Þjóðviljinn - 18.09.1981, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 18.09.1981, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 18. september 1981 Félagsmálastoinun Akureyrar Fóstrur Félagsmálastofnun Akureyrar óskar að ráða fóstrur til starfa nú þegar til starfa á deild og við forstöðu. Húsnæði verður út- vegað ef þarf. Upplýsingar veitir dag- vistarfulltrúi i sima 96-25880. Félagsmálastjóri. Frá Tónlistarskóla Kópavogs Skólinn verður settur laugardaginn 19. sept. kl. 11 i Kópavogskirkju. Skólastjóri. Sálfræðingar - félagsráðgjafar Okkur vantar sálfræðing — forstöðumann — ráðgjafarþjónustu skóla á Norðurlandi vestra. Einnig vantar félagsráðgjafa sem starfs- mann á deildina sem allra fyrst. Mjög góð vinnuskilyrði og gott húsnæði á staðnum. Umsóknir sendist: Fræðsluskrifstofu Norðurlands vestra, Kvennaskólanum 540 Blönduós. Fræðslustjóri. Aðalfundur Islandsdeildar Norræna sumarháskólans verður haldinn mánudaginn 21. sept. kl. 20.30 i Sóknarsal, Freyjugötu 27. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Blaðbera vantar strax! Bergstaðastræti — Smáragata Afleysingar i miðborg. pjóDvium HH FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR V'ISTl’N BAKNA, FORNHAGA 8 SIMI 27277 Starf forstöðumanns Grænuborgar er laust til umsóknar. Fóstrumenntun áskilin. Laun skv. kjarasamningi borgarstarfs- manna. Umsóknarfrestur er til 4. október. Umsóknir sendist til skrifstofu Dagvist- unar, Fornhaga 8, en þar eru veittar nán- ari upplýsingar. III MT ÚTBOÐ 1*1 *N *VN ^N .'N*'. <*S 1|> Tilboð óskast i 40 MVA spenni fyrir aðveitustöð 5 fyrir Rafmagnsveitu Reykjavikur. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri. Frikirkjuvegi 3. Tilboðin verða opnuð á sama stað mið- vikudaginn 4. nóvember kl. 11 f.h. IIMNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800 Hvenær er réttað? Fyrir skömmu birtist hér i blaðinu yfirlit um það, hvenær réttað yrði i nokkrum réttum á landinu nú i haust. Náði sií skrá til og með 19. sept. Hér kemur við- bót. Fossvallarrétt við Lækjarbotna, sunnudagur 20. sept. Gillastaðarétt i Laxárdal Dal, sama dag. Kaldárrétt við Hafnarfjörð, sama dag. Kirkjufellsrétt i Haukadal, Dal, sama dag. Tungurétt i Svarfaðardal, sama dag. Skrapatungurétt i Vindhælis- hreppi, sama dag. Fellsendarétt i Miðdölum, Dal., mánudaginn 21. sept. Gjábakkarétt i Þingvallasveit, sama dag. Hafravatnsrétt i Mosfellssveit, sama dag. HUsmúlarétt við Kolviðarhól, sama dag. Nesjavallarétt i Grafningi, sama dag. Reynisstaðarrétt i Skagafirði, sama dag. Silfrastaðarétt í Skagafirði, sama dag. Þingvallarétt i Þingvallasveit, sama dag. Þórkötlustaðarétt við Grindavik, sama dag. Amarhólsrétt i Helgafellssveit, þriðjud. 22. sept. Kjósarrétt i Kjós, sama dag. Kollaf jarðarrétt á Kjalarnesi, sama dag. Laugarvatnsrétt i Laugardal, sama dag. Klausturhólarétt i Grimsnesi, miðvikúdaginn 23. sept. Langholtsrétt i Miklaholtshreppi, sama dag. Selflatarétt i Grafningi, sama dag. Selvogsrétt i Selvogi, sama dag. Skaptártúngurétt i Skaptártungu, sama dag. Svarthamarsrétt á Hvalfjarðar- strönd, sama dag. Vatnsleysustrandarrétt á Vatns- leysuströnd, sama dag. öÍFusrétt i' ölfusi, fimmtudaginn 24. sept. ölkeldurétt i Staðarsveit, sama dag. Landrétt i Landmannahr. Rang., föstudagur 25. sept. Reyðarvatnsrétt i Rangárvalla- hr. sama dag. Stóðréttir: Undirfellsrétt i Vatnsdal, laugar- d. 26. sept. Viðidalstungurétt i Víðidal, laugard. 26. sept. Auðkúlurétt i Svinadal, sunnu-- dagur 27. sept. Laufskálarétt i Hjaltadal, Skag. sunnud. 4. okt. —mhg Fyrirlestur um tölvur Dr. Shalom Tsur, tölvufræð- ingur frá Bell Laboratories heldur i dag gestafyrirlestur er hann nefnir „DSIS-A Database System with rinterrelational Semantics”. Dr. Tsur er kunnur fyrir rannsóknir sinar á stjóm- kerfum tölva og gagnasafns- kerfum. Fyrirlesturinn fjallar i stuttu máli um nýtt fjölnotenda gagna- safnkerfi, sem er á tilraunastigi i Bell Labratories. Hann verður haldinn f stofu 158 i húsi Verk- fræði- og raunvisindadeildar og hefst kl. 13.