Þjóðviljinn - 29.09.1981, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 29.09.1981, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 29. september 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Veikindi Kekkonens Finnlandsforseta: Kosningaskjálfti er hlaupin í flokkana FRÉTTASKVRING Stjórnmálaástandið í Finnlandi er mjög spennt um þessar mundir. Aðalorsökin er hrakandi heilsufar Urho Kekkonens forseta, sem óneitalega hefur þegar hleypt kosn- ingaskjálfta í flokkana. Flestir búast nú við for- setakosningum í febrúar, en nýr f orseti mun væntan- lega taka við embætti 1. mars, eins og venja er þar í landi. Forsetinn er nú i veikindafrii til 10. októver, en þá mun rikis- stjórnin koma saman og f jalla um heilsufar forsetans og meta aðstæður út frá þvi sjónarmiði hvort Kekkonen sé fær um aö gegna forsetaembættinu. Það er ekki sennilegt að rikis- stjórnin leggi i að ýta forsetanum til hliðar, heldur eru allar likur á að liflæknar forsetans verði látnir gera honum grein fyrir þvi að hann verði að draga sig i hlé af heilsufarsástæðum. Baráttan um forsetaembættið mun aðallega standa á niilli tveggja flokka, sósialdemókrata og miðflokksmanna (svipar til framsóknar á tslandi). Forsetakosningar i Finnlandi fara fram með þeim hætti að þjóðin kýs sér 300 kjörmenn, sem siðan velja þjóðinni nýjan þjóð- höfðing ja. Ef einhver frambjóðenda nær yfir 50 af hundraði kjörmanna við Frá sfðasta afmælisdegi Kekkonens: blóm. fyrstu umferð, nær hann kjöri, annars verða umferðirnar 3 og sá vinnur sem flest kjörmannsat- kvæði hlýtur. Þegar Kekkonen var kosinn i fyrsta sinn 1956 fékk hann 151 at- kvæði gegn 149 atkvæðum Karl August Fagerholm. En frá 1956 eru 25 ár, og á þeim tima sem liðinn er hefur stuðn- ingurinn við Kekkonen forseta farið jafnt og þétt vaxandi. 1978 var svo komið að forsetinn var cinróma sjálfkjörinn til ann- arra 6 ára, eða til ársins 1984. En síðan hafa veður skipast i lofti og heilsu forsetans farið að hraka, sjóndepra og heyrnar- skerðing hafa háð honum nokkuð siðustu árin, og nú er svo komið að forsetinn er rúmliggjandi vegna heilablæðinga, sem hafa verið að ágerast siðustu daga. A svo til hverri stundu er buist við tilkynningu um að forsetinn dragi sig i hlé, en gegn slikri ákvöröun berjast borgaraflokk- arnir öllu afli. Barnakór kom i heimsókn með Koivisto næstur Að þeirra mati yrði afsögn Kekkonens nú sósialdemókrötum mjög hagstæð, þvi aö núverandi forsætisráðherra og staögengill forsetans, Mauno Koivisto, verð- ur væntanlegur forsetafram- bjóðandi þeirra. Frambjöðandi hægrimanna er enn óviss, talað er um fyrri for- mann hægriflokksins (Safnaðar- flokksins) Harri Holkeri, en yfir- borgarstjór'i Helsingfors og mikill atkvæðasafnari hér á árum áður, Raimo Ilaskivi hefur einnig heyrst nefndur. Miðflokksmenn eru að dubba upp fyrri utanrikisráðherrann Ahti Karjalainen, en forseti finnska þingsins, Johannes Viro- lainen kemur einnig sterklega til greina i þeim flokki. Stærstu erfiðleikarnir i þessu forsetamáli rikja innan Lýðræðisbandalagsins, en Kommúnistaflokkurinn er aðili að þvi. Flokkurinn hefur um árabil átt við mikil innri vandamál að striða, svipuð þeim sem herja á Sjálfstæðismenn á Islandi, þar sem varaformaður fiokksins hefur æfinlega verið i stjórnar- andstöðu þegar formaður flokks- ins og meirihluti hans hefur verið i rikisstjórn. t þeim herbúðum er ekki hlaupið að þvi að sameinast um frambjóðanda, en nöfn eins og Paavo Aitio og Kalevi Kivistö hafa heyrst. Aito er fyrrum varaforseti finnska þingsins og fjármálaráð- herra, Kivistö er formaður Lýð- ræðisbandalagsins og ekki félagi i