Þjóðviljinn - 07.01.1982, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN: Fimmtudagur 7. janúar 1982
Erindi á Orku-
þingi gefin út
Alþýðuleikhúsið
Illur
fengur
á f jalirnar á ný
— Vita ræðir
um verk sín
á sunnudag
t kvöld, fimmtudaginn 7. janú-
ar hefjast á ný sýningar I Alþýöu-
leikhúsinu á gamanleiknum Illur
fengur eftir breska höfundinn Joe
Orton.
Illur fengur er gallsvartur
glæpafarsi, þar sem ýmislegt
óvenjulegt og krassandi gerist inn
á heimili siöprúös og strangtrú-
aðs ekkjumanns. Með hlutverkin i
leiknum fara Arnar Jónsson,
Bjarni Ingvarsson, Bjarni Stein-
grimsson, Borgar Garöarsson,
Helga Jónsdóttir og Guðmundur
Ölafsson. Leikstjóri er Þórhallur
Sigurðsson, leikmynd og búninga
gerir Jón Þórisson. Næsta sýning
er á laugardag.
A morgun, föstudaginn 8.1,hefj-
ast aftur sýningar á leikriti Vitu
Andersen, Elskaðu mig, sem sýnt
var við mikla aðsókn fyrir jól, en
höfundurinn er einmitt staddur
hér á landi um þessar mundir.
Hún veröur viðstödd sýninguna á
Elskaöu mig á sunnudagskvöldið
og mun ræða viö áhorfendur á eft-
ir um verk sin.
Barnaleikritið Sterkari en Súp-
ermann er einnig komiö úr jóla-
frii og á sunnudag kl. 15.00 hefjast
sýningar á þvi á ný.
Ct er komiö i fjölrituöu formi
rit meö öllum erindum sem flutt
voru á ORKUÞINGI '81. Orku-
þingiö var haldiö dagana 9.—11.
júni sl. á vegum iönaöarráöu-
neytis, oliufélaganna, Orkustofn-
unar, Rannsóknaráös rikisins,
Sambands islcnskra hitaveitna,
Sambands islenskra rafveitna og
Verkfræöingafélags tslands.
Orkuþingiö vakti mikla athygli og
var mikiö frá þvf sagt i fjölmiöl-
um sem þar kom fram; m.a. voru
nokkur erindanna birt aö hluta
eöa i heilu lagi. Reyndist þingiö
gagnlegur vettvangur til skoö-
anaskipta um stefnumótun i
orkumálum. Fyrirhugaö er aö
Orkuþing veröi haldiö reglulega i
framtiöinni.
Ritið er i tveim heftum, alls 675
bls., og inniheldur 36 erindi sem
undirbúin voru fyrir Orkuþingið
og auk þess viöhorf stjórnmála-
flokka varðandi þjóðfélagsleg
markmið i orkumálum, sett
fram i ljósi þess sem fram kom á
þinginu. Viðhorf stjórnmála-
flokkanna voru flutt i lok Orku-
þings af: Guðmundi G. Þórarins-
syni, alþm. Kjartani Jóhanns-
syni, alþm. Kjartani Ólafssyni,
ritstjóra, og Þorvaldi Garðari
Kristjánssyni, alþm.
Þá eru i ritinu birtar meginniö-
urstöður ORKUÞINGS ’81 eins og
Vilhjálmur Lúðviksson, fram-
kvæmdastjóri Rannsóknaráðs
rikisins, dró þær saman i þinglok.
Ritiðer yfirgripsmikil heimild
um stöðu og horfur I orkumálum
tslendinga um þessar mundir og
án efa fróðleg og gagnleg heimild
fyrir alla þá, sem um orkumál
fjalla.
Fyrir Orkuþing kom einnig út
ritið Þróun orkubúskapar, álits-
gerð starfshóps Rannsóknaráðs
rikisins um þróun orkumála á ts-
landi. Ritið er 217 bls. og gefur
ýtarlegt sögulegt yfirlit um orku-
mál á Islandi og helstu atriði er
varða þróun á næstu árum, ekki
sist rannsóknir i orkumálum.
Rit þessi eru fáanleg hjá Rann-
sóknaráöi rikisins, simi 21320, eða
hjá Bókabúð Sigfúsar Eymunds-
sonar og Bókabúð Máls og menn-
ingar.
