Þjóðviljinn - 11.12.1981, Side 9

Þjóðviljinn - 11.12.1981, Side 9
Föstudagur 11. desember 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Öryggisgæsla geðveikra og iangelsismálmí oröi, heldur lika á boröi og aö þeir sjái til þess aö fjárveiting fáist til byggingar sjúkrastofnunar. Eins og fram kom i viðtali i Þjóðviljanum fyrir skömmu, við séra Jón Bjarman, fangaprest, telur hann að fáir eigi bágar en geðsjúkt fólk, sem framið hefur afbrot, og verið úrskurðað ósakhæft en dæmt til öryggisgæsju. Þrátt fyrir að fólk hafi verið dæmt til öryggisgæslu i um 40 ár hér á landi, er slik örygg- isgæsla ekki til, aðeins fangelsi. Aftur á móti hefur oft verið gripið til þess ráðs að koma geðsjúkum af- brotamönnum til vistunar erlendis, en nú er svo komið að það er vart hægt lengur. Ólafur ólafsson landlæknir hefur lengi barist fyrir þvi að komið verði upp sjúkrastofnun fyrir geðsjúka afbrota- menn, en þvi miður talað fyrir daufum eyrum ráða- manna i þessum efnum. Þjóðviljinn ræddi þessi mál við Ólaf fyrir skömmu og hann var fyrst spurður um hans þátt i þeim tilraunum sem gerðar hafa verið til að bæta úr fyrir þessu fólki. Engir peningar í 3 ár — Það vill svo til, að fyrsta em- bættisverk mitt sem landlæknir, árið 1972, var einmitt að koma geðsjúkum afbrotamanni á sjúkrastofnun i Noregi og allar götur síðan hef ég haft mikinn áhuga á lausn þessara mála hér heima. Ástandið i þessum málum er afar slæmt hér á landi og um langt árabil hefur lausnin verið sú að fá vistun fyrir geðsjúka af- brotamenn erlendis, i Noregi og Sviþjóð. Menn i þessum löndum hafa verið okkur afskaplega hjálplegir en nú er svo komið að Við gerð þessara tillagna hef- ur verið haft samráð við Sig- mund Sigfússon sérfræðing i geðsjúkdómum. Geðsjúkrahúsin — En h vað með geðsjúkrahúsin sem fyrir eru i landinu? Hvers- vegna taka þau ekki við geðsjúk- um afbrotamönnum, eins og öðr- um geðsjúklingum? — Yfirlæknar geðsjúkrahús- anna segja að verið sé að reyna að opna geðdeildirnar sem mest, og vel skiljanlegt enda er það lið- ur i nútimageðlækningum. Þeir Rætt við Ólaf Ólafsson landlækni þeir segja sem svo, þið eruð nógu rikir til að byggja ykkar sjúkra- stofnun, við tökum ekki við fleiri sjúklingum frá ykkur. Þetta er velskiljanlegt,þviþetta eru mjög dýrir sjúklingar og við erum sannarlega nógu rikir íslendingar til að sjá um þessi mál sjálfir. Segja má að þetta hafi verið betl af versta tagi hjá okkur. Málefni þessa fólks heyra undir dómsmála og heilbrigðismála- ráðuneytin og þvi var það að við Jón Thors, fulltrúi i dómsmála- ráðuneytinu, sömdum tillögu um lokaða sjúkrastofnun á vegum þessara ráðuneyta. Nú eru liðin nær 3 ár siðan við skiluðum tillög- unni en samt hefur ekkert gerst. I þrjú ár hefur engu fé i fjárlögum verið veitt til byggingar þessarar sjúkrastofnunar. Nú aftur á móti hefur hafist mikil umræða um þessi mál og ég vona bara að hún verði til þess að augu ráðamanna opnist. Ég hef rætt málið við alla ráðherra sem verið hafa þann timasem ég hef verið landlæknir, allir hafa sýnt þvi fullan skilning, en samt hefur ekkert gerst, fyrr en e.t.v. nú. Tillagan Tillagan sem við Jón Thors sömdum er svohljóðandi: 1) Deildin rúmi allt að 12 sjúk- linga. Þar skal vista þá, sem dæmdir hafa verið til að sæta öryggisgæslu og úrskurðaðir hafa verið i geðrannsókn. 