Þjóðviljinn - 07.01.1982, Side 16

Þjóðviljinn - 07.01.1982, Side 16
DIOÐVIUINN1 Aöalsfmi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess tima er hægt aö ná i blaðamenn og aöra starfsmenn hlaðsins I þessum simum : Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot Aðalsími Kvöldsími Helgarsími afgreiðslu 81663 Fimmtudagur 7. janúar 1982 8i285, ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt aö ná i af- greiðslu blaösins i slma 81663. Blaðaprent hefur sima 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 Böðvar Kristjánsson í Skaftárdal: / Eg man vart eftir öðru eins vatnsmagni Þolum einangrun í nokkra daga Ég man vart eftir öðru eins hlaupi í Skaftá og að þessu sinni/ það er þá einna helst hlaup sem var i ánni að sumri til fyrir uppundir 10 árum síðan/ sagði Böðv- ar Kristjánsson/ bóndi í Skaftárdal er Þjóðviljinn ræddi við hann i gær. Bær Böðvars er nú einangr- aður, þar sem vatn hefur flætt yfir afleggjarann heima að bænum. Þaö gerir okkur ekkert til aö vera i einangrun i nokkra daga og þetta hefur svo sem komiö fyrir áður. Hér fyrir neðan bæinn er afskaplega mikiö jakahröngl. sem barst niöur ána i nótt er leiö og i dag, eftir að hún hafði rutt af sér is efra. Og i hrauninu hér neöra er einnig mikiö ishrafl, sem myndar stiflu, sagöi Böövar. Hann sagði að vatnsmælirinn þarna væri bilaöur og þvi gæti hann ekki sagt nákvæmlega til um hvað vatnsborö árinnar heföi hækkaö en þaö væri nærri 4 metrum. Hann taldi af og frá aö hlaupiö heföi náð hámarki seint i gærdag þegar viö ræddum viö hann. Hann taldi aö vatnsborð árinnar hefði hækkaö um tæp tvö fet i gærdag. Ekki taldi Böövar aö vegurinn heim að bæ hans væri skemmdur þar sem vatn flæðir nú yfir hann. Mjög mikið frost væri i jörðu og meira þyrfti til svo að hann skemmdist. Sömu sögu væri að Vegurinn heim aö Skaftárdal er kominn undir vatn eins og myndin sýnir og raunarer hann undir vatni á tveimur stööum. Böövar Kristjánsson og hans fólk er þvi algerlega einangraö sem stendur. (Ljósm. —gel—) segja af nýja veginum, sem jafn- væri ekkert farinn aö gefa sig, haldið á meðan áin er enn i vexti, framt er varnargarður, hann engu er hægt að spá um fram- sagði Böðvar að lokum. — S.dór Oskar Vigfússon forseti Sjómanna- sambandsins: ! Okkar ! fingur \hafa verið negldir „Sjómenn hafa iengi barist fyrir þvi aö öll gjöld yröu tekin út úr óskiptum afla og viö töidum aö sú krafa ætti verulegan stuðning i rikis- stjórninni og byggðum þaö á ummælum ráöherra. Viö höfum þvi orðiö fyrir veru- legum vonbrigðum meö hvernig málum hefur þokaö áfram” sagði Óskar Vigfús- son forseti Sjómannasam- bands tsiands i viötaii viö blaðiö í gær. „Okkur sýnis að lítil grein hafi verið gerð fyrir þvi hvernig útfæra ætti niður- fellingu oliugjaldsins og stofnfjárgjaldsins. Með yfir- lýsingum af þessu tagi hafa verið negldir allir fingur okkar I forystu sjómanna og nú er það rikisstjórnin ein sem getur leyst kjaradeilu sjómanna. Yfirnefndin getur haldið áfram fundahöldum, en það kemur ekkert út úr þvi fyrr en rikisstjórnin hef- ur leikiö næsta leik.” sagði Óskar. Hann sagði að fulltrúar allra sjómannafélaga i Sjó- mannasambandi Islands myndu koma til fundar i dag l i Reykjavik og ræða stöðuna I og bera saman bækur sinar | um framhaldið. » Svkr. I Fundur var haldinn i yfirnefnd Veröiagsráös sjávarútvegsins