Þjóðviljinn - 18.09.1981, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 18.09.1981, Blaðsíða 14
14 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 18. september 1981 ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagsfélag Keflavikur Fundur með Svavari Gestssyni Fundur verður haldinn með Svavari Gestssyni i Tjarnarlundi Keflavik miðvikudaginn 23. septem- ber kl. 20.00. Fundarefni: 1. kosning þriggja starfsnefnda. 2. Almennar stjórnmálaumræður. 3. önnur mál Flokksfélagar á Suðurnesjum eru hvattir til að mæla. Stjórnin Svavar Gestsson Breytt heimiiisföng Félagar i Alþýðubandalaginu i Reykjavik eru hvattir til að tilkynna skrifstofu félagsins (simi 17500) um nýheimilisföng. —StjórnABR. Alþýðubandalagsfélagar i Reykjavik Giróseðlar vegna árgjalds fyrir 1981 hafa verið sendir til félags- manna. Hvetur stjórn félagsins félaga til aö greiða árgjöldin við allra fyrstu hentugleika. — Stjórn ABR. Sjáfboðaliðar Okkur bráðvantar sjálfboðaliða til ýmissa starfa. Þeir sem mögulega geta séð af tima hafi samband við okkur i sima 17966 milli 8 og 16 eða liti við á Skólavörðu- stig 1 A 2. hæð. Samtök herstöðvaandstæðinga. Blikkiöjan Asgarði 7, Gardabæ Önnumst þakrennusmiði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíöi. Gerum föst verAtilboö SÍMI 53468 Athugasemd Slægd Dengs Sjaó Pings bað er sjálfsögð réttindi póli- tiskra málgagna að fjalla um keppinautana á þann hátt sem blaöamenn kjósa sjálfir. Morgun- blaðið og Þjóðviljinn hafa lengi notið þess að geta tileinkað smá- kompu undir súrustu skvetturnar Ur sálarkoppum blaðamanna. Eru þar fréttir og umsagnir með hálfkæringi, dálitlum dylgjum og vafasömum samtengingum. Li"ka kom a beinar rangfærslur þar fyr- ir, viljandi eða óviljandi. Ég hef stundum haft þann heið- ur að vera klipptur og skorinn i Þjóðviljanum. Nokkrum sinnum reyni ég að malda i móinn, en hef átt æ erfiöara með að fá athuga- semdimar birtar, svo ekki sé minnst á greinar i bjóðviljanum. Þaö er önnur aðferð við að af- greiða keppinauta. Óformlegur frásagnafundur min, Vilmundar og Jóns Baldvins i sumar varð fjölmiðlum kær- komið fréttaefni i agúrkutiö þeirra. Óskar Guðmundsson, blm. á bjóðviljanum, gat notað umstangið til þess að sýna les- endum blaðsins að nU sannaðist filfska Alþýðuflokksins (sem er samsafn ómerkilegra greyja og ber ekki að taka alvarlega), glóruieysi maóista (sem taka nú Kjartan fram fyrir Maó) og slægð Deng Sjáó Pings. Þar með tókst enn einu sinni að koma i veg fyrir að Alþýðubandalagið tæki mál- efnalega aftöðu til Kommúnista- samtakanna. Reyndar kostaði það að gera þurfti samtökunum upp samstööu með NATO, áhuga á inngöngu f Alþýðuflokkinn og nokkur smáatriöi önnur — i von um aö einhverjir allaballar lesi ekki Verkalýðsblaðið, hafi misst af greinum minum um hermálin, hafi ekki hlustað á viðtölin við okkur Jón eöa Vilmund, hafi ekki séð yfirlýsingu Kommúnistasam- takanna i Þjóðviljanum 9. sept. og geti þvi áfram nært fordóma sina á Gróusögum um hina kin- versku agenta. Meðan sannmælin fá ekki að njóta sin, er islensku flokkakerfi og vinnubrögöum flokkanna borgiö. AriT. Guömundsson Árbók landbúnaðarins Fyrir skömmu kom út hjá Framleiösluráöi landbúnaöarins Arbók landbúnaöarins fyrir áriö 1980, eða verölagsáriö 1979—1980. Mjög ýtarlegar skýrslur eru i bókinni um framleiöslu, sölu og verölagningu búvara fyrir tima- biliö 