Þjóðviljinn - 09.10.1981, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 09.10.1981, Blaðsíða 15
Föstudagur 9. október 1981 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 15 frá Hringið i sima 81333 kl. 9-5 alla virka daga, eða skrifið Þjóðviljanum lesendum Pétur Ridgewell skrifar: Ég hefekki séð Superman — fæ liklea ekki tóm til þess, enda lélegt leikrit að sögn þeirra sem vithafa fyrir mér i þessum efnum. Að visu urðu 15 ára st jUpdóttir min og 8 ára dóttir min yfir sig hrifnar af sýningunni, höfðu um hana mörg ýkjukennd hrósyrði á torskiljanlegu táningamáli. En þetta eru óvitar sem hafa gaman af innantómum látum og ærslum. — Miklu meiri trúnað legg ég i leikdóm Sverris mins Hólmarssonar, sem greinilega veithvað hann syngur. Loksins fengum við „defini- tifa” skilgreiningu á hug- takinu list hjá honum i Blaðinu okkar umdaginn: það er list.sem ekki er samfélags- pólitik, og það sem er sam- félagspólitík er vissulega ekki List. Eins og Sverrir bendir svo hnyttilega á nær það engri átt að búa til leikverk úr þvi sem annars væri hægt að segja i kennslubókum eða útvarpserindum, með sliku mótí skapast veruleg hætta á að börn okkar verði fyrir annarlegri ólistrænni reynslu af ýmsu tagi, fái kannski þá griilu i hausinn að leikhús sé staður þar sem hægt er að skemmta sér. Svo vil ég benda á, að Sverrir hefur fundið upp glænýja aðferð til að komast að þvi hvort menn eru haldnir fordómum eða ekki. Hún er sú að spyrja þann, sem kynni að vera haldinn tilteknum fordómum, til að mynda 12 ára dóttur manns, hvort hún kannist við þessa fordóma af eigin raun. — Þvi að hver er dómbærari á eigin fordóma- leysi en sá sem enga fordóma hefur (og endilega að nota svarið sem alvöruinnlegg i leikkri'tik)? Pétur Ridgewell. Supermann ekki listrænn? Or sýningu Alþýðuleikhússins á Súpermann. — Ljósm Barnahomid Geturðu hjálpað apanum að finna póst- kassann? Jón Múli djassar t kvöld ætlar Jón Múli að bregða nokkrum jassplötum á fóninn. Manninn þarf ekki að kynna, en marga fýsir eflaust að kynnast tónlistinni sem Jón Múli kemur á framfæri við hvert tækifæri sem gefst. Þátturinn hefst kl. 23.00 — stundvislega. Hamar og sigð Sjórtvarp TF kl- 21.15 I kvöld fáum við að sjá siðari þáttinn um sögu Sovét- rikjanna frá byltingunni, árið 1917 allt fram á þennan dag. I myndinni er notast við heim- ildaefni frá Sovét, sem sumt hefur að sögn sjónvarpsins aldrei sést áður. Auk þess bregða breskir leikarar sér i gervi helstu leiðtoga Sovét- rikjanna og fara með búta úr ræðum þeirra — allt frá Lenin til Brésnjefs. Myndiná aö byrja kl. 21.15, en liklegt er þó að hún verði mun seinna á dagskrá, eins og annað efni sjónvarpsins. Auglýsingaflóöið dregur þessa dagana allt efni á langinn. Hér eru hinir raunverulegu Lenin og Brésnjéff, en í myndinni f kvöld fara leikarar i gervi þeirra. Dularfull morðgáta K vikmyndin sem s jónvarpið sýnir i kvöld ber heitið Húsið við Eplagötu (House on Greenapple Road), bandarisk sakamálamynd fráárinu 1970. Myndin gerist i litlum bæ i Kaliforniu og hún hefst á þvi að li'til stúlka kemur heim úr skóla i blóði drifið eldhús. Móöir stúlkunnar er horfin og fá áhorfendur að fylgjast með Sjónvarp 22.10 rannsóknarlögreglumönnum við að reyna að upplýsa gátuna. Þýðandi, Þórður Orn Sig- urðsson,sagðiokkur að mynd- in væri vel yfir meðallagi i spennu og vildi mæla með henni sem skemmtiefni. Kvikmyndalistafólk skyldi hins vegar ekki vænta þess að sjá önnur tæknileg tilþrif, en gengur og gerist i spennu- myndum af þessu tagi. — Sem sé, góð skemmtun, en varist að láta börnin sjá — hún er ekki við þeirra hæfi, segir sjónvarpiö.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.