öIIum er heimill aðgangur. Ströndín blá í skólaútgáfu Námsgagnastofnun hefur gefið út i skólaútgáfu skáidsögu eftir Kristmann Guðmundsson, Ströndin blá. Erlendur Jónsson hafði umsjón með útgáfunni, skrifar formála, semur verkefni eða ihugunarefni með hverjum kafla sem og orðaskýringar. Ströndin blá kom fyrst út i islenskri þýðingu höfundar árið 1940, en hann var þá fluttur heim frá Noregi. Skömmu siðar las Kristmann söguna i útvarp og naut hún vinsælda. Annar áfangi tekinn í notkun Síðastliðinn föstudag var annar áfangi hitaveitunnar á Hólum i Iljaltadal tekinn i notkun. Hefur Hólastaður þar með verið tengdur hitaveitunni og verður vatnið leitt i hús þar jafnskjótt og gcngið hefur verið frá þvi, sem gera þarf þar innan veggja. Að sögn Gisla Pálssonar, bónda að Hofi i Vatnsdal, en hann er st jórnarformaður Hitaveitu Hjaltadals, verða nú einnig fjögur bændabýli tengd hitaveitunni: Hrafnhóll, Hlið og Hof I og II. Áður höfðu Reykir fengið heita vatnið. Búið er og að leiða vatnið að barnaskólahúsinu. Alls verða það 13 byggingar, sem nú tengjast hitaveitunni. Gisli kvað vatnið yfirdrifið. Er það 58 gr. heitt og siðan borað var hefur hiti þess fremur farið vaxandi en hitt. Lengd lagnarinnar i þessum öðrum áfanga er 5300m. en þar af ersjálf stofnæðin 2500m. Heildar- kostnaðurinn við hitaveituna er orðinn um 5,5 milj. kr. og er þá miðað við báða áfangana. Ef þau hús, sem hitaveitan nær til nú, væru kynt með oliu, mundi upp- hitunarkostnaður þeirra nema um 560 þús. kr. á ári og er þá miðað við landsmeðaltal kostnaðar við slika kyndingu. Fiskeldisstöðin er þó ekki inni i þvi dæmi. Verktakinn við hitaveituna var Norðurverk á Akureyri. Reyndist tilboð þess aðeins vera 84% þess kostnaðar, sem áætlaður hafði verið við verkið. Fjölhönnun i Reykjavík hannaði framkvæmd- ina. Sagði Gisli á Hofi að sam- starfið við þessa aðila báða hefði verið með miklum ágætum ,og þeir skilað verkum sinum með hinni mestu prýði. 1 stjórn Hitaveitu Hjaltadals eru nú Gisli Pálsson, bóndi á Hofi i Vatnsdal, formaður, Ámi Kol- beinsson deildarstjóri f Fjár- málaráðuneytinu og Trausti Pálsson, bóndi á Laufskálum i Hjaltadal. —mhg Við borholubúnað Hitaveltu Hjaldadals: Frá v.: Skúli Skúla- son, yfirverkfræðingur hjá Fjölhönnun h.f. Gisli Pálsson, stjórnarformaður Hitavei tunnar, Trausti Pálsson, i stjórn Hitaveit- unnar. Mynd: GKG Hitaveita Hjaltadals: Námskeið dr. Werba: Ljóðatónlelkar Dr. Eric Werba hefur að undanförnu leiðbeint söngvurum og pianóleikurum i túlkun ljóða á námskciði á vegum Söngskólans, semlýkurikvöld með tónleikum i Norræna húsinu kl. 20,30. A tónleikunum koma fram söngvaramir Asrún Daviðsdóttir, Dóra Reyndal, Esther H. Guðmundsdóttir, Hólmfriður Benediktsdóttir, Signý Sæmunds- dóttir, Valgerður J. Gunnars- dóttir, Þuriður Baldursdóttur, Stefán Guðmundsson, Kristinn Sigmundsson og Sigurjón Guðmundsson, og pianóleikar- arnir Guðriður S. Sigurðardóttir, Jónína Gisladóttir, Kolbrún Sæ m u nd sd ó 11 i r, Soffia Guðmundsdóttir, Vilhelmina ólafsdóttir, Þóra Friða Sæmundsdóttir, Bjarni Jónatans- son, David Rosco og Reynir Axelsson. Námskeiðið stóð i hálfan mánuð og voru þátttakendur af Reykjavikursvæðinu, Akureyri og Húsavfk, en auk söngvara og pianóleikara sóttu það fjöldi Eric Werba áheyrenda. Þetta er i fimmta sinn sem Dr. Werba er hér með námskeið. Fyrr i' sumar gekkst Söngskól- inn fyrir námskeiði i raddþjálfun og var kennari þar próf. Helena Karusso frá Tónlistarskólanum i Vinarborg. Þátttakendur voru 14 af Reykjavikursvæðinu eingöngu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.