Mamma segir að maturinn verði tilbúinn eftir 20 mínútur ef ég hjálpa henni, 10 mínútur ef ég geri það ekki! Ekki er ráft nema í tima sé tekið! VEÐRASKIL Eftirfarandi kvæði um haustkomuna hefur Gunnar Sverris- son sent okkur: Brátt láta haustveður ei að sér hæða vel er það, best að vera á veröi gegn þvi borgara biðjum vel sig að klæða þvi mörg geta á himni tviátta ský. Þrátt láta haustveður ei að sér hæða laufvindar gnauða um strætiogsund, þá keppast kaupmenn að græða og græða og algleymis kaupæði rikir um stund. Kvikmyndaáhuginn er ekki bundinn við aldur... Ljósm. —gel — Rætt við Skúla Thors Thoroddsen: Frá stúdentum til verkafólks Fráfarandi framkvæmda- stjóri Féiagsstofnunar stddenta Skúli Thoroddsen lögfræðingur hefur nd verið ráðinn starfs- maður verkamannafélagsins Dagsbrúnar. Við náðum fali af Skdla þarsem hann var að munda sig til að starfa fyrir Dagsbrún. — Af hverju hættirðu hjá Félagsstofnun Stúdenta? — Þegar að ný stjórn var kosin hjá Félagsstofnun stdd- enta sagði ég starfi minu lausu frá og með 1. ágdst sl. Það gerði ég til þess að gefa þeirri stjórn tækifæri til að ráða sér fram- kvæmdastjóra sem hún gæti treyst. — Lék vafamál á stuðningi stjórnar Félagsstofnunar á þér sem framkvæmdastjóra? — Vægastsagt. 1 málflutningi núverandi meirihlutaaöilja Stúdentaráös, sem kýs meiri- hluta stjómar Félagsstofnunar hafði ég og starfsmenn undir minni stjórn, verið sakaður um ólögmætt atferli við stjórnun - stofnunarinnar. Fullyrt var að nauðsyn bæri til þess að rann- saka rekstur stofnunarinnar með tilliti til óreiðu, sem þar Skúli Thoroddsen. átti að vera. Þessi var málflutn- ingur hægri manna f kosningum til Stúdentaráðs sl. vor. Þeir hlutu sigur i kosningunum, máske út á þennan málflutning. Meint óreiða var ekki meira en svo, aö ég var beöinn um að gegna störfum áfram. Frá og með kosningasigri hægri m anna hefur ekki verið minnst einu orði á óreiðuna, sem von er. Þvert á móti er nú ljóst að rekstur Félagsstofnunar hefur aldrei staöið betur en nú. Enda var stuðningur allrar stjórnar Félagsstofnunar fyrir þvi að ég yrði áfram framkvæmdastjóri til áramóta. — En verður framkvæmda- stjóri ekkiað hafa til þess starfs stuðning meirihluta Stddenta- ráðs? — Auðvitað var ég ráðinn - framkvæmdastjóri með stuðn- ingi vinstri-meirihlutans I Stúdentaráði á sinum tima, 1978. Þá var stofnunin nánast greiðsluþrota eftir svik rikis- stjórnar Geirs Hallgrimssonar við gefin fyrirheit um uppbygg- ingu Félagsstofnunar. Þessu dæmi hefur nd verið snúið við, svo ég má vel við una þegar ég læt nú af störfum. — Þykir þér þá ekki sárt að fara frá Félagsstofnun? — Ég kem til með að sakna starfsfóks stofnunarinnar og samvinnunnar við það. En það kom í ljós, að hægri menn gátu ekki unað þvi til lengdar að ég yrði áfram framkvæmdastjóri, enda hafa þeir þurft að kyngja öllumstóru orðunumum mig og mina starfshætti á þessum tima. Ég sá mér ekki annað fært en að láta uppsögn mina frá i vortaka gildi. Ég dreg lika stór- lega i' efa að hægri menn geti leyst á félagslegan hátt úr vandamálum sem að náms- mönnum steðja og stofnuninni er ætlað að inna af hendi. Auðvitað vonast ég til að vinstri menn beri gæfu til að vinna meirihlutann i Stúdentaráði fljótlega aftur og stofnunin blómgist áfram. — Hvað með nýja starfið? — Málefni verkafólks og verkalýðshreyfingarinnar hafa löngum verið sérstök áhugamál min og ég fagna þvi að fá tæki- færi til að nota þekkingu mina i þágu verkalýðshreyfingar- innar. Dagsbrún hefur verið brjóstvöm islensks verkalýðs frá upphafi verkalýðshreyfing- arinnar — það er mér þvi sér- stakt ánægjuefni að fá að verða þar að einhverju liði. Ég vona að svo verði. -Og Það er ekki oft sem maður rekst á tvibura hinum megin við afgreiðsluborðið I verslun. Þær Ragnheið- ur og Stefania óladætur, vinna þó saman við afgreiðslu I söluturninum Slðumúla 8, og likar það vel. Þær eru 18M. I Alftamýrarskóla og afla sér tekna I vetur með þessum hætti. — Ljósm.: — gel — Feður okkar siógust með hnú- um oghnefum, en okkar kynslóð nágranna slæst með golfkylfum. Börnin okkar munu kyrkja hvert annað með myndsegul- böndum. < Q O Ph Blöðin skrifa meira og meira um loftmengun. Blöðin'. Þau Ijúga nú helmingnum af þvf sem þau skrifa! © Bvlls Auk þessþegja þau um helminginn af þvi sem gerist! Sem sé: Blöðin eru ekki til!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.