Þjóðviljinn - 18.09.1981, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 18.09.1981, Blaðsíða 5
Föstudagur 18. september 1981 ÞJÖDVILJINN — StÐA 5 Almenningsálitiö skiptir miklu máli, sagöi Alva Myrdal. Sömu helgi og hún kynnti bók sína fóru 30—50 þúsundir manna í mótmælaaðgeröir I Vestur-Berlin gegn Haig utanrikisráöherra og vopnaskaki hans, og 3000 manns „hjóluðu i þágu friöar” til aö mótmæla heræfingum Nató I Danmörku. Myndin er af aögeröunum i Danmörku. Ný bók um afvopnun eftir Ölvu Myrdal: Evrópa er skotskífa risaveldanna tveggja Okkur liggur á. Við verðum að gripa til okk- ar ráða áður en það er of seint. Þjóðir Evrópu verða að taka málin i sinar hendur og koma kjamorkuvopnum burt af landi sfnu. Svo fórust orö ölvu Myrdal á blaðam annafundi i Stokkhólmi þegar hún kynnti siðustu bók sina, „Evrópu án kjarnavopna?”, sem kemur samtimis út á sænsku og ensku. Verið er aö þýða bókina á þýsku og japönsku. Alva Myrdal er einhver helsti sérfræðingur Svíþjóðar í afvopn- unarmálum og var lengi fulltrúi Svia við afvopnunarviðræður i Gaif. Hún hefur gagnrýnt harð- lega risaveldin bæði fyrir aö koma málum þannig fyrir ef i hart fer á milli þeirra að Evrópa verður vigvöllur átaka þeirra. Þá gagnrýni itrekaði hún þegar hún kynnti bók sina. Síðustu forvöð Þegar Alva Myrdal talar um siðustu forvöð á hún við þau áform um að koma nýjum banda- riskum kjarnorkuvopnakerfum fyrir í Evrópu nálægt áramótum 1982—1983. Þvi' liggur mjög á þvi, segir hún, að þjóðir Evrópu og stjórnir færi umræðu um þessi mál sem mest niður á jörðina og hafi ákveðið frumkvæði um að rjúfa vitfirringarkapphlaup risa- veldanna i vigbúnaði — einkum þeim vi'gbúnaði sem þau koma upp á kostnaö Evrópurikja. Áætlun 1 lok bókar sinnar leggur Alva Myrdal fram hugmyndir um það hvernig Evrópuriki gætu unnið gegn þeim háska að tortimast i' ó- friöi milli risanna. Þau ríki sem eru nú þegar utan hernaðarbandalaga og án kjarn- orkuvopna eiga að ganga á und- an, segir hún „og vera reiðubúin til að semja nú þegar um að fá stöðu sina viðurkennda opinber- lega”. Hérerum aðræða riki eins og Sviþjóð, Finnland, Sviss, Aust- urríki og Júgóslaviu. I öðru lagi eiga nokkur riki „sem eru næstum þvi laus við kjarnorkuvopn” að gripa til svip- aðra aðgerða — t.d. Holland, Belgía og Luxemburg. 1 þriðja lagi þurfa aðrir með- limir i báðum hemaðarblökkun- um að hefja viðræður við risa- veldin til að „koma þvi á hreint hvernig unnt er að koma þvi' til leiðar að þau komist undan hverskyns samstarfi um kjarn- orkuvigbúnað jafnvel við þær að- stæður að hætta væri á styrjöld”. Norðurlönd? Það er með öðrum orðum ekki kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum einum bundið i sérstakan samning, sem Alva Myrdal hefur i huga fyrst og fremst. Um leiö slær hún þvi þó föstu, að „það ætti ekki að vera óraunsætt að hugsa sér að Norðurlönd gætu haft förgöngu”. Enda séu Noröurlönd ekki i eins viðkvæmum hluta heims og Mið- Evrópa. A hinn bóginn bendir hún á það, að Norðurlönd liggja á hættu- svæði á nyrsta væng Evrópu og einmitt þessvegna gæti það verið mjög fróðlegt að láta á það reyna hvaö , er hægt að íá risa- veldin langt tii undanhalds eða afsláttar. Skilmálar Að þvi er varðar tryggingar fyrir kjarnorkuvopnalausum svæðum vill Alva Myrdalhelst að kjarnorkuveldin sjálf i samein- ingu geri tillögur um hvernig þeim geti verið háttað. Alva Myrdal er ekki á þeirri skoðun að það sé ekki hægt að losa Evrópu við kjarnorkuvig- búnað án þess að leysa upp hernaðarbandalögin. Hún er einnig andvig þeirri kröfu, sem Ola Ullsten utanrikisráðherra Svia hefur borið fram, um að það veröi að tengja spurninguna um kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum við það, að Sovét- rikin dragi úr kjarnorkuvig- búnaði á Kólaskaga og við Eystrasalt. Hún telur að slikir „skilmálar” séu óraunsæir og ónauðsynlegir. Vegna þess að risaveldin geta alltaf náð til þeirra skotmarka sem þau vilja á Norðurlöndum, ef um það er að ræða — frá öllum þeim mörgu stööum þar sem þau hafa komið fyrir skammdrægum, meðaldrægum og langdrægum eldfiaugum. Eöa eins og breskur aðmiráll komst að orði: það er hægt að skjóta niður skip á stuttu færi jafnt með skammdrægum fall- byssum og langdrægum... byggt á DN. — áb S Kommúnistaflokkur Italíu: Stefna Berlinguers gagnvart sósíalistum — studd af miðstjóm Flókin staða Berlinguer og hans menn, eða um það bil þrir fjórðu mið- stjórnarmanna, féllust ekki á þessa stefnu. Sósialistar sitja nú i rikisstjórn með Kristilegum demókrötum og þrem smáum miðjuflokkúm, og Berlinguer vill ekki fórna sérstöðu Komrr.