Þjóðviljinn - 07.01.1982, Page 1

Þjóðviljinn - 07.01.1982, Page 1
Gjaldeyrissalan jókst um 80% í nóvember Gifurleg aukning varð á innflutningi til landsins í nóvember s.l. miðað við sama tima árið áður, en tölur um innflutning í des- ember s.l. liggja enn ekki fyrir. Gréta Guðráösdóttirá Hagstofu íslands sagði i viðtali við blaðið i gær, að mikil aukning væri á flestum innflutningsliðum, en mest áberandi á ýmsum stærri tækjum. Litasjónvarpstæki voru flutt inn fyrir 498,6 miljónir gkr. i nóvember 1981, eða alls 1969 tæki, en fyrir 141,4 m. gkr. árið 1980 eða 604 tæki. Mikil aukning var á inn- flutningi fólksbila, en 1981 voru fluttir inn 658 bilar i nóvember á móti 278 bilum 1980. Kæli- og frystitæki til heimila voru 769 i nóvember s.l. en 1980 voru flutt inn 306 tæki i sama mánuði. Þá voru fluttar inn 527 þvottavélar til heimila i nóvember 1981 en 298 árið 1980. Við könnun á gjaldeyrissölu bankanna á sama tima koma hliðstæðar tölur i ljós. Aukningin á gjaldeyrissölu i nóvembermán- uði 1981 miðað við sambærilegt gengi 1980 er 78,9% en 52,5% i desember. í október var aukn- ingin 34,8% miðað við sama mánuð árið áöur. Þessar upplys- ingar gaf Bjarni Bragi Jónsson, hagfræðingur Seðlabankans blað- inu i gær. Gjaldeyrisútstreymið i desember s.l. nam 1235,4 miljónum nýkr. þs Innflutningur litasjónvarpa þrefaldaðist og bflainu- flutningur tvö- faldaðist mið- að við nóvem- ber 1980 Skaftárhlaupið: Taliðað hlaupið nái hámarki ídag Hlaupið i Skaftá sem hófst f fyrradag var enn að vaxa i gær- dag og taldi Böðvar Kristjáns- son bóndi i Skaftárdai að vatns- borð árinnar hefði hækkað um nær 4 metra alla vega vei á fjórða metra. Hér er þó um ágiskun að ræða, þar sem vatnsmæiirinn er bilaður. Hann sagði þetta eitt mesta Skaftár- hlaup sem hann heföi séð, en bær hans Skaftárdalur er nú einangraður, þar sem áin hefur flætt yfir veginn heim að bæn- um. Þegar tiðindamenn Þjóðvilj- ans flugu yfir vatnasvæðið I gær, var greinilegt að áin hafði að mestu brotið af sér isinn efst uppundir jökli og mynduðust viða ishrannir, og leirsvört áin beljaði niðureftir i ákaflega straumþungum strengjum. Sem fyrrsegir er bærinn Skaftárdal- ur þegar einangraður, þar sem áin hafði flætt yfir veginn heim að bænum, en þar hefur mikið jakahröngl hrannast upp og myndað stfflu. Mjög mikillis var á ánni og er búist við að hún brjóti hann að mestu af sér og geta þá myndast isstiflur viða, sem fleyta vatni v' Mikið ishröngl fylgir nú Skaftárhiaupi eins og vel sést á stærri myndinni og brúin virðist standa tæpt. A minni myndinni sést aö brýrnar og vegurinn eru i verulegri hættu vaxi hlaupið mikið enn. (Ljósm. — gel—) viðarum en ella. Vegurinn sem byggður var þarna fyrir nokkr- um árum, og er jafnframt varnargaröur hélt enn í gær, enda mikið frost i jörðu en á nokkrum stöðum var vatn tekið að flæða yfir hann. Brúin yfirSkaftá við Þjóðveg- inn er oftast talin i hættu i Skaftárhlaupum, þar sem hún stendur á móbergsklöpp, sem gæti gefið sig. 1 gærkveldi benti ekkert til þess að hætta væri þar á feröum. Vatnamælingamenn lögðu af staö austur seinnipartinn i gær og ætla að mæla ána en sem fyrr segirbúast menn við að hlaupið nái hámarki i dag, enda er það vanalega á 3ja degi sem það nær hámarki. Skaftárhlaup á sér staö sem næst annað hvert ár og var þvi farið að búast við þessu hlaupi. —S.dór Sjá baksíðu ■ J / Tengsl Islands við kjarnorkuvígbúnaðinn skýrð í riti öryggismálanefndar Fjarskipta- og stjórn- kerfin fyrstu skotmörk Bandarísk stjóm- völd telja SOSUS og P 3C Orion vélamar öflugustu stjómtækin í kjamorkukaf- bátahemaði Norður-Atiantshafiö er aðal at- hafnasvæði eldflaugakafbáta Bandarikjamanna, Sovétmanna, Breta og Frakka, en eldflauga- kafbátar eru einn mikilvægasti þátturinn i hinu svonefnda ógnar- jafnvægi á austur-vestur ás al- þjóöastjórnmála, segir m.a. I fyrsta riti öryggismálanefndar, GIUK-hliðinu eftir Gunnar Gunnarsson starfsmann nefndar- innar, en það kom út i gær. Þar segir og aö hernaðarlegt mikil- vægi Noröur-Atlantshafsins og þar meö tslands ráöist aö miklu leyti af þeirri staöreynd aö eld- flaugakafbátarnir séu „heista tryggingin fyrir endurgjaldsgetu kjarnorkuvopnaheralfa Banda- rikjamanna og Sovétmanna og raunar einnig Breta og Frakka”. Kafbátarnir séu nokkurskonar „Kjarnorkuvopnavaraforöi” þessara rikja. Fram kemur I ritinu að upp úr 1950 hafi Bandarikjamenn lagt allt kapp á aö gera kjarnorku- vopnaógnunina trúverðugri og til að svo mætti verða hefði verið kappkostað „að auka sprengju- flugvélakostinn og koma her- stöðvum upp viða um heim”. Uppbygging herstöðvarinnar á Miðnesheiði hófst um þetta leyti. Af ritinu veröur ekki annað ráðið en að hlutverk hennar hafi frá upphafi veriö nátengt kjarnorku- kafbátahernaðinum á Norður- -Atlantshafinu. „Gagnkafbáta- hernaður er fólginn I þvi að upp- götva, bera kennsl á, staðsetja og ef til átaka kemur að granda kaf- bátum. Er þetta gert meö sam- ræmdum aðgerðum flugvéla, þyrla, herskipa og kafbáta, sem eru sérstaklega útbúin i þessu skyni. Ennfremur eru hlustunar- dufl, hlustunartæki á hafsbotni og gervitungl mikilvægir liðir i þessu kerfi.” Fram kemur i ritinu að mikil- vægir liðir i þessu kerfi eru stað- settir á Islandi, svo sem SOSUS-hlustunarkeðjur, og Orion P 3 C flugvélar. „Telja bandarisk hermálayfirvöld, aö þessar vélar i samvinnu við SOSUS og annan eftirlitsbúnað séu öflugustu tækin i gegn kafbátahernaöi ef til Framhald á 14. siðu

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.