Þjóðviljinn - 12.12.1981, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 12.12.1981, Blaðsíða 20
20 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 12 — 13. desember 1981 70 ára 12. desember Ingimar Júlíusson Bíldudal 1 dag, 12. desember, verður einn af samborgurum okkar hér á Bfldudal, Ingimar Júiiusson, sjö - tugur.l tilefni þess langar mig til að senda honum fáeinar linur, með þökk fyrir langa og góða við- kynningu. Ingimar er borinn og barn- fæddur hér á Bildudal, sonur hjónanna Júliusar Nikulássonar og Mariu Jónsdóttur. Ekki ætla ég mér þá dul að rekja ættir hans ensvomikið veitég þó, að móður- amma hans var dóttir Margrétar frá Steinanesi, systur Jóns forseta. Um það leyti, sem Ingimar var að taka út þroska sinn, var sósia- lisminnað nema land, jafnvei hér á Vestfjörðum. Og ungur að árum gekk hann honum á hönd. Þá var verkalýðshreyfingin að skjóta rótum um land allt. Og rétt tæp- lega tvitugur að aldri var hann i fararbroddi með þeim mönnum, sem brutu isinn og stofnuðu verkalýsðfélagið Vörn hér á Bfldudal, og settist þá strax i stjórn þess. Þar átti hann siðan sæti við hlið föðurbróður sins, Ingivaldar Nikulássonar, sem manna mest bar hita og þunga af fyrstu og erfiðustu árunum, meðan félagiö var að festast i sessi, undir forystu Ingivaldar. En þegar forystu hans naut ekki lengur, var Ingimar um árabil einn styrkasti burðarásinn i for- ystunni, ýmist sem stjórnar- maður eða formaður félagsins. Á þessum árum, kreppuár- unum á fjórða áratugnum, var það mikið og erfitt verk, að veita slikum félagssamtökum, i af- skekktu byggðarlagi forystu og glæða samheldni og baráttukjark sárafátæks verkafólks, sem bjó viðsifelldan og linnulausan heila- þvott vægast sagt mótsnúinna afla og auk þess geigvænlega skugga atvinnuleysisins.En þeim mönnum, sem voru i forystu féiagsins, tókst þetta. Aiiir þeir, sem þá komu við sögu, eru nú fallnir frá nema Ingimar, sem þá var yngstur þeirrar forystu- sveitar. Ingimar vann hörðum höndum sem verkamaður en honum var ljóst, að blindur er bóklaus maður. Á reyndar sjálfur gott bókasafn. En trúr þeirri hugsjón sinni gaf hann út um skeið blaðið Bflddæling, sem hann vann einn að lang mestu leyti, — þar sem hann gerði skil málefnum liðandi stundar i þorpinu. Var mikill sjónarsviptir að þegar útkomu blaðsins lauk. Einnig lagði hann hönd á plóginn varðandi aðra félagsstarfsemi, svo sem leiksýn- ingar o.fl. Segja má, að Ingimar hafi verið veröugur fulltnli þeirra sjálf- menntuðu alþýðumanna, sem bera höfuð og herðar yfir sam- tiðarmenn sina, veljast til forystu og reyna að leiða fjöldann fram til bættra menningarskilyrða, betra mannlifs. Ekki er það ætlunin aö fara að skrifa hér langt mál. Veit enda, að það væri afmælisbarninu litt að skapi. En fyrir hlutdeild hans i þvi að halda hér á lofti merki frelsis, jafnréttis og bræðralags, sendi ég honum minar persónu- legu þakkir, ásamt hamingju- óskum með sjötugsafmælið honum til handa og konu hans, Ösk Hallgrimsdóttur, sem alla tið stóð æðrulaus við hlið hans i bar- áttunni. Halldór G. Jónsson. Ósköp er nú gott að I veröldinni skuli vera til fólk á borð við hann Ingimar Júliusson á Bildudal, sem nú verður sjötugur i dag. Það fólk er salt jarðar. Margur er nú um stundir veikur að trúa á mannkynið — uppreisn þess og lif. Þeim er gott að minn- ast Ingimars og þeirra