Þjóðviljinn - 30.10.1981, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 30.10.1981, Blaðsíða 3
Föstudagur 30. október 1981 ÞJÓDVILJINN — StÐA 3 Greinargerð 7 bæjarfulltrúa vegna upphlaups út af málefnum BUH Bæjarútgerðm skilaði góðum hagnaði árið ’80 Afstaða Arna og Einars á misskilningi byggð Sjö bæjarfulltrúar í Hafnarfirði hafa sent frá sér greinargerð vegna villandi frétta í blöðum og útvarpi sem runnar eru undan rifjum bæjarfulltrúanna Árna Grétars Finnssonarog Einars Mathíesen. Átelja þeir um leið síðdegisblöð og ríkisf jölmiðla fyrir að hafa aðeins tekið upp einhliða málflutning annars málsaðila, þegar tveir deila. Siðan segir: t jafn stóru og umfangsmiklu fyrirtæki og Bæjarútgerö Hafnar- fjarðar er orðin, er eölilegt aö ýmsar fyrirspurnir og beiönir um skýringar i sambandi viö uppgjör reikninga komi fram frá endur- skoöanda. I janúarmánuöi sl. barst bréf frá bæjarendurskoðanda til for- stjóra bæjarútgeröarinnar varö- andi endurskoöun ársins 1980. Forstjóri svaraöi bréfi bæjar- endurskoðanda lið fyrir liö, meö skýringum viö alla liöi. 1 maimánuði gekk bæjarendur- skoðandi frá reikningsskilum, áritaði reikningana ásamt tveim- ur kjörnum endurskoöendum án nokkurra athugasemda. Voru reikningarnir síöan samþykktir i útgeröarráöi og sendir bæjar- stjórn. 1 byrjun ágúst sendi bæjar- endurskoöandi nýja skýrslu til bæjaryfirvalda með ýmsum ábendingum og fyrirspurnum. Hélt bæjarendurskoöandi nokkra fundi meö útgeröarráði, þar sem málin voru rædd og skýringar gefnar. Siöasti fundurinn var haldinn 23. október og lýsti bæjar- endurskoðandi þá yfir, aö hann teldi ,,að fullnægjandi grein hafi veriö gerö viö aöfinnslum hans vegna endurskoöunar hans fyrir áriö 1980”. Þaö var þvi engin ástæöa fyrir hann aö gera tillögur til bæjarstjo'rnar um úrskurö um eitt né neitt. Viö viljum ennfremur taka fram, aö að fenginni þessari yfir- lýsingu bæjarendurskoöanda er ekkertaö okkar dómi þvi til fyrir- stööu aö samþykkja reikningana. Þaö er hörmulegt, aö sliku fjaörafoki skuli vera þyrlað upp á sama tima sem rekstur fyrir- tækisins hefur eftir atvikum gengiö mjög vel og þaö stenst fyllilega samanburö viö sam- bærileg fyrirtæki. Samstarf innan fyrirtækisins og milli stjórnenda og starfsfólks er til mikillar fyrir- myndar og fyrirtækiö stendur i miklum framkvæmdum. A bæjarstjórnarfundinum kom m.a. fram: 1. Aö bæjarútgerö Hafnarfjarðar skilaöi hagnaöi upp á tæpar 406 miijónir á árinu 1980. 2. Aö samanburöur á rekstri Bæjarútgeröar Hafnarfjaröar viö önnur sambæriieg útgerö- arfyrirtæki var hagstæöur fyrir Bæjarútgerö Hafnarfjaröar. 3. Aö áriö 1978 var Bæjarútgerö Hafnarfjaröar i 20. sæti innan Söiumiöstöövar hraðrystihús- anna hvaö framleiöslumagn snertir, á árinu 1980 var Bæjarútgerö llafnarf jaröar komin i 11. sæti og á 9 fyrstu mánuðum þessa árs var Bæjarútgerö Hafnarfjaröar komin i 4. sæti innan sölumiö- stöðvarinnar, meö tilliti til framleiöslumagns. 4. Aö samanburöur á fram- leiösiuverömæti Bæjarút- gerðar Ilafnarfjaröar 9 fyrstu mánuöi ársins 1981 og ársins 1980 sýnir rúmlega 100% aukn- ingu á árinu 1981. 5. Aö aukningin á innvegnu hrá- efni til Bæjarútgerðar Hafnar- fjaröar á sama tima er 52,7% á árinu 1981. 6. Aö ekkert heyrist um samdrátt i rekstri Bæjarútgeröar Hafnarfjaröar á sama tima og ýmis frystihús annars staöar á landinu loka húsum sinum og togurum er lagt. Ekkert af þessum atriöum þótti áðurnefndum fjölmiölum frá- sagnarefni, enda öll þess eölis aö þau bera vitni um farsæla stjórn forstjóra og útgeröarráös á Bæjarútgérö Hafnarfjaröar og góö störf fólksins, sem við bæjar- útgeröina vinnur. Meö visan til þess sem aö framan greinir, er þaö skoöun okkar, aö afstaöa þeirra Arna Grétars Finnssonar og Einars Mathiesens sé á misskilningi byggö og hafi orðið til þess aö vekja óþarfa tortryggni og geti skaöaö Bæjarútgerö Hafnar- fjaröar. Hafnarfiröi, 29. október 1981, Höröur Zóphaniasson, Kannveig Traustadóttir, Jón Bergsson, Andrea Þóröardóttir, Arni Gunnlaugsson, Stefán Jónsson Þorbjörg Samúelsdóttir. Dr. Ingólf Möller frá WHO um tannskemmdir: Flúorblöndun vatns besta vornin Leiðrétting á fluorinnihaldi drykkjarvatns