Þjóðviljinn - 09.10.1981, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 9. október 1981
PIODVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýös-
hreyfingar og þjódfrelsis
btgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans.
Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann.
Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan
Ölafsson.
Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir
Umsjónarmaður sunnudagsblaðs: Guðjon Friðriksson.
Afgreiðslustjóri: Valþór Hlöðversson
Blaðamenn: Álfheiöur Ingadóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir,
Kristin Ástgeirsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórs-
son.Jón Guðni Kristjánsson.
lþróttafréttainaður: Ingólfur Hannesson.
tJtlít og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Björn Br. Björnsson .
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunriar Eliasson.
Handrita- og prófarkaiestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar.
Auglýsingar: Unnur Kristjánsdóttir
Skrifstofa: GuðrUn Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson.
Afgreiðsla: Kristin Pétursdóttir, Bára Sigurðardóttir.
Sfmavarsla: Olöf Halldórsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir.
Bflstjóri: SigrUn Bárðardóttir.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns-
dóttir.
Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síöumúla 6,
Reykjavik, simi 8 13 33.
Prentun: Blaðaprent hf..
1000 nýjar miljónir
og 70% vextir
• f septemberhefti af Hagtölum mánaðarins, timariti
Seðlabanka íslands var frá því greint að frá júlílokum
1980 til júlíloka 1981 höfðu heildarinnlán hjá innláns-
stofnunum hér á landi aukist að raunvirði um hvorki _
meira né minna en 25%!
• Hér er trúlega um íslandsmet að ræða, og e.t.v.
heimsmet, að minnsta kosti hefði slíkur árangur viða
verið f lokkaður undir ef nahagsundur.
• Hér er hins vegar svo að sjá, sem f lestir f jölmiðlar
taki varla eftirslíkum smámunum!
• Þessi nýi sparnaður, sem hér hefur hlaðist upp á
einu ári, nemur 1059 miljónum króna, eða yfir 100
miljörðum gamalla króna.
• Þetta eru 18.400, krónur á hverja einustu f jögurra
manna f jölskyldu í landinu og í gömlum krónum er þessi
nýi sparnaður nær 2 miljónir á hvert heimili í landinu og
þaðáaðeins einuári.
• Það er raunvirði innlánanna, sem hefur aukist um
1059 m il jónir króna á einu ári, og hvaða tala er nú þetta,
glöggvum okkur á því. — Til samanburðar skulum við
fletta upp í f járlögum þessa árs. Þar sjáum við, að allar
tekjur rikisins á þessu ári af tekjuskatti og eignaskatti
bæði einstaklinga og félaga eru áætlaðar 978,5 miljónir
króna. Það er sem sagt lægri tala, sem okkur öllum sam-
eiginlega er á þessu ári gert að greiða í tekjuskatta og
eignarskatta, fólki og fyrirtækjum, heldur en sú upphæð
sem rtemur aukningu raunvirðis innlánanna á einu ári. Á
12 mánuðum borgum við978,5 miljónir í tekju- og eignar-
skatta, en á 12 mánuðum höfum við sparað 1059 miljónir
króna.
• Við vitum öll að áður högnuðust menn á því að taka
lán, en töpuðu á því að leggja peninga i banka. Við vitum
lika öll að nú hefur þetta snúist við. Þess vegna er svo
stórkostleg innlánsaukning.
• En sú spurning hlýtur að vakna, hvort hér haf i ekki
verið f arið einum of geyst í sakirnar?
• Breytingin þurfti að vera markviss f þessa átt, en
svosnögg breyting hef ur magnað ýmis vandamál.
• Við vitum að stór hluti af atvinnurekstrinum notaði
verðbólguna áður sem eins konar eiturlyf. Menn ráku
fyrirtækin með reikningslegu tapi, en högnuðust prýði-
lega samt, margir hverjir, og mynduðu stóreignir út á
„taprekr.turinn".
• Það voru óverðtryggðu lánin og verðbólgan, sem
breyttu bullandi tapi á pappírnum í álitlegan gróða í
reynd. Auðvitað þurfti þetta að breytast á markvissan
hátt, en stundum eru sjúklingar svo háðir varasömum
lyf jum að hæpið getur verið að svipta þá lyfinu með of
snöggum hætti.
• Hin mikla breyting, sem hér hefur átt sér stað í
vaxta- og verðtryggingarmálum, hefur tryggt okkur á
einu ári nýjan sparnað upp á meira en 1000 miljónir
nýkróna. En þessí sapna hr>yHil befur gert rekstur
margra atvinnufyrir.tækja íltendinutrauierfiðari i bili en
ella hefði verið. Nú ei tepiS ttap, æn ekki gróði eins og
áður var.
• Auðvitað dettur fáum'í hug, að skynsamlegt sé að
læsa þessar 1000 miljónir, sem er okkar nýi sparnaður,
niður i kistum, þar sem enginn hef ur þeirra not.
