Þjóðviljinn - 09.10.1981, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 09.10.1981, Blaðsíða 1
Enn dregur til tíðinda á Selfossi: UuÐVIUINN Uppsagnir hjá kaupfélaginu Arni Reynisson. Betrí heimili, fleirí pláss Fyrir áramótin flytja krakkarnir á skóladagheimilinu á Suöurborg i nýbyggingu sem verib er aö ganga frá á sömu lóö og dagheimiliö er. Þá rýmkast um dagheimiliö og þaö fær 20 pláss til viöbótar. Myndin hér aö ofan er úr skóladagheimilis- deildinni. Dagvistarmálin og fram- kvæmdir i þeim efnum i tið vinstri meirihlutans i Reykjavik eru til umræðu i opnunni i dag og Guðrún Helgadóttir, formað- ur stjórnar dagvistar situr þar fyrir svörum. I máli Guðrúnar kemur m.a. fram að miklar breytingar hafa verið gerðar á skipulagi og starfi dagvistar- heimilanna i tið núverandi meirihluta og fyrir dyrum stendur endurskipulagning á Félagsmálastofnun borgarinn- ar. Þá hefur Guðrún lagt fram á þingi tillögu um að gerð verði námskrá fyrir dagvistarheimil- in en kapp hefur verið lagt á að efla uppeldis- og kennsluaðstöðu á þeim. Um næstu áramót verða dagvistarheimilin sem tekin hafa verið i notkun frá þvi á miðju ári 1978 orðin 12 talsins og þá munu hátt á sjötta hundrað ný rými hafa bæst við. SJA OPNU Föstudagur 9. október 1981, 225. tbl. 46. árg. Sjómenn mjög óánægðir með síldarverð Síldarbátarnir á leið í land Mótmælafundur verður haldinn á Eskifirði í dag Mikil óánægja ríkir meðal sjómanna á síld- veiðibátunum vegna hins nýja síldarverðs/ sem samþykkt var í verðlags- ráði sjávarútvegsins með atkvæðum oddamanns og kaupenda s.l. miðvikudag. I gær bárust þær fréttir að allir síldveiðibátarnir væru á leið i land. — Við höfum ákveðiö aö fara allir til Eskifjarðar og halda þar fund á morgun (i dag) um þetta mál og ég er þess fullviss aö eng- inn bátur fer út aftur fyrr en verð- iö hefur veriö leiðrétt, sagði Egg- ert Stefánsson, skipstjóri á Kára frá Hornafirði i samtali við Þjóð- viljann seint I gærdag. Eggert sagði að engin leið væri til þess að gera út á sild fyrir það verð sem ákveðið var s.l. mið- vikudag. Verð á meöalsild er 1.15 kr. upp i 1.63 kr. fyrir kg. en Egg- ert sagði að veröið yrði að fara vel yfir 2 kr. fyrir kg. svo viðun- andi væri. Loks sagði hann aö samstaða væri mikil meöal sjó- manna um að stöðva veiðar þar til verðið hefur verið leiðrétt. Loks má geta þess að fulltrúar seljanda i verðlagsráði sjávarút- vegsins, Ingólfur Ingólfsson og Agúst Einarsson létu bóka eftir- farandi i verðlagsráði s.l. mið- vikudag:. „Við undirritaðir fulltrúar sjó- manna og útgerðarmanna i yfir- nefnd Verðlagsráðs sjávarút- vegsins við verðlagningu á sild til söltunar, mótmælum harðlega þeirri verölagningu, sem nú hefur átt sér stað, og felur i sér aöeins tæpa 19% hækkun frá þvi á s.l. hausti, þrátt fyrir aö söluverð á saltsild hafi á sama tima hækkað um 30% i krónum taliö. Við þessa verölagningu kemur bersýnilega i ljós þaö hlutskipti Verölagsráðs sjávarútvegsins að skipta þeim molum, sem eftir eru, þegar allir aðrir aðilar, sem hlut eiga að máli, hafa fengiö sinn hlut aö fullu upp borin”. —S.dór. Við erum að flytja í nýtt og stórt húsnæði og því höfum við sagt öllu starfs- fólkinu upp. Ég hef ekkert taliðsaman hversu margir það eru/ sagði Oddur kaup- félagsstjóri Sigurbergsson þegar blaðið innti hann eft- ir uppsögnum starfsfólks hjá Kaupfélagi Árnesinga á Seifossi. — Við segjum öllum upp til að geta haft frjálsar hendur viö nýja tilhögun á deildum hjá okkur. Við vitum ekki enn hvort einhverjir veröa látnir hætta eöa hvort þarf að bæta viö mannskap. — — Uppsagnirnar eru miðaðar við áramótin, uppsagnarfrestur- inn er þrir mánuöir. 