Þjóðviljinn - 29.09.1981, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 29.09.1981, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 29. september 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Litið á konur sem varavinnuafl: Láglaunahópur krefst réttinda t ályktuii frá ráðstefnu verka- kvenna a<*> Olfusborgum segir ao konur séu að verða um helmingur viniiuafls þjóðarinnar i atvinnu- Ufinu. Muni þær vera meirihluti þeirra sem starfa aö verðmæta- sköpun. Telji konur um helming félagsmaniia f Verkamannasam- bandinu, séu þrisvar sinnum fleiri en karlar i Landssambandi iönverkafólks og i sambandi verslunarmanna séu þær nær helmingi fleiri en karlar. Þá vfaina nær eingöngu konur sem þjónustulið við sjúka, aldraða og böm. Þá segir i ályktuninni að all- ar þessar konur séu láglaunahop- ur i þjóðfélaginu. Þær séu rétt- indaminnsti hópurinn, og að litið sé á konur sem varavinnuafl." Yfir konur í fiskiðnaði ná ekki landslög um uppsagnar frest, þannig að næstum fyrirvaralaust er hægt að láta þær hætta störfum svo mánuðum skiptir. Þrátt fyrir þessa miklu at- vinnuþátttöku kvenna hafa áhrif þeirra ekki aukist að sama skapi og konur hafa litil áhrif i forystu verkalýðshreyfingarinnar. Síð- asta samningagerð Alþýöusam- bandsins hefur orðið til þess að auka launamismun þar sem lægstu hóparnir, konurnar fengu einnig lægstu prtísentuhækkun þrátt fyrir yfirlýsingar og loforð um hið gagnstæða. Konur eru nú að átta sig á þvi hvað skeð hefur i málefnum þeirra og margt bendir til að stefnt muni að hinu sama í fram- tiðinni. Konur koma þvi saman til að móta kröfugerð sina og ræða stöðu kvenna innan verkalýðs- hreyfingarinnar og á hvem hátt þær geta beytt áhrifum sinum i réttu hlutfalli við þátttöku i at- vinnulifinu að störfum og stjórn- um og samningum verkalýðs- hreyfingarinnar þar sem ákvarð- anir eru teknar um laun og rétt- indamál". Þá var samþykkt ályktun eða hvatning um að „verkakonur standi ekki upp ~f frá næstu samningum fyrr ne kauptrygg- ingasamningurinn verði færður i það horf að konur hafi raunveru- lega atvinnutryggingu eins annað fólk í landinu." og Meiri hlutdeild kvenna i samningum Þá samdi fundurinn eftirfar- andi ályktun: „Fundur haldinn að f rumkvæði Verkakvennafélaga við Faxaflóa ogfl. i ölfusborgum dagana 26. og 27~september 1981 gerir þá kröf u til forystu A.S.Í. að i komandi samningum verði konur kvaddar til að fjalla um sina sérsamninga svo sem ræstingu, bonus, mötu- neyti og kauptryggingarsamn- inginn og verði konur sem ger- þekkja hvernig honum er beitt fengið það verkefni. Jafnframt gerir fundurinn kröfu til að konur fái meiri hlut- deild i samningagerð og ákvörö- unum i kjaramálum en þærhafa haft fram að þessu. Um leið mót- mælir fundurinn þvi að i 54 manna nefndinni sem talinn er vera samninganefnd séu aðeins 10 konur, og krefst þess að þær verði helmingur". Fyrsta sýning leikársins á Litla sviði Þjóðleikhúsins: Astarsaga aldarinnar Miðvikudagirin 30. september n.k. frumsýnir Þjóðleikhúsið á Litla sviðinu nokkuð óvanalega leiksýningu. Er það sýning sem byggð er á frægri samnefndri ljóðabók finnsku skáldkonunnar Marta Tikkanen. Það er Kristin Bjarnadóttir leikkona sem hefur þýtt verkið og er hún jafnframt eini leikandinn í sýningunni, (vcrkið kom út i islcnskri þýðingu sl. vor V Leikstjórnin er i höndum Kristbjargar Kjeld, leikmynd og búning gerir Guðrún Svava Svav- arsdóttir og David Walters sér um lýsinguna. Helga Ingólfsdóttir semballeikari valdi tónlistina við sýninguna, en hún er sótt til danskra og finnskra. tónsmiða. Þetta er liklega I fyrsta sinn i islenskri leikhússögu, að leikrit er sett á fjalirnar, sem byggir að öllu leyti Á ljóömáli. Þessi tilraun er þvi einkar athyglisverð og á vonandi eftir að draga að sér is- lenska leikhúsurinendur. Sýningin stendur yfir i 1 1/2 klukkutima með leikhléi. M3rta Tikkanen gaf Astarsögu aldarinnar út i Finnlandi árið 1978, en hafði áður gefið út fjórar skáldsögur, m.a. Karlmönnum er ekki hægt að nauðga, sem Jörn Donner kvikmyndaði siðan. Er skemmst frá að segja að bókin vakti mjög mikla athygli fyrir hispurslausa einlægni og hlaut t.tf. Norræn bókmenntaverðlaun sem kvennasamtök veittu árið 1979 til að mótmæla einokun karl- manna á bókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs. Einhver áhrif hefur þessi veiting haft, þvi árið eftir hlaut Sara Lidman bók- menntaverðlaun Norðurlanda- ráðs fyrst kvenna. Annars er veit- Guðrún Svava Svavarsdóttir, Kristfn Bjarnadóttir, Kristbjörg Kjeld, Jóhanna Norðfjörð, Helga Ingólfsdóttir og David Walters. ing þessara verðlauna til Martu Tikkanen táknræn, auk þess að vera verðskulduð, þvi henni er of- arlega i sinni sú barátta sem hún varð að heyja til þess eins að geta sagt með reisn „Ég er rithöfund- ur", og vera laus við samviskubit yfir aö hún væri með ritstörfun- um að stela tima frá heimili og börnum. 