Kommúnistaflokknum. Einnig getur svo farið að minnihluti kommúnistaflokksins, harðlinumennirnir, bjóði fram eigin mann. Granninn í austri Einkennandi fyrir alla þá menn sem hér hafa verið nefndir er að allir hafa þeir góð tengsl við ná- grannann i austri, Sovétrikin. Sovétrikin munu þvi geta fylgst með forsetakosningum i Finn- landi i rólegheitum, engin hætta er á að stefna landsins i utanrikis- málum muni breytast, og sovét- menn hafa engar áhyggjur af finnskum málefnum meðan svo er. Aftur á móti er tilvera Sovét^ rikjanna og tengsl landanna notuð miskunnarlaust i stjórn- málabaráttunni innanlands. Nú þegar er hafin herferð i dag- blaði miðflokksmanna gegn Kovisto, þar sem sósialdemo- kratar eru bornir þungum sökum um óábyggilegheit i utanrikis- Koivisto málum og alit gert til þess ,að koma höggi á forsætisráðherrann Koivisto. Vinsældir Koivisto um þessar mundir eru mjög miklar i land- inu, talið er að ef kosið yrði nú, þá mundi 80 af hundraði fylgja kjör- mönnum Koivisto. Hrossakaup Kjörmannakerfið býður þó upp á ólýðræðisleg vinnubrögð, ef enginn frambjóðandi nær meiri- hluta kjörmanna. Þá geta hafist hrossakaup flokkanna, og með slikum að- ferðum getur svo farið að sá frambjóðandi sem i kjörmanna- kosningunum nær næstflestum atkvæðum verði kjörinn. Þannig fór 1956, þegar kjör- menn kommúnista studdu Kekkonen og ekki Fagerholm, sem i upphafi hafði hlotið fleiri kjörmenn, en ekki náð meirihluta þeirra. Hvernig sem kosningar fara i febrúar n.k., ef Kekkonen nær ekki heilsu sinni aftur, sem varla er við að búast, þá mun öll stjórn- málabarátta i Finnlandi harðna á næstu misserum. Einnig er vafasamt að stjórn Koivisto sitji mikið lengur, þvi miðflokksmenn munu litt spennt- ir fyrir þvi að Koivisto gegni for- setastörfum i forföllum Kekkon- ens fram að kosningum. Borgþór S. Kjærnested Kosningaslagur í Grikklandi: Ertu með eða á móti Andreas Papandreú? Hinn helleniski sósialista- flokkur Andreasar Papandreús, PASOK, er liklegur til að vinna mjög á i þingkosningum sem fram fara i Grikklandi nú i októ- ber niiöjuiu. En óvíst er samt talið hvort hann fái hreinan meirihluta, fremur en hinn stóri borgaraflokkur Nýtt lýðræði, sem nú fer með völd. Þar með þyrfti i fyrsta sinn siðan herfor- ingjastjórninni var steypt árið 1974 að bræða saman sam- steypustjórn á Grikklandi. Það gæti orðið erfitt. Sam- starf stóru flokkanna tveggja, PASOK og Nýs lýðræðis er afar ósennilegt. Báðir gætu freistast til að leita á náðir þess sem eftir er af Lýðræðislega miðjubanda- laginu, sem fékk um 12% at- kvæða i siðuslu kosningum. En sú hreyfing er nú þriklofin, og mun þvi fá næsta fá þingsæti ef aðlikum lætur. Kosningakerfið i Grikklandi er þannig, að það stækkar þingflokk stærstu flokkanna á kostnað hinna minni. Það bætir t.d. verulega hag flokks ef hann kemst yfir 15% eða 30% mörkin i kosning- um. Herinnaftur? Kommúnistaflokkurinn KKE, sem er Moskvuhollur, getur komið til greina sem samstarfs- aðili PASOK. Hanr. fékk 9% at- kvæða i siðustu kosningum, og er nú i nokkurri sókn — gæti jafnvel fengið 15% atkvæða. En þá vaknar sú spurning hvort griski hérinn mundi sam- þykkja slika samvinnu. Um 2000 liðsforingjar luku sinu herskóla- námi á tima hinna andkomm- únisku herforingjastjórnar, og sú beiskja sem borgarastriðið i Grikklandi á fimmta áratugn- um skildi eftir sig er sögð mjög sterk i hernum. Það gæti enn orðið freisting liðsforingjum að steypa stjórn sósialista og kommúnista — og er ekki að efa, að þeir haukar sem nú ráða rikjum i Washington mundu sýna slfku valdaráni mikinn skilning og umburðarlyndi. t hernum munu nokkuð blendnar tilfinningar uppi