Þjóðviljinn - 23.10.1981, Page 8
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 23. október 1981
w„ V V ■ i -A.*«
***%4S*2*Vfn
Leikfélag Akureyrar frumsýnir Jömfrú Ragnheiði í kvöld
SAGA UNGS OFURHUGA
SEM GUÐIRNIR ELSKUÐU
Fyrsta frumsýning Leikfélags
Akureyrar á þessu leikári er i
kvöld I Samkomuhúsinu. L.A.
riður á vaðið meö nýja leikgerð af
Skálholti Kambans sem Briet
Héðinsdóttir, leikari og leikstjóri,
er höfundur að. Leikgerð Brletar
nefnist „Jómfrú Ragnheiöur” og
sækir efni sitt í leikgeröir og
skáldverk Guðmundar Kambans,
rekur sögu Ragnheiðar
Brynjólfsdóttur eins og Kamban
segir frá henni I skáldverki slnu
Skálholti.
Tónlistin við Jómfrú Ragnheiði
er samin af Jóni Þórarinssyni,
leikmynd er gerö af Sigurjóni
Jóhannssyni og lýsing hönnuö af
David Walter. Brlet Héöinsdóttir
leikstýrir.
Það eru rúm 40 ár siöan Jón
Norðfjörð leikstýröi „Skálholti”
Kambands á Akureyri. Hann lék
einnig Brynjólf biskup I þeirri
sýningu en Ragnheiði Brynjólfs-
dóttur lék frú Regfna Þórðar-
dóttir leikari. Alls koma fram um
20 leikarar I „Jómfrú Ragn-
heiði”, sem byrjar göngu slna á
fjölum Akureyrarleikhússins I
kvöld. Ragnheiður biskupsdóttir
er leikin af Guðbjörgu Thorodd-
sen, sem útskrifaöist frá Leik-
listarskóla tslands á þessu ári.
Brynjólf Sveinsson biskup leikur
Marinó Þorsteinsson og Daöa
Halldórsson Hákon Leifsson, og
er það frumraun hans á leiksviöi.
Helgu I Bræðratungu leikur
Sunna Borg.
Helsti munurinn á leikgerð
Brletar Héðinsdóttur miðað við
hinarfyrri er sá,aðhlutur sumra
persónanna er aukinn, en dregið
úr hlut annarra. Þungamiðja
„Jómfrú Ragnheiðar” er saga
hennar sjálfrar og persónugerð.
Fyrst og fremst saga ungrar
konu, sem er aö berjast sjálf fyrir
að mega ráða eigin lifi, saga um
baráttu hennar gegn rikjandi
skipan mála eins og hún kemur
fram I þeirrar tiðar karlveldi,
foreldraveldi og kirkjuveldi.
Saga ofurhuga sem ger-ir upp-
reisn og er dæmd til að
mistakast. Þetta er og hin
klassiska harmsaga foreldris, I
þessu tilfelli föðurs, sem gengur
fram I fullvissu þess að hann sé
aöeins aö gera það sem dóttur
hans er fyrir bestu. En leikritið
hefur I leikgerð Brletar einnig
skirskotun til samtlmans með
þeirrispurn sem hún vekur: Eiga
harmsögur sér enn stað á öld
atómsins?
Hér hefur verið stuðst við
kynningu frá Leikfélagi Akur-
eyrar I frásögn af verkinu, en þar
er einnig vitnað til texta I skáld-
sögunni Skálholti, sem gæti veriö
nokkurskonar einkunnarorð
sýningarinnar: „Hún yfirgaf
þennan heim mánudaginn 23.
mars 1663, þegar hún hafði lifað
21 ár, 6 mánuði og 15 daga. Allir
þeir sem nú og síðar krupu við
dánarbeð hennar, skildu, að hún
haföi verið mannvæn, flestum
stúlkum framar, en syndug eins
og við vorum öll. Engum datt I
hug, að hún væri fágætt eintak
hins litt göfuga mannlega kyns.
Ef til vill dó hún I öllu tilliti og.
ung, ef til vill var henni unnað af
guðunum.”
Eitt er vist að saga Ragnheiðar
er tslendingum ákaflega hugstæð
enn I dag eins og nýlegar bækur
og umræður sýna, og „pflagrims-
ferðir” margra íslendinga til
Skálholts þar sem hin rómantlska
harmsaga átti sér stað. Ekki er
þvi að efa að margir leggi leið
sýna I Samkomuhúsið á Akureyri
næstu vikur.
Eiðurinn: Ragnheiður (Guöbjörg Thoroddsen) séra Torfi (Theódór Júllusson) og Oddur Eyjólfsson (Andrés Sigurvinsson). Ljósm. Þemrill.
Daði Halldórsson (Hákon Leífsson) og Ragnheiður
Brynjólfsdóttir (Guðbjörg Thoroddsen). Ljósm. Þengill.
Ragnheiður (Guðbjörg Thoroddsen) og Helga I Bræðratungu (Sunna Borg).
Ljósm. Þengill.
Ný leikgerð
eftir Bríeti
Héðinsdóttur
þar sem
Ragnheiður
Brynjólfsdóttir
er þungamiðjan