Þjóðviljinn - 23.10.1981, Síða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 23. október 1981
Fóðurbirgðanefnd skilar tillögum:
Viða skortir hey á
Suður- og Vesturlandi
Fóðurbirgðanefnd sú, sem landbúnaðarráðherra
skipaði20. ágúst sl., hefur nú látið kanna heyfeng og
fóðurbirgðir á þessu hausti. Nefndin sendi öllum
sveitarstjórnum landsins bréf þar sem óskað var
eftir upplýsingum um hvort skorta mundi fóður i
vetur. Svör hafa borist frá 60 sveitarstjórnum.
Þaö kom i ljós, eins og vitað
var, að verulega skortir á hey-
feng viða á Suður-og Vesturlandi
og hluta af Vestfjörðum. í ein-
staka hreppum Húnavatnssýslu
og Skagafjarðar er nokkur vöntun
á heyfóðri. Nefndin hefur, að lok-
inni þessari athugun, samþykkt
nokkrar tillögur, sem hún hefur
sent landbúnaðarráðherra. Fara
,þær hér á eftir:
1. Fóðurkaupalán. Lán verði
veitt úr Bjargráðasjóði til fóður-
kaupa þeim bændum, sem nú
hafa minni fóðurforða en sem
nemur 80% af fóðurþörf fyrir
þann bústofn er þeir höfðu á fóðr-
um veturinn 1980/81. Ekki verði
Fjölvaútgáfan sendir frá sér
um þessar mundir nýtt verk sem
verður stærsta útgáfubók félags-
ins í ár. Það er Byggingarlista-
saga Fjöiva, en hún er jafnframt
fyrsta byggingarlistasagan, sem
komið hefur út á fslensku, og er
því hér um einskonar
brauðryðjandaverk að ræða.
Bókin er nær 300 bls. að stærð i
stóru broti með nær þúsund
myndum og þar af er meirihlut-
inn prentaður i fullum litum.
BYGGINGAR-
LISTASAGA
FJÖLVA
þó miðað við stærri bústofn en
sem svarar búmarki viðkomandi
jarðar.
Bændur sem óska eftir slikum
lánum sæki um þau til viðkom-
andi sveitarstjórnar, sem komi
þeim á framfæri ásamt staðfest-
ingu á rétti viðkomandi miðað við
framangreindar forsendur.
Framangreind lán verði óverð-
tryggð.
2. Flutningastyrkir. Bjargráða-
sjóður veiti styrki til flutinga á
heyi um langvegu.
a. Styrkir verði veittir þeim, sem
sækja hey um lengri veg en 40
km.
Fjölvaútgáfan hefur nú i mörg
ár unnið að þessu stóra verkefni i
samstarfi við ensku bóka-
útgáfuna Mitchell Beazlev i
Lundúnum. Bókin er unnin af
fjölmennum samstarfshópi
ágætra fræðimanna um bygg-
ingarlist en ritstjóri verksins er
Norwich lávarður. Hún hefur
fengið mjög góða dóma erlendis,
en hvergi hefur þó verið eins
ástattog hér, aðengin byggingar-
listasaga hefur verið til á
islensku.
Þorsteinn Thorarensen hefur
þýtt bókina og umsamið hana eft-
ir islenskum aðstæðum. Segir
Fjölvaútgáfan að þar með sé
lokaþáttur fenginn á umfangs-
mikiu verki Þorsteins i útgáfu
listaverkabóka, en áður hefur
hann gefið út Stóru listasöguna i 3
bindum, Nútimalistasöguna og
ævisgöur hinna merkustu
meistara.
Byggingarlistasaga Fjölva
skiptist f fimm meginbálka:
Fjarrænir heimar, Fornþjóð-
irnar, Miðaldirnar, Endurreisnin
og Nútiminn, en þeir skiptast aft-
ur imarga undirkafla.Eruþeir 20
taisins og þannig tekur bókin til
allra þátta heimsbyggingalist-
arinnar. Aftast eru svo ýtarlegar
yfirlitsupplýsingar um byggingar
i öllum heimsálfum, skýringar
hugtaka og registur.
b. Þarsem gróffóðurvöntun var á
bilinu 0—20% af fóðurþörf,
verði veittur styrkur vegna fóð-
urflutninga (hey- og grasköggl-
ar), sem nemur 1/3 af flutn-
ingskostnaði.
c. Þar sem gróffóðurvöntun var
umfram 20% af fóðurþörf,
verði veittur styrkur v/fóður-
flutninga, sem nemur 2/3 af
f lut ningskostnaði.
d. Flutningskostnaður við land-
flutninga miðist við taxta vöru-
flutningabifreiða á langleiðum
með heila bilfarma (fullfermi).
e. Flutningskostnaður með skip-
um miðist við taxta Rikisskip.
