Þjóðviljinn - 09.10.1981, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 09.10.1981, Blaðsíða 7
Föstudagur 9. október 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Þróunarlöndin: Samvinnu- félögín besta lausnin Amiaö af tveimur sérmálum fundar Alþjóöasamvinnusam- bandsins i Helsinki var umræöa um þá tækniaðstoö, sem sam- bandið beitir sér fyrir eða veitir sjálft i þróunarlöndiuium. Uröu um það verulegar umræöur og áberandi aö menn frá einstökum þróunariöndum ræddu beinlinis um tiitekin og afmörkuð verkefni sem sambandiö vinnur aö i heimalöndum þeirra. Aberandi var i þeirri umræðu hvað þessir menn töldu almennt að þörfin fyrir þetta starf væri mikil og kom það glögglega fram i máli samvinnumanna frá þró- unarlöndum i hinum ýmsu hlut- um heims hvað þeir töldu mikil- vægt að áfram yrði unnið og af auknum krafti að þessum verk- efnum. Er hér fyrst og fremst um að ræða þau verkefni, sem unnin eru frá svæðaskrifstofunum og lúta bæði að hverskonar fræðslu og út- gáfustarfsemi sem og leiðbein- ingastarfi við hina fjölmörgu þætti í uppbyggingu samvinnu- félaga í þessum löndum. Kom berlega fram, að þar litu menn á samvinnufélögin sem bestu lausnina til að hjálpa fólki að læra að standa á eigin fótum og byggja upp lifsafkomu sina með þvi'að fá aðstoð til að geta hjalpað sér sjálft. Ahersia var á það lögð að sam- vinnumenn þyrftu hvarvetna i heiminum að keppa að aukinni fæðuframleiðslu og skipuleggja siðan sölu matvælanna með sam- vinnusamtökum. Áberandi var hvað menn voru þakklátir fyrir starfsemi svæðaskrifstofanna og fram komu hugmyndir um að stofna þyrfti fjórðu skrifstofuna i Suður-Ameri'ku. Var Buenos Aires i Argentinu nefnd sem hugsanlegur staður fyrir hana. —mhg Dagur fatlaðra! kírkjum á suiuiudagínn Söfnuöir landsins munu halda dag fatlaðra á sunnudaginn kem- ur. Viða munu fatiaðir prédika og gerðar verða ráðstafanir til þess að fatlaðir geti átt greiðari aö- gang aö guðsþjónustum. Sérstök nefnd skipuð þeim sr. Jóni Dalbrú Hróbjartssyni, Krist- inu Sverrisdóttur, sérkennara og Sigurði Björnssyni, menntaskóla- nema, hefur sent margvislegt efni til presta og safnaða til nota þennan dag. Annar sunnudagur i október hefur um skeið verið hinn alþjóðlegi dagur fatlaðra viðast um hinn kristna heim. Við útvarpsguðsþjónustu á sunnudag prédikar sr. Valgeir Ástráðsson, sem er stjórnarfor- maður Sólheima i Grimsnesi, en þar rekur þjóðkirkjan heimili fyr- ir vangefna. Fjöltefli Fjöltefli verður haldið sunnu- daginn 11. okt. kl. 2 i Valhúsa- skála við Fide-meistarann og al- þjóðlegann Jón L. Arnason. Þátt- takendur eru beönir að hafa með sér töfl. Dollurnar sem viö kaupum skyriö I eru framleiddar hjá Reykjalundi Rabb um Reykjalund Á Reykjalundi í Mos- fellssveit rekur S.t.B.S. stærstu öryrkjavinnu- stofu landsins í tengslum við endurhæf ingarstöðina þar. Atvinnuleg endur- hæfing og vernduð vinna hefur allt frá stofnun Reykjalundar árið 1945 verið eitt af megin mark- miðum stofnunarinnar, enda þótt mikil breyting hafi orðið á eðli þeirra starfa og tilgangi, með vinnuþátttöku vist- manna. Hefur sú starf- semi, sem fram fer á Reykjalundi, vakið óskipta