er áhirfaríkasta, öruggasta og ódýrasta aöferö, sem þekkt er til aö fyrirbyggja tannskemmdir. Frá þvi aö byrjaö var á þvi aö fluorblanda drykkjarvatn i Bandarikjunum árið 1944 hafa fjölmargar þjóöir tekiö þaö upp hjá sér. Þetta kom fram i máli dr. Ingólfs Möller forstjóra Alþjóða- heilbrigöisstofnunarinnar i Kaup- mannahöfn, er hann hélt erindi um stefnu stofnunarinnar i tann- verndarmálum á fundi i Domus Medica. Fyrir þessum fundi stóö landlæknisembættiö og stjórnaði Stefán Finnbogason skólayfir- tannlæknir honum. Tölfræöilegar upplýsingar Al- þjóðaheilbrigöisstofnunarinnar sýna greinilega mikla aukningu tannskemmda einkum i þeim löndum, þar sem tannskemmdir voru litlar áöur. 1 erindinu kom fram aö tiöni tannskemmda i Evrópu, Noröur- -Ameriku og Astraliu er mjög há, nema á þeim stööum þar sem rekin hefur veriö öflug tann- verndarstarfsemi meö fluorgjöf. Nú njóta um 200 miljónir manna góös af tannvernd i þessari mynd. Þar sem fluor- bæting drykkjarvatns er ekki framkvæmanleg af tæknilegum, fjárhagslegum eöa öörum orsökum eru til ýmsir aörir möguleikar á nýtingu fluors til tannverndar. Hafa sum riki brugöiö á þaö ráö aö bæta fluor i matarsalt. Þannig næst til allra ibúanna óháö vatnsveitu. Arangur, sem náöst hefur meö þessum hætti, er sá besti, ef frá er talin fluorbæting vatns. Fluortöflugjöf er lika viöur- kenndur valkostur i baráttunni viö tannskemmdir. Ahrif hennar hætta þó smám saman, þegar hætt er aö taka töflurnar. Fluor- töflurnar veröur aö taka daglega frá 6 mánaöa aldri til 7 ára aldurs. Eftir þaö eru áhrifin ein- göngu bundin viö þann tima sem taflan er i munninum. Fluor- bæting drykkjarvatns og matar- salts hefur þá kosti, aö sérhver einstaklingur nýtur þess alla æfi. Ahrifin eru þvi varanleg. I Skandinaviu hala tann- skemmdir minnkað um 40% hjá þeim börnum sem skola munninn hálfsmánaðarlega meö natriu- Dr. Ingolf Möller frá Alþjóöaheilbrigðisstofnuninni i Kaupmanna- höfn og Ólafur ólafsson landlæknir. fluoridupplausn. Einnig dagleg Skandinava, en 85-90% af seldu notkun fluortannkrems talin hafa tannkremi þar inniheldur fluor. bætandi áhrif á tannheilsu Svkr. ILjóðabók eftir ISigurð Skúlason Marg- brotinn auga- steinn Bókaútgáfan Leiftur hefur sent frá sér nýja Ijóöabók eftir Sigurö Skúlason leik- ara. Bókin heitir Margbrot- inn augasteinn og er þetta fyrsta frumsamda ljóöabók höfundar. Þó að Siguröur Skúlason sé kunnari fyrir afskipti sin af annarri listgrein hefur hann gefiö út bók áöur, og var þar um aö ræða þýðingar hans á ljóðum um leikhús eftir Bertholt Brecht. Einnig hef- ur hann þýtt leikrit. Bók hans, Margbrotinn auga- steinn er óvenjuleg og hispurslaus, og er þar unniö úr persónulegri reynslu á næman og opinskáan hátt, aö þvi er segir i frétt frá Leiftri. Bókin sem er 88 bls. hefur að geyma 42 ljóö, sem skiptast i fimm kafla. Heita þeir Lagt upp, 1 lausamöl, Hæg er leið.., Hvarer það hálmstrá? og Viö vegamót. Bókin er fjölrituö i Letri en káupu- teikningu gerði Argus. — ekh Háskóla- tónleikar í Norræna húsinu Aörir Háskólatónleikar vetrar- ins veröa i hádeginu i dag i Norr- æna húsinu. Agústa Agústsdóttir flytur söngiög eftir Wolfgang Amadeus Mozart viö undirleik Jónasar Ingimundarsonar. Sölumaður deyr 40. sýning 1 kvöld veröur 40. sýning á leik- riti Arthurs Millers, Sölumaður deyr, i Þjóðleikhúsinu. Leikritiö var frumsýnt i febrúarmánuöi sl. og fékk þá afar lofsamlega dóma gagnrýnenda og aðsóknin hefur sýnt aö Sölumaöurinn viröist eiga erindi i dag röskum þrjátiu árum eftir að hann kom fyrst frami New York áriö 1949. Meöal þess sem getiö var i umsögnum fjöl- miðla var þaö aö Gunnar Eyjólfs- son, Margrét Guömundsdóttir og Hákon Waage ynnu þarna stóra leiksigra og aö sýningin i heild væri ,,meö þvi móti sem best ger- ist i Þjóðleikhúsinu”. Og nú fer einnig aö liöa aö þvi aö þessi vin- sæla sýning renni sitt skeið á enda, og eru aöeins örfáar sýn- ingar eftir. Leikstjóri er Þórhall- ur Sigurösson og leikmynd eftir Sigurjón Jóhannsson. Opið til kl. föstudag Opið til kl. 4 laugardag m Vörumarkaðurinn hf. [ Ármúla 1Æ slmi 86111

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.