stéttar- bræðra hans annarra sem best hafa verið menntir. Þeirra dæmi glæðir von, að þrátt fyrir allt muni alþýðan um siðir dafna frjáls. — Og ef ekki, þá var samt til nokkurs lifað um stund undir merkinu sem þeir reistu. Ingimar Júliusson naut ekki skólagöngu nema i lágmarki. Hann hefur menntað sig sjálfur og máske stundum sneitt hjá yfir- vinnu eins og fræðimaðurinn Ingivaldur Nikulásson, föður- bróðir hans. En bækurnar hafa verið hans hálfa lif, og fáir eru þeir sem betur mega kallast að sér i bókmenntum okkar þjóðar heldur en verkamaðurinn Ingi- mar á Bildudal. Og auðvitað er maðurinn skáld, þótt lítt hafi hann borist á i þeim efnum. Fyrir rösklega tveimur árum sendi hann þó frá sér kver með tæplega 501jóðum frá siðustu árum og var bókin gefin út hjá Máli og menningu. Hver sá sem flettir blöðum þessarar litlu bókar sér af bragði að höfundur hennar átti erindi á skáldabekk, — og við hljótum að sakna hinna óortu ljóða. 1 bók Ingimars er ekki talað hárri raustu, ekki blás- ið i lúðra. Þetta eru rimlaus kvæði i ætt við nið lækjarins og þær raddir, sem heyra má þegar blær þýtur i stráum — : Loksins höfum við mæst leitarmenn við lækinn á heiðinni lengi höfðum við numið nið hans i fjarskanum... Og siðar i sama ljóði segir: ....þótt við höldum okkur hafa fundið áttir á ný hér við lækinn greinast slóöir viða um auðnina og þegar niðinn þrýtur er von okkarsú ef annað bregst að villan leiði okkur I hring að þessum stað áður en náttar svo við getum hafið leitina aftur héðan i dögun. Þau koma okkur við þessi lág- mæltu ljóð. Það er hollt að villast að læknum hans Ingimars og hefja þaðan nýja leit. — Ingimar Júliusson gekk ungur til liðs við verkalýðshreyf- inguna. Hann var 19 ára þegar Verkalýðsfélagið Vörn á Bildudal var stofnað árið 1931 og var kos- inn i fyrstu stjórnina. Siðan var hann löngum i forystu fyrir félag- inu og lengi formaður. A 50 ára afmæli félagsins fyrr á þessu ári var hann gerður að heiðurs- félaga. Hér verður engin saga rakin I stuttri afmæliskveðju, en verkefni væri það fyrir ungan og vakandi sagnfræðing að f jalla um sögu verkafólksins á Bildudal sið- ustu 100 árin. Þar segir margt af þeim frændum, Ingivaldi og Ingi- mar, af fræðimanni og af skáldi i fylkingarbrjósti baráttunnar fyrir rétti fátæks fólks. Tvö blöð hafa verið gefin út á Bfldudal svo mér sé kunnugt. Um aldamótin siðustu stóð Þorsteinn Erlingsson þar fyrir útgáfu á blaðinu Arnfirðing, og um miðja öldina gaf Ingimar um skeið út blaðið Bilddæling. Sá sem hér hripar orð á blað sá Ingimar Júliusson fyrst fyrir 35 árum. Þá var hann helmingi yngri en nú. Þetta var á fram- boðsfundi i Súgandafirði i al- þingiskosningunum 1946, en þá var Ingimar frambjóðandi Sósialistaflokksins i Vestur-Isa- fjarðarsýslu. Þegar Ingimar hóf mál sitt gengu fundarmenn margir út, þvi þeir voru andvigir öllum bolsévisma. Ég sat eftir ásamt fáum öörum, þvi við vorum samherjar. Ingimar var einnig i kjöri fyrir Sósialista- flokkinn og þá i Barðastrandar- sýslu við alþingiskosningarnar 1953, en það voru siðustu kosn- ingarnar, sem Sósialistaflokkurinn bauð fram með sjálfstæðum hætti. Aldur sinn hefur Ingimar alið I Arnarfirði, og þótt veröldin öll hafi löngum verið honum hug- leikin,þá standa rætur hans allar þari molcLFrá Bildudal blasir við Steinanesið þar sem Margrét langamma hans bjó, prests- dóttirin