Þjóðviljinn - 23.01.1982, Page 6

Þjóðviljinn - 23.01.1982, Page 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 16 — 17. janúar 1982. ritstjórnargrein úr aimanakinu Málgagn sósíalisma, verkalýds- hreyfingar og þjódfrelsis Otgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ölafsson. Fréttastjóri: Álfheiöur Ingadóttir. úmsjónarmaður sunnudagsblaös: Guöjón Friöriksson. Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir. Afgreiöslustjóri: Valþór Hlööversson. Blaöamenn: Auöur Styrkársdóttir, Magnús H. Gislason, Öskar Guömundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Sveinn Kristinsson. fþrótta- og skákfréttamaöur: Helgi ölafsson. Útlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir-Guðjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir:Einar Karlsson, Gunnar Elisson. Handrita- og prófarkalestur: Elias Mar, Trausti Einarsson. Auglýsingar: Hildur Kagnars, Sigriður Hanna Sigurbjörns- dóttir. Skrifstofa: Guörún Gúövaröardóttir, Jóhannes Haröarson. Afgreiösla: Bára Siguröardóttir, Kristin Pétursdóttir. Simavarsla : Ólöf Halldórsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir. Húsmóöir: Bergljót Guöjónsdóttir. Bilstjóri: Sigrún Bárðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmunds- son. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns- dóttir. Útkeyrsla, afgreiösla og auglýsingar: Siðumúla 6, Reykjavik, simi 81333 Prentun: Blaöaprent hf. Lífið að veði • Þeir hörmulegu atburðir sem gerðust við Vest- mannaeyjar í fyrradag hafa snert alla íslensku þjóð- ina. Þar fórust tveir íslenskir björgunarmenn og tveir belgískir sjómenn á strandstað í brimgarðinum, að- eins 20—30 metra frá landi. • Hinir íslensku björgunarmenn, Kristján K. Vík- ingsson, læknir og Hannes Óskarsson, starfsmaður Áhaldaleigunnar í Vestmannaeyjum, fórnuðu eigin líf i við hetjulega f ramgöngu til bjargar erlendum sjó- mönnum á strandstað. • Við íslendingar erum tengdari haf inu en aðrar þjóð- ir. Þangað höfum við löngum sótt lífsbjörg okkar og sækjum enn, og þar höfum við fært okkar stærstu fórnir. Við höfum ekki háð okkar stríð á vígvöllum með vopn í hönd, heldur í baráttu við náttúruöf lin, þau öfl sem mestu ráða bæði um líf og dauða. Þar hafa Vestmannaeyingar löngum staðið í fremstu röð. • Sjómenn okkar f yrr og síðar hafa ekki aðeins fært okkur hinum björg í bú, heldur einnig borið það aðals- merki að vera hvar sem er og hvenær sem er reiðu- búnir til að ganga á hólm við náttúruöflin þegar um björgun mannslífa var að tefla. 0 Og hver er læknastéttin? — Menn sem hafa valið sér það lífsstarf að verja eigin æf i til að lina þjáningar annarra og bjarga mannslífum. Hverjum góðum dreng í þeirri stétt fylgir sú kvöð, að vera ætlð og æf- NOOVIUINN inlega reiðubúin til að hætta eigin lífi, þegar líf ann- arra er í veði. Á það höfum við verið minnt nú, enn Hversu langan tlma tæki þaö fyrir verkakonu á Iöjulaunum aökoma yfir sig svoddan þaki? einu sinni. • Við kunnum margar sögur frá fyrri tíð um bar- áttu íslenskra sjómanna við brim og boða, og þann Ægi sem við nef ndum konung. Við geymum sagnir og sögur um þrekraunir við björgunarstörf á hafi úti og um strandlengjuna alla. Stundum tókst giftusamlega til og mannslífum bjargað við ótrúlega erfiðar að- stæður, en í annan tíma hlutu menn að lúta í lægra haldi; fyrir því afii, sem enginn mannlegur máttur færhamið. En drýgð dáð lif ir ísigriog íósigri. • Tækninni hefur fleygt fram. Við sækjum ekki lengur sjó á áraskipum, og björgunarsveitir okkar eru betur búnar en fyrr. En við skulum ekki halda að þar með sé sigur vís í hverri hólmgöngu við þau blindu öf I sem risa og hníga í djúpum hafsins. • Það er skylda okkar allra að búa björgunarsveit- irnar sem starfa í f lestum byggðarlögum svo vel sem framast er kostur, og hvað varðar öryggismál sjó- manna ættum við íslendingar jafnan að gera há- markskröf ur. • Sex mannslífum tókst að bjarga í Vestmannaeyj- um að þessu sinni, en f jórir fórust. Oll íslenska þjóðin þakkar björgunarmönnunum í Vestmannaeyjum — þeim sem lifðu og þeim sem féllu. Það verður bjart yfir minningu þeirra Kristjáns K. Víkingssonar og Hannesar Óskarssonar. Við vottum fjölskyldum þeirra samúð og einnig aðstandendum hinna belgísku sjómanna sem fórust við Vestmannaeyjar. —k. Gullkistan 0 Á síðasta áratug átti sér stað mikil uppbygging í íslenskum sjávarútvegi. Togaraflotinn sem um 1970 var að verða að engu, var byggður upp og munaði þar ekki síst um forgöngu Lúðvíks Jósepssonar, sem var sjávarútvegsráðherra á árunum 1971—1974. Á þessum sama áratug 1970—1980 voru einnig byggð upp mörg frystihús og aðrar fiskvinnslustöðvar. • Stundum heyrast raddir, sem skilja má á þann veg, að öll þessi mikla uppbygging haf i f rekar orðið til bölvunar en blessunar. En við skulum skoða stað- reyndir. Samkvæmt upplýsingum Þjóðhagsstofnunar hef ur hlutur sjávarútvegsins vaxið á síðustu f imm ár- um, frá 1976—1981 úr því að vera um 15% allrar þjóð- arframleiðslunnar og í um 20% þjóðarframleiðslu. Þar sem þjóðarframleiðslan í heild hefur á þessum sömu árum vaxið um nær 20%, þá er Ijóst að fram- leiðsluverðmæti sjávarútvegsins hefur eins og þorsk- aflinn aukist um nær 60% á aðeins f imm árum. Þessi árangur má kallast frábær, þótt margt mætti betur fara. —k. Umræða utan dagskrár Skelf ing fer mikið fyrir frægu fólki í blöðunum. Hverjir gefa út yfirlýs- ingarnar, hverjir fá myndir af sér, um hver ja er slúðrað í dálkunum? Við hverja eru viðtölin og hverra orð eru svo mark- verð að þau fást skráð í dagblöðin? Og þegar blöðin reyna að brjótast útúr þessum gerviheimi sínum, þá gera þau það með persónulegum viðtölum, ellegar undir formerkjunum „dagur í lífi" athaf namanns, listamanns eða stjórn- málamannsins. Lengra komast þau ekki nema fyrir tilviljun og í undan- tekningartilvikum til að sanna regluna. Fólkiö i blöðunum er auðvitað ólikt og þaö er blæbrigðamunur á blöðunum i samræmi við upp- runa þeirra. Það er tilamynda liklegt að þú lesir viðtalið viö stórhuga aldraðan athafna- mann i Mogganum, nýrikan fjárglæframann i Dagblaðinu, formann i verkalýðsfélagi i Þjóöviljanum, leikara i Helgar- póstinum, kaupfélagsstjóra i Timanum og krata kominn að falli ef ekki dauðan i Alþýðu- blaðinu. Þessi grófa upptalning gefur vissulega mynd af raun- verulegum mismun þessara blaða, — og fólkinu sem fær þar plássið. Eitt eiga þessir áðurnefndu viðmælendur blaöanna sameiginlegt: enginn þeirra þarf né getur lifað af launum þeim sem launþegum i Verslunarmannafélaginu, Dagsbrún eða Iðju er ætlaö að lifa af i dagvinnu. Það er sagt að hér á landi hafi verið tekin lög- formlega upp fjörutiu stunda vinnuvika. Hvilik öfugmæli? Það er engin fjörutiu stunda vinnuvika i landinu meðan þorri launþega þarf að vinna yfir- vinnu, næturvinnu og aukavinnu annars staöar til að framfleyta sér. I landinu