Athugað verði hvort ástæða er
til sérstakra styrkja til flutn-
inga á graskögglum með tilliti
til þeirrar verðjöfnunar sem
gildir á flutningi þeirra.
3. Greiðsla á jarðræktar-
framlagi til grænfóðurs og endur-
ræktunar túna. Vegna hins stór-
fellda kals, sem var i túnum á sl.
vori lögðu fjölmargir bændur i
mjög mikla grænfóðurræktun. Af
sömu ástæðum mun verða mikil
þörf á endurvinnslu túna á næsta
vori.
Ljóst er að grænfóðuruppsker-
annú á þessuhausti á mikinn þátt
i að fóðurforðinn er þó ekki minni
en raun ber vitni. Nefndin leggur
þvi til að komið verði til móts við
þá bændur sem mesta sjálfs-
bjargarviðleitnisýndumeð þvi að
framlag til grænfóðurræktunar
og endurræktunar túna verði
greitt fyrir næstu áramót eða
jafnskjótt og skýrslur um úttekt
jarðabóta berast.
Lagt er til að sami háttur verði
hafður á um þetta á næsta ári.
4. Þá Jeggur nefndin til að út-
vegað verði fjármagn til efna-
greininga á allt að 600 heysýnum,
sem tekin yrðu á erfiðleikasvæð-
um. Nefndin fer fram á að til
þessa verði veittar kr. 25.000.
— mhg
í nýrri útgáfu:
Fyrsta byggingar-
listasaga á íslensku
Laust embætti sem forseti íslands veitir
Umsóknarfrestur um prófessorsembætti I vefjafræði I
læknadeild Háskóla Islands er hér með framlengdur til 4.
nóvember nk.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins.
Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um visindastörf um-
sækjenda, ritsmiðar og rannsóknir svo og námsferil og
störf skulu sendar menntamálaráðuneytinu Hverfisgötu 6,
101 Reykjavik, fyrir 4. nóvember nk.
Menntamálaráðuneytið,
16. október 1981.
• Blikkiðjjan
Ásgaröi 7» Garöabæ
Önnumst þakrennusmiöi og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar blikksmiöi.
Gerum föst verötilboö.
SIMI 53468
Gamlar
barna-
sögur
XJt eru komnar hjá IÐUNNI
barnasögur eftir breska höfund-
inn og teiknarann ERNEST
NISTER, prýddar myndum eftir
hann. Þetta eru litlar bækur i öskj
um.
önnur askjan nefnist Litlu
ömmusögurnarog eru þar fjórar
sögur: Þrir vinir, Voffó list-
málari, Draumur Dísu og Litlu
stúlkurnar þrjár. Hin askjan
kallast Góðu, gömlu sögurnar og
eru þar þrjár sögur: Eins og afi,
Ekki nema fuglar og
Kettlingarnir þrir.
Sögur þessar komu fyrst Ut,
með hinum upprunalegu mynd-
um árið 1890 og 1892. Litlu ömmu-
sögurnar eru sextán blaðsíður
hver bók, en Góðu, gömlu
sögurnar tuttugu blaðsiöur hver.
Margar af myndunum i bókunum
eru i litum.
Eigendur Rekstrartækni, þeir Kristján Sigurgeirsson og GIsli Erlends-
son, ásamt Má Sveinbjörnssyni framkvæmdastjóra I Keflavik (t.h.).
Mynd: Ljósmyndastofa Suðurnesja.
Rekstrartækni s.f
Opnar útibú
í Keilavík
Fyrirtækið Rekstrartækni
s.f., sem veitir þjónustu á sviði
rekstrarráðgjafar og skýrslu-
gerðar og rekur nú stærstu
reiknistofu landsins i einkaeign,
opnaði i byrjun október skrif-
stofu að Hafnargötu 37a i Kefla-
vik. Með þvi hyggst fyrirtækið
flytja til heimabyggðar megnið
af þeirri vinnu sem unnið er fyr-
ir fyrirtæki á Suðurnesjum.
A undanförnum tiu árum hef-
ur starfsemi Rekstrartækni s.f.
