Þjóðviljinn - 29.09.1981, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 29.09.1981, Blaðsíða 15
frá M Þriðjudagur 29. september 1981 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 15 Hringið í sima 81333 kl. 9-5 alla virka daga, eða skrifið Þjóðviljanum lesendum Hulda vill a& hafin verði almenn f jársöfnun til að kaupa uppsetta vinnustofu Kjarvals — Llfshlaupið. Söfnum fyrir Lífshlaupi Hulda Pétursdóttir hringdi til blaösins og vildi koma eftir- farandi á framfæri: Hvers vegna I ósköpunum er ekki efnt til fjársöfnunar meðal almennings til aö kaupa Lifs- hlaupiö hans Kjarvals? Það gæti varla verið minna tilefni nú heldur en þegar þjóðin keypti geirfuglinn forðum. Það getur vartfartðá milli mála að þetta listaverk Kjarvals á að vera eign þjóðarinnar og má þvi ekki fyrir nokkurn mun verða selt úr landi. Auðvitað er um óskaplega hátt söluverð að ræða, en er ekki einmitt sjálfsagt að eign þjóðarinnar sé keypt af þjóðinni sjálfri? Brandara- smiðir á blaðinu Hefuröu heyrt um mann- inn sem var svo mjór að þaö komst bara ein rönd fyrir á náttfötunum hans? Molli mjói var svo mjór að hann varð að sofa í poka utanaf veiðistöng- inni sinni þegar hann f ór í veiðiferðalög út úr bæn- um. Þegar Molli stóð upp- réttur í skólanum þá f ékk hann skróp! Veistu af hverju Molli hætti að skrifa til ham- ingju með afmælið á af- mælisterturnar? Svar: Af því að rjóminn klesst- ist svo mikið á ritvélina. Þetta eru strákarnir hérna á blaðinu. Þeir heita Stefán sendill Baldursson og Logi simasveinn Bergmann. Einn daginn tóku þeir sig til og sömdu nokkra brandara og senda ykkur hér með. Með þeim fylgir áskorun til ykkar um að senda Barnahorninu brandara: Þegar Jón og Sigga kona hans fóru í flugferðina yfir Atlantshafið um árið, heyrðist rödd flug- stjórans skyndilega: Ef þið lítið út á hægri væng þá sjáið þið að hann stendur í björtu báli. Ef þið lítið út á þann vinstri Barnahornid — þá sjáið þið að hann vantar. Ef þið lítið niður ögn til hægri, þá sjáið þið mig í gulum gúmmí- björgunarbát. — Bless, bless. Veistu hvernig áletrun- inni á botninum í Haf nar- f jarðarlauginni var breytt? Þið getið fengið kveikjara að láni hjá bað- verðinum. Sjonvarp kl. 20.35 Þjóð- skörungur Indlands Myndin i kvöld er um frelsishetju Indverja. Mahatma Gandhi. Markmið Gandhis og fylgismanna hans var sjálfstæði Indlands. Hann stóð fremstur i flokki þeirra Indverja sem stóðu i ströngu gegn breska her- námsliðinu og breskum yfir- ráðum á Indlandi. Gandhi boðaði andóf án ofbeldis og þótti mestur andans manna meðal þjóðarleiðtoga á sinni tiö. Arangur Indverja i frelsis- Mahatma Gandhi leiðtogi lnd- lands og boðandi hins ofbeldis- lausa andófs gegn nýlendu- stjórn Breta. baráttunni gegn Bretum gaf öðrum kúguðum þjóðum byr undir báöa vængi i frelsisbar- áttu þeirra. Og af þvi við höf- um svo gaman af ættfræöi hér á Þjóöviljanum, — þá skal þess getið aö gamli góði Gandhi var tengdafaðir Indiru Gandhi. Hun er hins vegar dóttir Nehrus sem tók viö leið- togatign af Gandhi á sinum tima. Sjónvarp kl. 21.35 Breytingar 1. október i kvöld verður umræðuþátt- ir i beinni útsendingu um breytingar á umferðarlögun- um. Þær breytingar, svo sem um bilbelti og hjólreiðabrautir hafa verið mikið i umræðu undanfarið. Umræðunum stýrir ÓIi H. Þórðarson. Þátttakendur eru m.a. Ómar Ragnarsson, Bjarni Pálmarsson, leigubilstjóri, Halldór S. Rafnar frá Oryrkjabandalaginu og Oskar ^k Sjónvarp Ty lcl. 21.05 Óvænt endalok Þættirnir Óvænt endalok eru oft harla spennandi og mein- laust skemmtiefni. Aðeins það besta heitir þátturinn I kvöld og fjallar eftir þvi sem við höf- um best fregnað hjá heimild okkar í sjónvarpinu, um Arthur nokkurn sem vill gift- ast dóttur yfirmanns sins. Til að ná þvi ráði fær hann sér til hjálpar Charley, flytur inn til hans til aö þiggja góð ráð — og lánar honum pen- inga. Sá maður er hinsvegar ólason yfirlögregluþjónn. Auk þess koma fulltrúar annarra aðilja við sögu i þættinum. Það telst til tiðinda að i þættin- um verður sýnd fyrsta islenska leikna umferöarkvik- myndin. Ber hún nafniö Bildór og er um átta minútur að lengd. Arthur reynir að heilla dóttur yfirmannsins. AUt fær það mál óvænt endalok. undirförull og er á þeim bux- unum að hverfa án þess að borga lánsféð til baka. Hinn er á biðilbuxunum og.... enda- lokin verða óvænt. Myndin er byggð á sögu eftir Stanley Ellin en Denis Cannon færði i leikbúning. Aðalleikendur eru Jerney Clyde og Michael Kitschen. Miirir^llmr i ..„^fets Að vestan í kvöld Finnbogi Hermannsson ræðir I kvöld kl. 22.35 i þættinum Aö vestan við þá Reyni Adólfsson og Kristján Jónsson. Við Reyni ræöir hann um ferðamál á Vestfjöröum en við Kristján um rekstur djúpbátsins Fagraness. Útvarp kl. 23.00 Scherlock Holmes A hljóðbergi i kvöld ver&ur fluttur þáttur um Scherlock Holmes og Bæheimshneykslið mikla eftir Artúr Conan Doyle. Sá sem leikur og les heitir Basil Rathbone. Þáttur- inn er að vanda i umsjá Björns Th. Björnssonar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.