Þjóðviljinn - 30.10.1981, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 30. október 1981
Auglýsing
Með visun til 17. og 18. gr. skipulagslaga
nr. 19/1964 er hér með auglýst tillagan:
Aðalskipulag Reykjavikur, Austursvæði
1981 —1998. Tillagan tekur til svæðis, sem
afmarkast á þessa leið:
MynniElliðaáa (Elliðaárós), vestari kvisl
þeirra að mótum Reykjanesbrautar og Bú-
staðavegar. Siðan Reykjanesbraut og
mörk Reykjavikur og Kópavogs um Sel-
hrygg og Vatnsendahæð að Elliðaám og
þaðan áfram austur fyrir Skyggni. Þá tek-
ur við strönd Elliðavatns að mörkum
Rauðhólafólkvangs við Bugðu. Siðan
fylgja mörkin Bugðu, uns hún kemur að
Suðurlandsvegi, en þá ræður vegurinn,
þar til kemur að mörkum Mosfellshrepps
vestan við Geitháls. Eftir það ráða mörk
Reykjavikur og Mosfellshrepps allt að ós-
um Korpulfsstaðaár (úlfarsár). Þá tekur
við strandlengjan allt að Elliðaárósum, og
er Geldinganes þar innifalið.
Uppdráttur, ásamt greinargerð, fyrirvör-
um og öðrum tilheyrandi gögnum, liggur
fsrammi almenningi til sýnis i skrifstofu
Borgarskipulags Reykjavikur, Þverholti
15, frá og með 30. október 1981 til og með
14. desember n.k.
Athugasemdir, sem menn óska að gera,
skulu hafa borist Borgarskipulagi eigi sið-
ar en kl. 16.15 miðvikudaginn 30. desem-
ber n.k.
Þeir, sem eigi gera athugasemdir innan
ofangreinds frests, teljast samþykkir til-
lögunni og þeim breytingum, sem hún fel-
ur i sér.
Reykjavik, 21. október 1981.
F.h. Skipulags ríkisins, Borgarstjórinn i
Reykjavik,
Zophonias Pálsson. Egill Skúli Ingibergs-
son.
■ ■■ Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar
11 j Vonarstræti 4 simi 25500
Laus staða
Staða fulltrúa við útideild unglinga er laus
til umsóknar. Hálft starf auk reglubund-
innar kvöldvinnu. Félagsráðgjafamennt-
un eða svipuð starfsmenntun áskilin.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrif-
stofunni.
Umsóknarfrestur er til 27. nóvember n.k.
Upplýsingar gefur yfirmaður fjölskyldu-
deildar.
• Blikkiðjan
Asgaröi 7, GarAabæ
Önnumst þakrennusmiöi og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar blikksmföi.
Gerum föst verötilboö
SIMI 53468
Auglýsingasfminn er
q81333
anmmm
SfÐUMÚLA 6. SfMI S1333
Erfiðleikamir í loðnuveiöum
Fiskimj ölsverksmið j ur
okkar orðnar úreltar
Verð á loðnuaf urðurrv
mjöli og lýsi er eins og
stendur frekar í lægð á
heimsmarkaði og erfitt að
spá um framvindu þeirra
mála á næstu mánuðum.
Hér kemur margt sem
spilar inn í þetta dæmi,
m.a. geysilega mikil soya-
baunaframleiðsla f Banda-
ríkjunum í ár en sú fram-
leiðsla hefur að jafnaði
áhrif á fiskimjölsverð og
reyndar lýsi líka. Þá
verðum við að gera okkur
það Ijóst, sem ég hef áður
bent á í þessum þáttum, að
íslenskar f iskimjölsverk-
smiðjur svara ekki lengur
þeim kröfum tímans að
geta framleitt besta fáan-
legt fiskimjöl.
Þaö eru engar verksmiðjur
lengur sem nota eldþurrkara.
