Þjóðviljinn - 29.09.1981, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 29.09.1981, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 29. september 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA íi' íþróttir 0 íþróttir g) íþróttir Villa kom í gær Leikmenn Aston Villa voru kank- vlsir þegar þeír snæddu kvöld- verð á Sögu i gærkvöldi en á miö- vikudaginn leika þeir viö Vals- menn. Sá lengst til hægri á mynd- inni er fyrirliði liðsins, Dennis Mortimer. Ljósm. —gel. Kinn leikmanna Villa, David Geddis gerir sig liklegan til aö árita mynd fyrir einn a&dáenda Englandsmeistaranna. Ljósin.: — gel. Valur hélt jöfmi — og komu þannig í veg fyrir að liðsmenn Kunsevo ynnu alla leiki sína í íslandsferðinni Li&smenn sovéska handknatt- leiksli&sins Kunsevo fundu ekki jafningja sina i keppnisferöinni til Islands, sem varla er von, þar eö handknattleiksmenn okkar eru fæstir komnir i fulla æfingu. Dag- skrá sovéska li&sins var afar ströng því þeir léku á nær hverj- ORKUSTOFNUN GRENSÁSVEGI 9 - 108 REYKJAVlK Framlenging á umsóknarfresti um stöður hjá Orkustofnun Ákveðið hefur verið að framlengja til 20. októher 1981 umsóknarfrest um neðan- taldar tvær stöður hjá Orkustofnun, sem áður hafa verið auglýstar lausar til um- sóknar. Þegar sendar umsóknir gilda áfram og þarf ekki að endurnýja þær. 1. Stað forstjóra Stjórnsýsludeildar. Háskólamenntun áskilin. Menntun á sviði stjórnunarfræða og reynsla i stjórnun æskileg. 2. Staða starfsmannastjóra. Lögfræðimenntun æskileg og reynsla i starfsmannastjórn. Laun samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Umsóknir, er tilgreini menntun og fyrri störf sendist fyrir 20. október n.k. til orkumálastjóra, Orkustofnun, Grensás- vegi 9, 108 Reykjavik, sem vietir nánari upplýsingar. Orkustofnun um degi þanri tima sem heim-, sóknin stó& yfir. Kunsevo vann* fimm leiki af sex og geröi eitt jafntefli, viö Valsmenn i siöasta íeiknum. Kunsevo lék sinn næstsiðasta leik vi& FH á laugardaginn og þá fyrst fengu þeir umtalsvert viö- nám I feröinni og lauk leiknum með eins marks sigri Sovét- manna eftir miki& markaregn, 29:28. Þar lætur nærri aö skoraft hafi veriB mark hverja minútu i leiknum. Kristján Arason skora&i hvorki fleiri né færri en 13 mörk i leiknum, jafnmörg og Þorbergur A&alsteinsson gegn Kunsevo meö landsliöinu. Valsmenn voru svo eina li&iö sem náöi aö halda jöfnu gegn Sovétmönnunum. Orslit i leiknum ur&u 22:22 eftir mikla baráttu. Jón P. Jónsson skora&i 9 mörk fyrir Val og Þorbjörn Jensson 5 og voru þeir markhæstir Vals- manna. Sovésku leikmennirnir fóru þvl mikla sigurför til fslands enda var til þess tekiö hversu ög- uö framkoma leikmanna var á me&an heimsókninni stó&. I Hæsti pott- j ur frá upp- haf i í Getraunum i S. leikviku komu fram 5 ' raöir meö 12 rétta og var vinningshlutinn á hverja rö& kr. 20.660.- en með 11 rétta voru 156 raðir og vinnings- hlutinn kr. 283.00.- Þessir „tólfarar" skiptu með sér hæstu vinningsupp- hæö, sem komið hefur til skiptanna hjá Getraunum, en hún var nú i fyrsta sinn yfir 100.000.- kr. eða 10.3 millj. G. kr. Þeir komu víðs- vegar að af landinu, frá Akureyri, Fáskrúðsfirði, Vestmannaeyjum auk tveggja af höfu&borgarsvæ&- inu. Teitur tvisvar skoraði Teitur skora&i tvisvar i frösnku deildarkeppninni um helgina. Liö hans, Lens er engu a& siður i neðsta sæti deildarinnar. Þorbjörn Jensson sleppur framhjá varnarmönnum Kunsevo og skorar. —Ljósm.: —gel. Ovænt úrslitl á BobHope-j mótinu V-Þjó&verjirnn Bernhard Langer sigraöi á einu stærsta gólfmóti ársins. Bob Hope-mótinu sem fram fór i London um helgina. Margir af snjöllustu golfleikurum heims voru mættir tii leiks, golfleikarar eins og Ballesterios, Johnny Milles og Tom Watson. Enginn þeirra vann þó til umtals- ver&ra verölauna. Þjó&verj- irnn lék 54 holur á 200 högg- um, i 2. sæti varft Osterhuis, Englandi og i 3. sæti varö Ewen Murrey, Englandi. Þeir léku á 205 og 206 högg- um. Pétur lék ekki Anderlecht, Ii& Péturs Péturssonar er f efsta sæti I belgisku deildinni þegar lok- i& er 6 umfer&um. Meö Anderlecht i efsta sæti er gamla Iiði& hans Asgeirs Sig- urvinssonar, Standard Liege, bæ&i liðin hafa hlotið 9 stig i 6 ieikjum. Pétur Pét- ursson lék ekki með Ander- lecht á laugardaginn, en iiftið gersigra&i Winterslag 4:0 á heimavelli. Standar, ger&i jafntefli viö Tongeren, 2:2 á heimavelli.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.