Þjóðviljinn - 18.09.1981, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 18.09.1981, Blaðsíða 4
4 SLÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 18. september 1981 Múonum Málgagn sósíalisma, verkalýds- hreyfingar og þjódfrelsis (Jtgefandi: (Jtgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Olafsson. Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir Umsjónarmaöur sunnudagsblaös: Þórunn Siguröardóttir Afgreiöslustjóri: Vaiþór Hlööversson Blaöamenn: Álfheiöur Ingadóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir, Kristin Ástgeirsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórs- son.Jón Guöni Kristjánsson. iþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. Cltlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Björn Br. Björnsson . Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Eliasson. Handrita- og prófarkaiestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Auglýsingar: Unnur Kristjánsdóttir Skrifstofa: Guðrún Guövaröardóttir, Jóhannes Haröarson. Afgreiðsla: Kristin Fétursdóttir, Bára Siguröardóttir. Simavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir. Bflstjóri: Sigrún Bárðardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns- dóttir. (Jtkeyrsla, afgreiösla og auglýsingar: Sföumúla 6, Reykjavik, simi 8 1S 33. Prentun: Blaöaprent hf.. Raunviröi innlána hœkkar um 25% # Um þessar mundir má víða sjá greinileg batamerki i efnahagsmálum okkar islendinga og þjóðarbúskap. Þar er þriðjungslækkun verðbólgunnar úr 60% í 40% á einu ári aðeins eitt auðkennið af mörgum. Eitt af sjúk- dómseinkennunum í efnahagslíf i okkar á undan förnum árum hafa verið miklar og tíðar gengislækkanir, eða hratt gengissig. Þannig hækkaði meðalverð erlends gjaldeyris um yf ir 50% á síðasta ári. Nú standa mál hins vegar þannig að allar horfur eru á að meðalverð erlends gjaldeyris hækki aðeins um svo sem 10% á því ári sem nú er að líða, og mega það kallast mikil og góð umskipti. # Á undanförnum árum hefur það verið mörgum áhyggjuefni að innlendur sparnaður hefur farið minnk- andiog heildarinnistæður í bönkum og sparisjóðum hafa lækkað séu þær mældar sem hlutfall af okkar þjóðar- tekjum. Þessi þróun á liðnum árum hefur að sjálfsögðu takmarkað útlánagetu bankanna og aukið þörfina á er- lendum lántökum. # Nú hafa þessi mál hins vegar líka snúist til réttrar áttar. # Það eru einkar athyglisverðar upplýsingar sem fram koma um þessi efni i septemberhefti af Hagtölum mánaðarins, tímariti Seðlabanka (slands. Þa r segirorð- rétt: # „Að undanförnu hefur ráðstöfunarfé innlánsstofn- ana aukist mjög mikið. Á tólf mánuðum til júlíloka jókst peningamagn og sparifé um nær 80% þegar með eru taldiráfallnirvextirsemfærðir verða um áramót. Þetta er meiri aukning en dæmi eru um á heilu ári". # Og nú skulum við skoða þetta svolítið nánaj;. Á blað- siðu 5 í sama hefti af Hagtölum mánaðarins kemur f ram að í júlilok sl. höfðu heildarinnlán hjá innlánsstofnunum aukist um 86,8% Á sama tima hafði hækkun framfærslu- kostnaðar hins vegar ekki verið nema 49,2% Samkvæmt þessu hefur raunvirði heildarinnlánanna í innlánsstofn- unum landsins vaxið um 25% eða fullan f jórðung, á að- eins einu ári frá júlílokum 1980 til júlíloka 1981. O Sé hins vegar til samanburðar litið á næsta 12 mán- aða tímabilá undan, það er frá júlílokum 1979 til júlíloka 1980 þá er myndin önnur. Á því tólf mánaða tímabili hækkuðu heildarinnlán innlánsstofnana að vísu um 52,1% en þá hækkaði framfærslukostnaður um 57,7% svo að raunvirði heildarinnlánanna fór þá enn minnkandi svo sem verið hafði flest árin á undan um langt árabil. # Það þarf vart að taka fram, að auðvitað er það ákvörðun ríkisstjórnarinnar um opnun verðtryggðra sparireikninga með bindingu fjárins í aðeins sex mánuöi, sem hvað mestan þátt hef ur átt í hinni hagstæðu þróun, en í júlílok voru um 617 miljónir króna komnar inn á