i garð Andreasar Papandreú. Fjand- skapur hans við gamlan óvin, Tyrkland, fellur þar i góðan jarðveg, en miklu siður sá boð- skapur hans, að hann vilji helst halda Grikklandi utan hernað- arbandalaga og sem næst rikj- um eins og Júgóslaviu. Natóog Tyrkir Papandreú telur sig fátt eiga gott að þakka Bandarikjamönn- um, sem hann ásakar oft um að bera ábyrgð á smánarárunum sjö þegar herforingjaklikan réði lögum og mannslifum i landinu. Hann hefur lengi boðað, að Grikkir ættu að loka bandarisk- um herstöðvum og segja sig úr Nató. Hann er einnig þeirrar skoðunar að Grikkir hafi gert yfirsjón þegar þeir gengu i Efnahagsbandalagið i janúar leið. Sem fyrr segir hefur hann einnig skirskotað óspart til fjandskapar og ótta við Tyrk- land. Hann sakar hinn ihalds- sama og um margt litlausa for- sætisráðherra, Georg Rallis, um linkind, hik og afsláttar- stefnu gagnvart Grikkjum, sem ekki geri annað en „hvetja Tyrki til aðgerða sem eru eins og sprengja undir friðarstóli á Eyjahafi". Rallis hefur með samninga- viðræðum og öðrum ráðum reynt að bæta sambúðina við Tyrkland, sem hefur verið mjög stirð eftir aðTyrkir lögðu und- ir sig norðurhluta Kýpur og gerðu f jölda grískættaðra manna I eyrikinu heimilislausa. Rikin hafa lika átt I illdeilum út af skiptingu landgrunns á Eyja- hafi, en nokkrar griskar eyjar liggja mjög nálægt ströndum Tyrklands: þegar olia fannst á þessum slóðum var fjandinn laus, sem búast mátti við. Talarvarlegar Hitt er svo annað mál, að Andreas Papandreú hefur feng- ið orð á sig fyrir að vera ekki sérlega stefnufastur. Það getur verið nokkuð á reiki hvar hann stendur i ýmsum málum. Eftir þvi sem kjördagur nálgast hefur hann dregiö úr ýmsum staðhæf- ingjum og reynir sem mest að tengja nafn sitt við hinn „franska sósialisma" Francois Mitterrand, sem hann hefur Papandreú er hér að fara með trúarjátniuguna fyrir klerka __ og mun varla skaða hann i kosningaslagnum, segir vikublaðið sem myndina birti. reyndar lengi átt gott samband við. Nýlega hefur hann t.d. sagt, að bandariskar herstöðvar i Grikklandi séu samningamál — má vera hann vilji selja Banda- rikjamönnum dvalarleyfi ef þeir i staðinn dragi úr hernaðar- aðstoð við Tyrki. Hann er og hættur að tala um Jugóslavlu sem hina sósialisku og hlutleysu fyrirmynd. Að þvi er varöar Efnahagsbandalagið, segir Papandreú nú, að hann muni ef til vill biða I nokkur ár áður en hann biður Grikki að fara úr þeim félagsskap. En á meðan ætlar hann að likindum að brjóta ýmsar reglur EBE i þágu griskra hagsmuna. Lygarog svik Kosningaslagurinn er mjög harður og persónulegur. Orð eins og lygar, svik og gjaldþrot þjóta i milli, asakanir og gagn- ásakanir frá flokkunum fylla fjölmiðla. Enginn kann betur aö leika á fjölmiðlana en Papan- dreú með sinum harðskeytta sóknarstil. Hann leikur óspart á starengi ótta Grikkja við margskonar erlend áhrif og itök. Aðalandstæðingur hans, Rallis forsætisráðherra, er miklu dauflegri persónuleiki. " En einnig hann leikur mjög á strengi óttans — hann reynir sem mest hann má að hræða Grikki viö afleiðingunum af þvi að snúa baki við Vesturveldun- um og taka upp „marxiskan sóslalisma". Jafnvel þótt Andreas Papan- dreú fengi hreinan meirihluta á þingi er stjórnarskrá landsins honum nokkur fjötur um fót á leið til valda. Eins og i Frakk- landi er ekki ráð fyrir þvi gert, að forseti landsins og forsætis- ráðherra séu ur ólikum politisk- um fylkingum. Hafi Papandreú þingstyrk til að verða mynda stjórn verður hann að byrja að glima við helsta andstæðing sinn fyrrum, Karamanlis, sem nú er forseti. áb tók saman.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.