Þjóðviljinn - 30.10.1981, Blaðsíða 5
Föstudagur 30. oktéber 1981 ÞJÓDVILJINN — SIDA 5
EBE veifar peningum
framan í Grænlendinga
til að þeir segi sig ekki úr Efnahagsbandalaginu
Grænlendingar eiga aöild aö
Efnahagsbandalaginu en meöal
þeirra er sterkur vilji fyrir þvi
aölosna þaöan.Danska stjórnin
vill helst aö Grænlendingar séu
áfram i EBE, en hefur lofaö þvi
aö reyna ekki að þvinga Græn-
lendinga til þess. En nú er reynt
aö freista granna okkar til aö
vera áfram i EBE og eins og
nærri má geta er þaö gert meö
peningum: látið er að þvi liggja
að hægt sé að fá styrk úr þróun-
arsjóðum EBE til að leysa hús-
næöismálin á Græniandi.
Þetta kom fram fyrir
skemmstu þegar Poul Dalsag-
er, sérstakur kommissar Efna-
hagsbandalagsins heimsótti
Grænland. Danska stjórnin hef-
ur verið þvi mótfallin að EBE
færi að vasast i byggingu ibúð-
arhúsnæðis (m.a.vegna þess að
þau húsnæðisvandamál sem
dýrast yrði að leysa er að finna
utan Danmerkur). En Dalsager
sagði grænlenskum landþings-
mönnum semsagt, að þarna
væri að finna smugu fyrir
Grænlendinga — þeirra er
freistað með sjóði sem nota má
til að leysa sérstök vandamál
vanþróaðra héraða i löndum
Efnahagsbandalagsins.
Fjármálog
hugsjónir
Stjórnarandstöðuflokkurinn á
landsþingi Grænlendinga er
fylgjandi þvi að Grænland sé
áfram i Efnahagsbandalaginu.
Flokkur þessi, Atassut heitir
hann, hefur hvað eftir annað
itrekað að Grænlendingar eigi
að vera áfram i EBE svo lengi
sem það gefi eitthvað i aðra
hönd. Og er visað til þess að
EBE hafi styrkt smiði hafnar-
mannvirkja á Grænlandi, verk-
menntun og fleira.
Hinsvegar stendur and-
spyrnuhreyfingin Anisa („Við
eigum að fara út”) og vill losna
úr EBE. í þessari fylkingu er
landstjórnin, Siumutflokkurinn,
verkalýðsfélögin og sjómanna-
sambandið.
Þetta andóf hefur verið i
gangi allar götur frá 1972 þegar
Grænland varð aðili að Efna-
hagsbandalaginu enda þótt i
þjóðaratkvæðagreiðslu um mál-
ið væri meirihluti fyrir þvi á
Grænlandi að standa fyrir utan.
Þá hafði Grænland ekki fengið
heimastjórn.
Formaður landsstjórnar,
Jonathan Motzfeldt, komst svo
að orði i mikilli maraþonum-
ræðu um Efnahagsbandalagið,
á landsþingi, að stjórnin og An-
isa stæðu við hugsjónir en -
Atassut hugsaði aðeins um pen-
inga.
Alltannað land
Þau grundvallaratriði sem
Eigum viö aö leysa fyrir ykkur húsnæöismálin. Myndin er frá
Nuuk.
andstæðingar Efnahagsbanda-
lagsins berjast fyrir hafa verið
fest á skjal sem sent hefur verið
til allra ríkisstjórna landa Efna-
hagsbandalagsins. Þar er út-
skýrt hvers vegna Grænlend-
ingar vilji úr EBE og þar segir:
„Grænland er i svo rikum mæli
óliktDanmörku að þvi er varðar
tungu, menningu, efnahagslif og
félagsgerð, að landið getur
aldrei staðið jafnfætis öðrum
hlutum Danmerkur, þrátt fyrir
formlegt jafnrétti innan danska
rikisins. Grænland getur heldur
ekki, vegna sinna sérstöku stað-
bundnu vandamála, náð jafn-
stöðu við önnur aðildarriki EBE
i Evrópu.
Andstæðingar aðildar að EBE
viðurkenna að fjármálin vefjist
nokkuð fyrir þeim. En þeir hafa
vilja til að leysa þau vandamál
án styrkja af þvi tagi sem fyrr
voru nefndar. Eða eins og einn
af foringjum Siumut, Lars Emil
Johansen, sagði á þingi fyrir
skemmstu: Viðhöfum komistaf
— einnig fyrir 1972....
áb tók saman.
Ástandið í Póllandi:
Herflokkar sendir
út um sveitimar
Samráð um breikkun ríkisstjórnarinar?
Enn verður að ítreka
fyrri athugasemdir um að
tvísýnt sé um framvindu
mála í Póllandi. Hersveitir
eru sendar út um allt land
og fást nú við að auðvelda
matvæladreifingu/ en eng-
inn veit enn til hvers þær
munu síðar notaðar.
Pólska þingið er að taka
fyrir tillögu um tímabund-
ið bann við verkföllum# en i
fyrradag efndi Samstaða
til klukkustundar vinnu-
stöðvunar, einkum til að
Bókaútgáfan örn og örlygur hf.
hefur nií sent f rá sér bókina Stóra
bomban, eftir Jón heitinn Helga-
son ritstjóra, en hann haföi ný-
lega lokið viö frágang bókarinnar
erhann lést. Bókin ber sama heiti
og einhver frægasta blaöagrein
sem birst hefur á tsiandi, en hana
skrif aöi Jónas Jánsson frá Hrifiu i
upphafi cinhverra hatrömmustu
átaka sem átt hafa sér staö i is-
lenskum stjórnmálum — átaka er
skiptu islensku þjóöinni i tvær
striðandi fylkingar, sem vógust
meö bitrustu vopnum sem til urðu
fengin.