únista- flokksinsfyrireinskonar stuðning við Sósialista i stjórn, sem ekki aðeins útilokar kommúnista heldur veitir þeim ekki einu sinni áhrif á vissar stjórnaraðgerðir, sem þeir höfðu um tima eftir Foringjar PCI og PSI. Berlinguer og Bettino Craci. Formaður PCI, Kommúnista- flokks ftaliu, Enrico Berlinguer, virðist hafa unnið sigur I tog- streitu innan flokksins, sem m.a. snýst um afstöðuna til PSI, Sósíalistaflokks ttaliu. A siðasta flokksstjórnarfundi PCI kom til ágreinings milli Berlinguers og hans stuðnings- manna og Giorgio Napolitano, sem hefur mikið látið að sér kveða i alþjóðlegum samskiptum flokksins. Ekki sist hefur hann efnt til viðræðna og annarra sam- skipta við sósialdemókratska flokka á Norðurlöndum. Napolitano mælti með þvi' á flokksstjórnarfundinum, að tengja KommUnistaflokkinn sem rækilegast við Sósialistaflokkinn og tók þá nokkuð miö af þvi sem gerst hefur i Frakklandi. Þar er að visu óliku saman að jafna, þvi á Italiu er það Kommúnista- flokkurinn sem er meira en helm- ingi öfhigri en Sósialistaflokkur- inn — auk þess sem til er litill hægrikrataflokkur. kosningasigurinn mikla 1976. Berlinguer og hans menn segja, að nánarisamskiptivið Sósialista núséu marklaus, meðan þeir ekki hafi uppi nein áform um nauðsyn- legar umbætur i itölsku samfélagi og hafi i raun ekki önnur áhuga- mál en vissa praktisk viðfangs- efni i samstarfi við Kristilega demókrata. Sósialistaflokkurinn hefur um alllangt skeið verið i þeirri sér- kennilegu stöðu að vinna með Kristilegum i stjórn landsins en kommúnistum í stjórnum borga og héraða og í verkalýðshreyfing- unni. Þeir hafa fyrir sitt leyti verið nokkuð reikuliri afstöðu til kommúnista eftir þvi hvernig ýmsum örmun innan flokksins vegnar — en þeir hafa þó bersýni- lega verið smeykir við að sam- starf tækist milli hinna tveggja stóru flokka landsins, kommúnista og kristilegra, af ótta við að þeir sjálfir kremdust á mUli risanna tveggja. áb. Biðraðir mynduðust i Moskvu þegar menn hömstruðu ódýrt bensin fyrir hækkun Verðhækkanir í Sovétríkjunum Sovéks yfirvöld hafa orðið að láta undan síga i hefðbundinni viðleitni sinni við að lýsa Sovét- rikin land án verðbólgu. A mánu- dag var tilkynnt um meiriháttar hækkanirá bensini, tóbaki, áfengi og ýmsum öðru — skinnavörum, postulíni og flciri vörum. Verðhækkanimar nema yfir- leitt 12—37% og áttu að ganga i gildi daginn eftir. Gúsjkof, yfir- maður verölagsnefndar, bar samtimis til baka orðróm um að hækkanir á helstu matvælum væru yfirvofandi. En slíkur orð- rómur er ma. tengdur þvi, að kornuppskera veröur meö lakara móti í ár og flokksmenn hafa að undanfórnu fengið strangan lest- ur um nýtni og aðgæslu i meöferð matvæla. Gúsjkof boðaöi nokkrar verð- lækkanir i staðinn fyrir fyrr- nefndar hækkanir (á ýmsum vefnaðarvörum og heimilistækj- um t.d.) Hitt er svo ljóst að verð- hækkun á vodka, sigarettum og bensini mun seilast mun meir niður i vasa almennings en svar- ar til verðlækkanna. Mest er verðhækkun á bensini, sem nem- ur um 100%. Fréttir um fyrirhugaðar verð- hækkanir höfðu siast út, segir fréttaritari Information i Moskvu, og mikið var hamstrað af bensini og áfengi. Verðlagspólitik Af opinberri háifu er þvi gjarna naldið fram, aö verðlag hafi litt sem ekki hækkaö i Sovétrikjunum sl. 15—20 ár og hafi rauntekjur aukist um helming á sama tima — en meðaUaun erunú 160rúblur á mánuði. Þetta er að sönnu nokkuð málum blandið. Ýmsar verulegar verðhækkanir hafa orðið á undanförnum árum, t.d. á sterkum drykkjum, kaffi, sætind- um ofl. Ennfremur hefur verölag þokast upp á við með þvimóti, að hætter að framleiöa tiltekna vöru og byrjaö á að senda á markað aðra dýrari, sem gegnir sama hlutverki. Verðbreytingar geta blátt áfram verið viðbrögð við fram- boði og eftirspurn: það er vist að peningar í umferð eru mikiu meiri en vöruframboðið og fylgir því „dulin verðbólga” I formi svartamarkaðsbrasks með þær vörur sem erfitt er að fá. Verð- hækkanir á sterkum drykkjum geta svo þar fyrir utan verið lota i glimunni við áfengisbölið, sem sovéskt samfélag á við að gUma i rikum mælieins ogsvo mörgönn- ur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.