Þjóðviljinn - 30.10.1981, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 30.10.1981, Blaðsíða 9
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 30. október 1981 Föstudagur 30. október 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Jóhannes Steinsson og Kristln Ingólfsdóttir voru meöal þeirra, sem fengu afhenta lykla aölbúöoggeta flutt beintinn. — Ljósm.: Ari. Frá afhendingu leigusöluíbúða í Gerðahreppi Hinn 23. október voru af- hentar fjórar leigusölu- íbúðir í Gerðahreppi. Við á Þjóðviljanum vorum á ferð í Garðinum og litum við í félagsheimilinu, þar sem afhendingin fór fram við hátíðlega athöfn. Stefán Ómar Jónsson, sveitar- stjóri Geröahrepps, sagöi að verkinu heföi miöaö fljótar en áætlað heföi veriö. Samkvæmt áætlun hefði átt aö skila ibúö- unum 1. desember, en sökum þess hversu vel heföi gengiö væri unnt aö afhenda væntanlegum ibúum lyklana nú þegar. Verktaki ibúðanna var Sig- urður Ingvarsson. Tilboö hans hafði hljóðað upp á 7% lægra kostnaðarverö en viðmiðunar- verð Húsnæöismálastofnunar rikisins. Stefán ómar Jónsson sagði, aö sér sýndist viö lauslega áætlun, aö nú væri verö ibúöanna iraun 12% undir viömiöunarverö- inu, Þakkaöi hann þetta frábæru starfi allra aöila, sem aö verkinu unnu. Helstu undirverktakar i hinum ýmsu verkþáttum voru þessir: Bragi Guömundsson, húsasmiðameistari, Garði.sá um alla trésmiöavinnu, Hafsteinn Sigurvinsson, Garöi.sá um múr- verk, Jónas Guömundsson, Keflavik, annaöist pipulagnir, Húsabygging h/f, Garði,annaðist innréttingasmiöi, Óskar Guöjóns- son, málarameistari I Sandgerði, sá um málningarvinnu og Tré- borg h/f, Garði, annaöist smiöar á öllum úti- og svalarhurðum. Tæknideild Húsnæöismálastofn- Stefán ómar Jónsson, sveitar- stjóri Geröahrepps, I ræöustól. — Ljósm.: Ari. unar rikisin%sá um alla tæknilega hliö verksins, svo og eftirlit meö greiöslum framkvæmdalána. Þakkaöi Stefán ómar öllum þessum aðilum fyrir einstakiega gott og ánægjurikt samstarf. Þá kom einnig fram i máli sveitarstjórans, aö Geröahreppur myndi á næstu sex mánuöum af- henda sex ibúöir til viöbótar þess- um fjórum — fjórar þeirra yröu leigusöluibúöir, en tvær verka- mannabústaöir. Kvaö hann Gerö- hreppinga mega vera stolta af þessu félagslega framtaki sveitarfélagsins. Þess má geta, aö nú búa i Garöinum 958 manns, svo hér er um mikiö félagslegt átak aö ræöa i húsnæöismálum sveitarfélagsins. Þau sem fengu afhentar ibúöir 23. október voru: Sigurjón Krist- insson, Jóhannes Steinsson og Kristin Ingólfsdóttir, Sigfús H. Dýrfjörð og Anna Maria Guö- mundsdóttir og Höröur Gunnars- son og Kristin Sóley Kristins- dóttir. Við færum þeim árnaðar- óskir I tilefni nýju ibúöanna-ast Mannlíf í Garðinum A þessu ári hefur vaxandi áhersla verið lögð á skreiðarverkun og mátti sjá þess merki i Garöinum þegar blm. Þjóðviljans átti leið þar um. Ljósm. Ari. Þessir kassabilstjórar heita Helgi og Jensi og blllinn þeirra heitir að sjálfsögðu Lada. Ertu að taka myndir, manni? Það er líf og f jör í grunn- skólanum í Gerðahreppi, þegar okkur Þjóðviljafólk bar að garði. Hér er skóla- stjóri Jón Ölafsson með 11 kennara sér til hjálpar, og 182 börn eiga að þiggja þeirra leiðsögn í vetur. „Hér hafa verið lítil