Þjóðviljinn - 12.12.1981, Blaðsíða 10
' 10 SIÐA — ÞJOÐVILJINN Helgin 12.— 13. desember 1981
PEUCEOT
EIGUM
A
LAGER
EFTIR-
TALDA
BÍLA..
505 GR. BENSIN EÐA
DIESELKR. 157.000
305 SR. STATION
KR. 147.000
104GL. KR. 94.000
305-GLS. KR. 125.000
504 PICK UP KR. 97.200
J-9 KR. 140.000
HAFRAFELL
VAGNHÖFÐA 7
«* 85211 - 85505
I______________I
, Er
sjonvarpið
iilaÓ?«.4
Skjárinn
SjónvarpsverhskSi
Begsfaðasínatí 38
simi
2-1940
Ljósmyndasafnið opnar
Hótel lsland brunnið. Ljósm.: Skafti Guðjónsson.
Góðar veðurhorfur
fyrir innheimtuna
Veðurspáin fyrir daginn I dag
hljóðar svo: norð-austan kaldi,
léttskýjað og svipað frost og var i
gær ( gr. C).
Ekki er þetta dónalegt veður
fyrir hressandi gönguferðir, og
þvi brýnum við menn til aö setja
upp treflana, vettlingana og
húfurnar og og halda út I inn-
heimtuna fyrir happdrætti Þjóð-
viljans. Ekki er unnt að birta
vinninga fyrr en full skil hafa bor-
ist, en nokkrar eftirlegukindur
eiga enn eftir að skila.
Opiö verður að Grettisgötu 3
sem hér segir:
Laugardag ki. 16.00-19.00 og
sunnudag ki. 14.00-16.00
Munið eftir að hringja áður en
haldið er af stað og fá uppgefið
hverjir hafa borgað — það sparar
sporin!
Ljósmyndir Skafta
Guöjónssonar 1921-46
1 dag, laugardag, verður opnuð
i Listasafni aiþýðu sýning á ljós-
myndum Skafta Guðjónssonar
(1902-1971) sem hann tók á árun-
um 1921-1946. Það er Ljósmynda-
safnið sem stendur að sýning-
unni.
Ljósmyndirnar eru nær allar
frá Reykjavik og eru um 100 tals-
ins. Þar eru þjóðllfsmyndir og
myndir af merkum atburðum. Er
þar ekki sist um að ræða ljós-
myndir frá hernáminu á striösár-
unum. A sýningunni verður einn-
ig skyggnusýning með myndum
Skafta og hefur Pétur Pétursson
þulur samið texta með henni sem
hann les upp. Rifjar hann þar
ýmislegt upp i tengslum við
myndirnar. Einnig verður leikin
millistriðsáratónlist á sýning-
unni, dægur- og reviumúsik.
Skafti Guðjónsson var bókbind-
ari að menntog starfi. 1 sýningar-
skrá segir m.a. um hann:
A árinu 1921,aðeins 19 ára gam-
all, mun Skafti hafa eignast ljós-
myndavél og varö hann fljótt
ágætur ljósmyndari. Hann læröi
þó aldrei til ljósmyndunar, var
alltaf leikmaöur i faginu og lét
Hans Petersen framkalla og
kopiera filmur sinar.
Það sem gefur ljósmyndum
Skafta einkum gildi er tvennt:
1 fyrsta lagi raðaði hann bæði
myndum og filmum nostursam-
lega i albúm og umslög og merkti
hverja mynd, bæði af hverju hún
var og hvenær hún var tekin. Ná-
kvæmar dagsetningar eru jafnvel
við fjölda mynda.
1 öðru lagi hafði Skafti auga
fyrir myndefni sem margir aðrir
létu eiga sig. Þó að hann hefði
ljósmyndunina aðeins sem tóm-
stundagaman vann hann oft á
tiðum eins og þaulvanur blaða-
ljósmyndari. Ef eitthvað var um
að vera i Reykjavik var hann þot-
inn út með myndavélina og
„skrásetti” atburðinn meö henni.
Kennir þar ákaflega margra
grasa og má nefna þjóðhöfðingja-
heimsóknir og annarra fyrir-
manna, jarðarfarir, kröfugöngur
og iþróttaviðburði. Þegar tsland
var hernumið árið 1940 viröist
Skafti sjaldan hafa skilið vélina
við sig. Hann ljósmyndaði her-
námið i bak og fyrir þó að það
væri stranglega bannað. Margt af
þvi er tæplega til annars staöar á
ljósmynd.
En það eru ekki bara fréttnæm-
ir atburðir i þessu safni. úr
myndunum má einnig lesa vax-
andi Islenska borgarmenningu.
Eins og fleiri koma Skafti sem
saklaus sveitapiltur til Reykja-
vikur en gekkst svo upp I þvi að
verða fullkomiö borgarbarn.
Fyrirmyndirnar voru nærtækar I
dönsku blöðunum eða á kvik-
myndatjaldinu. „Stællinn” sem
fram kemur i klæðaburði og lát-
bragði á þjóðlifsmyndum Skafta
sýnir vel hvernig Reykvikingar
gengu heimsmenningunni á hönd
á árunum milli striða. Lafandi
sigaretta i munnviki, finir hattar
eða sixpensarar, vel hneppt og
stifpressuð jakkaföt, rykfrakki
undir hendi og yfirvegaður
heimsmannssvipur. Skafti og
kunningjar hans voru eins og
klipptir út úr erlendum kvik-
myndablöðum og rekja má tisku-
þróunina á myndunum eftir þvi
sem árin liða.
Skipin og Reykjavikurhöfn
voru sérstakt aðdráttarafl fyrir
Skafta og skipa stóran sess i ljós-
myndasafninu. Lárus H. Blöndal
bókavörður skrifaöi minningar-
grein um hann látinn og nefnir
áhuga hans á skipum. Hann segir
m.a.:
„Oft hvarflaði að mér, að I
þessum áhuga Skafta kæmi fram
útþrá drengsins sem lætur sig
dreyma um ævintýrin, sem lifið
færir honum ekki”.
Myndaalbúm Skafta ná yfir
timabilin 1921-1953 en eftir það
virðist áhugi hans fremur beinast
inn á aðrar brautir en ljósmyndun
þó að hann héldi áfram að taka
myndir við sérstök tækifæri. Frá-
gangur myndanna i hinum fjöl-
mörgu albúmum er einstakur.
Hver siða er eins og listaverk, allt
fagurlega umbúið með rósaflúri
og litaskrauti. Auðvitað eru gæði
myndanna misjöfn en þær eru
ómetanleg heimild um heim
Skafta og jafnframt þróun þjóð-
lifs i bæ sem var að veröa að
borg”.
Happdrætti Þjóöviljans: