Þjóðviljinn - 12.12.1981, Blaðsíða 7
Helgin 12.— 13. desember 1981
Sigurjón Pétursson skrifar um borgarmál —
ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7
4. grein
Fyrirtækin flúöu ráöleysi og dugleysi meirihluta Sjálfstæöisflokksins, og m.a. reis upp öflugt iönaðarhverfi viöborgarmörkin ilandi Kópavogs.
borgina I valdatið Sjálfstæðisflokksins hafa nú þegar snúiö aftur eöa sýnt áhuga á aöflytja aftur til borgarinnar.
Fyrirtækin flúðu borgina
en eru nú aftur á heimleið
Traust atvinnulif er undir-
staða velmegunar i hverju sam-
félagi. Það var þvl verulegt
áhyggjuefni fyrir Reykvik-
inga hvernig atvinnuuppbygg-
ing þróaöist i Reykjavik i
stjórnartiö Sjálfstæðisflokks.
Atvinna viö framleiöslu og úr-
vinnslu dróst stöðugt saman.
Fyrirtæki fluttu i stórum stil úr
borginni. Viö borgarmörkin i
landi Kópavogs reis upp öflugt
iðnaöarhverfi, sem að megin-
uppistööu byggist á fyrirtækj-
um, sem flúðu ráðleysi og dug-
leysi meirihluta Sjálfstæðis-
flokksins. Það eina, sem
blómstraði i atvinnumálum
Reykvikinga var viðskipti og
þjónusta.
Á sviði atvinnumála beið þvi
mikiö og erfitt verkefni núver-
andi meirihluta. Slikri öfug-
þróun og áöur rikti verður ekki
snúið við í einu vetfangi, slikt
tekur langan tima.
Ýmislegt hefur þó verið gert.
Bæjarútgerö Reykjavikur hefur
verið stórlega efld og er nú
meðal traustustu útgerðarfyrir-
tækja landsins. Aöbúnaður
starfsfólks hefur veriö bættur.
vinnutimi er reglulegri og
tekjur þess eru betri en áður
var. Samtimis hefur hagur
fyrirtækisins sjálfs stór-batnað
og siðustu ár hefur það verið
rekiö með hagnaði sem var
óþekkt fyrirbrigði áður. Um
þessar mundir er staða fyrir-
tækisins slæm eins og allra út-
geröar- og fiskivinnslufyrir-
tækja landsins og þó hvergi
nærri eins vonlaus og margra
annarrá. 1 dag dettur engum i
hug aö leggja þetta fyrirtæki
niður eöa selja það öðrum eins
og iöulega heyrðust raddir um i
valdatið Sjálfstæöisflokksins.
Vinnubrögö atvinnumála-
nefndar borgarinnar undir for-
ystu Guömundar Þ. Jónssonar
hafa einnig stóriega breyst til
batnaöar. 1 stað þess að setjast
niður um þaö bil einu sinni i
Ýmis af þeim fyrirtækjum sem flúöu
mánuði og lesa skýrslu um at-
vinnuleysisskráningu i Reykja-
vik eins og áður var, þá hefur
nefndin haft frumkvæði að þvi
að stofna ný fyrirtæki og aö þvi
að styrkja önnur á sviði nýiðn-
aðar.
Undirbúningur að stofnun
fyrirtækja á sviði nýiðnaöar
tekur langan tima og þess er
tæpast aö vænta aö störf at-
vinnumálanefndar siðastliðin
3—4 ár beri ávöxt fyrr en á
næsta kjörtimabili borgar-
stjórnar.
En vist er að vegna starfa at-
vinnumálanefndar borgarinnar
þá horfa Reykvikingar fram á
að atvinnulif i borginni treystist
á næstu árum við raunhæfar
framleiðslu- og úrvinnslu-
greinar og það er mikill ávinn-
ingurfrá þróun siöustu áratuga.
Hly skinn, ilmandí vídur
Klub stólar aðeins kr. 254.
Hlýr mokkafatnaður aðeins 1000 kr. útborgun.
Gjafavörur: franskt postulín, trévörur og
jólaskraut.
Lundia hillukerfið er úr
óendanlega uppsetninga möguleika.
Við bjóðum fjölbreytta vöru fyrir
alla aldurshópa.
Falleg hönnun sameinar gagn og gildi.
Gott verð og afborgunarskilmálar, þar að
auki erum við í miðju Bankastræti.
.... í fáum orðum sagt, Gráfeldur býður
þérgleðileg jól. ^
GRÁFELDUR **\
Þingholtsstræti 2, Reykjavík Símar: 26540 og 26626