1 nýja hús- næðinu verður allri tilhögun breytt sumar deildir lagðar niður og aðrar settar i gagniö, svo það er ómögulegt að segja mi hvernig starfsfólkið kemur til meö að raö- ast niöur á nýja staðnum. — Nei, ég hef ekki oröið var viö nein viöbrögð hjá starfsfólki hér. Þaö er enginn hasar útaf þessu máli hérna, svo þaö er litiö varið i það fyrir ykkur á Þjóðviljanum, sagði Oddur kaupfélagsstjóri að lokum. óg 1 sogukróknum á skóladagheimilinu I Suðurborg. Lilja Thorp, forstööumaöur les fyrir krakkana. Ljósm. — gel. Oddur kaupfélagsstjóri. Þaö er enginn hasar útaf þessu máli hérna svo þaö er litið variö i þaö fyrir ykkur á Þjóöviljanum. Fjöldauppsagnir á Selfossi Ekkert samráð haft við stéttar- féiagið Þaö er auðvitað óþægi- legt að hafa ekki fengið að vita um þessar f jöldaupp- sagnir fyrr, sagði Karl J. Eiríksson, formaður Verslunarmannafélags Arnessýslu, þegar blaðið leitaði álits hans á fjölda- uppsögnum Kaupfélags- ins. — Nei, viö i Verslunarmanna- félaginu vorum ekki hafðir meö i samráði um þetta. I uppsagnar- bréfunum mun vera sagt aö viðkomandi sé sagt upp „vegna skipulagsbreytinga”. og að endurráöning komi til greina. Kaupfélagsstjórnin mun ekki vita hversu marga starfsmenn þeir þurfa i nýja húsnæðinu. Starfs- menn sem hafa fengið uppsagnarbréf og eru i Verslunarmannafélaginu munu vera á fimmta tug, — aö þvi er maöur hefur heyrt. Auk þess munu nokkrir bilstjórar og pakk- húsmenn hafa fengið uppsagnar- bréf. Þaö er auðvitaö óþægilegt fyrir starfsfólk aö búa við óöryggi um atvinnuhorfurnar. Stjórn Verslunarmanna- félagsins mun ræöa máliö á fundi sinum I kvöld. Viö þurfum til dæmis að fá nákvæma tölu um okkar félaga sem sagt hefur veriö upp og ákveöa til hvaöa ráöa skuli gripið, sagði Karl J. Eiriksson, formaður Verslunarmannafélags Arnessýslu aö lokum. — óg. Lækkandi loðnuverð Verður veiðum hætt? Ráðinn fram- kvœmdastjóri íslensku óperunnar Árni Reynisson hefur verið ráð- inn framkvæmdastjóri Islensku óperunnar frá 1. okt. sl. aö telja. Alls sóttu sjö um starfið, en um- sóknarfrestur rann út 1. sept. sl. Arni er kunnastur fyrir störf áin sem framkvæmdastjóri Land- verndar og siðar Náttúruvernd- arráðs. Mikil óánægja er nú meðal loðnusjómanna og útgerðarmanna loðnubáta vegna þess að horf ur eru á að loðnuverð lækki úr 450 kr. á tonnið niður í 300 kr. vegna breyttra markaðs- ástæðna. Loðnusjómenn og útgerðarmenn vilja að rikissjóður ábyrgðist óbreytt loðnuverð og leggi fram það sem á vantar i von um batnandi horfur. Ríkisstjórnin telur hins- vegar að eðlilegra sé að Verðjöfnunarsjóður nýti heimild sem hann hefur til lántöku með ríkisábyrgð til þess að brúa bilið. Fundahöld verða meðal útgerö- armanna loðnubáta og sjómanna næstu daga og rætist ekki úr þess- um málum má gera ráö fyrir að loönuveiöum veröi hætt, þótt ekki sé búið að veiða nema svo sem 100 þúsund tonn af loðnukvótanum. — ekh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.