I gærdag, og voru menn ekki bjartsýnir á að komist yröi aö sameiginlegri niöurstööu þá. — Ljósm. — eik. Ingólfur Ingólfsson: Gengur hægt að ná samkomulagi /Það gengur hægt að ná samkomulagi/" sagði Ingólfur Ingólfsson er blaðamaður hitti hann er hann var að fara á fund i yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarútvegsins i gærdag. „Við sjáum ekki fyrir endann á þessu ennþá, rikisstjórnin á eftir aö svara ýmsum spurningum, s.s. hvort hún ætlar að lögfesta oliu- gjaldið. A undanförnum fundum höfum við þó verið að ræöa ýmis smærri atriöi fyrir utan þau stóru, þvi það er margt sem ræöa þarf i samhengi. „Núna stendur allt fast og ég á ekki von á aö hreyfing komist á málin fyrr en rikisstjórnin tekur við sér, en svona getur þetta ekki gengiö endalaust. Hvenær það verður get ég ekki sagt um á þessari stundu. Ef spurt er um oliugjaldiö, þá viljum viö fulltrú- ar sjómanna náttúrulega fella það út, en vitanlega vilja útgerð- armenn halda þessu óbreyttu,” sagði Ingólfur. Svkr. Svavar Gestsson um fiskverðið: Þung ábyrgð á öllum aðilum „Það sem er óvenjulegt viö þessa fiskverðsákvöröun er auð- vitaö þaö aö skeilt er á verkbanni og fjöldauppsögnum, og allt sett i harðan hnút um svipað leyti og nýtt fiskverö á aö taka gildi”, sagði Svavar Gestsson ráöherra i gær um stööuna i fiskverðsdeil- unni. „A undanförnum árum hef- ur þaö samt gerst hvaö eftir ann- aö aö ákvöröun fiskverðs drægist. En nú hafa menn sett málið i hnút og þaö hefur ekkert raknaö úr honum.” Svavar sagði ennfremur að nú væri svo komiö aö sinu mati aö við ákvörðun fiskverðs þyrfti að skoða alla þætti mjög rækilega. Hann legði áherslu á það að aöilar i verölagsráði sjávarútvegsins bæru allir skyldur i þessum efn- um. „I viðtali viö Dagblaðið ræöi ég um þessi mál en þar er höfð eftir mér innan tilvitnunarmerkja fyr- irsögn sem er röng eins og menn sjá á viötalinu sjálfu. Fyrirsögnin er svona: „Aðilar eiga sjálfir að ákveða verðið”. — það sem ég vil leggja áherslu á er að ailir aöilar og þar á meöal rikisstjórnin hljóta i sameiningu aö bera rikar skyldur i þessum efnum þegar horft er framan í atvinnuleysi vegna þeirra fjöldauppsagna sem atvinnurekendur hafa beitt sér fyrir.” —ekh Landsbyggóin má ekki við atvinnuleysi Pólitísk ! lykt af | þráteflinu segir Sigfinnur Karlsson á Neskaupsstað „Þaö gengur hægt aö leysa þessa deilu, þetta er enda- laust þrátefli”, sagöi Sig- finnur Karlsson frá Nes- kaupstaö i samtali viö Þjóö- viljann i gær. „Það á að láta reyna á það hvort yfirnefndin getur ekki komið sér saman um fisk- verðið, en það hefur þó verið svo i gegnum árin hvaða rikisstjórn sem hefur setið, aö hún ákveður þetta i raun, enda upplýsingar, sem unnið er eftir komnar frá henni eða Þjóðhagsstofnun. Núna er þetta orðið þrátefli og komin af þvi pólitisk lykt. Ég hef trú á þvi að það gerist ekkert i málinu fyrr en kannski um helgina, en þá verður rikis- stjórnin að leysa málin, þvi atvinnuleysið kemur svo harkalega niður á sjávar- plássunum úti á landi. Þetta truflar ekki svo mjög at- vinnulifið i Reykjavik, en landsbyggðin má ekki við at- vinnuleysi. Varðandi oliusjóðinn og stofnfjársjóðsgjaldiö þá hef ég talið að þaö væri of stór biti að leggja það hvort tveggja niður i einu* sagði Sigfinnur að lokum. Svkr.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.