kennara- skipti”, segir Jón Ólafsson. „Okkur hefur haldist mjög vel á kennurum, og það er auövitaö alltaf mikill kostur”. Hann tjáir okkur einnig aö 9. bekkur þurfi aö leita annaö — flest fara börnin til Keflavikur, en mörg fara einnig I Þessar hnátur eru 16 ára deild hjá henni Helgu Sigurðardóttur. — Ljósm.: Ari. heimavistarskóla úti á landi. I fyrravetur fór um helmingur barnanna I 9. bekk i heimavistar- skóla. Sex ára börnin eru þaö mörg i vetur aö þau eru höfö i tveimur deildum. Aörir árgangar rúmast hins vegar i einni deild. Viö Ari ljósmyndari fengum aö lita inn i nokkrar kennslustofur, og afraksturinn birtist hér. Eins og i öllum skolum landsins er hér lif og fjör, krakkarnir iöa dálltiö þegar ljósmyndari birtist allt i einu og ekki er vert aö trufla lengi En börn hafa þann hæfileika Jón ólafsson, skólastjóri grunn- skóla Gerðahrepps. — Ljósm.: Ari. aö taka öllu eins og sjálfsögöum hlut, og fyrr en varir eru kenn- ararnir farnir aö kenna og börnin að læra eins og ekkert sé. — ast. „Ætlið þið nú að skrifa um okkur verka- fóikið” Frystihúsið Garðskagi hf. heimsótt „Ja hérna, ætiar Þjóðviljinn að fara að skrifa um okkur verka- lýöinn?” Ingibjörg Einarsdóttir hlær og kippir þorski upp á borð- ið. Hún vinnur hjá Garðskaga h/f, eigandi Guðmundur Ingvarsson. Hún er úr Keflavik og hefur verið hér I eitt ár. Henni líkar vel, en kaupiö er of lágt og ætti að hækka mikið. Stallsystur hennar taka undir þessi orð. I frystihúsinu Garöskaga h/f vinna um 60 - 70 manns aö jafnaöi, ef skreiöarverkunin er meötalin. Garðskagi h/f á einn linubát, sem nú er að fara á sild og fólkiö er aö gera húsiö klárt til þess aö taka á móti sildinni. Guðmundur Ingv- arsson tjáir okkur, aö fyrirtækiö fái breskan 300 tonna bát um ára- mótin og ætti þá ástandiö aö lag- ast nokkuö, en eins og er þarf Garöskagi aö kaupa mestallt hrá- efniö til vinnslunnar. Þarna vinn- ur fólk bæöi úr Garöinum og Keflavik, og eins og annars staö- ar i Garöinum er hér nokkur vinnuaflsskortur, einkum yfir vetrartimann. Hér hefur veriö nóg aö gera, yfirleitt unniö 10 tima á dag og aldrei falliö dagur úr. „Hvað finnst ykkur um kröfur Verkamannasambandsins, stúlk- ur?” Ingibjörg Einarsdóttir veröur fyrir svörum. „Ég hef bara ekki fylgst nógu vel meö þeim til aö geta sagt nokkuö um þaö. Hitt er augljóst, aö kaupiö veröur aö hækka. Tilbúin I verkfall? Nei, ég er ekki tilbúin til þess og ekki nokkur maöur, held ég. Þjóöfé- lagiö er þannig, aö allir skulda alls staöar og viö megum þvi ekki viö þvi aö vera tekjulaus.” Ingibjörg Einarsdóttir vippar þorskinum upp á borð: „Ætlið þið nú að fara að skrifa um okkur verkalýðinn?” — Ljósm.: Ari. Borghildur Svavarsdóttir og Ingibjörg Einarsdóttir kipptu sér ekki mikið upp viö heimsókn Þjóðviijamanna. — Ljósm.: Ari. Borghildur Svavarsdóttir er ekki alveg sammála. Hún segist tilbúin i verkfall ef allir vilji það og standi saman. „Ef fólkiö stendur saman um aö fara i verk- fall, þá er ég tilbúin. En viö verð- um auðvitaö aö standa saman.” Siöan snýr hún sér aö boröinu og heldur áfram aö spyröa. Þetta eru konur, sem eru vanar aö láta hendur standa fram úr ermum og kippa sér upp viö litiö — allra sist kannski blaöafólk