Þjóðviljinn - 30.10.1981, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 30.10.1981, Blaðsíða 16
DIÖÐVIUINN Föstudagur 30. október 1981 Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess tima er hægt að ná I blaðamenn og aðra starfsmenn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími hlaðsins i þessum simum : Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbro; afgreiðslu 81663 8iz85, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl 9-12 er hægt að ná i af- greiöslu blaösins i sima 81663. Blaðaprent hefur sima 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 Mikil óánægja með fiskverðið: j Sjómeim j ráða j ráðum i sínum : Eins og skýrt var frá i I Þjóðviljanum i gær, ríkir nú t mikil óánægja hjá sjómönn- . um með nýja fiskverðið, sem ákveöið var i fyrradag af yf- I irnefnd Verðlagsráðs J sjávarútvegsins, þar sem . fiskverðið var hækkað um I \ 5%. Þegar i fyrradag höfðu I áhafnir 19 skipa sent mót- J mæli sin i land og i gær var . mikið talað i talstöðvar skip- I anna um þetta mál. Enn er ekki vitað hvort t flotinn gerir alvöru úr að . sigla I land, eins og sumir hafa haft við orð, en afstaða sjómanna skýrist sjálfsagt t um helgina. Oskar Vigfússon, formað- I ur Sjómannasambands I Islands, vildi i gær ekkert t nýtt segja um þetta mál, né . til hvaða ráöa sjomenn I gripa, en hann sagöi það I mundu koma i ljós allra næstudaga. —S.dór t Mótmæli ! sjómaiuia! streyma I nú inn j Eins og skýrt var frá i ■ Þjóðviljanum i gær sendu I áhafnir 19 skipa mótmæli sin I gegn hinu nýja fiskverði, i | skeyti sem sent var til Sjó- • mannasambandsins. t gær I barst svo Þjóðviljanum I ályktun frá áhöfnum 4ra | linubáta frá Hifi sem hljóðar • svo: Við undirritaðar áhafnir I linubáta sem róá frá Rifi á I Snæfellsnesi mótmælum ■ harðlega þvi smánar fisk- * verði sem verðlagsráð I Sjávarútvegsins ákvað á I fundi sinum i gær. Það er ekki nokkur hemja J að sifellt skuli gengið jafn I harkalega á kjör okkar sjó- I manna, og gert er með þess- • ari fiskverðsákvörðun, sem J og öðrum þeim sem á undan I hafa komið. Við erum orðnir lang- * þreyttir á að vera íyrirlitnir, J sem 2. eða 3. flokks þjóðfé- I lagsstétt. Staðreyndin er sú I aðþaðerumviðsjómenn sem • skilum lengstum vinnudegi ! og hlutfallslega mestum tekjum i þjóðarbúið. Það er kominn timi til að við verð- ' um metnir að verðleikum og J hljótum launsamkvæmt þvi. Það er krafa okkar að fisk- verðsákvörðuninni verði j breytt og almennt fiskverð * hækki að minnsta kosti um 15%. Við hvetjum sjómenn um land allt til þess að standa ! einhuga að kröfu þessari og láta i sér heyra á vettvangi fjölmiðla um þessi mál. j Verði skellt skollaeyrum við j þessari kröfu okkar, hvetj- um við til stöðvunar flotans. Sjómenn um allan sjó 1 stöndum nú einhuga vörð um J kjör okkar og réttindi. Ahafnir á: Rifsnesi SH 44, Saxhamri SH 50 Hamri SH j 224, Hamrasvan SH 201. Hluti evrópskrar friðarhreyfiiigar Nýkjörin framkvæmdanefnd Samtaka herstöðvaandstæðinga ásamt starfsmanni á fundi með blaða- mönnum i gær. Sitjandi frá vinstri: Jón A. Sigurðsson, gjaldkeri, Arni Hjartarson, meðstjórnandi, Pétur Reimarsson, formaður, Rósa Steingrimsdóttir meðstjórnandi og Þorbergur Þórsson ritari. Lj- ósm. —eik. SAMTÖK HERSTÖÐVAANDSTÆÐINGA: Umræður á Landráðstefnu Samtaka herstöðvaandstæðinga mörkuðust mjög af þeim gusti, sem stafar af hinni evrópsku friðarhreyfingu og þeim nýju viðhorfum scm henni fylgja. Samtök herstöðvaandstæðinga eru hluti af þessari hreyfingu og cru reyndar í hópi þeirra sam- taka innan hcnnar, sem hvað lengst hafa haldið uppi baráttu- kröfum gegn vigbúnaði, er- lendum herstöðvum og kjarn- orkuvæddu hernaðarbandalagi. Þetta cru þær meginkröfur, er hæst hljóma um Evrópu um þessar mundir. A landráðstefnunni var sam- þykkt itarleg ályktun um friðar- hreyfinguna og stöðu Samtaka herstöðvaandstæðinga innan hennar. Þar var sérstaklega undirstrikuð sú samstaða sem samtökin telja sig eiga með henni, bæði i baráttunni gegn staðsetningu meðaldrægra kjarn- orkuflauga i