• Þessa peninga þarf að nota og nota vel. Það þarf
m.a. að nota hluta þeirra til að styrkja atvinnulífið í
landinu cg hjálpa því til að komast yfir þá byrjunar-
erfiðleika, sem leiða af breyttri vaxta- og verðtrygging-
arstefnu.
• Það er sagt erfitt ástand hjá sjávarútveginum, og
vafalaust er það svo hjá f rystihúsunum og hvað varðar
hluta útgerðarinnar.
• Þjóviljinn vill hér koma þeim uppíýsíngum á fram-
færi, aðá síðasta ári 1980, þá voru vextir af afurðalánum
sjávarútvegsins (gengistap meðtalið) hvorki meira né
minna en 69,5%! — Þessi tala er staðfest af hagdeild
Seðlabankans.
• Á sama tíma voru vextir af afurðalánum fyrir inn-
lendan markað hins vegar27,75, eða mun meira en helm-
ingi lægri.
• Til að tryggja rekstrargrundvöli þeirra greina
sjávarútvegsins, sem eiga i vök að verjast þarf
ráðstafanir af fleiru en einu tagi. — Númer eitt er að
lækka f jármagnskostnaðinn. Það er hægt og það á að
gera strax.
pclippt
Dónaskapur
í Morgunvöku
Gat ekki gestgjafa sinna.
Þeir komu saman i Morgun-
vöku útvarpsins i gær Eiöur
Guðnason og Indriði G. Þor-
steinsson og sögðu frá ferðalagi
sem þeir fóruhvor i sinu lagi urp
þver og endilöng Bandarikin.
Fram kom i máli þeirra að þeir
höfðu báðir verið boðnir. Stjórn-
anda láðist að spyrja hver hefði
boðið þeim og Eiði og Indriða
láðistað geta gestgjafa sinna að
góðu. Hvernig er eiginlega kom-
ið islenskri kurteisi? Kunna
menn ekki lengur að þakka fyrir
sig og prisa gestrisni erlendra
höföingja? Og leikur engum i
Morgunvöku forvitni á að vita
hver gerir islenskum höfðingj-
um þann sóma að bjóða þeim
heim til langdvala?
Þaö er góður siður að spyrja
hver bjóði og hver borgi þegar
mektarmenn bregða sér i aðrar
sóknir. Þegar þeir ASI-menn
eins og t.d. Asmundur Stefáns-
son hafa haldið i austurveg er
rækilega eftir þessu gengið og
samviskusamlega tiundaðir
gestgjafar og þeim færðar verð-
skuldaðar þakkir. Þessum góðu
siðum sem útvarpið hefur tamiö
sér á að sjálfsögðu að viðhalda,
þó að kunni að vera meira
feimnismál heldur en sæmdar-
efni hverjir gestgjafar Indriða
og Eiðs voru. Við útvarpshlust-
endur hljótum a.m.k. að draga
þá ályktun af heimóttarskap
þeirra félaga og stjórnanda
Morgunvöku.
SÍS-kommarnir
r
hans Olafs
„Allar tilraunir til þess að
hnekkja þeirri niðurstöðu að
besti staðurinn fyrir oliustöö sé
Helguvik hafa siglt i strand
Staða komma I málinu er því
orðin erfið”,segir sá gagnmerkí
stjórnmSlamaöur ölafur
Björnsson i Suðurnesjapóstin-
um 2. þ.m. Hér á hann án efa við
StS-kommana sem á aðalfundi
Sambandsins i sumar gerðu að
sinum tillögur frá Oliufélaginu
h.f. um lausn oliutankamálsins
svokallaða. Tillögur Oliufélags-
kommanna voru i þvi fólgnar að
nýir geymar fyrir oliu hersins
yrðu reistir innan Vallargirð-
ingar, oliuleiösla yrði grafin i
jörð og löndunaraðstaða bætt i
Keflavikurhöfn. Oliufélags-
kommarnir telja aö miklu minni
hætta stafi af smáum oliuskip-
um i Keflavikurhöfn heldur en
20 - 35 þúsund lesta oliuskipum
sem losa myndu i oliuhöfn i
Helguvik. Kosturinn við tillögu
StS-kommanna er sú, að það
tekur aðeins eitt til eitt og hálft
ár að koma þessu i kring og á
þessum tima yrði hættu vegna
úreltra geyma bægt frá og um
leið tryggt aö byggö gæti þróast
eðlilega á milli Keflavikur og
Njarðvikur.
Hverjum er annt
um umhverfiö?