Atök þau er bókin fjallar um
gerðust kringum 1930, en þá var
Jónas J ónsson lýstur geðveikur af
mótmæla matvælaástand-
inu.
Hin opinbera fréttastofa Pól-
lands hefur skýrt frá þvf að her-
flokkur verði sendir til um 2000
staöa i landinu til aö aðstoða við
matvæladreifingu og til að vaka
yfir lögum og reglu eins og það
heitir.
Akvörðun þessi var tekin á
föstudaginn var, og var þá af ýms-
um kölluð „hálfgildings herlög”.
Þeir hinir sömu töldu að hér væri
beinllnis verið að ögra verkalýðs-
samtökunum Samstöðu, sem
hafði borið sig upp undan auknum
þrýstingi af hálfu valdhafanna.
Helga Tómassyni, þá nýskipuð-
um yfirlækni á Nýja-Kleppi og
tóku fleiri læknar undir með hon-
um. Jónas brá við hart og hóf
gagnsókn. Vék hann Helga frá
störfum og skipaði annan lækni I
hans stað. Gifurlega mikil og
stóryrt blaðaskrif áttu sér stað i
kjölfar þessara atburða og má
segja að i þeim hafi „tiðkast
breiðu spjótin.”
Jón Helgason rekur þessa bar-
áttu i bók sinni Stóra bomban og
dregur þar fram i dagsljósið ým-
islegt sem ekki hefur áður komið
fram i málinu, fjallar um orsakir
og afleiðingar þessarar miklu
deilu, svo og áhrif hennar á is-
lensk stjórnmál fyrr og sfðar. 1
bókinnieru fjölmargar ljósmynd-
Til hvers
hersveitir?
Hupalowski hershöföingi, sem
er ráðherra sveitastjórnarmála
og umhverfismála, fór svo á
sunnudagskvöldið I sjónvarpið,
væntanlega til að reyna að kveða
niður túlkanir af þessu tagi. En
hann er sá maður sem á að bera
ábyrgð á afskiptum hersins af
pólsku hvunndagslifi.
Hupalowski sagði, að herflokk-
arnir myndu i engu skerða vald
sveita- og bæjarstjórna eða taka
að sér verkefni þeirra. Þær ættu
að aðstoða viö að yfirvinna
ir af mönnum sem við söguna
koma, svo ogteikningar úrSpegl-
inum frá þessum ti'ma, en vitan-
lega hafði hann sitthvað til mál-
anna að leggja.
Bók um ,,Stóru bombuna,>:
Þegar Hriflu-Jónas
var lýstur geðveikur
Verkföll hafa aö undanförnu einkum veriö skipulögö til aö
mótmæla matvæiaástandinu
kreppuna sem landiö hrjáir, sagði
hann. Meðal annars með þvi að
fylgjast með þvi, að landbúnaðar-
vörur komist til borganna, og kol
og aðrar nauðsynjar til sveit-
anna. Yfirvöld segja að drjúgur
hluti þess vanda sem Pólverjar
eiga viö að glima sé tengdur þvi,
að eðlileg tengsl milli borga og
sveita séu sundur slitin. Auk þess
eiga hersveitirnar að aðstoða viö
byggingarframkvæmdir, snjó-
mokstur og fleira.
Ráðherrann fór ekki út i það i
smáatriðum hvaða vald eða um-
boð herflokkar þessir hefðu. En
hann lét getið um þann möguleika
aö þær hefðu samvinnu við lög-
regluna til að sjá til þess að lögum
sé fylgt — ef þurfa þætti.
Fréttaritari Dagens Nyheter i
Varsjá segir, að I umtali um þess-
ar ráðstafanir beri mest á þvi, að
-hersveitirnar séu velkomnar ef
þær geti I raun og veru hjálpað til
við aö vinna gegn matvælaskort
inum i landinu. En ef að þeim
verði beitt gegn verkfallsmönn-
um, eða til að takmarka
starfsemi Samstöðu að öðru leyti,
þá auki dreifing þeirra um landið
á þá spennu, sem fyrir er.
,,Sérfræðingar”
í stjórn
Aðrar fregnir herma svo, að
Jaruzelski, sem nú fer bæði með
embætti forsætisráðherra og
flokksforingja, hafi undanfarna
daga hitt að máli Lech Walesa,
formann Samstööu, og Jozef
Glemp, æðsta mann kaþólsku
kirkjunnar. Hafi hann rætt viö
þessa oddamenn hins þriskipta
valds i Póllandi um möguleika á
að breikka stjórnina með ráð-
herrum sem ekki eru I komm-
únistaflokknum.
Hugmyndin mun sú, að taka inn
i rikisstjórnina „sérfræðinga”
sem Samstaða annarsvegar og
kirkjan hinsvegar leggja blessun
sina yfir, einhverja þá menn sem
þessir áhrifaaöilar telja sig eiga
góðan aðgang að.
áb tók samar
Ný saga
eftir
Sigrúnu
Eldjárn
IÐUNN hefur gefiö út nýja sögu
eftir Sigrúnu Eldjárn, og semur
hún bæði söguna og teiknar
myndirnar. Bókin heitir Eins og i
sögu! og fjallar um krakkana
Eyvind og Höllu sem sagt var frá
i fyrri bók Sigrúnar, Allt i plati!
sem út kom i fyrra. Þau lenda i
nýjum ævintýrum, hitta aftur vini
sina, Sigvalda krókódil og Þjóð-
hildi. Þá lenda þau i kasti við Loft
lyftuvörð og vin hans sem er
dreki. Eins og I sögu! er 34 blað-
siður og mynd á hverri siðu.
Prentrún prentaði.