Þjóðviljinn - 11.12.1981, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 11.12.1981, Blaðsíða 8
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 11. desember 1981 lólaföndu Kársnesskóla Jólin nálgast nú óðfluga eins og flestir vita. Að minnsta kosti fer jólaundirbúningurinn aldrei framhjá blessuðum börnunum, og spennan fer nú að nálgast há- markið. í skólum landsins fer fram margvislegt starf í tilefni jólanna. Við fréttum af slíku starfi í Kársnesskóla i Kópavogi, en þaðan eru myndirnar hér á síðunni. Þar voru haldin föndurkvöld 2. og 3. des. og mættu þar börn, foreldrar og kennarar, sem kenndu föndur í sjálfboða- vinnu. Aðsóknin var geysimikil og komu miklu f leiri en höfðu tilkynnt sig — svo mikill var áhuginn þegar á reyndi. Kvöldvinnan þótti takast með afbrigðum vel og afraksturinn varð mikill að vöxtum. Afrakstur Ijós- myndarans er hér á síðunni, en af föndurvinnu hans höfum við engar spurnir haft. —ast Litið yfir skólastofu i Kársnesskóla þegar jólaföndrið stóð sem hæst. Þarna er unnið kappsamlega á hverju borði og enginn mátti vera að þvlað Hta upp. þótt ljósmyndari væriá vappi. (Ljósm. gel) Kennari þessarar ungu stúlku hefur örugglega erindi sem erfiði — áhuginn skfn úr hverjum andlits drætti. (Ljósm. gel.) Ungu piltarnir fá hér tilsögn þrautreyndra kvenna I jólaföndri. Hvað ungur nemur gamall temur. Hver segir svo að karlmenn á lslandi sinni ekki saumaskap eða barnauppeldi? (Ljósm. gel)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.