Góð gjöf tíl
Gigtarfélagsins
Fimm konur, sem eru miklir
velunnarar Gigtarfélags tslands
færðu félaginu nýverið rausnar-
lega gjöf — 60 þúsund krónur.
Þess var getið, aö þetta væri af-
rakstur nokkurra mánaða tóm-
stundastarfs þessara fimm
kvenna.
BRÉFSKÁK/3
Hvað er bréfskák?
Eftir að bréfskákþættir
hófu göngu sína hér i
Þ jóðvi I janum, fyrsta
fimmtudag i hverjum
mánuði, hafa menn verið
að spyrjast fyrir um það,
hvort ekki væri hægt að
fá nánari útlistun á því
hvernig bréfskákkeppni
fer fram, hvaða mót
standa tii boða o.s.frv.
Fyrst er þess aö geta aö innan I
Skáksambands tslands starfar
sérstök nefnd sem hefur umsjón
með málefnum bréfskákarinnar
hér á landi. Nefnd þessi skipu-
leggur Bréfskákþing tslands,
sem hefst i byrjun hvers árs,
velur menn i landskeppnir, 01-
ympiukeppni, Evrópukeppni
landsliða og útvegar mönnum
þátttöku i einstaklingsmótum, I
gegnum alþjóðabréfskáksam-
bandið ICCF.
Reglur
t öllum aðalatriðum gilda al-
mennar skákreglur FIDE, með
ákveönum undantekningum,
sem eru nokkuö augljósar, t.d.
regluna um að snertur maður sé
færður. Leiksendingar fara á
milli manna i pósti, á þar til
gerðum skákkortum, póstkort-
um eða i sendibréfum. Algeng-
ast er að notað sé alþjóðlegt
táknkerfi I leiksendingum:
ABCDEFGH
ABCDEFGH
þýöir þannig
1. 5254-3735 1. e4-c5
2. 7163-4746 2. Rf3-d6
3. 4244-3544 3. d4-exd4.
Þetta er mikxlvægt, þvi ritvill-
ur eru bindandi og leikir verða
ekki teknir aftur.
Umhugsunartimi er 30 dagar
fyrir 10 leiki og er þá ekki tal-
inn með sá timi sem bréf eru I
pósti. Sparaöur timi kemur
keppendum til góða I framhald-
inu, þannig að ef fyrstu 10 leikj-
unum er ávallt leikið sama dag
og kort andstæöings er móttek-
ið, á viðkomandi til góða 60 daga
til að ljúka tuttugasta leiknum.
Eins og sjá má af þessu er hætta
á tiinahráki hlægilega litil
þegar miöað ér við kappskákir
t.d.
' Skylda er við hverja leiksend-
ingu að láta koma fram 1) Dag-
setningu póststimpils á leik-
sendingu andstæðings, 2)
Komudag siöasta leiks hans 3)
Sendingardag eigin leiks, eða
dagsetningu sem sjá má fyrir
að verði á póststimplinum, þvi
sd dagsetning ein gildir 4) Not-
aður umhugsunartimi, þ.e. bæði
á siðasta leik og heildarum-
hugsunartlmi.
Keppandi getur tekið sér 30
daga leyfi á ári, auk þess sem
skákstjóri getur veitt aukaleyfi
vegna vinnu, veikinda eða ann-
arra brýnna aðstæðna.
Þetta eru helstu punktar úr
bréfskákreglum ICCF, en regl-
urnar I heild er að finna I tima-
ritinu Skák, 1. hefti 1982.
Bréfskákmót
A töflunni má sjá veg þann
sem fara veröur til þess að öðl-
ast heimsmeistaratitilinn i bréf-
skák. Hver sem er getur til-
kynnt þátttöku i I. II. og III.
flokk I Evrópu- og heimsmótun-
um. Hafi menn yfir 1900 Elo-stig
komast þeir beint inn i meist-
araflokk sömu móta. Allar nán-
ari upplýsingar veitir umsjón-
armaöur erlendra móta, Sverrir
Karlsson, Box 122, 202 Kópa-
vogi.
Bréfskákþing Islands hefst I
lok febrúar árlega. Teflt er i
þremur flokkum landsliðs-,
meistara- og almennum flokki.