2) Mannafli: yfirlæknir.....................1 aðstoðarlæknir.................1 hjúkrunarfræðingar.............4 iðjuþjálfi.....................1 sjúkraþjálfari...............1/2 sjúkraliðar....................4 gæslumenn.....................12 félagsráðgjafi...............1/2 sálfræðingur.................1/2 býtibúr/ræsting................3 Stöðugildi....................27,5 Nokkrir starfsmenn gætu unnið á öörum deildum samhliða vinnu á deildinni, t.d. aðstoðar- læknir, sjúkraþjálfari, félags- ráðgjafi og sálfræðingur. Yfir- læknir tekur að sér réttar-geð- rannsóknir og mun sinna ráð- gjafastörfum við aörar stofn- anir. 3) Stofnunin þarf að vera i nánum tengslum við sjúkrahús og hef- ur undirrituðum komið til hug- ar Vifilsstaðalóðin. 4) Við hönnun húsnæðis ætti að hafa hliðsjón af svipuðum stofnunum erlendis. halda þvi jafnframt fram, að ef geðsjúkir afbrotamenn séu tekn- ir, muni það leiða til þess að loka þurfi deildunum aftur, þar eð geðsjúkir afbrotamenn eru dæm- ir til öryggisgæslu. Ég er þeirrar skoðunar að taka eigi þetta fólk inná geðsjúkrahúsin, enda þarfn- astþaðsömu meðferðar og annað geðsjúkt fólk. Sú leið sem farin hefurverið að loka það inni fang- elsum, er afskaplega slæm, enda erfitt að veita þvi þá læknismeð- ferð sem það þarfnast. Jafnvel þó reynt sé aö láta geðlækna fara sem oftast og lita eftir þvi. — Hefur þú sem landlæknir ekki vald til að skikka geösjúkra- húsin til að taka geösjúka af- brotamenn til meðferöar? — Nei, ég hef það ekki, senni- lega hefur ráðherra það, en ég myndi ekki mæla með þvi að þvinga slikt i gegn. Það eru þrjár stéttir sem ekki er hægt að taka völdin af, það eru skipstjórar á sjó, flugstjórar i lofti og yfirlækn- ar á sjúkrahúsum. Neita að senda fólkið heim — Þú nefndir áöan að Norð- menn og Sviar væru hættir að taka við geðsjúkum afbrota- mönnum frá okkur. Er þá enginn slikur erlendis núna? — Jú, vegna þess að við eigum hauk i horni þar sem er Bogi Mel- sted, tslendingur sem er yfir- læknir á geðsjúkrahúsi i Sviþjóð. Hann getur samt ekki leyst vanda okkar,eins og ég sagði áðan verð- um við að gera það sjálfir og það er algert hneyksli að það skuli ekki vera búið að þvi. Ég get nefnt þér nokkur dæmi um að geðsjúkt afbrotafólk sem sent hefur verið utan til meðferðar og hefurlæknast þar. Læknar þeirra ytra hafa hringt til okkar og spurt hvað taki við hjá þvi þegar það kemur heim. Viðhöfum neyðst til að svara þvi til að þess biði aðeins fangelsisvist og þá hafa þeir hætt við að senda fólkið heim og skotið skjólshúsi yfir það áfram, vitandi að fangelsisvist myndi eyðileggja allt sem byggt hefur verið upp hjá þvi. Þetta er hroðalegt ástand. Það er annað en gaman að þurfa að standa yfir svörum i þessum tilfellum. Eitt þessara dæma er alveg nýtt; gerðist nú i haust. Hér ber allt að sama brunni, við verðum að koma upp sjúkrastofn- un, fyrir þetta fólk. Ég fagna þeirri umræðu sem orðið hefur á Alþingi um málið og vona að sá mikli áhugi, sem alþingismenn sýndu málinu þar, sé ekki bara i Ólafur ólafsson, landlæknir Ljósm. eik Vona að augu manna séu að opnast Geðræn vandamál fanga — Er vitað nákvæmlega hversu margir fangar hér á landieiga við geðræn vandamál að striða? — Nei, það er ekki vitað, en þó má benda á könnun, sem fram- kvæmd var á vegum landlæknis- embættisins á 72 föngum, sem vistaðir voru i fangelsunum i Siðumúla, og á Skólavörðustig 9 i Reykjavik á timabilinu septem- ber til desember 1979. Sú könnun gefur vissulega visbendingu. Þar kemur i ljós að um 40% fanga eiga við geðræn vandamál að striöa. Iskýrslunnier sagt 20% en það er örugglega helmingi of lág tala, samanber niðurstöður Sig- urjóns Björnssonar prófessors. Könnun þessi var gerð með þvi að fangar voru látnir fylla út spurn- ingalista, einir eða með hjálp lækna. 