Þjóðviljinn - 23.01.1982, Blaðsíða 5
Helgin 23.— 24. janúar 1982. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5
ur hærri upphæð en þeirri, sem
þeir hafa greitt okkur fyrir raf-
orku frá þvi fyrirtækið tók til
starfa hér á landi. Hefur þó næst-
um helmingur allrar rafmagns-
framleiðslu landsmanna runnið
til þess fyrirtækis á þvi árabili.
Annað dæmi enn ljósara, til sam-
anburðar milli sjávarútvegs og
stóriðju og þó samkynja, getur að
finna i rekstri járnblendiverk-
smiðjunnar i Hvalfirði:
Rekstur tslenska járnblendifé-
lagsins, sameign rikisins og
norska auðhringsins Elkem
Spigerverket, skilaði 70 miljón
króna tapi árið sem leið. Fyrir-
tækið greiddi starfsmönnunum
150 að tölu 25 miljónir i laun og
launatengd gjöld á árinu. Raf-
magn keypti járnblendifélagið
fyrirnær 15 miljónir króna. Enda
þótt fyrirtækið hefði fengið hvort
tveggja ókeypis, vinnuafl og raf-
orku, þá hefði tap þess orðið 30
miljónir.
Fyrr var greint frá þvi að með-
alframlag hvers starfsmanns i
sjávarútvegi og fiskvinnslu i
verðmætum til þjóðarbúsins nam
243.000 þúsundum nýkróna árið
1980, en það samsvarar 345.000
nýkrónum á verðlagi siðasta árs
— og að þörf var fyrir 4000 starf s-
menn til viðbótar i fiskiðnaðinum
árið sem leið. Samkvæmt þessu
hefðu starfsmennirnir 150, sem
vinna við járnblendiverksmiðj-
una lagt 51.7 miljónir nýkróna i
þjóðarsjóð, ef þeir hefðu starfað
við sjávarútveginn i stað 70
miljón króna taps í stóriðjunni.
Ekki skulum við sakfella starfs-
mennina i þessu sambandi. Við
höfum rökstudda ástæðu til að
ætla að þar sé að verki afburða-
duglegt fólk, enda tiltölulega góð
launakjör i toði. Sökin liggur hjá
allt öðrum aðilum, og eins væri
mikils um vert að snillingarnir,
sem sendu unga sérfræðinginn
frá Iðntæknistofnun isjónvarpið á
dögunum tilþess að staðhæfa að
við hefðum raunar fengið mikils-
verðan arð af rekstri járnblendi-
verksmiðjunnar, geri okkur nú
sjálfir grein fyrir þvi i hverju
arðurinn er fólginn, svo að við
komumst ekki að þeirri
óhjákvæmilegu niðurstöðu að
þeir séu svikahrappar. Eðlilegast
væri að Jón Sigurðsson forstjóri
Járnblendifélagsins annaðist út-
skýringarnar sjálfur samtimis
þvi sem hann itreki fyrri svar-
daga sina um arðsemishorfur
fyrirtækisins. Þó kynni að reyn-
ast heppilegt að hann styrkti
framburð sinn með samtima-
vitnisburði forvanns Landsvirkj-
unarstjórnar, Jóhannesar Nor-
dal, sem mun nú efalitið fýsandi
þess að fá að varpa skæru ljósi
vitsmuna sinna rétt einu sinni á
arðsemi islenskrar stóriðju.
í álveri kostar hvert
atvinnutækifæri
10 miljónir — en
0,5 miljónir
í sjávarútvegi
Dæmið um Grundartangaverk-
smiðjuna ereittaf þeim, sem við
hljótum að reikna af samvisku-
semi þegar við reynum að gera
okkur grein fyrir þvi, hversvegna
sjávarUtvegurinn getur ekki
greitt nægilega há laun til fisk-
vinnslufólksins til þess að störf
þess geti talist eftirsóknarverð;
hvers vegna bjargræðisvegurinn
stendur ekki undir endurnýjun
fiskiskipa og uppbyggingu nýrra
fiskiðjuvera.
Þessi forni og trausti bjarg-
ræðisvegur okkar þarf nefnilega
að standa undir mörgu tapinu i
öðrum greinum.
Á næstu vikum þurfum við að
vera duglegir i reikningi og ein-
arðir i gagnrýni, þvi ekki er
annað sýnna en valdamiklir
aðilar hafi tekið þá ákvörðun að
við skulum tryggja atvinnu og
framfærslu landsmanna með þvi
að virkja i þeim tilgangi að koma
upp álverum, þar sem atvinnu-
plássið fyrir hvern mann kostar
10 miljónir króna, og i málm-
blendiverksmiðjum þar sem
hvert atvinnutækifæri kostar 7
miljónir á mann, samtimis þvi
sem stofnkostnaður á hvern
starfsmann i nýju fiskiðju-
veri — aðnýjum skuttogara með-
töldum — miðað við 150 manna
starfslið, svo enn sé tekið mið af
Grundartangaverksmiðjunni,
nemur 0,6 miljónum.