Bygging risaoliustöðvar i
Helguvik sem stórauka myndi
birgðarými hersins og eyði-
leggja ákjósanlegt framtiðar-
byggingarland tæki hinsvegar
sjö ár. Og þá taka Suðurnesja-
menn að spyrja: Hvort eru það
Helguvikurmenn eða SÍS-
kommar sem vilja bægja frá
mengunarhættu og leysa skipu-
lagsvanda byggðanna með
skjótvirkari hætti? Svarið virð-
ist liggja i augum uppi, jafnvel
fyrir fólk utan kjördæmis. Og æ
fleiri hafa þegar svarað spurn-
ingunni. I grein sem Jóhann
Geirdal skrifar i Suðurnesja-
póstinn segir hann m.a.:
Helguvikin
tóm mistök
„Allmiklar umræður hafa átt
sér stað i blöðum og viðar útaf
oliubirgðamáium hersins. í
þeim umræðum hafa ýmsir vilj-
að einblina út i Helguvik, meöan
aörir hafa viijað leita annarra
fljótvirkari leiða. Nú er sem
betur fer þannig komið að flestir
eru hættir að tala mikið um
Ilelguvikurhugmy ndina nema
þá örfáar eftirlegukindur sem
slysuðust til aö taka upp kröft-
uga „vörn” fyrir þá hugmynd
og eru nú ekki menn tii að snúa
við blaöinu og viðurkenna
hreinskiiningslega að þetta hafi
verið tóm mistök frá upphafi.”
Óiafur Björnsson: Skammar
kommana hjá StS
Síðasta snilld
Ólafs
Sá orðvari sómamaður Ólafur
Björnsson er ekki liklegur til
þess að viðurkenna sin tómu
mistök. Hann heldur áfram að
berjast við austrið rauða og sér
útsendara þess i öllum mönnum
sem annað vilja en oliustöð i
Helguvik. Meðan sú hugmyndin
átti fylgi að fagna voru bæjar-
stjórnarmenn i Keflavik flestir
afar áhugasamir um að tanka-
skriflin vikju hið fyrsta og drifið
væri i byggingu nýrrar oliu-
stöðvar. Nú bregður svo við að
þegar fyrir liggur tillaga um að
leysa mengunar- og skipulags-
vandann á 1 til 1 1/2 ári i stað 7
ára koma vomur á góða menn.
Siðasta snilldin er að krefjast
lögbanns á oliuleiðsluna og
tankana utan Vallargiröingar
milli Njarðvikur og Grindavik-
ur, þar til Siglingamálastofnun
hafi gert úttekt á draslinu.
Karl Sigurbergsson bæjarfull-
trúi Alþýðubandalagsins i
Keflavik hefur gert þá athuga-
semd við þessa tillögu, sem
Ólafur Björnsson kynnir reynd-
ar i Suöurnesja pósti 2. þ.m., að
slikt lögbann fengist aldrei fram
og þvi sé þetta sýndartillaga; 1
Jóhann Geirdal: Aöeins örfáar
eftiriegukindur halda enn uppi
vörn fyrir Helguvik.
öðru lagi yrðu tryggingar fyrir
lögbanninu bæjarfélaginu of-
viða ef það fengist einhverntima
fram. 1 þriðja lagi sé ekki skyn-
samlegt að bjóða þeirri hættu
heim að tankarnir og leiðslurn-
ar festust i sessi á núverandi
stað með gæðastimpli frá Sigl-
ingamálastofnun. Karl hefur
sjálfur lagt fram tillögu i bæjar-
stjórninni, þar sem lagt er til að
bæjarstjórn Keflavikur leiti
samstöðu um lausn oliumeng-
unarvandans á grundvelli þeirr-
ar hugmyndar sem fram er
komin frá Oliufélaginu h.f. I
greinargerð segir Karl m.a.:
r
Urbœtur strax
„Þótt ástand oliuleiðslunnar
og tankanna sé verulegt
úhyggjuefni, þá má ekki lita
fram hjá þvi, að núverandi stað-
setning tankanna og frágangur
oliuleiösiunnar hindrar einnig
eðlilegan samgang og almenn
samskipti milli bæjanna
(Njarðvikur og Keflavikur), og
stendur i vegi fyrir þróun
byggöar á svæöinu. Þess vegna
er nauösynlegt aö úrbætur séu
geröar án tiliits til ástands
leiöslunnar og tankanna eins og
þaö er i dag.
Málið er svo brýnt, að óraun-
hæft er að krefjast aðgeröa svo
sem Helguvikurframkvæmda,
sem taka margfalt lengri tfma
(heldur en tillögur Oliufélagsins
h.f.) auk þess sem þeim aðgerð-
um (Helguvikurframkvæmd-
um) fyigja aukin umsvif hersins
og heföu þar af leiðandi i för
með sér aukna hættu fyrir alla
Karl Sigurbjörnsson: Tankarnir
og ieiðslan burt án tillits tii
ástarids.
Báöum þessum tillögum var
visað til bæjarráðs Keflavikur.
En hvað gera þeir bæjarstjórn-
armenn nú sem á sinum tima
vildu láta hraða þvi aö reist yrði
oliustöð i Helguvik fyrst og
fremst með tilvisun til mengun-
ar-og skipulagsvandræða?
Hvað gera þeir nú þegar i sjón-
máli er einfaldari og skjótvirk-
ari lausn á þeim málum? Verða
þeir eins ályktunarglaðir og áð-
ur? Það er spurningin. Við sjá-
um hvað setur.
— ekh
og skoríd