athygli og aðdáun allra, sem hana hafa aug- um litið, erlendra jafnt sem innlendra. Frá 1945 og fram undir 1960 vistuðust einungis berklasjúkl- ingar á Reykjalundi. A þessum árum heyrði það til undantekn- inga ef vistmenn fengust ekki við störf i einhverjum mæli. Þarfir berklasjúklinga á þess- um tima voru að verulegu leyti J fólgnar i atvinnulegri endurhæf- I ingu, enda var viss vinnuhæfni I. raunar forsenda vistunar á 1 Reykjalundi, þar eð vistmenn J greiddu hluta dvalarkostnaðar I með vinnuframlagi sinu. Um 1960 verða miklar breyt- | ingar á starfsemi Reykjalund- . ar. Berklavágesturinn var á I hröðu undanhaldi og sýnt þótti I að berklasjúklingar myndu ekki [ fullnýta það vistrými, sem þá ■ var á stofnuninni. Þvi fór I Reykjalundur i vaxandi mæli að I taka við annarskonar sjúkling- J um til vistunar. Stofnunin ■ breyttist þvi á næstu árum úr I lokuðu vinnuheimili, sem ætlaö I var berklasjúklingum einum, i [ alhliða endurhæfingarstofnun, ■ sem leitast við að sinna öllum I tegundum sjúklinga er end- I urhæfingar þarfnast og með öll- , um þeim endurhæfingaraöferð- ■ um, sem þekktar eru. Sjúkra- I þjálfun, iðjuþjálfun, talþjálfun I og heilsusport koma inn sem [ meðferðarþættir auk þess sem ■ læknisfræðileg umsvif aukast að I mun. En atvinnuleg endurhæf- I ing verður alltum það áfram [ mikilvægur þáttur i meðferð | sjúkklinga á Reykjalundi og Unniö viö framleiöslu rafmagnstækja fjölbreytt vinnuframboð er að- alsmerki stofnunarinnar. Nú dveljast um 150 vistmenn á Reykjalundi. Um 56 þeirra eru við ýmiss konar störf I endur- hæfingarskyni eða sér til af- þreyingar i iðnaðardeildum, saumastofu og þvottahúsi, við störf á heimilinu eða i skrif- stofuþjálfun. Auk innritaðra vistmanna sækja 14 - 16 utanað- komandi öryrkjar af Stór-Reykjavikursvæðinu vinnu á Reykjalundi. Ýmist er hér um að ræða framhaldsstarfsþjálfun eftir útskrift af stofnuninni eða beinlinis verndaða vinnu, sem eðli málsins samkvæmt getur ekki alltaf haft útskrift á opinn vinnumarkað að markmiði. Framleiðsluvörur þær, sem unnar eru i öryrkjadeildum Reykjalundar, eru löngu lands- þekktar. Á árum áöur var ahersla lögð á framleiðslu alls- kyns leikfanga úr plasti eða tré auk búsáhalda, en á siðari árum hefur framleiðslan þróast yfir i plast eingöngu og nægir aö nefna loftþéttar umbúðadósir og fötur, vatnsfötur, bakka herða- tré, sauöfjármerki auk skyr- og jógúrtumbúða, sem Reykja- lundur hóf framleiðslu á um sl. áramót. Sem einskonar stuðningsdeild við öryrkjavinnustofurnar i Reykjalundi stendur röra- og filmuframleiðslan, en plaströr frá Reykjalundi hafa verið helsta vatnslagnaefni i landinu i rúma tvo áratugi. Um 140 manns starfa við þjálfun og umönnun vistmanna á heimilinu og um 50 manns að auki i iðnaðardeildum, lager, skrifstofu og við rekstur fast- eigna. A næstu vikum tekur iðju- þjálfunardeild til starfa I nýju og rýmra húsnæði og fyrirhuguð er bygging sjúkraþjálfunar- stöðvar, en báðar þessar deildir hafa búið við þröngan húsakost, miða viö sivaxandi umsvif end- urhæfingarþjónustunnar á Reykjalundi. Ný Lúllasaga eftlr Hlldick Ut er komin unglingasagan Neyöarkall Lúlla eftir breska höf- undinn