Þjóðviljinn - 18.09.1981, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 18.09.1981, Blaðsíða 9
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 18. september 1981 Föstudagur 18. september 1981 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9 „Verkalýðshreyfingin í útnorðri’ á ráðstefnu í Ölfusborgum Lögþingshúsift i Þórshöfn Guðrún Helgadóttir: Afstaða Grænlendinga og Islendinga skiptir Færeyinga miklu. „Formfegurð eyjanna hlýtur að hafa þessi áhrif á fegurðarskyn landsmanna.' //Þeim, sem ekki hefur áður til Færeyja komið, verður fljótlega Ijóst, hversu flest það sem sýnt er og sagt um þessa þjóð, er villandi. Margt af því sem er í frásögur fært, er fyrst og fremst um gamla timann, forna þjóðhætti og sögu Færeyinga, en lítið sinnt um að segja frá þvi, að færeyska velferðar- þjóðfélagið gefur ekkert eftir öðrum norrænum þjóðum." Þetta eru viðhorf Guörúnar Helgadóttur alþingismanns eftir stutta heimsókn til Færeyja, en þangað fóru sex islenskir alþingismenn i boði færeyska lög- þingsins og dvöldust þar dagana 10,—13. september sl. I sendi- nefnd Alþingis voru auk Guörún- ar, Jón Helgason, Sverrir Her- mannsson, Salóme Þorkelsdóttir, Stefán Guðmundsson og Karl Steinar Guðnason. „Ég hygg að viö séum öll sam- mála um, að ferðin hafi tekist prýðilega i alla staði enda mót- tökur Færeyinga höföinglegar. Okkur gafst kostur á að feröast um landiö, jafnframt þvi sem viö skoðuðum mannvirki af ýmsu tagi.” Áhyggjur vegna EBE Þjóðviljinn ræddi stuttlega viö Guðrúnu um feröina og spurði fyrst hvað henni þætti um stöðu Færeyinga með tilliti til tengsla þeirra viö Dani? — „Eins og kunnugt er, fengu Færeyingarheimastjórn árið 1948 eftir mikii átök. 1 þjóðaratkvæöa- greiðslu árið 1946 samþykktu Færeyingar sambandsslit viö Dani, en þeir siðarnefndu voru ekki á þvi að láta færeysku þjóö- ina ráða. Þeir töldu samþykktina brjóta i bága við ákvæöi i dönsku stjórnarskránni, þar sem segir, að „kóngurinn megi ekki láta af hendi hluta af danska rikinu án samþykkis þingsins”. Eftir mikl- ar deilur um réttarstööu Færey- inga og aö lokum hótun um hernaðarlega ihlutun af hálfu Dana varð niðurstaöan sú, sem hún er enn, það er heimastjórn en ekki fullveldi. Enn eru Færeyingar hluti af danska rlkinu. Þó að þeir stjórni sinum málum sjálfir á þinglegan máta, ráða þeir alls ekki mikilvægum þáttum færeysks þjóðlifs. Danir hafa úrslitavald i innflutningi þeirra og útflutningi, gjaldeyrismál þeirra eru háð gjaldeyrisákvörðunum Dana, og færeyska krónan er algjörlega undir stjórn danska rikisbankans. Hækki eða lækki gengi i Dan- mörku gerist slikt hiö sama sjálf- krafa i Færeyjum. Allar erlendar lántökur veröa að berast undir herraþjóðina og siöast en ekki sist hafa Færeyingar litil völd i utan- rikismálum sinum. NATO rekur tvær loranstöðvar og eina radar- stöð, sem eru liður i hernaðar- keðjunni á Norður-Atlantshafs- svæðinu, skammt fyrir utan Þórshöfn, en hana annast um 140 Danir. Um þetta hafa Færeyingar ekkert að segja. Færeyingar hafa hingað til hafnað þátttöku i Efna- hagsbandaiagi Evrópu og þeir binda mikiar vonir við að Græn- iendingar geri slikt hið sama i þjóðaratkvæöagreiöslu i febrúar n.k., en óttast nú mjög að hugar- farsbreyting sé að veröa þar. Af- staða Grænlendinga ekki siður en tslendinga skiptir miklu máli fyr- ir