frá Rafnseyri og skrifaði bréf til bróður sins i Kaupmanna- höfn. Nú gleymist mörgum sómi Islands, en til eru þeir sem enn kynnu að gripa sverð og skjöld þegar nokkuð liggur við. Ingimar Júliusson hefur unnið hörðum höndum um dagana við margvisleg verkamannsstörf, oft við smiðar og m.a. um skeið við brúargerð á sumrum. Siðustu árin hefur hann vigtað þann fisk sem á land hefur borist á Bildudal og gætt bókasafnsins. Húsið hans stendur við höfnina. Það er gamalt hús frá dögum Péturs og Ásthildar. Þar bjuggu ógiftir vinnumenn og búðarlokur i upphafi aldar og var þá nefnt Hrútakofinn. Það er gott hús. Kona Ingimars er Ósk Hallgrims- dóttir. Þau hafa lifað saman súrt og sætt i svo sem hálfa öld og Tromiö upp a.m.k. sjö börnum, sem öll eru dugandi fólk. A sjö- tugs afmæli Ingimars er óhætt að óska þeim báðum til hamingju með hvort annað. Nú eru liðin rösk 28 ár siöan undirritaður gisti fyrst hjá þeim Ingimar og Ósk. Þá voru börnin enn ung. Gáfulegum samræðum um pólitik og menningu hef ég að mestu gleymt, enda langt um liðið, — en myndirnar á veggj- unum, sem þá héngu uppi, man ég enn. Það voru teikningar Ingi- mars af sjö sofandi börnum. Það voru fallegar myndir, mannlegar og ógleymanlegar. Siðan hef ég átt marga góða nótt og góða dag- stund i þessu húsi, og fyrir utan allt annað eru þar á boðstólum betri kleinur en i öðrum húsum. Nú eru börnin flogin burt, en i sumar máluðu þau húsið hans Ingimars fallega rautt. Það var mjög við hæfi. 1 þetta rauða hús fylgja nú skrifuðum orðum þakkir mlnar fyrir góð kynni og farsældaróskir ibúunum til handa. Mér finnst að Ingimar eigi a.m.k. eitt ljóð óort. Kjartan Ólafsson Félag \v 7/ járniðnaðar- \ / manna Félagsfundur verður haldinn mánudaginn 14. des. 1981 kl. 8.30 e.h. i Domus Medica v/Egilsgötu. Dagskrá: 1. Félagsmál. 2. Önnur mál. 3. Um iðnþróunarverkefni Sambands málm- og skipasmiða. Framsögumenn: Ingólfur Sverrisson verkefnisstjóri og Brynjar Haraldsson tæknifræðingur. Mætið vel og stundvislega. Stjórn Félags járniðnaðarmanna Hitaveita Reykjavíkur óskar ef tir að ráða tækniteiknara til starfa nú þegar. Vélritunar- og enskukunnátta æskileg. Upplýsingar um starfið gefur öm Jens- son, bækistöð Hitaveitu Reykjavikur að Grensásvegi 1. UTBOÐ Landssmiðjan óskar eftir tilboðum i jarð- vinnuframkvæmdir vegna nýbyggingar sinnar að Skútuvogi 7 i Reykjavik. Hér er um að ræða hreinsun á klöpp, sprengingar og gröft fyrir undirstöðum og lögnum. Útboðsgögnin verða afhent á Vinnustof- unni Klöpp hf. Laugavegi 26 frá þriðjudeg- inum 15. desember gegn 200 kr. skila- tryggingu. Tilboð verða opnuð þriðjudaginn 22. desember 1981, kl. 11.00 á Vinnustofunni Klöpp hf. VINNUSTOFAN KLÖPP HF RIKISSPITALARNIR lausar stödur LANDSPÍTALI HJÚKRUNARFRÆÐINGAR óskast á Geðdeild Barnaspitala Hringsins við Dal- braut. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri Kleppsspitalans i sima 38160. Reykjavik, 13. desember 1981, Rí KISSPÍ TALARNIR T æknif ræðingur Starf bæjartæknifræðings i Siglufirði er laust til umsóknar. Laun skv. kjarasamn- ingum starfsmannafélags Siglufjarðar- kaupstaðar. Umsóknum, er greini frá aldri, menntun og fyrri störfum, skal skila til undirritaðs eigi siðar en 1. janúar n.k. Nánari upplýsingar veitir undirritaður eða bæjarritari i sima 96-71700. Bæjarstjóri

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.