Þjóðviljinn - 14.01.1982, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 14.01.1982, Qupperneq 5
Fimmtudagur 14. janiiar 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Zimbabwe eftir 600 daga sjálfstæði: Landlausir knýja á um umbætur Nú eru um það bil 600 dagar siðan Zimbabwe hlaut sjálfstæði og Rogert Mugabe, sem um ára- bil haf ði verið yfirlýstur sem ógn- vekjandi kommúnfskur hryðju- verkamaður settist að í stjórnar- ráðinu i Salisbury, þar sem minnihlutastjórn Ian Smith hafði áður setið. Sjálfstæði landsins og kosn- ingasigur Mugabes hafði kostað 15 ára borgarastyrjöld og um 20 þúsund fallna. Auk þess misstu 1,5 míljónir manna heimili sin, eða nær fimmti hver ibúi, á meðan hviti minnihlutinn lifði i velmegun, sem óþekkt var i öðrum löndum Afriku á kostnað landlausra bænda og hins svarta meirihluta. Það má teljast undravert, með hvílíkri lagni Robert Mugabe hefurtekist að komaá friðiiland- inu og sáttum á milli hinna stríð- andi aðila. Að visu hefur fjöldi hvítra manna yfirgefið landið á þessum tima, og samkvæmt þýska blaðinu der Spiegel hefur þeim fækkað úr 278 þúsund 1976 i 150 þúsund i dag, og sömu heim- ildirsegjaað um 1000 hvitir menn yfirgefi nú landið á mánuði. En þessi landflótti endurspeglar h'tið brot af þeim vandamálum sem rikisstjórn Mugabes hefur staðið frammi fyrir og leitast við að leysa eftir skynsamlegum og raunsæjum leiðum. Framfarir Sænskur fréttaritari, sem dvelur i' Zimbabwe um þessar mundir segir i nyrri grein i Dagens Nyheter, að engum sem komitil landsins dyljist sá mikli árangur sem stjórnvöld hafa náð á sviði húsnæðis-, heilbrigðis- og menntamála. Engu að siður á Mugabe langt i land með að skapa það þjóðfélag jafnréttisog sósialisma sem hann boðaði, og sænski fréttamaðurinn heldur þvi fram, að gróði hvitu stórbændanna sé nú meiri en nokkru sinni á valdatima Ian Smith. Samkvæmt yfirlýstri stefnu Mugabes eiga sósialiskar að- gerðir stjórnvalda i fyrsta áfanga að beinast fyrst að þvi að jafna upp jarðnæði á milli jarðlausra landbúnaðarverkamanna. Að sögn hafa þessar umbætur i land- búnaðnum gengið hægt, og hinir landlausu bændur, sem báru hitann og þungann af frelsis- striðinu, eru nú teknirað ókyrrast vegna seinagangs I þessum málum. Hinir landlausu bændur voru áður lokaðir inni á svo- kölluðum ættflokkasvæðum þar sem nú búa um 800 þúsund fjöl- skyldur eða 60% af ibúunum. Landsvæði þetta er hins vegar hæfilegt fyrir um 300 þúsund fjöl- skyldur að sögn. Hvítir landeigendur Mugabe hefur nU sett fram áætlun umað flytja 75 þúsund af þessum fjölskyldum yfir á um þriðjung þess lands sem nU til- heyrir hvita minnihlutanum, en þessi hógværa áætlun hefur reynst með afbrigöum sein i Landbúnaðarverkamaður með fjölskyldu sinni. Landlaust svcitafólk bar hitann og þungann af strlðinu og krefst nú jarðnæðis hinna hvitu. framkvæmd að mati margra. Og tugir þúsunda landlausra bænda hafa nú lagt undir sig landsvæði i eigu hvítra landeigenda. Stór hindrun i vegi fyrir framkvæmd landbúnaðarumbótanna eru þau ákvæði i friðarsamningnum, sem undirritaðir voru i London, að hvitir landeigendur skuli halda sinu landi nema háar skaðabætur verði greiddar fyrir eignarnám Stjórn Mugabes þykir að vonum óréttlátt að hvitum landeigendum séu nú greiddar háar skaðabætur fyrir land, sem þeir eða forfeður þeirra eignuðu sér á sinum tima án þess að greiða eyri fyrir. Æpandi þörf Þrátt fyrir þessa erfiðleika, þá hefur matvælaframleiðslan i landinu aukist, og Zimbabwe flyturnú m.a. útmaís til margra Afrfkulanda þar sem matvæla- skorturrikir. Engu aðsiður hefur óánægja farið vaxandi eftir að hrifningaraldan við sjálfstæðis- tökuna iapril 1981 er hjöðnuð. Og Mugabe hefur nýveriðgefiðúttil- skipun um 67% hækkun á lágm arkslaunum landbúnaðar- verkamanna og annarra þeirra lægst launuðu til þess aö létta á óánægjunni i' landinu. En sem stendur er það ekki krafan um laun eða framboð á matvælum sem skiptir mestu i hinu nýfrjálsa Zimbabwe, heldur æpandi þörf landlausra bænda á jarðnæöi, og lausn þess vanda mun að öllum likindum ráða úrslitum um póli- tiska framtið Roberts Mugabe. ólg/DN,Spiegcl Kómedía uppá bandaríska móðinn Kvikmynd: Góðir dagar gleymast ei (Seems like Old Times) Leikstjóri: Jay Sandrich Handrit: Neil Simon Kvikmyndun:: David M. Walsh. Tónlist: Marvin Ilamlisch. Meðal leikcnda: Goldie Hawn, Chevy Chase, Charles Grodin, Robert Guillaume. Sýningarstaður: Stjörnubió. Hver skyldi nú ekki kannast við söguna af þrí- hyrningnum: maður — tvær konur, eða, eins og um er að ræða í kvikmynd Neil Simons: kona — tveir menn. Efnið er að sönnu margnotað, jafnvel orðið útþvælt, og það er ekkert sérstaklega erfitt að fara illa með það eins og sjá má á andlegum afurðum seinni tíma: bókmenntum og alls kyns annars konar skriferíi, leiklistinni og auðvitað kvikmyndunum. Að ógleymdum dægurlaga- textunum. ... En um siðir er hinn klassiski þríhyrningur mættur frammi fyrir dómara sinum. Neil Simon er enginn viðvan - ingur i kvikmyndahandritsgerð: „The Odd Couple”, „The Sunshine Boys”, „The Goodbye Girl” og önnur hafa borið hróður hans viða, auk þess sem hann hef- ur skrifað fjölda leikrita og unnið til margra verðlauna fyrir verk sin, sem hafa flest til að bera mikinn húmor, fjör og spennu. Handritið að „Góðir dagar gleymast ei” er engin undantekn- ing þar á. Það er bullandi fyndið og morandi i alls kyns hnyttnum tilsvörum. Það verður þó að segjast eins og er, að hinna hnyttnu tilsvara nýtur maður ekki til fulls i Stjörnubiói vegna þýðingarinnar. Þýðanda eru skiljanlega þröngar skorður settar: honum ber að koma til skila öllum meginatrið- um textans á afskaplega saman- þjappaðan máta og auðvitað tap- ast töluvert niður af kimninni fyrir vikið. Um frammistöðu leikaranna er allt hið besta að segja. Goldie Hawn er bæði fyndin og sexi, Chevy Chase er mátulega brjóst- umkennanlegur og Charles Grodin er afskaplega smekklegur miöstéttarmaður á bandariska visu, sómakær og framgjarn. „Góðir dagar gleymast ei” er frumraun leikstjórans, Jay Sandrich, á kvikmyndasviðinu. Handbragð hans hefur þó áður komið fyrir sjónir íslendinga, en hann hefur leikstýrt bæði hlutum úr „sjói” Mary Tuler Moore og svo ýmsum hlutum Lööurs. Og leikstjórn hans ber glögglega vitni næmu auga fyrir þvi sem er kómiskt. Ef menn vilja sem ságt sjá góða og gamaldags gamanmynd upp á ameriska móðinn er þeirri stund, sem fer i að horfa á „Góðir dagar gleymast ei” i Stjörnubiói bara sæmilega varið. —jsj. Goldie Hawn, fyndin og sexi, og Charles Grodin, bandariskur lögfræð- ingur á millistéttarvisu, leika hin hamingjusömu hjón I „Góðir dagar gleymast ei”... Það er þó farið nokkuð öðruvisi en yfirleitt má sjá með þrihyrn- inginn blessaða i „Góðir dagar gleymast ei”. Raunar gegnir hann ekki neinu sérstöku hlut- verki i þessari gamanmynd fyrr en undir lokin, þegar fyrrverandi eiginmaður Glendu (Goldie Hawn) og núverandi lenda saman frammi fyrir dómara sinum; sá fyrrverandi sem sakborningur en sá núverandi sem sækjandi. Og Glenda hefur tekið að sér að ann- ast vörn hins fyrrverandi. Annars er söguþráðurinn i stuttumáli á þá leið,að hinn fyrr- um eiginmaður Glendu, Nick Gardenia (Chevy Chase), er neyddur af tveimur fólum til að fremja bankarán. Hann er sein- heppinn maður, ferst þetta frem- ur klaufalega úr hendi, og þótt hann komist leiðar sinnar með álitlega fúlgu, næst ljómandi góð andlitsmynd af honum með myndavél i bankanum. Fyrir vik- ið er hann hundeltur af lögreglu og hann leitar á náðir sinnar fyrr- verandi i von um mat og jafnvel húsaskjól. Glenda má ekkert aumt sjá, en sá hængurer þó á, að hennar núverandi eiginmaður, Ira (Charles Grodin), tilvonandi rikissaksóknari, má ekki vita af þeirri hjálp, sem hún veitir hon- um. Það gæti spillt möguleikum hans á saksóknaraembættinu. Ekki bætir það svo úr skák, að Nick er yfir sig ástfanginn af Glendu, og hann lætur það feimnislaust i ljós við hana. Ailt er þetta gott og blessað og dæmi- gert bandariskt gamanmynda- efni. Það er svo sem ekki vert að rekja þráðinn neitt nánar. Það nægir i rauninni að segja, að öll skilyrði eru til staðar til að skapa mjög svo flókna framvindu, og það virðist mér handritshöfundi og leikstjóra takast að þvi marki, sem þeir hafa ætlað sér. Jakob Jónsson skrifar kvik- myndir

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.