V-Evrópu, fram- leiðslu nifteindavopna og öllu kjarnavopnakerfi NATO i álfunni sem og i baráttunni gegn sovésk- um kjarnorkuherafla i Austur- Evrópu og fyrir brottflutningi SS- 20 flauganna þaðan. Samtök her- stöðvaandstæðinga telja að þetta andóf sé sama eðlis og barátta samtakanna fyrir herstöðvalausu Islandi og úrsögn landsins Ur NATO. Jafnframt þessu lýsa samtökin sig tilbúin tilsamstarfs við ýmis félagasamtök, hreyf- ingar og stjórnmálaöfl um að- gerðir eða baráttu fyrir ein- stökum kröfum s.s. fyrir kjarn- orkuvopnalausum Norðurlöndum að meðtöldu íslandi. Er þess vænst að viðtæk samstaða geti náðst tim sli'ka kröfu á næstu mánuðum. ttrekuð var sU stefna samtak- anna að efna beri til þjóðarat- kvæðis um herstöðvar á tslandi og aðildina að Atlantshafsbanda- iaginu. Þá var samþykkt sam- þykkt ályktun um skipulag og starfshætti samtakanna og einnig itarleg ályktun um tengsl menn- ingar og herstöðvabaráttunnar. A ráðstefnunni rikti mikill ein- hugur og bjartsýni enda voru menn sammála um að þeir vindar sem blásið hafa evröpskum friðaröflum eldmóð i brjóst muni einnig blása byr i segl islenskra friðarsinna og herstöðvaand- stæðinga. —Svkr. Konungshjónin i Sviþjóö, Silvfa og Karl Gústaf kveðja Vigdlsi I gærmorgun. Ljósm. —gel. ERILSÖMUM HEIMSÓKNUM LOKIÐ; Vígdís komin til Hafnar Opinberri heimsókn forseta Islands til Sviþjóðar lauk i gær og hélt Vigdis Finnbogadóttir og fylgdarlið hennar til Kaupmannahafnar árdegis. Við konungshöllina i Stokkhólmi kvaddi forseti gestgjafa sína Karl Gústaf konung og Silviu drottn- ingu.en Bertil prins fylgdi forseta á Arlanda flugvöll. Vigdis og fylgdarlið hennar mun dveljast f Kaupmannahöfn fram yfir helgi og mun áreiðan- lega ekki veita af hvildinni eftir eril siðustu 9 daga en héðan hélt forseti miðvikudaginn 21. október s.l. til Oslóar. Endurútgáfa á Limrum Þorsteins Fást bara / 1 Erlusjóður hefur endurút- gefið Limrur Þorsteins Valdimarssonar með myndum Kjartans Guðjóns- sonar i takmörkuðu upplagi, en þessi bók, sem mörgum er h jartfólginn, hefur lengi verið ófáanleg. Bókinni er ekki dreifti bókavcrslanir og verðúr aðeins til sölu i Bókinni að Skólavörðustig 6 frá og með laugardeginum 31. okt., á morgun, en þá hefði skáldið oröið 63ja ára. Limrur Þorsteins Valdi- marssonar voru gefnar út árið 1965 og seldust fljótt upp. í forspjalli, sem einnig birtist í endurútgáfunni nú, segirÞorsteinn aðmennhafi vist einhverntíma óskað sér til himintungla og beðið Grá- gæsamóður að ljá sér vængi við misjafna bænheyrslu. ,,En einhverjum mun hún þá hafa kennt að yrkja limruna, þvi að formi þessa fleyga háttar svipar svo til gæsa- mömmu. Höfuðburð hennar má kenna af fyrirsögninni, vængjafang af upphafs- linum, bol af skammlinum, og svo breiðir hún úr prúðu stéli i fimmtu og • siðustu linunni.” Solnaprent endurprentaði Limrur og Prentþjónustan annaðistfilmuvinnu. A fram- og afturkápu eru limrur sem valdar eru úr handskrifuðu frumhandriti, sem geymt er i landsbókasafninu. í fram- kápu er birt frumgerð limr- unnar Taó, sem er nokkuð öðruvisi en endanleg gerð, sem birt er á bls. 12. Frum- gerðin er svona Það er auðvelt að standa sig, ef maður vandar sig frá upphafi i þvi, sein er innan handar að standa sig i. A afturkápu er birtur Hreingerningarþanki hand- skrifaður: Það er svipað um hernámið hér og horngrýtis rykið hjá mér : Það seiglast að falla, það svínar út alla — og sést ekki fyrr en það fer'. —ekh Martin Berkofsky Gefur þóknun Bandariski pianóleikarinn Martin Berkofsky heldur tónleika i Norræna húsinu i kvöld kl. 20.30 og ætlar hann að gefa Norræna húsinu þóknun sina og ágóðann af þessum tónlcikum, en aðgöngu- miðar a kr. 50 eru seldir við inn- ganginn. Aefnisskránni eru m .a. Pathet- ique-sónatan eftir Ludvig van Beethoven, Kinderszenen eftir Robert Schumann og verk eftir Lizt, og Claude Debussy. Þá verður frumflutt á Noröurlöndum Appollo-sónatan eftir bandariska tónskáldið T. Robert Ogden, en það verk er tileinkað Martin Ber- kofsky sjálfum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.