verðtryggða innlánsreikninga í stað 35 miljóna sjö mánuðum fyrr. # Sú 25% aukning raunvirðis heildarinnlána innláns- stofnana sem átt hefur sér stað nú á aðeins einu ári er eitt augljósasta batamerkið í íslensku efnahagslffi. Þar kemur fram skýr og ótvíræður árangur af stefnu ríkis- stjórnarinnar, og þegar þetta helst í hendur við þriðjungs lækkun verðbólgunnar, þá er augljóst, að við erum á réttri braut, þótt betur megi ef duga skal. # Eitt helsta böl verðbólgunnar á undanförnum árum hef ur verið það, að hún hef ur brennt upp sparif éð, en ýtt undir hvers kyns bruðl og skipulagslausa sóun. Enginn hefur viljað leggja peninga í banka, vegna þess að þar hafa þeir brunnið upp í verðbólgunni. Þetta hefur svo takmarkað mjög útlánsgetu innlánsstofnana til nauð- synlegra framkvæmda og kallað á erlenda skulda- söfnun. # Nú er verið að snúa blaðinu við. Það sýnir lækkun verðbólgunnar um fullan þriðjung og aukning heildar- innlána um fullan f jórðung að raunvirði, hvort tveggja á einu ári. # Hér þarf að halda áf ram á sömu braut, þótt stökkin geti að sjálfsögðu ekki orðið jafn stór og nú í fyrsta áhlaupinu. Mestu skiptir að tryggja örugga þróun til réttrar áttar í þessum efnum, þótt eitthvað hægar miði, og gæta verður þess að baráttan fyrir minni verðbólgu og auknum innlendum sparnaði tef li ekki atvinnuöryggi í tvísýnu. # Sé litið.til lengri tíma er reyndar ekki vafamál að minnkandi verðbólga og aukinn innlendur sparnaður ættu að geta orðið til þess að treysta atvinnuöryggið og bæta lífskjörin. k. Hlippt Frjáls verslun Hverjir eru á móti frjálsri verslun? Ætli þeir hjá timarit- inu Frjáls verslun yröu lengi aö reiöa fram svar: þaö eru auð- vitaö andskotans kommarnir meö sinum höftum og þvingun- um sem meina góöum kaup- sýslumönnum aö gera góö inn- kaup og endanlega koma í veg fyrir aö neytandinn græöi á þeirri frjálsu og þroskavænlegu samkeppni sem tryggir hiö lægsta vöruverð. Þaö eru sem- sagt kommarnir. Svavar og Allaballinn. Og kannski SIS aö nokkru leyti. Þetta kannast menn vel við. Eitthvaö þessu likt höfum viö heyrt og séö í ótal greinum og viötölum og umræðuþáttum. En þvi miður sannast i þess- um efnum sem mörgum hiö fornkveöna: aö frændur eru frændum verstir. Og ekki bara i gosinu. Hótanir keppinauta Dagblaðið hefur komist i fróö- legt mál. Fyrirtækið „Fæði fyr- ir alla h.f.” sem tengt er ind- verskættaðri hreyfingu, sem m.a. trúir á heilsufæði, hefur flutt inn ferska ávexti fyrir (Jti- markaðinn sem og Kornrhark- aðinn og fengið frá þýsku ávaxtasölufirma, Fruco h.f. Nú ber svo við að hið þýska firma tilkynnir „Fæði fyrir alla”, að þessum viðskiptum verði að hætta. Astæðan var látin uppi hreinskil nislega i skeyti sem var á þessa leið: „Okkur þykir það leitt en þvi miöur neyöumst viö til aö hætta viðskiptum viö ykkur. Ástæöan er sú að aðrir viöskiptavinir okkar og vinir í Reykjavik hafa kvartaö yfir samskiptum okkar viö ykkur. Viö höfum skipt viö þessa aöila i fjöldamörg ár og um umtalsverö viöskipti hefur veriö aö ræöa allan ársins hring. Þeir hafa gert okkur Ijóst að ef við ekki hættum aö selja ykkur ávexti muni ekki veröa um frek- ari viöskipti aö ræöa af þeirra hálfu”.... Maýia skal hún heita Hver var svo ástæöan yfir þvi aö heildsalar i Reykjavik kvört- uöu yfir umræddum viöskipt- um? Höföu þeir hjá „Fæöi fyrir alla” kannski komiö sér uppi einhverjum bolabrögöum úr gosstriöi til aö einoka sölu á vissum stööum? Nei — ööru nær. Þeir höföu ekki gert annað en afsala sér umboðslaunum af hugsjónaástæöum og gátu þar meö selt ávexti hér i Reykjavfk á allmiklu lægra verði en aörar verslanir. Meö öörum oröum: „Fæöi fyrir alla” tók, þegar á allt er litiö, minna til sin en aðrir innflytjendur ávaxta — og neytendur fengu að njóta góðs af, eins og vera ber samkvæmt boðskap Hinnar Frjálsu Versl- unar. Þetta mátti ekki. Og þaö er ekki aö undra þótt jafnvel hinir hógværu ihugunarsinnar úr Ananda Marga sem reka heilsu- fæðisverslun kalli þá meöferö sem þeir fá Mafiuaöferöir. Mafia er hún og Mafia skal hún heita, sagöi dómsmálaráö- herra. 