Þetta breyttist meö tilkomu gufu-
þurrkaranna, sem viö Islendingar
höfum ekki ennþá tekiö I þjónustu
þessarar framleiöslu. Þaö fiski-
mjöl sem nú er framleitt úr glæ-
nýju hráefni og þurrkað meö
gufuþurrkurum sem fiskeldis og
kálfafóöur i verksmiöjum sem til
þessa verkefnis hafa veriö lög-
giltar, Afurðir þessara verk-
smiöja lúta allt öörum lögmálum
meö sölu en hér heima, enda er
fiskeldi I hraöri uppbyggingu
viðsvegar um heiminn. Þá hefur
fóðurbætir handa kálfum færst i
stórum mæli yfir á þessa fram-
leiöslu siöan hún var fáanleg.
Fiskimjöl framleitt með eld-
þurrkurum telst nú til grófari
fóöurbætis, jafnhliöa sem þaö er
notað til áburöar viö ýmsa rækt-
un. Þessi markvissa þróun sem
búin er aö standa yfir um nokkurt
árabil I fiskimjölsframleiöslu
næstu landa viö okkur, hún viröist
alveg hafa fariö fram hjá þeim
ráöamönnum i islenskum lána-
stofnunum sem beint og óbeint
viröast hafa stuölaö aö kaupum á
úreltum tækjum til islenskrar
fiskimjölsframleiöslu. Nú þegar
verðfall er á venjulegum loönuaf-
uröum á heimsmarkaöi þá hlýtur
þaö af framansögöu aö koma
þyngra viö okkur islendinga
heldur en þær þjóöir sem hafa
mætt kröfum timans af meiri
fyrirhyggju. Af framansögöum
ástæöum getur oröið erfitt aö
stunda hér loðnuveiðar aö öllu
óbreyttu, haldist óhagstætt loðnu-
afuröaverö eins og þaö blasir við
á heimsmarkaöi lengi.
Jóhann J.E. Kúld
fískimái
Nú er hrópað á nýja
gengisfellingu
Hér dugar ekki gengisfeiling is-
lensku krónunnar þó sumir virö-
ist telja þaö vera úrræði i
hverjum efnahagsvanda sem aö
steðjar. Og þvi stöndum vib verr
aö vigi heldur en þurft heföi nú,
að gengisfellingar margra ára-
tuga að undanförnu hafa blekkt
þá sem réöu ferðinni en áttu aö
vita betur, þegar svokölluö úr-
ræði væru valin. Sú þjóð sem
verbur aö byggja efnahagslega
tilveru slna á sölu afuröa á
heimsmarkaði og lúta þvi verði
sem það er hægt aö selja fyrir á
hverjum tima, hún verður aö
mæta hverjum vanda meö raun-
verulegum úrræöum en ekki
blekkingum. Og þessi úrræöi eru;
sparnaður og fyrirhyggja viö
veiöar og vinnslu. Hagkvæm inn-
kaup á innfluttum vörum i staö
hæsta innkaupsverðs sem þekkist
um viöa veröld. Raunverulegur
sparnaöur i opinberum rekstri
þar sem skriffinnslubáknið er
skoriö niöur án allrar miskunnar.
Umskipulagning mikilvægustu
atvinnuvega og tæknivæðing
þeirra i samræmi viö þann tima
sem viö lifum á.
Slikt átak verður ekki gert á
meðan menn hafa gaman af þvi
aö elta mýrarljós I staö þess aö
sameinast um raunhæf úrræöi.
Gengisfeliing okkar gjaldmiöils
er þaö mýrarljós sem of lengi er
búiö aö elta til bölvunar fyrir land
og þjóð. Þeirri þrautargöngu alls
almennings I landinu veröur nú
að vera lokiö og raunveruleg úr-
ræöi aö taka viö þegar vanda ber
aö höndum.
Aðalfundur NAUSTS:
Aukln brottflutning
ur náttúrumlnja
Aöalfundur Náttúruverndar-
samtaka Austurlands, NAUST,
var aö þessu sinni haidinn aö
Vopnafiröi. Fundinn sottu um 40
manns. Dagskrá var f aöalat-
riöum þessi: Laugardagur:
Skoöunarferöir um nágrenni
Vopnafjaröar . Kvöldvaka.