ur Reykjavik. — ast Ræ „ V iltu ekki mynda mig að aftan líka? „Hvað ósköp þarf maðurinn að mynda — ætlarðu nú uppi mig maöur? Svona, farðu nú að hætta þessu góöi”. Aöalsteinn Ingólfsson vinnur i fiskverkunarstöö fööurbróöur sins, Guðbergs Ingólfssonar, i Gerðahreppi. Hann er á 75. aldursári en tilheyrir greinilega þeirri kynslóöinni, sc.n aldrei geturlátiö verk úr hendifalla. Viö Ari litli ljósmyndari erum komin til aö hafa tala af fólki i fiskverk- unarstööinni og rekumst á Aöal- stein i kaffistofunni. „Ert þú héöan úr Garöinum, Aöalsteinn?” „Nei, ekki er þaö nú góöa. Ég er úr Keflavik, en hefi búiö á ýmsum stööum. Nei, ég hef aldrei migiö i saltan sjó. Ég keyröi fólk I fimm- tiu ár — var hjá ólafi Ketilssyni, hætti 65”. Nú snarast inn snaggaralegur kominn Reynir Guöbergsson, sonur Guöbergs Ingólfssonar, og hann tekur vel i aö Þjóöviljafólk snuöri um staöinn og taki myndir. „Taliöi viö hann Aöalstein frænda. Hann kann frá mörgu aö segja. Alli, segöu henni frá þvi þegar þú hættir hjá Óla Ket — var þaö ekki sama áriö og kötturinn missti háriö?” Aðalsteinn Ingólfsson hristir höfubib og brosir i kampinn. „Nei, góöi, það var áriö sem maðurinn rakaöi háriö af kett- inum. Hann var svo gefinn fyrir ost — kötturinn, góöa. Nei, ég segiekki meira. Svona sögur eiga ekkert erindi i blöö”. Og þaö er ekki við það komandi, aö Aðal steinn fáist til aö segja okkur sög- una af manninum, sem rakaöi háriö af kettinum af þvi hann var svo gefinn fyrir ost. „Kemur ekki til mála góöa”, Og viö þaö situr. Nú ber aö garöi mann, sem er svo nauðalikur Reyni Guöbergs- syni, aö Ari ljósmyndari lætur myndavélina loks siga og starir gapandi. Þetta er Rafn Guö- bergsson, tviburöabróðir Reynis. Þeir bræöur reka fyrirtæki með fööur sinum, en auk fiskverk- unarstöövarinnar, þar sem aö jafnaöi vinna 25—30 manns, reka þeir frystihúsiö Isstööina h/f, þar sem 30—40 manns vinna. Þeir gera einnig út togarana Erling GK 6 og Ingólf GK 42, en Ingólfur er eini siöutogarinn, sem enn er gerður útá landinu. Þeir Rafn og Reynir segjast einnig vera aö kaupa Guömund i Tungu og kveðast vongóöir um aö hann komist i gagniö um áramótin. í máli þeirra bræöra kemur fram, aö mikiö er að gera i fyrir- tækjum þeirra — yfirleitt unniö 10 tima á dag og fyrir kemur, aö þab þarf aö láta vinna á laugar- dögum. Þeir kveöa atvinnu- ástandiö I Garðinum gott, og þeir séu frekar i vandræöum meö að fá mannskap. Til Garbsins sækir verkafólk úr Keflavik og fyrir- tækin i Garðinum keyra fólk á milli. Samt ber alltaf á nokkrum vinnuaflsskorti i Garöinum hjá öllum fyrirtækjum. En nú er kominn kaffitimi og fólk drifur aö inn á kaffistofuna. Ari miindar myndavélina og hefur ákafa skothrið. „Leyföu okkur nú aö drekka kaffiö i friði”, gellur I Aöalsteini. „Viltu ekki aö ég snúi mér viö svo þú getir myndað mig aö aftan lika?” Viö þessi orö fallast Ara litla hendur. Fólkiö hlær og brand- ararnir fjúka. En þeir eiga ekk- ert erindi i blööin. — ast. Reynir Guöbjartsson til vinstri og Rafn Guöbjartsson til hægri (eða er það öfugt?) Egillna Guöfinnsdöttir, Sigrún Benediktsdóttir, Guðrún Gisladóttir og Steinunn Arnadóttir I kaffipásu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.