20-30% Fleiri maðkar ódýrari / mysunni Um þetta mál farast einum talsmanna „Fæöis fyrir alla” svo orö i viðtali i Dagblaðinu i fyrradag: „Ég tel aö þaö sé hin svo- nefnda „commission” eða þaö sem kallaö er þóknun og er- lendur seljandi bætir ofan á vöruverð til tslánds, sem er rót- in aö þvi, aö nú á aö reyna að útiloka okkur, sem stöndum aö „Fæöi fyrir alla hf”. og höfum m.a. keypt beint erlendis frá ávexti til sölu á Útimarkaðin- um, frá innkaupum hjá hag- stæöustu seljendum erlendis”, sagöi Guttormur Sigurösson, einn þriggja forsvarsmanna „Fæöis fyrir alla”. Þessi þókn- Guttormur Sigurðsson gefur einnig þær upplýsingar i viötal- inu, að hann hafí traustar heimildir fyrir þvi aö „á ótal fundum matvörukaupmanna hafi verið rætt með hvaða leiö- um væri hægt aö stööva inn- fiutning „Fæðis fyrir aila” og smásölu Kornamarkaöarins. Þaö er m.ö.o. ekki aðeins heild- salan sem svíkur goð Frjálsrar Verslunar heldur smásölumenn einnig. Og svo er annað merkilegt i þessari sögu. Keppinautar i ávaxtabransa hafa ekki aöeins lagst á fyrirtæki sem afneitar kommisjón af siðferöishugsjón (sem var reyndar einu sinni nAr.BLADID MIÐ FRUCO VILL LEYNA NÖFN- U'M HÖTANAHEILDSALANNA — gefur þó í skyn að hafa haft samráð við tvo aðila í Reykja vík itríð Útimarkaðarins og stóru ávaxtainnflytjendanna: „Við viljum ekki „þoknm ogþví á að útiloka okkur ® • m I L/._L„ Lá cAll^ - Við munum leita Kaupmenn vilja stöðva Kornvöru- "tarkaöinn 'yrir fiv '"oomn 'eð"hvX £1" Verið um f’að •L,rti,i * "r*ðK fyrir illa" K<l,l|niarlaflaf|ni • “íðiGuiiormyr Uf Þe»« bók,6,- U art örmanu I97A ,n*'b^ar*a' GuÍTi "mvinn<' '97.6- Siðar heffli "n,au*«<lóiiur , ■“í 333 i \yu. „I,...■..™ hmnar J . un fer svo inn á bankareikning innflytjandans. „Það leikur vist vafi á um hvort og I hvaö miklum mæli má hækka vöruverð erlendis meö „þóknun”, en ’79 mun verölags- stjóri hafa gefiö út skýrslu um þessi mál og meö henni varö „þóknunaróskapnaöurinn” opinber. Hann hefur m.a. veriö viöurkenndur á þann hátt aö Seölabankanum er heimilt aö opna gjaldeyrisreikninga til innlagningar þóknunarf jár. Þeir sem hana taka geta siöan ráöstafað fé af þessum einka-g jaldeyrisreikningum. „Enginn veit hve há þóknun er tekin i hinum ýmsu tilvikum. Henni er bætt á vöruverðiö og margfaldast i verölagningar- kerfinu. Viö hjá „Fæði fyrir alla hf”. höfum hafnað hvers konar þóknun erlendis. Viö teljum hana ólöglega. A ávextina höf- um viö hins vegar lagt fulla álagningu. En vegna þess aö viö tökum ekki þóknun erlendis, sem bætist á vöruveröið, eru ávextir okkar 20—30% ódýrari i útsölu hér, þó viö setjum fulla álagningu á þessa vörutegund jafnvel á Otimarkaðinum”, sagöi Guttormur”. viöurkennd i kristnum dómi, en þaö er vist langt siöan). Þegar Dagblaöiö fór að leita eftir þvi, hvaða heildsalar islenskir hafi hótaö Friico vinslitum út af viö- skiptum við „Fæöi fyrir alla”, þá vill náttúrlega enginn gang- ast viö glæpnum. En einn viö- skiptaaöili hins þýska firma, Karl og Birgir s.f. segjast „hafa orðiö fyrir sömu þvingunum i upphafi sins innflutnings”! Þroski og hógvœrð Ritstjórar Morgunblaðsins voru á dögunum aö ræöa við for- stjóra SIS um mikiö veldi og umsvif Sambandsins. Þeir töluöu m.a. um „dugmikla ein- staklinga” sem heföu tak- mörkuö fjárráö og ættu I „ör- væntingarfullri baráttu viö þetta mikla veldi”. Þeir spuröu hvort SlS-arar hefðu „ef til vill ekki þroska og hógværö til aö beita þessu mikla afli i sam- keppni viö þessa einstakl- inga?”. Viö biöum spenntir eftir þvi, aö þeir Styrmir og Matthias fari i svipaöa leit aö þroska og hóg- værö I samskiptum viö þá, sem trufla siöareglur heildsala. An er illt gengi. — áb. i__________og skorrið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.