1 könnuninni kom margt athyglisvert fram sem ástæða er til að kanna nánar enda er lögð áhersla á það i skýrslu um könn- unina, að hér er um forkönnun að ræða, en ákveðið er að fram- kvæma nákvæmari könnun, sem m.a. mun byggjast á þeim niður- stööum sem forkönnunin leiddi i ljós. Það kom fram að meðalaldur fanga var um 25 ár og tæp 10% voru 19 ára og yngrþen 65% 29 ára og yngri. I ljós kom einnig að mæður fanga voru nokkuð yngri að árum en gengur og gerist i landinu. Rúmlega 40% foreldra fanganna höfðu skilið eða slitið samvistum. Nær 20% fanga höfðu eingöngu lokið barnaskólaprófi. Verulegur hluti fanga hafði ekki lokið skyldunámi eða framhalds- námi. Erfiðisvinnu stunduðu rúmlega 70% fanganna og um 64% höfðu óstöðuga vinnu. Um 30% þeirra búa ekki i fjölbýlis- húsi, raðhúsi eða einbýlishúsi og er óljóst hvar þeir búa. Rúmlega 50% þeirra höfðu hafiö afbrota- feril sinn 18 ára eða yngri, 22% 14 ára eða yngri. Geðveiki eða geð- rænar truflanir voru meðal 17% - 18% foreldra og hlutfall ofdrykkju á heimili var mjög hátt eða yfir 30%, og 11% foreldra höfðu gerst brotlegir við lög. Um 30% höfðu fengið geðlyf frá læknum og er það i samræmi við tiðni geðrænna kvilla meðal fanganna. Afengis- neysla er mun meiri en meðal annarra þjóðfélagsþegna á svip- uðum aldri. Og loks má geta þess, að um 50% fanganna höfðu neytt fikniefna en þar af 30% fyrir 19 ára aldur og er það mun hærra en meðal annarra þjóðfélagshópa á svipuðum aldri. En i ljós kom að vimuefnaneysla er mun minni hjá þeim en föngum á Norður- löndum. Eins og sést kemur þarna margt fram sem þarfnast nánari athugunar og ég vil lika taka fram að inni þessa könnun vantar fanga á Litla Hrauni og Kvia- bryggju. Gjörgæslusjúklingar geðsjúkrahúsa A þvi sem þarna kemur fram og þeirri staðreynd að vista verður geðsjúka afbrotamenn á Litla Hrauni langar míg að vitna aö lokum i grein sem ég skrifaði i Læknablaðið en þar sagði ég m.a.: Mjög sjúkt fólk, sem þjáist af likamlegum sjúkdómum, er oft vistað á gjörgæsludeildum bestu sjúkrahúsa. Þessar deildir eru dýrar i rekstri, enda þarf þar bæði vel þjálfað hjúkrunarlið og flókin tæki til þess aö annast þessa sjúklinga. Geðsjúklingar þeir, sem ég geri hér að umræöu- efni, má með sanni nefna gjör- gæslusjúklinga geðsjúkrahúsa. Vistun þeirra i fangelsum er með öllu ósæmandi þjóð, sem býr við þann kost, er við gerum. I mann- úðarlegu og læknisfræðilegu til- liti er þessi meðferð ekki viöun- andi. Á Islandi eru rúmlega 16 sjúkrarúm fyrir 1000 ibúa, eða fleiri en þekkist viða i Vestur- Evrópu, og læknafjöldi er einn á 560 ibúa. Fjöldi þessa ólánssama fólks eru 1 - 2 á ári og er þvi vart hægt að bera viö plássleysi. Ég legg þvi til að þessir sjúk- lingarfái framvegis þá umönnun, er þeim ber, og aö þeim verði undanbragðalaust búinn staður á geðdeildum eða þá i velbúnu hús- næði I nánum tengslum við þær. — S.dór

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.