Þjóðviljinn - 14.01.1982, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 14.01.1982, Blaðsíða 1
UOÐVIUINN Fimmtudagur 14. janúar 1982 — 9. tbl. 47. árg. i hlákunni i gærdag myndaðist víða vatnseigur á götum borgarinnar og áttu gang- andi vegfarendur í vandræðum með að forðast gusurnar sem gengu í allar áttir eins og sjá má á þessari mynd sem gel tók. Hjúkmnarfræðingar felldu samninginn Hjúkrunarfræðingar sem starfa hjá Reykja- víkurborg og Akureyrarbæ felldu í gær og í fyrradag aðalkjarasamninga sem nýlega voru gerðir við þær með fyrirvara um sam- þykki beggja aðila. Samn- ingur Reykjavíkurborgar við hjúkrunarfræðingana var samhljóða þeim sem gerður var við Starfs- mannafélag Reykjavikur í framhaldi af aðalkjara- samningi BSRB og ríkisins og fól i sér 3,25% grunn- kaupshækkun, m.a. til hjúkrunarf ræðinga sem starfa á ríkisspitölunum. Langvarandi óánægja hefur veriö meöal hjúkrunarfræöinga meö kjörin og eins og ein oröaöi þaö i gær eru þær langþreyttar og margsviknar! Þegar niöurstaöa I kosningum um aöalkjarasamning BSRB var kynnt i Hjúkrunar- fræöingafélagi lslands kom fram megn óánægja en félagiö hefur ekki sjálfstæöan samningsrétt viö rikiö eins og viö sveitarfélögin. Þessi óánægja kom svo fram i at- kvæðagreiðslunni þannig að i Reykjavik greiddu 118 atkvæöi gegn samningnum en aöeins 18 meö. Ekki verður ljóst hvert fram- haldib veröur fyrr en i næstu viku en stjórnarfundur verður hjá félaginu á mánudag og félags- fundur á miðvikudag. Sérkjara- samningar hafa ekki enn verið geröir viö hjúkrunarfræöinga en ljóst er aö hér er i uppsiglingu sérstæö kjaradeila. Hjúkrunar- fræöingar hjá rikinu eru meö fasta samninga um 3,25% frá 1. nóvember si. sem starfsmenn tveggja stærstu bæjarfélaganna hafa nú hafnaö. Þaö er I raun rikið sem greiöir laun þeirra siöastnefndu lika i samræmi viö lög um rekstur sjúkrahúsa þó hjúkrunarfræðingar hafi sér- stakan samningsrétt viö bæjar- félögin sem þeir vinna hjá. _ Svæðamótið i skák Guð- mundur vann Helgi tapaði, en Jón L. sat hjá a L Fjórða umferð á svæðamótinu i skák, sem fram fer I Randers i | Danmörku var tefld i gærkvöldi. Guðmundur Sigurjónsson vann I Sviann Karlsson i 40 leikjum. Helgi Óiafsson tapaði fyrir I Norðmanninum Tiiler. Skákin fór i bið, en var svo tefld áfram i gær- - kveldi. Helgi féli i gildru sem Norðmaðurinn lagði fyrir hann, átti ' siðan jafntefiismöguieika, en missti af honum. Jón L. Arnason sat I hjá i gær. Efstur i B-riðli er Borik frá V-Þýskalandi með 3,5 v., en i A-riöii nrttnfpld frá V-lrvskalnnHi mpö 3.5 v Verður gengið fellt í dag? Ekki var tekin ákvörðun um skráningu islensku krónunnar á rikisstjórnarfundi i gærkvöldi eins og búist hafði verið við, en i dag klukkan niu verður annar fundur þar sem gengismál verða aftur á dag- skrá. Er jafnvel búist við að tilkynnt verði um 10—15% lækkun krónunnar eftir þann fund. Mikil vinna heíur undanfarna daga verið lögð i umræður á vegum rikistjórnarflokkanna um aðgerðir til að draga úr verðbólguáhrifum gengisbreyt- ingarinnar, þó þannig að ekki yrði um skerðingu á kjarasamningum að ræða. Hefur i þvi sambandi m.a. verið rætt um niðurskurð á rikisútgjöldum og möguleikum á tekjuöflun. Má búast við ákvörðunum rikisstjórnarinnar i efnahags- málum án verulegs dráttar, eftir að samningar milli útgerðar- manna og sjómanna hafa tekist. — AI. Sáttatillaga lögð fram í sjómannadeilunni: Útgerðarmenn jákvæðir sjómenn voru enn að fjalla um hana um miðnætti Seinni part dags i gær, lagði sáttanefnd fram sáttatillögu i sjómannadeilunni. Aö þvi er Þjóöviljinn fregnaöi f gærkveldi tóku útgeröarmenn vel i tillöguna en samninganefnd sjómanna var ekki jafn hrifin og sat á fundi i allt gærkveldi og fjallaöi um sátta- tillöguna. Eftir þvi sem Þjóöviljinn kemst næst, fjallar sáttatillagan um þau þrjú atriði, sem mest hefur verið rætt um i samningunum undan- fariö, hækkun kauptryggingar, hafnarfri sjómanna og fasta- kaupiö á stóru togurunum. Að sjálfsögðu liggur á borðinu aö sjómenn fái 3,2 % hækkun á kaup tryggingu, sem er það sama og verkafólk i landi fékk 1. nóv. sl. en aö auki er talaö um hækkun þar ofan á. Hjá rikissáttasemjara fékk Þjóöviljinn þær upplýsingar um miðnætti sl. að sennilega yrði sáttafundi haldið áfram eitthvað fram á nóttina. — S.dór. I | Svavar Gestsson félagsmálaráðherra: | Engin vísitöluskerðing IVið stöndum að sjálfsögðu fast á þvi að hamla verði gegn auknum hraða verðbólgunnar og jafn- Iframt þvi að ekki verði hróflað við forsendum kjarasamninganna sem nýlega voru gerðir, sagði , Svavar Gestsson félagsmálaráðherra i gær um Iundirbúning efnahagsráðstafana rikisstjórnar- innar. Það er unnið að þessum rikisstjórnarinnar og hugmynd- málum i sameiningu innan ir frá öllum aöilum þar til at- hugunar, sagði Svavar ennfremur. Við Alþýöubanda- lagsmenn erum ekki i tillögu- kapphlaupi viö einn eöa neinn, en okkar tillögur byggj a á þess- um tveimur grundvallaratriö- um: aö hamla gegn vexti verö- bólgunnar og standa vörö um forsendur kjarasamninganna. Svavar sagðist gera sér vonir um að nú sæi fyrir endann á kjaradeilu útgerðarmanna og sjómanna og að fiskverð yrði ákveðiðstraxað þvi búnu. Hann sagöi aö bið eftir efnahags- ráðstöfunum heföi ekki tafið fiskverösákvöröun sem leysa yröi sjálfstætt með hliösjón af kjarasamningum útgerðar- manna og sjómanna. Efnahags- málin og aðgerðir i þeim efnum væru aftur sérstakt mál sem lögö væri áhersla á að leiöa til lykta hið fyrsta.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.