Þjóðviljinn - 12.12.1981, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 12.12.1981, Blaðsíða 19
Helgin 12 — 13. desember 1981 ÞJÓÐVILJINN — StDA 19 Nýi kvennafræðarinn Hjá Máli og menningu er komin út bókin Nýi kvennafræö- arinn, handbók fyrir konur á öllum aldri. Bók þessi er þýdd, staöfærö og endursamin eftir dönsku bókinni „Kvinde” kend din krop sem kom út i Kaup- mannahöfn áriö 1975. Þaö er hópur tiu kvenna sem hefur unniö að islensku útgáfunni, en þær eru: Alfheiður Ingadóttir, Dagný Kristjánsdóttir, Elisabet Gunnarsdóttir, Guörún Kristins- dóttir, Ingunn Asdisardóttir, Jóhanna Siguröardóttir, Maria Jóna Gunnarsdóttir, Nanna Kol- brún Sigurðardóttir, Silja Aöal- steinsdóttir og Steinunn Hafstajö. A bókarkápu segir m.a.: „Her má fræöast um starfsemi kven- likamans, liffærafræði, ytri og innri kynfæri, kynhormóna kvenna, tiðarhringinn, egglos, blæðingar, breytingaskeið og tiðahvörf. Einnig eru kaflar um kvensjúkdóma. Getnaðarvörnum eru gerð Itarleg skil, notkun þeirra, öryggi, aukaverkunum og hvernig má nálagst þær. Ef þú þarft á upplýsingum að halda um fóstureyðingalöggjöfina, ástæður sem heimila fóstureyðingu, hvernig á að sækja um og hvernig aðgerðin fer fram, þá má lesa um það á þessari bók. Meðganga, fæðing og félagsleg aðstoð við mæöur eru einnig reifaðar.. Nýi kvennafræöarinn fjallar bæði um einstök atriði sem konur þurfa að geta f lett upp og hvernig þessi at- riði tengjast saman i lifi okkar, þar er fátt tilviljunum háð. Hér er á nýstárlegan hátt tekið á málum. sem varða allar konur en hafa alltof lengi verið feimnismál. Nýi kvennafræöarinn, handbók fyrir konur á öllum aldri er jafn handhægt alþýðlegt fræðirit ætlað jafnt ungum stúlkum sem full- orönum konum. Bókin er 295 bls. með atriðisorðaskrá og skrá yfir heimilisföng. Kápumynd og teikningar i þessa útgáfu gerði Anna Th. Rögnvaldsdóttir. Ljósmyndir tóku Dana Jónsson, Elin Ellerts- dóttir, Jóhanna Olafsdóttir og Þórunn S. Þorgrimsdóttir. Letur- val sá um setningu, Repró um- brot og filmuvinnu. Formprent um prentunina og Bókfell um bókband. Skopteikningar Sigmunds Úter komin bókin „SIGMUND I SÚPUNNI”, og hefur hún að geyma skopteikningar eftir Sigmund Jóhannsson frá Vest- mannaeyjum, og er þetta þriðja bókin með teikningum eftir Sigmund. Sigmund hefur nú búið til eins- konar naglasúpu úr þjóðmála- skörungum okkar og öðru þvi fólki sem ýmist lendir i fjölmiðl- um fyrir meinleg tilvik örlaganna eða vegna vilja og þrár til að láta eitthvað af sér leiða. í súpunni bregður fyrir þekktum andlitum eins og i fyrri bókunum, en til- efnin eru önnur og aðstæður nýrri, en handbragðið er hið sama hjá þessum meistara skopsins. Sigmund i Eyjum verður aðeins jafnað til hinna bestu i list skops og háðs. Einn og sér er hann eins og heilt gamanmálaráðuneyti i harðri samkeppni við öll hin gamanmálaráðuneytin. Islenskt borðstofusett Veljum íslenskt — veljum vandað Greiðsluskilmálar, 20% út og eftirstöðvar á 10 mánuðum. Trésmiðjan Víðir Síðumúla 23, sími 39700 ALÞYÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalag Selfoss og nágrennis Ariðandi félagsfundur miðvikudaginn 16. desember kl. 20.30 að Kirkiu- vegi 7. Dagskrá: Uppstillingarnefnd skýrir frá störfum sinum og tekin ákvöröun um framhaldið. Kaffiveitingar. — Stjórnin. Alþýðubandalagið i Kópavogi Skil i happdrætti Þjóðviljans Orðsending til þeirra sem hafa fengið senda miða i happdrætti Þjóö- viljans 1981: Dregið hefur verið i happdrætti Þjóðviljans og vinningsnúmer biöa birtingar, — siðustu forvöð að gera skil — Skrifstofa ABK. Innheimta félagsgjalda Alþýðubandalagsfélagar i Reykjavik! Ljúkið greiðslu félagsgjalda fyrir árið 1981 fyrir áramót. — Stjórn ABR. Til innheimtumanna Happdrættis Þjóðviljans i Reykjavik. Nú eru siðustu forvöð að gera skil i happdrætti Þjóðviljans. Hafið sam- band við skrifstofu félagsins og athugið, hverjir hafa borgað á skrif- stofunni — þaðsparar sporin. I dag verður opið ti) kl. 19.30 og simarnir eru 17500 tilkl. 17.00 og 17.504 frákl. 17.00—19.30. Alþýðubandalagið i Hafnarfirði Alþýðubandalagið i Hafnarfiröi heldur fund aö Strandgötu 41 (Skál- anum) laugardaginn 12. desember og hefst kl. 2 e.h. Fundarefni: 1. 1 Drög að forvalsreglum rædd. (Drögin voru send félagsmönnum 18. nóvember sl.) 2. Akvörðun tekin um hvort viðhaft skuli forval við næstu bæjarstjórnarkosningar. 3. Kosin uppstillinganefnd. 4. Rætt um hús- næðismálflokksins.5. Kosinhúsnefnd. 6. önnur mál. Kaffiveitingar. Félagar fjölménnið. Stjórnin Alþýðubandalagið á Akranesi. Félagsfundur verður i Rein mánudaginn 14. desemberkl. 20.30. Fundarefni: 1. Uppstillinganefnd kynnir niðurstöður forvals — framboðslisti fyrir prófkjör frágenginn. 2. Kjör fulltrúa i prófkjörstjórn. 3. önnur mál. Stjórnin. A l&KÁ Fóstrur Fóstru vantar frá 1. janúar 1982 að leik- skólanum Fögrubrekku. Upplýsingar gefur forstöðumaður i sima 42560. Félagsmálastofnun Kópavogs Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför Haralds Kr. Guðmundssonar skólastjóra Neskaupstaö Eiginkona, börn, tengdabörn og barnabörn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.