Færeyinga.” Laxadeilan og landsstjórnin — Þjóöv.: Þið rædduð við fær- eysku landsstjórnina. Bárust ekki ágreiningsmál I tal eins og t.d. áhrif laxveiöa Færeyinga i sjó á standveiði hérlendis? — „Viðræður okkar við lands- stjórnina voru ákaflega opinská- ar og hreinskilnar. Það var rætt hispurslaust um laxveiðar Fær- eyinga, sem námu um 7—800 tonnum á siöasta ári. Ljóst er aö visindamenn greinir á um, hvort léleg laxveiði Islendinga upp á siðkastið eigi rót sina að rekja til athafna Færeyinga á þessu sviði. Við héldum i sjálfu sér engu fram um, hverjir hefðu á réttu að standa, en niðurstaðan varð sú, aö halda bæri áfram rannsóknum og vissulega væru hagsmunir beggja aðila þeir, að stofninn væri tryggður. I fyrstu ræddu menn af hita á fundinum um þjóð- erni þessa umrædda lax. Færey- ingar sögðu m.a. að 3000 laxar hefðu verið rannsakaðir I Færeyj- um, en einungis 2 fundist með merki Islenskra rannsóknar- manna.” — Þjóöv.: Væntanlega hefur fleira borið á góma i þessum við- ræðum. Það hefur stundum verið um það rætt tam. að verulegur akkur væri i að auka menningar- samskipti eyþjóðanna I N-Atlantshafi. Margt af þvf sem sagt er af Færeyingum, snýst um gamla timann.’ Menningartengsl og afvopnun — „Menningarleg samskipti voru að sjálfsögðu ofarlega á baugi. Eg minntist m.a. á hug- mynd mina um prentskilaskyldu á frumsömdum islenskum bókum til Færeyja, en ég hef unnið litið eitt að hugsanlegu frumvarpi þess efnis. Þá er átt við, að eintak af hverri frumsaminni bók sé sent færeyska landsbókasafninu sem framlag Islendinga til aukinna menningartengsla. Einnig minnt- ist ég á, að báðar þjóðirnar gætu kennt skólabörnum undirstööuat- riöi þess að lesa og skilja tungu- mál hvor annarrar, þar sem mál- in væru svo skyld. Mikil eining var um aukin samskipti þessara tveggja eyrikja. Loks lagði ég áherslu á það á fundinum með landsstjórninni, að Islandi, Færeyjum, og Grænlandi yröi ekki haldið utan við umræð- una um kjarnorkuvopnalaus Noröurlönd. Þá var einnig fjallaö um ferjumálið, hvalveiöar og margt fleira. Þetta voru ákaflega gagnleg samtöl, þó að flokka hér og þar greini mjög á um mörg þeirra. 1 fundarlok var forseta sameinaðs þings og formanni lög- þingsins falið að ganga frá álykt- un, sem væntanlega birtist i dag- blööum.” — Þjóðv.: Nú hefur Alþýðu- bandalagið litið til Þjóðveldis- flokksins I Færeyjum sem skoð- anabróðurs i flestu tilliti. Ræddir þú eitthvaö við þá Þjóðveldis- menn. Ein kona á lögþinginu — „Ég átti þess kost að hitta þingflokk Þjóðveldisflokksins, en fyrir hann sitja nú sex manns á þingi. Það var afar fróðlegt að kynnast viöhorfum þeirra og áhuga á nánari tengslum viö okk- ur. Fyrst skal þá frægan telja góðvin okkar Erlend Patursson, sem jafnframt er formaöur flokksins, þá einu konuna á lög- þinginu Karin Kjölbro og siöan þá Pétur Reinhart, Finnboga Isak- sen, Ove Mikkelsen og J. Joen- sen. Ekki var verra aö koma til Kirkjubæjar og njóta gestrisni þeirra Erlendar og Morid konu hans á yndislegu heimili þeirra, og skoða þennan merkilega stað, sem er einhvernveginn hluti af ís- landssögunni.” — Þjóöv.: Hvað fannst þér at- hyglisverðast að lita með gest- auganu í Færeyjum i fyrsta sinn? Jafnvel NATO-stöðin smekkleg — „Eitt hið fyrsta sem vekur athygli fprðamanns i Færeyjum er samgöngukerfið. Hver einasti vegur er