Þjóðviljinn - 12.12.1981, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 12.12.1981, Blaðsíða 16
t hverri viku nýjar aðgeröir: Pólskir verksmiðjuverkamenn I verkfalli. ,F orvígismaður óeirðaseggjanna’ Walesa ásamt félögum sfnum I Danzig: öreigastéttin rls upp. Samstaða nú. Samtalsbók við Lech Walesa eftir Jule Gatter-Klenk. Þorsteinn Ó. Thorarensen þýddi og gaf út (Fjölva-útgáfan). 208 siður. „Til þess að bylting brjótist út, nægir sjaldnast að þeir lægra settu vilji ekki lengur, heldur er einnig nauösynlegt að hinir hærra settu geti ekki lengur” (Lenin). Þessi gamla skilgreining á for- sendum byltingarástands á býsna vel við Pólland áranna 1980 og 1981. Verkalýður og bændafólk vildi ekki una lengur misrétti, fá- tækt og spillingu, og á hinn bóg- inn: valdstéttin gat ekki lengur haldið mótsögnum samfélagsins i skefjum. Þegar svo er ástatt að hvorki kúgaðir né kúgarar hemj- ast á básum sinum, þá verður bylting, kenndi Lenin. Sá vissi stundum, hvaö hann söng, og það varð svo sannarlega bylting i Pól- landi. Hún hófst með verkfalli i skipasmiðju sem kennd er við fyrr greindan kennimann. Byltingin sú stendur enn sem hæst, og óvist um útkomuna. Þaö var þarfaverk hjá Þor- steini 0. Thorarensen að koma þessari liflegu bók út á Islensku, — mér finnst hún vera hálfgild- ings kennslubók I hagnýtum byltingarfræðum. Höfundurinn lýsir fyrsta skeiði pólsku byltingarinnar, frá miðjum ágúst 1980 og fram I miðjan janúar 1981. Síðan hefir margt gerst, en um það fáum við þvl miður ekkert aö vita I þessari bók. 1 bókarauka frumútgáfunnar var annáll at- buröa frá þvi um sumarið 1980 og fram í janúar þá um veturinn. Að þessu var mikill fengur, og hefði islenski útgefandinn endilega átt aö láta eitthvað sllkt fylgja þýðingunni. Umræður og ályktanir á þingi Einingar (Soli- darnosc) nú I haust voru I svo beinum tengslum við upphaf samtakanna ári fyrr, aö greinar- gerð um þaö var allt aö þvi nauðsynleg bókarfylling. Og ekki hefði skaðaö að fá að lesa eitthvað um heimsókn forseta og varafor- seta Alþýðusambands lslands á þetta fyrsta raunverulega verka- lýösþing I Austur-Evrópu I 30 ár. Þorsteini ó. Thorarensen er af- ar létt um að stila, og þýðing hans er ágæta lipur. Hún er ekki að sama skapi nákvæm og hann not- ar all miklu fleiri orð en höf- undurinn gerir á frummálinu, þýsku. Það einkennilega gerist, sem er vlst fremur sjaldgæft I þýðingum hjá okkur að Islenskan ber meiri keim af talmáli, er á „óvandaðra” máli, heldur en texti höfundarins. Þetta kemur sjaldnast að sök, en gerir þó ýmis ummæli söguhetjunnar Walesa dálitiö hortugri og grautarlegri en efni standa til: „Við göngum þegar út frá þvl aö Samstaða sé komin á fót, orðin „persóna aö lögum” eins og spekingarnir kalla það, hvað sem þessi dómarablók ybbir sig” (slðu 155). Samkvæmt frumútgáfunni (siðu 134) segir Walesa þetta: „Við miöum við það að verkalýös- félagið okkar er staðreynd og orðin persóna að lögum, og skiptir engu máli hvað dómar- arnir segja”. Illa kann ég þvi til- tæki þýöandans að breyta staf- setningu pólskra orða, svo sem skírnarnafni Walesa úr Lech I Lek og gælunafni hans úr Leszek i Lesek. Oft er reyndar um flýtis- villur að ræða, allt upp I 4 I einu pólsku eiginheiti! Þýðandinn hefir ugglaust unnið sitt verk i kapp við tlmann, en varla er þaö einhlít skýring. Jule Gatter-Klenk, sem 1 Is- lensku útgáfunni heitir reyndar Júlía er þýskur blaðamaður sem var stödd I Gdansk þegar verka- lýðsbyltingin braustút. Hún tekur sér fyrir hendur að rekja feril byltingarinnar með þvi aö lýsa formanni verkfallsnefndarinnar I Gdansk er síðar varð formaður landsnefndar Einingar, raf- virkjanum Lech Walesa. Jule talar pólsku og kann eitthvaö fyrir sér I þeirri list leiðtogans aö „sækja á og gefa eftir”, og kemst hún því æði nálægt Walesa sjálf- um. Nú er verkalýðsbylting fjöldahreyfing og hlýtur þvl að vera harla fjölskrúðugt fyrir- brigði, bæði i atburöarás og I við- horfum gerendanna. Þessu sam- setta eöli byltingarinnar tekst henni miður að lýsa, en þó fær lesandinn hugmynd um það aö Walesa sé ekki eini hugsuðurinn, eini málflytjandinn og eini skipu- leggjandinn, einkum I siðasta kaflanum þegar vissar andstæður eru komnar upp á yfirborðið I starfsemi Einingar. Vissulega er Walesa leiðtogi með náðargáfu (charisma) og vlst þurfti pólska byltingin á sllk- um einstaklingi að halda, en að ýmsu leyti geldur frásögn Jule nálægðarinnar við Walesa, allt er séð með hans augum og túlkað með hans orðum. Að öðru leyti er þessi mannlega nálægð helsti styrkur bókarinnar, — ritinu er Nokkrar hugleiöingar um pólsku verka- lýðsbyltinguna, rök hennar og miö, fram færöar í tilefni bókarkorns Stórmarkaður I Póllandi: Engar vörur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.