Skráning stendur nú yfir I 6.
Bréfskákþingi íslands, og við
þátttökutilkynningum tekur Jón
A. Pálsson, Hrauntungu 105, 200
Kópavogi.
Hvers vegna bréfskák?
Ótrúlega margir virðast
halda aö þeir einir tefli bréf-
skák, sem búa úti á landi, og
geti þar af leiöandi ekki sinnt
skákinni með öðrum hætti.
Þetta er ekki allskostar rétt, þvi
fjöldinn allur af skákmönnum I
þéttbýli hefur uppgötvaö kost-
ina við bréfskákina. Sem dæmi
má nefna að margir iðka bréf-
skákina til að halda við og auka
byrjanaþekkingu, auk annars
sem af bókum má læra. Einnig
má nefna aö margir eiga þess
ekki kost aö taka þátt I venju-
llegum kappskákarmótum
vegna vinnu sinnar, eða ann-
arra anna. Vegna hins rúma
umhugsunartima geta menn
beðið meö leiksendingar, þar til
vel stendur á o.s.frv.
Að lokum er hér stórskemmti-
leg skák, sem nýorðinn Evrópu-
meistari i bréfskák, W.A.
Kaluchin tefldi I úrslitakeppni
18. Evrópumeistaramótsins.
Hvitt: J.Hartung Nielsen
(Danmörk)
Svart: W.A.Kaluchin
(Sovétrikin).
Katalónisk-byrjun
1. c4 - e6
2. g3 - Rf6
3. Bg2 - d5
■ 4. d4-dxc4
5. Rf3 - a6
6. Re5 - c5
7. Ra3 - cxd4!
8. Raxc4 - Ha7!
(Nýr leikur af nálinni. Eftir 8. -
Bc5 9 Bd2-00 10. Ba5-De7 11
0-0 hefur hvitur mótspil fvrir
peðið.)
9. 0-0 - b5 13. Rxc6 - Dd5
10. Rd2 - Bc5 14. Rxa7 - Bb7
11. Rb3 - Bb6 15. f3 - Bxa7
12. Bc6+ - Rxc6! 16. Bd2?
Hvernig þú verður heimsmeistari!
(Skárri kostur er 16. a4)
16. — - h5! 18. Del
17. Kg2 - h4
(Hvernig á svartur að haga
sókninni? Besta leiðin liggur
ekki i augum uppi).
(EBa 19. e4 -h3+! 20. Khl -
Rxe4!. 21. fxe4 - Dxe4+)
19. - - hxg3 21. Khl - Dh5»
20. Dxg3 - Hh6!
(Jaröarförin auglýst siöar!!)
22. Rd4 - Hg6 26. Kgl - Rxfl +
23. Dc7 - Dh3 27. Khl -Rg3+
24. Hf2 - Re4! 28. Kgl - Re2+
25. Hafl -Rg3+
og mátar i næsta leik. Sannkall-
aðir meistarataktar.
-eik-
Ný úrslit í
bréfskákþingum
1980 mótið:
Landsliösflokkur: örn Þór-
arinsson vann Jón Torfason.
GIsli Gunnlaugsson jafntefli við
þá Erling Þorsteinsson og Orn
Þórarinsson. Meistaraflokkur:
Þórketill Sigurðsson með jafn-
tefli gegn Baldvin Kristjáns-
syni.
1981 mótið:
Landsliösflokkur: Gisli Gunn-
laugsson vann Jón Þ. Þór. Jón
Þ. Þór vann Jóhannes B.
Gislason. Svavar G. Svavarsson
jafntefli gegn Jóhannesi B.
Gislasyni. Frank Heriufsen
vann Jón Jóhannsson. Jón Þ.
Þór jafntefli gegn Bjarna
Magnússyni. Meistarafiokkur:
Einar Karlsson vann þá Þór-
ketil Sigurðsson og Guðlaug
Bjarnason.
Almennur flokkur — A-riöill:
Jón B. Lorange vann Harald
Jónasson. Friðrik Guðlaugsson
vann þá ólaf Ingimundarson og
Harald Jónasson. Guðmundur
E. Traustason tapaði öllum sin-
um skákum.
— eik —