bundinn slitlagi og á eyj- unum eru sex 2—3 kilómetra löng jarðgöng. Þeir hafa unnið mjög skipulega að þessum fram- kvæmdum, enda eiga þeir það undir samgöngunum, að eyjarnar haldist i byggö. Og þetta hefur tekist, þvi að af 18 eyjum eru 17 I byggð. Mikilvægi þess skilja Fær- eyingar og mættu sumir islenskra þingmanna læra þar af. Annað sem vekur undrun og að- dáun, er færeysk byggingarlist og verndun gamalla húsa. Alkunna er að málaralist stendur með miklum blóma i Færeyjum og ég komst aö þeirri niðurstöðu aö formfegurð eyjanna hljóti aö hafa þessi áhrif á feguröarskyn lands- manna. Og eitt er vist að islenskir ráöamenn ásamt aliri arkitekta- stéttinni ættu að fara til Færeyja og sjá hvernig byggja á hús og halda þeim viö. Jafnvel NATÖ-stöðin fyrir ofan Þórshöfn er falleg, byggð i stöllum niöur eftir hliðinni og þakin grasi, svo aö hún fellur inn i landslagiö. Þvi hafa Færeyingar ráðið, en ekki NATÓ.” Myndar- og menningarbragur — Þjóðv.: Er þessi myndar- bragur kannski eitt helsta ein- kennið, sem þér fannst vera á færeysku þjóðlifi? — „Við fyrstu sýn og eftir stutta viðkynningu fer ekki hjá þvi, að einmitt þetta atriði veröi eftir- minnilegast. Gestgjafar okkar vissu eflaust ekki, hversu aum- ingjaleg við vorum þegar þeir sýndu okkur hið nýja og glæsilega útvarpshús i Þórshöfn, tekið i notkun á 25 ára afmæli færeyska útvarpsins. Starfsaðstaða þar er öll eins og best verður á kosið og harla ólik þvi sem islenskir út- varpsmenn búa við. I færeysku deild Fróðskapar- setursins hittum við forstööu- manninn Jóhan Hendrik Winther Poulsen, sem Sverrir Hermanns- son sagöi réttilega aö talaði feg- urri islensku en flestir islending- ar. Hann sýndi okkur orðabókina, sem unnið er að og safn fær- eyskra dansa á spólum i hundraðatali. Niðri i Þjóðskjalasafninu voru okkur sýnd færeysk skjöl, sem Bjarni Vilhjálmsson hafði fundiö heima og sent safninu. Var greinilegt að það var mikils met- ið. Á veggjum máladeildarinnar héngu myndir Collingwoods frá F'æreyjum, sem Kristján Eldjárn átti frumkvæði um að Færeying- ar eignuöust. Allt slikt meta þeir sem vináttu og stuöning, sem þeir eiga ekki annars staöar en á Is- landi. Loks var okkur sýnt náttúru- gripasafn Þórshafnar og enn máttu islenskir þingmenn skammastsin. Margtfleira mætti nefna, en eitt einkenni er á öllu, sem Færeyingar gera, það er hvað þaö er gert myndarlega og menningarlega.” — Þjóöv.: Þú vilt þvi halda fram þeirri skoðun að við eigum margt aö sækja til Færeyinga? — „Það kom margsinnis fram i þessari för, að Færeyingar leggja áherslu á vináttu og stuöning Is- lendinga og finnst af okkur margt hægt að læra. En ég held eftir þessa fyrstu för til Færeyja að við eigum ekki siður margt ólært af Færeyingum.” _ekh Fjallað um auðllndlr, lífskjör og menningu Fulltrúar grænlenskra og færeyskra verkalýðssamtaka í kynnisför /,Þaö er okkar skoöun að svipaðir atvinnuhættir geri það að verkum að áþekk viðfangsefni séu hjá verkafólki á Islandi, í Fær- eyjum og á Grænlandi. Þessvegna átti Menningar- og fræðslusamband Al- þýðu frumkvæði að þvi að haldin yrði ráðstefna um lifskjör, auðlindanýtingu og félags- og menningar- mál verkafólks á islandi, Grænlandi og í Færeyj- um", sagði Tryggvi Þór Aðalsteinsson í samtali við blaðið í gær. Ráðstefnan stendur næstu viku i ölfusborgum og ber