á Suðurnesjum einkum beinst
að fyrirtækjum tengdum sjáv-
arútvegi. Má þar nefna, að fyr-
irtækið hefur gegnt þýðingar-
miklu hlutverki við hönnun, við-
hald og þróun afkastahvetjandi
launakerfa (bónus) I frystiiðn-
aðinum. Auk þess hefur Rekstr-
artækni s.f. beitt sér fyrir
ákveðnu samstarfi þeirra
fyrstihúsa, sem njóta þjónustu
fyrirtækisins i formi mánaðar-
legra funda, þar sem stjórnend-
ur frvstihúsanna bera saman
bækur sinar og skiptast á sam-
anburðarhæfum upplýsingum.
Fyrirtækið Rekstrartækni s.f.
er 10 ára um þessar mundir.
Stofnendur og eigendur þess eru
rekstrartæknifræðingarnir GIsli
Erlendsson og Kristján Sigur-
geirsson. Veita þeir ásamt
Steinari Höskuldssyni við-
skiptafræðingi fyrirtækinu for-
stöðu. Framkvæmdastjóri fyr-
irtækisins i Keflavik er Már
Sveinsbjörnsson rekstrartækni-
fræðingur. Hjá Rekstrartækni
starfa nú um 40 manns, þar af 16
sérfræðingar á sviði rekstrar-,
viðskipta-, verk- og kerfisfræði.
— GFr
Húnvetningaf élagið:
Fjölskrúðugt
vetrarstarf
Húnvetningafélagið i Reykja-
vik hyggur á mikið starf i vetur.
Hefst það með vetrarfagnaði i
Domus Medica kl. 20.30,föstudag-
inn 23. okt. Siðan tekur við
þriggja kvölda spilakeppni I
félagsheimilinu að Laufásvegi 25.
Hefst hún sunnudaginn 8, nóv. kl.
20.00 og heldur siðan áfram 15. og
22. nóv.
Laugardaginn 5. des. kl. 14.00,
verður svo köku- og munabasar i
félagsheimilinu. Eru félagar
minntir á, að kökur eru vel
þegnar, svo og góðir munir. Tekið
verður á móti kökum og munum
kl. 10—12 f.h. sama dag. Auk
stjórnar og skemmtinefndar sjá
um basarinn þær Alda Björns-
dóttir, simi 21959, Brynhildur
Friðriksdóttir, simi 82323,
Halldóra ísberg, simi 23088,
Sigurbjörg Sigfúsdóttir, simi
26913, Þórey Sveinbergsdóttir,
simi 83776.
Eftir áramótin hefst svo starfið
með Húnvetningamóti að Hótel
Esju laugardaginn 6. febr., kl:
19. Aðgöngumiöar verða seldir I
Félagsheimilinu þriðjudaginn 2.
febr.,kl. 20.00—22.00 og föstudag-
inn 5. febr. á sama tlma. Dagskrá
verður auglýst siðar.
Föstudagana 12.,19. og 26. mars
.verða taflæfingar i Félagsheim-
ilinu. Hefjast þær kl. 20.00. Baldur
Pálmason og fleiri þekktir skák-
menn mæta.
Föstudaginn 30. april verður
sumarfagnaður i Domus Medica,
kl. 20.30. — 1 maimánuði verður
kaffisamsæti fyrir aldraða Hún-
vetninga, nánar auglýst siðar.
Otgáfustarfsemi Húnvetninga-
félagsins er þáttur, sem vert er að
vekja athygli á. Gert er ráð fyrir
að næsta rit komi út fyrir áramót.
Eru þeir, sem kunna að eiga efni i
fórum sinum, hvattir til að hafa
samband við ritnefnd, en I henni
eru: Arinbjörn Arnason, simi
18141, Guðrún Sveinbjörnsdóttir,
simi 36137 og Björn Jónsson, simi
33644. Nokkur eintök eru til af
eldri árgöngum. Guðrún Svein-
björnsdóttir sér um söluna sem
áður.
Bridge verður spilað á mið-
vikudögum I Félagsheimilinu,
eins og undanfarna vetur. For-
maður Bridgedeildar er Valdi-
mar Jóhannsson, slmi 37757.
Allmiklar framkvæmdir eru
fyrirhugaðar I Þórdisarlundi á
næsta ári. Félagar eru hvattir til
þess að styrkja skógræktarstarfiö
með þvi að kaupa jólakort félags-
ins. Þau verða til sölu á basar
félagsins 5. des.
Enn halda munir áfram aö
berast til Byggðasafnsins. Hún-
vetningar, sem leið eiga um
Hrútafjörðinn, ættu að koma við I
safninu þvi þangað eru komnir
margir merkir hlutir.
Þórunn Franz verður með
kennslu i myndflosi i Félags-
heimilinu á mánudögum og
fimmtudögum i vetur. Simi
henriar er 33826 en simi Félags-
heimilisins 20825.
—mhg