Sunnudagur: Aðalfundarstörf.
Fundurinn einkenndist af um-
ræðu um ferðamál, erlenda
ferðamenn og brottflutning
náttúruminja úr landinu. Langar
umræöur urðu um svokallaðar
steinatökur,enkomiöhefurm.a. i
ljös, að töluvert er um það, aö
sjaldgæfum steintegundum sé
smyglað úr landi. Var það mál
manna á fundinum að meö til-
komu ferjunnar Smyrils hafi
brottflutningur náttúruminja
stóraukist.
Samhliða þessu var mikið rætt
um hinn vaxandi ferðamanna-
straum og vandamál honum
fylgjandi. Flutti Sigurður
Björnsson á Kviskerjum m.a.
athyglisverða tölu um ráöstafanir
tilaö leysa þann vanda, sem vax-
andi ferðamannastraumur hefur i
för með sér.
Fleiri mál voru rædd, sem
endurspeglast I eftirfarandi
ályktunum, sem samþykktar
voru á fundinum:
1. Aðalfundurinn „beinir þvi
tilfjármálayfirvalda aö þau veiti
nú þegar auknu fé til starfsemi
Nattúruverndarráðs þannig aö
það sé i stakk búið til þess að
sinna þeim verkefnum, sem það
•er kjörið til”.
2. Fundurinn „átelur harðlega
það sinnuleysi sem rikir um
ferðir erlendra hópa hérlendis.
Fundurinn beinir þvi til Ferða-
málaráðs og annarra, sem um
þessi mál fjalla, að framvegis
veröi ferðahópum ekki hleypt inn
I landiö nema þeir hafi leiösögu-
mann meö tilskilin réttindi”.
3. Fundurinn „beinir þvi'tii SIN
að halda landsfund náttúru-
verndarsam taka, t.d. þriðia
hvert ár, þar sem félagar allra
náttúruverndarsamtaka landsins
gætu hist og rætt sameiginleg
áhugamálog verkefni. 1 tengslum
viö þessa fundi verði komið á
fræðsluerindum og skoöunar-
feröum”.
4. Fundurinn „varar við hug-
myndum um stóriöju á Reyöar-
firöi án undangenginna viötækra
rannsókna á náttúrufari og
veöurfari. Einnig þarf aö kanna
til hlýtar áhrif slikrar stóriöju á
félagslegt umhverfi ibúa ná-
grannabyggðarlaganna hið næsta
væntanlegri stóriöju. Aður en
ráðist er i slika stóriðju skal
kynna niðurstöður rannsóknanna
fyrir ibúum og byggja ákvarð-
anatöku á vilja þeirra. — Einnig
skal leita álits náttúruverndar-
aðilja á viðkomandi svæöi”.
5. Aöalfundurinn „beinir þvi til
menntamálaráðuneytisins aö það
veiti fé til rannsókna á hreindýr-
um á þeim svæöum á Austurlandi
sem ekki hafa þegar veriö rann-
sökuð. Það er nauösyn aö fá hlut-
laust mat sérfræðinga á beitar-
álagi og þeim fjölda dýra, sem
liklegt er aö svæðin þoli”.
6. Fundurinn „beinir þeim til-
mælum til sveitastjórna aö þær
leiti samstarfs við landeigendur
um frágang tjaldsvæða á vin-
sælum áningarstööum’’.
Stjórn samtakanna, skipa nú:
Vigfús I. Ingvarsson, Egils-
stööum formaður, Jón Loftsson,
Hallormsstað, varaformaður,
Kristján Kristjánsson, Egils-
stöðum, ritari, Edda Björns-
dóttir, Miöhúsum, gjaldkeri, og
Hermann Guömundsson, Vopna-
firði meöstjórnandi. — mhg