yfirskrift- ina: Verkalýðshreyfingin i út- norðri — auölindir, lifskjör og menning. A þriðja tug þátttak- enda veröa á ráðstefnunni. Auk fulltrúa frá Islandi, Grænlandi og Færeyjum kemur fólk frá verka- Tryggvi Þór Aðalsteinsson: Aþekk viðfangsefni hjá verka- fólki á islandi, I Færeyjum og á Grænlandi. lýðssamtökunum i Danmörku, Noregi, Álandseyjum og Sviþjóö. Tryggvi Þór sagði að á ráð- stefnunni yrðu flutt erindi um efni eins og auðlindanýtingu á norður- slóöum, úthafsveiðar og siglingar og áhrif þeirra á félags- og fjöl- skyldulif, og fræöslustarf og fé- lagslif i dreifbýli og sjávarþorp- um. Þá verður fjallaö um skipu- lag og starfshætti islensku verka- lýöshreyfingarinnar, um MFA og islensk stjórnmál. Ennfremur sagði Tryggvi Þór að rætt yrði um samstarf verkalýðssamtakanna á Grænlandi, Færeyjum og tslandi á næstu árum. tslensku fyrirles- ararnir á ráðstefnunni veröa As- mundur Stefánsson og Sigfinnur Sigurðsson. Aðrir fyrirlesarar veröa frá Grænlandi og Færeyj- um. Ráðstefnustjóri verður Helgi Guömundsson formaður MFA. Norræni menningarmálasjóöur- inn styrkir þetta verkefni, en hér er um norrænt samstarfsmál aö ræða á vettvangi fræðslusamtaka verkalýðshreyfingarinnar, — ABF i Norden. A dagskrá ráðstefnunnar eru ýmiskonar kynningar. Sjávaraf- uröadeild Sambandsins kynnir Is- lenskan sjávarútveg og farið verður i heimsókn i frystihúsið Meitilinn i Þorlákshöfn. A sér- stöku tslandskvöldi munu félagar úr Visnavinum m.a. koma fram. Einnig verða sérstakar kvölddag- skrár helgaðar Grænlandi og Færeyjum, sem þátttakendur frá þessum löndum hafa undirbúiö. Þá munu ráöstefnugestir þiggja boö Svavars Gestssonar félags- málaráöherra. I framhaldi af ráðstefnunni munu þrir Færeyingar og jafn- margir Grænlendingar dvelja hér á landi i nokkra daga i boði Al- þýðusambands tslands og kynna sér sérstaklega ýmsa þætti verkalýösmála hérlendis. Meðal annars munu þeir heimsækja verkalýðsfélögin i Vestmanna- eyjum og verkalýðsfélög og sam- bönd i Reykjaviic. — ekh Frá Siglufirði Á Siglufirði: Vinna fyrir alla „Hér á Siglufirði er nóg vinna fyrir alla, sem vilja vinna", sagði Guðmundur Pálsson bæjarritari er blaðamaður hringdi í hann. „Þó eru nokkrir á atvinnu- leysisskrá hérna. Þaö er fólk sem unnið hefur hjá Siglósild. Það missti vinnuna út af sölutregöu, en nú ætla Rússarnir vist aö kaupa meira”. Hvernig hafa togararnir fisk- aö? „Togararnir hafa fiskað vel. Það eru gerðir út þrir togarar héöan eins og stendur og þeir hafa aflaö fyrir frystihúsin, þannig aö þar hefur veriö nóg vinna. Ilafið þið ekki fengið sild? „Jú, en hún hefur öll verið fryst. Þó hafa nokkrar trillur verið með reknet og fengib góða sild, sem Egilssild hefur tekiö til vinnslu. Ég held þó að það sé eitt- hvaö að draga úr síldaraflanum”. En hvað með loðnu? „Loönan er ekki komin, við biöum eftir henni” Svo hafið þið húsaverksmiðju? „Já, húsaverksmiðjan Húsein- ingar gengur vel, enda afar vönduö framleiðsla hjá þeim, bæði vönduö vinna og valið efni, sem notað er”. Stendur bæjarfélagiö ekki i neinum stórræðum? „Það er verið aö malbika hérna núna þessa dagana i fyrsta skipti. Við malbikum nú þrjár götur og svo einnig plön og bilastæði. Mal- bikið fáum við allt frá Akureyri alls 2400 tonn”, sagði Guðmundur að lokum. SvKr.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.