1. sept. 1979 til 31. ágúst 1980. eða verðlagsárið 1979—1980. Fjallað er og um hin helstu mál, sem Framleiðsluráð afgreiddi. Sveinn Tryggvason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Framleiðslu- ráðs, er ritstjóri Árbókarinnar. Eftir hann eru tvær greinar i bók- inni. Fjallar önnur um land- búnaðarstefnuna en hin um Osta- og smjörsöluna. Gunnar Guöbjartsson, fram- kvstj. Framleiðsluráðs, hefur skrifað skýrsluna um starfsemi þess og auk þess greinina: „Landbúnaður i markaðsþröng”. Eftir þá Sigurð Orn Hansson og Sigurð Einarsson er mjög at- hyglisverð skýrsla um för þeirra félaga til Nýja-Sjálands og Astra- liu. Sú ferð var farin á vegum Markaðsnefndar landbúnaðarins, til að kynnast framleiðslu, úr- vinnslu og sölu sauðfjárafurða i þessum löndum. Þá skrifar Ingi Tryggvason um ferö nokkurra landbúnaðar- manna um Norðurlönd, til að kynnast þar loðdýrarækt og feld- fjárrækt. Margvislegur annar fróðleikur er i ritinu. —mhg Flugleyfi Framhald af bls. 3 verið æriö erfiöur. Sagði Pétur Tálknfiröinga vera bæöióánægða með og undrandi yfir að Flugráð skyldi snúast með þessum hætti við umsókn Arnarflugs. Arnarflugsmenn sögðu tilgang sinn með þvi að sækja um leyfi til að fljúga áfram til Tálknafjarðar vera annarsvegar þann, að verða við eindregnum óskum heima- manna og að hinu leytinu væri hagkvæmara að geta flogið á báða staðina. Samgönguráðuneytið sagði að hugmyndin hefði verið að leyfa aðeins flug til Tálknafjarðar á meðan viögerð færi fram á vellin- um á BBdudal. Rökin fyrir synjun um framhald flugsins væru að flugvöllurinn á Tálknafirði væri ekki nema 620 m. langur og þar skorti auk þess allan tilskilinn lágmarksútbúnað. —mhg Leiðrétting Gisli Ól. Pétursson hefur komið að máli við blaðið og beðið um leiðréttinguá visu, sem hann hafði rangt eftir Haraldi Björnssyni (Þjv. 15. sept.). Rétt er visan svona: Það er ekki timatap aö tefja hér einn litinn stans og játast undir jöklaskap Jökulheimahúsbóndans. Gisli biður Harald og aðra les- endur blaðsins velvirðingar á mistökunum. STAÐA KVENNA ÍALÞ ÝÐUBANDALA GINI Umrœdufundur sem bodaöur er til af konum / stjorn ABR Konur i stjórn Alþýðubandalagsins í Reykjavík boða til um ræðufundar um ofanskráð efni að Hótel Esju fimmtudaginn- 24. september kl. 20:30. Framsögumenn: Guðrún Helgadóttir og Helga Sigurjónsdóttir Fundarstjóri: Margrét S. Björnsdóttir Margrét GuÖrún Helga ALLT ALÞÝÐUBANDALAGSFÓLK VELKOMIÐ KONUR I STJÓRN ABR Ráðstefna Alþýðu- bandalagsins um orku- og iðnaðar- mál iVerkalýðs- húsinuá Helluum næstuhelgi, 19. og 20. september Hvað er framundan í orku- og iðnaðarmálum? Ráöstefnustjóri: Páll Bergþórsson Umræðuefni: Stefnumótun I orku- og iönaöarmálum. Vaxtarmöguleikar I almenn- um iönaöi. Kjör og aöbúnaður I iönaöi. Nýting auðlinda og iönþróun. Rekstrarform i iðnaði. Samfélagsleg áhrif iönaöar. Iönþróun og byggöastefna. Tilhögun: Ráöstefnan stendur báöa dagana og hefst kl. 10 á laugardag. Framsögur veröa allar á laugardag. Hópumræöur og almennar umræöur aöallega á sunnu- dag. Bilferö frá Umferöamiöstöö kl. 8 á laugardagsmorgun. Gisting og fæöi á staönum. Ráöstefnugjald 100 kr. Alþýðubandalags- fólk. Látið skrá ykkur til þátttöku strax. Grettisgötu 3. Simi: 17500 Framsögumenn: Svavar Hjörleifur Guömundur Þ Skúli Elsa Guömundur Þórir Bragi Ragnar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.