1 Astarsögu aldarinnar lýsir höfundurinn sambandi sinu og eiginmannsins Henriks Tikkanen, sem er frægur teiknari og rithöf- undur og einnig áfengissjúkling- ur. Lýsingin á afleiðingum drykkjusýkinnar er nærgöngul mjög og hreinskilin, full af gremju og jafnvel hatri og nist - andi háði, en jafnframt glóandi af ást og samúð. Höfundurinn hatar og elskar I senn og hefur tekist aö miðla Hfsreynslu sinni og gefa henni þar með gildi fyrir aðra. önnur sýningin á Astársögu aldarinnar verður fimmtudaginn 1. október og þriðja sýningin sunnudaginn 4. október. Sýning- arnar hefjast kiukkan 20.30 á Litla sviðinu. Þess má að lokum geta, að von er á Marta Tikkanen I heimsókn til Islands I boði Norræna- hússins Bókaútgáfunnar Iðunnar og Þjóð- leikhússins: A þriöjudagskvöldið n.k. mun hún svo lesa úr verkum slnum i Norræna húsinu kl. 20.30 svo hér ber auðsjáanlega vel I veiði fyrir ljóðelska leikhiissunn- endur. — hst Ráðstefna í dag: Atviimumál öryrkja Formannafundur og ráðstefna SIBS hefst að Hótel Esju kl. 9.30 i dag. Til umræðu verða ýmsi innri mál SIBS svo sem: Kynningar- starfsemi og félagsmál, Aldraðir SlBS-félagar og reykingavarnir á vinnustöðum. Frummælendur verða: Kjartan Guðuason, form. SÍBS, Haukur Þórðarson, yfir- læknir og Björn Ólafur Hall- grimsson, formaður SAO. Kl. 10.30 hefst svo erindaflutn- ingur um atvinnumál öryrkja, stjórnandi Oddur ólafsson. Erindi flytja: Gylfi Asmundsson: Rannsókn og mat á vinnuhæfni öryrkja. Steinar Gunnarsson: Oryrkja- vinna á MUlalundi. Þorvaldur Jónsson: Oryrkja- vinna á Akureyri. Halldór Rafnar: öryrkjavinna Blindrafélagsins. Björn Astmundsson: öryrkja- vinna á Reykjalundi. Að erindaflutningi loknum veröa umræður og fyrirspurnir. Farið verður I heimsdkn I Mvilalund, Armiíla 34 kl. 15.00 og þaðan I nýbyggingu að Háuini. — mhg Skrifstofa framtíðarinnár Skýrslutæknifélag (slands og Stjórnunarfélag islands efna sameiginlega tii námstefnu um SKRIFSTOFU FRAAATIDARINNAR. Vegna gíf urlegrar aðsóknar er ákveðið að halda námstefnuna í HATÍÐARSAL HASKÓLA IS- LANDS. Eru því fáein sæti enn óbókuð. Verður hún haldin fimmtudaginn 1. október og'hefst kl. 13.30. Öagskrá: 13:30 Námstefnan sett. — Hörður Sigurgestsson formaður Stjórn- unarfélags islands 13:40 Skrifstofa framtíðarinnar og skipulag hennar — AAartyn J. Harper, A.K. Watson International Education Centen IBAA 14:10 Sítenging ritvinnslu við stærri tölvur — tölvuboðmiðlun — Byron Jacobs, ADR Princeton, USA 14:40 Skrifstofutæki níunda áratugarins — Gunther Jang, Wang USA. 15:10 Kaffihlé 15:30 Símatækni á skrifstofu framtíðarinnar — Guðmundúr Ölafsson verkfræðingur 15:50 Þróun á skrifstofu f ramtíðarinnar í is- lenskum fyrirtækjum — Sigurjón Pétursson rekstrarhagfræð- ingur 16:10 Tæknivandamál vegna íslenskra bókstafa — Björgvin Guðmundsson verkfræðingur 16:20 Orðaskiptingar við ritvinnslu — Árni Böðvarsson cand. mag. 16:30 Pallborðsumræður og fyrirspurnir — Dr. Jón Þór Þórhallsson formaður Skýrslutæknifélags íslands stjórnar um- ræðum. i lok námstefnunnar er þátttakendum boðið að skoða sýningu á skrifstofutækjum framtíðarinnar. Rútuferð verður f rá Háskóla is- lands til Hótels Loftleiða með þátttakendur. Þátttaka tilkynnist til Stjórnunarfélags íslands, Síðumúla 23, sími 82930. Skrifstofutæki framtídarinnar i tengslum við námstefnuna verður efnt til sýn- ingar á skrifstofutækjum framtiðarinnar, og verður hún í Kristalssal hótelsins. Á sýningunni sýna 18 aðilar ýmsan búnað sem að líkindum verður tekinn í notkun á skrifstofum á næstu árum. Sýningin verður opin almenningi dagana 2.—4. október kl. 14:00—20:00. SKÝRSLUTÆKNIFÉLAG ISLANDS STJÓRNUNARFÉLAG ÍSLANDS &Jt&*W9QW?QW?QW?&S*9 Þetta er auglýsing upp þannig sett að athygli vekur hún nána. Ég yrki kvæöi lipur og létt um lifendur jafnt sem dána. t I I I cfcV&cfcV»cfcV»cfcVácfcV»cfcVð t Ég sel mina vöru um dægrin dimm sem dagsins bjartasta tíma. 1fjórum fimmtíu og tveim núllfimm «3 finniöi mig i sima. *<^

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.