Gervitungl og
tölvur notuð
við leit að olíu
Meö sömu
aöferðum væri
hœgt aö
kortleggja eldvirk
svæöi og
jaröhitasvæöi
Með nýjum aðferðum er
nú hægt að finna hvar olia
liggur í jörðu niðri með
mikilli nákvæmni/ jafnvel
hve djúpt hún liggur. Hið
æðisgengna kapphlaup
eftir oliunni hefur orðið til
þessað leitartæknin verður
sífellt fullkomnari og nú er
svo komið að farið er að
nota gervitungl til olíu-
leitar og er búist við að það
spari miljarða króna.
eru þetta afar dýrar aðferðir og
verður þvi liklega að biða enn um
sinn þangað til Orkustofnun og
Norræna eldf jallarannsókna-
stöðin getur tekið þær i notkun.
(ByggtáDagens
Nyheter — GFr).
Kaupf élagsst j óri
Starf kaupíélagsstjóra við Kaupfélag
Berufjarðar er laust til umsóknar. Um-
sóknarfrestur er til 10. febrúar n.k. Skrif-
legar umsóknir, með upplýsingum um
menntun og fyrri störf, sendist formanni
félagsins Ingimar Sveinssyni, Djúpavogi
eða Baldvini Einarssyni starfsmanna-
stjóra Sambandsins er veita nánari upp-
lýsingar.
Kaupfélag Berufjarðar
Djúpavogi
IH
KN
t|r
ÚTBOÐ
m
K* A
'V
Tilboð óskast i húsið nr. 14 við Brekkustig i
Reykjavik. TimburhúS/Ca.50 fermetrar að
grunnfleti, ein hæð og ris á hlöðnum kjall-
ara. Húsið skemmdist i eldsvoða og selst
til niðurrifs.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri
að Frikirkjuvegi 4. Tilboð verða opnuð á
sama stað miðvikudaginn 3. febr. n.k. kl.
14 e.h.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800
Stóru oliufélögin eyða mjög
miklum fjármunum i að þróa
leitartæknina en oft eru það minni
ráðgjafarfyrirtæki sem sérhæfa
sig i að þróa þá tækni.
Arlega er haldin mikil visinda-
ráðstefna i Washington og á þeirri
siðustu voru þessar nýju aöferðir
kynntar. Floyd Sabin Jr. frá
Chevron oliufélaginu lýsti þvi
hvernig hægt væri að finna oliu
með hjálp gervitunglamynda.
Hann benti þó á að þessar myndir
væru bara fyrsti liðurinn i leit-
inni; til þess að finna nákvæmlega
rétta staðinn kæmu svo i kjölfarið
mælingar á þyngdarkraftinum og
jarðskjálftamælingar.
Þær siðarnefndu fara þannig
fram að sett er sprengjuhleðsla
niður i jörðina og siðan er sprengt
og mælt hvernig þrýstibylgjurnar
endurvarpast frá hinum ýmsu
lögum i jörðinni. Þessi tækni var
fyrst notuð árið 1930 og hefur
síöan verið besta aðferðin við að
finna oliu. Hún hefur stöðugt
verið endurbætt þvi að gallinn er
sá að bylgjurnar fara ekki bara
lóðrétt ofan i jörðina heldur lika á
ská i allar áttir.
Með aðstoð tölvu og flóknum
reikniaðferðum er nú hægt að fá
rétta mynd af jarðlögunum lóð-
rétt niöur. Það var árið 1975 sem
fyrst var hægt að fá slika ná-
kvæma mynd þar sem öll hliðar-
áhrif eru þurrkuð út.
A fyrrgreindri ráðstefnu lýsti
Alistair Brown frá Jarðfræði-
þjónustunni i Dallas hvernig hægt
væri með nýjum aðferöum að
meta mælingarnar og lagði fram
neðanjarðarkort sem sýndu með
mikilli nákvæmni hvar olia og gas
liggur I jörðu.
Þessar nýju aðferðir eru taldar
geta komið að margvislegu gagni
fyrir jarðfræðinga og m.a. megi
með þeim kortleggja eldvirk
svæði og jarðhitasvæði. Hitt skal
tekið fram að enn sem komið er
Sýning
Kristjáns
framlengd
Ljósmyndasýning Kristjáns
Inga Einarssonar i anddyri
Norræna hússins hefur verið
framlengd til sunnudags-
kvöidsins 24. janúar. A sýning-
unni eru á fjórða tug ljósmynda
úr bókinni „Krakkar, krakkar”
sem Bjallan gaf út.
GREIÐENDUR
vinsamlega veitið ef tirfarandi
erindi athygli:
Frestur til aö skila launamiöum
rennur út þann 25.janúar.
Þaó eru tilmæli embættisins til
yðar, að þér ritið allar upplýsingar
rétt og greinilega á miðana og
vandið frágang þeirra. Með þvi
stuólið þér að hagkvæmni í opin-
berum rekstri og firrið yður
óþarfa tímaeyðslu.
RÍKISSKATTSTJÓRI