er rikjandi vinnu- þrælkun, það er meiraðsegja ófremdarástand i landinu vegna vinnuþrælkunar. I þessu tölublaöi Þjóðviljans er ein fárra undantekninga frá reglunni; hér er nefnilega að finna viðtal við þrjár verka- konur i Hampiðjunni. Þær einsog þúsundir annarra tslend- inga verða að láta sig hafa það að vinna á mannfjandsam- legum vinnustað til þess að hafa fyrir nauðþurftum. Með þvi aö vinna á næturnar hafa þessar Oskar Guðmundsson^. skrifar M ttmm konur um 7.800 krónur i kaup. Með itrustu sparsemi er hægt að hafa fyrir nauðþurftum undir þess háttar þrældómsoki. Og þó? Lifum við ekki á þeim timum, þarsem óhætt er að kalla bóklestur, kvikmyndir, leikhús og aðra menningar- neyslu nauðþurftir? Ef svo er þá hafa þúsundir launþega ekki fyrir nauðþurftum. Eins er með húsnæðismál. Húsnæði telst til nauðþurfta. Þúsundir launþega standa i skuldabasli vegna húsnæðis- kaupa og leigu. Þeir hafa þess vegna ekki fyrir nauðþurftum. Nú vitum við að kjör launþega eru ekki bara mæld i kaup- töxtum. En hvort heldur við viljum kjörin á grundvelli kaupsins eins ellegar taka fleiri þætti með, þá er eitt vist: núverandi kjör þorra launþega á tslandi eru óþolandi. Svo maður sýni nú vott sjálfs- gagnrýni, naflaskoðunar einsog það er kallað, þá eru ýmsir aðrir þættir sem sjást ekki i þeirri afskræmdu heimsmynd sem dagblöðin og aörir fjöl- miölar endurspegla. Þar er ekki fjallað svo ýkja mikiö um til- finningalif eða sálarlif, né heldur hvað fólk er að hugsa (samandregiö i upplifun). Þeir sem skrifa allt af létta, segja hug sinn allan og hjarta i dag- blööum, þeir eru álitnir skrýtnir eöa með sýnigirnd. Hvernig lifir fólk i landinu? Aldrei sér maður myndir i blööunum af húsum og hibýlum hinna riku. Aldrei að vita nema múgurinn reiddist yfir hinum raunverulega sjáanlega mis- mun á húsakosti? Það eru heilu hverfin i Reykjavik og utan borgarmarkanna, þarsem iburður og breiðfletir eru svo i augu stingandi, að hlýtur að hafa kostaö morð fjár hvert hús. Aö minnsta kosti er á hreinu að það tæki verkakonu á Iðju- launum marga áratugi að koma yfir sig svoddan þaki, máske þyrfti hún að lifa mörgum lifum til að koma sliku húsi upp. En það er huggun harmi gegn, að sjálfsagt hefur hún engan metnað i þá átt. Þetta nöldur mitt á að þjóna þeim tilgangi að benda á að auðnum, arðinum af vinnunni er misskipt i landinu. Það er eng- inn sögulegur ávinningur i þvi fólginn að halda núverandi kjör- um verkafólks, þvi þau eru hróplegt óréttlæti og raunar óverjandi. ASt hefur vakið athygli á þvi að vinnustaðurinn væri grunn- eining. Þá stefnu þyrfti endilega að byrja á að framkvæma. Verkalýösfélögin eru lika hálf dauð sinum umbjóðendum ef lifrænt starf félagsins byggist ekki á fólkinu á vinnustöðunum. Þvi miður bendir alltof margt til þess, að starfið i verkalýðsfé- lögunum hafi látið undan skrif- ræðinu. Það hlýtur að vera dag- skipun verkalýðshreyfingarinn- ar að gera vinnustaðinn að grunneiningu i fagfélögunum, að efla samskipti forystu og verkafólks, sem á auðvitað að vera eitt og hið sama. Verkalýðsflokkurinn verður auðvitað að gera sitt til að raun- gera þetta lýðræði sem hér er verið að minnast á. Flokkurinn má ekki frekar en aðrir hlutar hreyfingarinnar detta i þann fúla pytt, aö telja þaö ætlunar- verk sitt að verja kjörin. Allra sist þegar þau eru ósæmandi, óþolandi og óverjandi. — óg

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.