E.W. Hildick. Iöunn gefur bókina út. — Hildick er kunnur unglingasagnahöfundur. A islensku hafa áöur koniiö eft- ir hann þrjár sögur, Fangarnir 1 Klettavik, Kötturinn sem hvarf og Liöiö hans Lúlla. Um Neyðarkall Lúllasegir svo i kynningu forlagsins: „Nú er allt i einu eins og gæfan hafi snúið baki viö Lúlla. Það byrjar þannig að einn viðskiptavinurinn finnur gullfksik i fiöskunni sinni. Og svo finnst fleira og fleira... Auövitað fækkar viðskiptavinunum fljótt þegar svo er komið. Það skyldi þó ekki vera að dreifingarstjóri keppinautanna standi hér á bak viö? En ef svo er, hvernig á að sanna það? Neyöarkall Lúlla er prýdd teikningum eftir Iris Schweitzer. Alfheiöur Kjartansdóttir þýddi bókina sem er 138 blaðsiður. Þing þroska- hiálpar hefst í dag Laudsþing Landssamtakamia Þroskahjálpar verður haldiö föstudag, laugardag og sunnudag 9., 10. og 11. okt. ii.k. Þingið verður haldið að Hótel Loftleiðum, Kristalsal og hefst kl. 20.30 föstudaginn 9. okt. Þar mun m.a. Svavar Gestsson félagsmálaráðherra flytja ræðu, fyrsti formaður Þroskahjálpar, Gunnar Þormar, rekja starfssögu samtakanna og og Jóna Sveins- dóttir form. öryrkjabandalags tslands flytja ávarp. A milli atriða verður flutt tón- list og söngur undir stjóm sr. Gunnars Björnssonar, Bolungar- vik. A laugardag verður ráðstefna um menntunarmál þroska- heftra og hefst hún kl. 10 f.h. með setningarávarpi Ingvars Gisla- sonar, menntamálaráðherra. Aðrir ræðumenn eru: Einar Hólm Ólafsson, form. mennta- málanefndar Þroskahjálpar, Svanhildur Svavarsdóttir, sér- kennariog fulltrúar frá Félagi isl. sérkennara, Félagi þroskaþjálfa og Fóstrufélagi Islands. Þessi ráðstefna er opin öllum. Um kvöldið verður siðan sam- eiginlegur kvöldverður fulltrúa og gesta að Hótel Loftleiðum. A sunnudag verður aðalfundur Þroskahjálpar og hefst hann kl. 10. LÍS er samnings- aðilí um kaup og kjör Siöasta Landsþing samvinnu- starfsmanna lagöi til aö stefnt yrði að því aö LtS og starfs- mannafélögin yrðu samnings- aðilar um kaup og kjör viö Vinnu- málasamband samvinnufélag- anna og yröi uuniö aö þvi i áföng- um. Þingið taldi og að starfsmanna- félögin væru rétti aðilinn til þess að sjá um kjör öryggistrúnaðar- manna og öryggisnefnda sem eiga að fylgjast með þviað lögum um aðbúnað, öryggi og hollustu- hættiá vinnustöðum sé framfylgt. Þyrfti að hafa fullt samráð við stjórnir stéttarfélaga um fram- kvæmd þessa máls. Þá var og bent á þá örðugleika sem komið hafa upp við að veita íridaga og 10 tima lágmarkshvlld i fiskiðnaði samkvæmt ákvæðum þessara laga og þeir, sem málið snertir, á sjó og landi, hvattir til að gera samstillt átak i þessum efnum. 1 tilefni afmælisársins 1982 ályktaði þingið að samvinnu- starfsmenn minnist 100 ára af- mælis Kf. Þingeyinga og 80 ára afmælis Sambandsins á næsta ári með þvi' að gera sameiginlegt átak til að bæta enn og snyrta vinnuumhverfisitt, innan dyra og utan og leggja sig fram um að gera vinnustaði si'na aðlaðandi. Mæltist þingiðtil þess við aðildar- félögin að þau bregðist myndar- lega við þessu máli og fól stjórn LtS að hafa um það forgöngu. —mhg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.